Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1985, Síða 7
Úr „Orðinu“, sem Dreyer byggði á leikriti
Kaj Munk. Hér er sá sálsjúki Jóhannes, sem
béit að bann ræri Kristur.
vildi hann gera kvikmyndaupptökur on loc-
ation (í sínu rétta náttúrulega umhverfi),
'en væri það ekki gerlegt, lagði hann afar
mikið upp úr því að gera sviðsmynd, sem
líkti eins nákvæmlega eftir fyrirmynd
raunveruleikans og frekast var unnt. Að
því er Dreyer varðaði, þýddu þessar
ströngu gæðakröfur hans til sviðsmynd-
anna, að hann varð sjálfur að sinna öllum
einstökum smáatriðum sviðsmyndarinnar
og fella þau saman í eðlilega heild.
Þegar Carl Th. Dreyer hóf að gera
kvikmyndir, var það viðtekin regla, að
kvikmyndaleikstjórar pöntuðu bara
sviðsmynd, og var þá til taks hópur fast-
ráðinna handiðnaðarmanna, sem tók til
óspilltra málanna við að framleiða þá
sviðsmynd, sem óskað var eftir. Dreyer
kaus hins vegar að annast smíði sinna
sviðsmynda sjálfur og af stökustu um-
hyggju valdi hann svo alla þá muni, sem
áttu að vera til staðar í hverri sviðsmynd,
allt frá viðeigandi húsgögnum, glugga-
tjöldum, liti og svo framvegis. Tilgangur
hans með þeirri nákvæmnisvinnu, sem
hann lagði í þessa þætti, var að skapa um-
Úr kvikmyndinni Gertrud.
um við strendur Norðursjávar varð ég
greinilega var við þann gífurlega áhuga,
sem menn höfðu á þessari kvikmynd á hin-
um ýmsu bændabýlum þarna á strand-
lengjunni, sem einkennist af lágum,
sendnum hæðum. Þetta fólk sýndi alveg
einstakan fórnarvilja, sem meðal annars
kom þannig í ljós við okkur, að við fengum
leyfi til þess að fá hjá þeim húsgögn að
láni við kvikmyndunina, og það voru hús-
gögn, sem staðið höfðu á sínum stað í
bóndabæjunum í búskapartið margra kyn-
slóða. Og við fengum líka léðar myndir,
sem eru svo einkennandi fyrir heimilin þar
um slóðir.
JEANNE d’ARC
„La passion de Jeanne d’Arc“ frá árinu
1928 varð án nokkurs vafa sú kvikmynd,
sem aflaði Carl Th. Dreyer hvað mestrar
frægðar sem kvikmyndaleikstjóra. í þess-
ari mynd vinnúr Dreyer markvisst að því
að skapa kvikmyndinni nýtt tjáningar-
form með því að beita nærmyndum á
skipulegan hátt við að lýsa nánar þján-
ingarsögu Jeanne d’Arc og varpa skýrara
ljósi á þær manngerðir sem eiga veiga-
mestan þátt í þeirri kvöl og niðurlægingu,
sem hún má þola.
Á heimssýningunni í Brussel árið 1958
var kvikmynd Dreyers ásamt m.a. „Gull-
æðinu" eftir Charlie Chaplin, „Citizen
Kane“ eftir Orson Welles og „Potemkin"
eftir Eisenstein kjörin ein af tólf beztu
kvikmyndum „allra tíma“.
Kvikmyndunin á „Jeanne d’Arc" fór
fram í Frakklandi á árunum 1926—1928 og
var kostuð af La Société Générale de
Films.
í rauninni var ætlunin í fyrstu sú, að
Carl Th. Dreyer skyldi leikstýra kvikmynd
um Tosca, en Dreyer vildi sjálfur eindregið
fá að kvikmynda eitthvað dramatískt,
átakamikið efni og var ófús að nota þekkta
óperu sem efnivið í kvikmynd sína. Hann
valdi því söguna um ungu frönsku bónda-
dótturina, sem frelsaði mikinn hluta
Frakklands undan erlendu hernámi í
Hundraðárastríðinu gegn Englendingum á
15. öld. Eins og alkunnugt er var Jeanne
d’Arc að lokum tekin til fanga af Englend-
ingum og brennd á báli sem galdranorn.
Frásagnirnar um þennan dýrðling frönsku
þjóðarinnar hefur orðið frönskum, jafnt
sem erlendum, skáldum og rithöfundum
efniviður í ótal mörg kvæði, skáldsögur og
leikrit. Öll þau skáld, sem fjallað hafa um
Jeanne d’Arc, hafa jafnan leitazt við að
lýsa allri atburðarás helgisögunnar, en
Dreyer kaus hins vegar að einskorða
kvikmynd sína við yfirheyrslurnar yfir
hinni ungu Jeanne d’Arc. Allur efnisþráð-
Úr Degi reiðinnar, 1943.
SVIÐSBÚNAÐUR
OG Leikmunir
Bæði í þessari fyrstu kvikmynd sinni svo
og einnig í síðari myndum, sem hann
gerði, leitaðist Carl Th. Dreyer mjög
ákveðið við að einbeita sér að sviðsmynd-
unum og reyndi allt hvað hann gat til þess
að gera þær stöðugt fullkomnari. Viðhorf
hans til sviðsmyndarinnar og leikmun-
anna voru á þeim tímum alveg ný og fersk,
ef miðað er við viðhorf annarra kvik-
myndaleikstjóra til þessara þátta kvik-
myndagerðar um sama leyti. Dreyer vildi
ekki, að sviðsmyndir í kvikmyndum hans
virkuðu sem sviðsmyndir. Helzt af öllu
hverfi, sem bar svip af því fólki, sem bjó
þar.
Orðið
Það má ef til vill líta svo á, að einföldun-
in sé beinlínis eitt þýðingarmesta lykilorð-
ið að því er varðar skilning á kvikmynda-
list Dreyers. Hvernig þetta kemur fram í
reynd, fá menn skilið, þegar Carl Th.
Dreyer segir sjálfur frá kvikmyndum sinni
á einstökum atriðum „Orðsins“, hinu
fræga leikriti, sem Kaj Munk samdi
skömmu fyrir dauða sinn. Þessi frásögn
kemur fram í blaðaviðtali við hann frá
árinu 1955.
„Meðan ég dvaldist þarna úti í sveitun-
ur kvikmyndarinnar er einskorðaður við
atburðarásina á einum einasta sólarhring,
það er að segja við síðasta daginn í lífi
Jeanne d’Arc.
Sem ósvikinn bakgrunn þessa áhrifa-
mikla harmleiks vildi Dreyer ná fram and-
rúmslofti hversdagslegs miðaldaumhverf-
is. Eftir að hafa kynnt sér 500 ára gamlar
franskar smámyndir af stakri gaumgæfni,
hófst Carl Th. Dreyer handa við að láta
reisa nákvæma eftirlíkingu af heilum
smábæ frá miðöldum á stóru engi í Suð-
ur-Frakklandi. Úr þessari ráðagerð Drey-
ers varð svo afar viðamikil og dýr heildar-
leikmynd, og vakti bæði kostnaðurinn og
öll nostursemin i gerð miðaldabæjar Drey-
ers mikinn úlfaþyt meðal kvikmyndagerð-
armanna þeirra tíma. Það komu fram
hvassyrtar, gagnrýnar spurningar um það,
hvers vegna leikmyndirnar þyrftu að vera
svo óskaplega nákvæmar í öllum smáatrið-
um, úr því að Dreyer ætlaði sér ekki að
beita fjarmyndun að neinu ráði við töku
kvikmyndarinnar. Sjálfur var Dreyer
sannfærður um að til þess að ná fram
ósvikinni mynd af öllum blæbrigðum í svip
leikaranna, þá yrðu leikmyndirnar að vera
þannig gerðar, að hægt væri að búa í þeim.
Þá fyrst áleit hann, að unnt væri að vinna
að gerð kvikmyndarinnar á ósviknum
heimildargrundvelli, sem svo aftur er for-
senda raunverulegs listræns innblásturs í
kvikmyndagerð.
NÝR KVIKMYNDASTÍLL
Dreyer hagaði töku kvikmyndarinnar á
þann veg, aö andlit leikaranna töluðu sitt
eigið mál, og með því að hagnýta til hins
ýtrasta andstæðurnar milli hins skær-
hvíta ljóss og dimmra skugga, tókst hon-
um að skapa mjög áhrifamikinn myndstíl.
í samvinnu við aðalkvikmyndatökumann-
inn, Rudolf Maté, stefndi Dreyer að því að
ná fram sérstakri myndgerð, þar sem
áleitnar nærmyndir voru meginuppistað-
an, en við töku nærmyndanna var kvik-
myndavélinni oftast beint neðan frá og
upp á við; sú aðferð gengur jafnan undir
heitinu froskaperspektív.
Veigamikið atriði við kvikmyndunina
var í augum Dreyers svo sjálf staðsetning
persónanna hverju sinni á myndfletinum
með tilliti til þess, að ljá þeim tignarlegan
blæ, sem að vísu getur á stundum allt að
því minnt á myndastyttur.
Um þá myndtækni, sem bætt var í
„Jeanne d’Arc“ hefur Carl Th. Dreyer
sjálfur látið svo ummælt: „Ég geri mér vel
ljóst, að notkun nærmynda á þennan hátt
var reyndar í algjörri andstöðu við þau
fræðilegu undirstöðuatriði, sem í þá daga
voru lögð til grundvallar raunverulegri og
viðurkenndri kunnáttu í kvikmyndagerð. 1
mínum augum voru nærmyndirnar aftur á
móti alveg óhjákvæmileg nauðsyn. Þau
orðaskipti, sem fram fóru á milli Jeanne
d’Arc og dómara hennar þykja að mörgu
leyti einstæð í mannkynssögunni, og hefðu
þau verið sýnd með fjarmyndun, þá myndi
bæði sú göfuga afstaða, sem fram kemur í
svörum Jeanne og svo aftur hinn lúalegi
óþverraháttur, sem felst í ósk prestanna
um að fá hana dregna á bálið hið fyrsta,
algjörlega hafa misst marks og farið fyrir
ofan garð og neðan hjá áhorfendum. Þar
með hefði áhrifamáttur þessara atriða
verið eyðilagður með öllu.“
Það er ekki einungis í kvikmyndinni
„Jeanne d’Arc“, sem nærmyndir eru svo
snar þáttur í frásagnarmáta kvikmyndar
Dreyers. í myndinni „Blöð úr dagbók sat-
ans“, (1921) er lokaatriðið, þar sem hin
mikilhæfa danska leikkona Clara Pont-
oppidan leikur konu á dánarbeði, fest á
filmuna með nærmyndun frá ýmsum hlið-
um og sjónarhornum. Sama er að segja um
dauðaatriði það, sem leikið er af danska
leikaranum Benjamin Christensen í kvik-
myndinni „Mikaél“ eftir Dreyer. 1 mynd-
inni „Vampyr“ er meginstefið rækilega
undirstrikað með nærmyndaatriðum, þar
sem Léone (leikin af Sibylle Schmitz) ligg-
ur dösuð í rúminu eftir að kvenvampírinn
hefur ráðizt á hana.
Hinn Innri Heimur
Til Frásagnar
Carl Th. Dreyer lagði í kvikmyndagerð
sinni mikla áherslu á beitingu nærmynd-
unar. Hann áleit það vera beztu aðferð
kvikmyndamiðilsins til þess að fá
skyggnzt inn í hinn innri heim mannsins
og geta lýst þeim innri veruleika, sem með
manninum býr. Það var einmitt þetta, sem
var alla tíð æðsta ósk Dreyers í kvik-
myndalist hans. Á efri árum hélt hann því
ótrautt fram, að hinn listræni kvikmynda-
gerðarmaður megnaði að renna styrkari
stoðum undir hina andlegu geymd veru-
leikans með því að sveigja myndfrásögn-
ina á braut út frá veruleikanum og um-
breyta honum þannig. Eða svo komizt sé
ofurlítið öðru vísi að orði: Æðsta takmark
raunverulegrar kvikmyndalistar er að
leiöa okkur á vit hins innra en ekki hins
ytra. Það skiptir höfuðmáli, að leikstjór-
anum takist að beina athygli áhorfend-
anna að hans eigin listrænu og sálrænu
upplifun og veiti þeim hlutdeild í henni.
Heimildir:
Carl Th. Dreyer „Fire film: Jeanne d’Arc,
Wampyr, Vredensdag, Ordet“, Gyldendal,
Knbenhavn 1964.
Carl Th. Dreyer: „Om film“, Gyldendals nye
bnger, Knbenhavn 1964.
Ebbe Neergaards bog om Dreyer, Dansk vid-
enskap forlag, Kebenhavn 1963.
Michael Dal er kennari við
Háskóla íslands.
i
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 26 JANÚAR 1986 7