Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1985, Blaðsíða 3
i-Bgnrtg @ @ 11 @ S1 ® 11E ® ® S1 Œl (S ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstrœti 6. Sími 10100. Múrrista Veggmyndir — „veggskreytingar — listgrein sem ætti að vera sjálfsagður þáttur í íslenskri byggingalist, eins og hún er þegar orðin í nágrannalöndun- um,“ segir Gunnsteinn Gíslason í viðtali í þessari Lesbók, sem ber heitið: Að lífga upp á eyðimörk steinsteypunnar. Saura Aitor Yraola, lektor í spænsku við HÍ skrifar grein um spænska kvikmynda- frömuðinn Carlos Saura og myndir hans, en Saura er tvímælalaust einna fremstur í flokki núlifandi listamanna sem fást við kvikmyndagerð. Forsíðan Myndin er af leikkonunni Laura del Sol í hlutverki Carmen í samnefndri kvik- mynd Carlos Saura. Dauðinn I Jerúsalem heitir smásaga eftir Willi- am Trevor í þýðingu Jóns Viðar Jóns- sonar. Þar segir frá ferð tveggja bræðra af írsku bergi til hinnar helgu borgar. MATTHÍAS JOCHUMSSON Lífsstríð og lífsfró Ég leitaði’ um fold og sveif yfir sæ, því að sál mín var hungruð í brauð, en éggat ekki neins staðar gulli því náð, sem oss gefur þann Iifandi auð. Og svo varð ég uppgefinn, sál mín svo sjúk, að hún sá ekki líkn eða fró, því allt traust á mér sjáifum með trúnni var burt, og af tápinu sorglega dró. En þá var það eitt sinn á ólundarstund, að ég eigraði dapur á sveim; og ég reikaði hljóður um víðlendisvang, því ég vildi’ ekki í tómleikann heim. Þá heyrðist mér rétt eins og hvíslaði rödd, svo að hjarta mitt greiðara sló: „Ef þú horfir með ólund á himin ogjörð, þá hlýtur þú aldregi ró!“ Þá leit ég í kringum mig, loftið var allt ein logandi kveldroðaglóð, meðan sólin mér heyrðist við sæflötinn yzt vera’ að syngja mér óminnisljóð. Og fuglarnir, lyngið og lækir og grjót og lömbin og fjöllin og hjarn fékk aftur sinn heilaga samelskusvip, og ég sjálfur? — Ég lék eins og barn! Matthlas Jochumsson 1835—1920, er fæddur á SKógum I Þorskafiröi, en var lengst af prestur, bæöi I Odda og á Akureyri. Hann er eitt af þjóðskáld- unum svonefndu, höfundur þjóösöngsins og brautryöjandi I Islenzkri leikrit- un. Hann var þar aö auki afkastamikill þýöandi heimsbókmennta á Islensku. „Hvar sem tveir á fjalli fundust ... ‘ „Hvar, sem tveir á fjalli fundust, feröin Nansens bar á góma“ annig komst W.C. Brögg- er að orði í Noregi, þegar þeir Friðþjófur Nansen og Hjalmar Johansen unnu það einstæða afrek að komast þann 8. apríl 1895 á 86°, 14’ breiddar- stig, 320 km norðar en nokkur maður hafði áður stigið fæti. Afrek þeirra hratt af stað þjóðarvakn- ingu í Noregi. Æska landsins tók svo eftir- minnilega við sér, að enn í dag sér þess merki, því Norðmenn eru með mestu íþrótta- og afreksþjóðum heims. En Nansen var meira en landkönnuður og frækinn íþróttamaður, hann var einnig frábær vísindamaður á sviði hafrann- sókna, dýrafræðingur var hann líka, og loks var hann einnig mannvinurinn, sem með einstæðu starfi bjargaði milljónum flóttamanna eftir heimsstyrjöldina 1914—18. Árið 1922 varð til hið kunna „Nansens- vegabréf". Vegabréf þessi fengu þeir ein- staklingar, sem heimsstyrjöldin fyrri hafði rænt bæði heimili og föðurlandi og ekki gátu talist borgarar neins ríkis. A næstu árum viðurkenndu 52 þjóðir gildi þessa vegabréfs. Mér kom Nansen í hug þessa daga, því á sínum tíma fékk ég ævisögu hans í ferm- ingargjöf. Engin bók hefur haft meiri áhrif á mig en þessi ævisaga, enda er fermingaraldurinn sá aldur, þegar hugur- inn er næmastur fyrir áhrifum. Nansen var slíkur yfirburðamaður, að hann hefði getað orðið heimsfrægur á þrem sviðum, hafrannsókna, landkönnunar og fyrir starf sitt að mannúðarmálum. En hann var þetta allt í senn, slík eru fá eða engin dæmi. Margir hallast að þeirri skoðun, að kærleikshugsjón Krists hafi náð hæst á Norðurlöndum og er ég einn þeirra. Verð- ugir arftakar Nansens voru Folke Berna- dotte og Dag Hammerskjöld er létu líf sitt í þágu friðarstarfa. Daninn Hartling er nú forstöðumaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og svo má lengi telja. Samhjálp er almennari á Norðurlöndum en annars staðar og tryggingarkerfi full- komnara. Ég hefi lesið margar ævisögur síðan ég las sögu Nansens og oft velt því fyrir mér, hvaða menn hafi haft mest áhrif á mig og komist að þeirri niðurstöðu, að þeir Frið- þjófur Nansen og Abraham Lincoln hafi rist dýpst í vitund mína. Ég tel ævisögur slíkra manna holla lesn- ingu, jafnt unglingum sem fullorðnum, því enn stendur óhaggað: „Þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir." Við andlát Friðþjófs Nansen mátti lesa þessa setningu í ritinu Simplicissimus: „Noregur ól hann, mannkynið missti hann.“ Tvær ræður ber hæst á ferli Abrahams Lincoln, Gettysborgarávarpið, sem hann flutti 19. nóvember 1863, og ræða sú, er hann flutti þegar hann var settur inn i forsetaembætti hið síðara sinni, 4. mars 1865. Lincoln samdi Gettysborgarávarpið kvöldið fyrir vígslu hermannagrafreitsins, í borginni Gettysburg. Aðalræðumaðurinn við vígsluna var Edvard Everett, einn frægasti ræðusnillingur Bandaríkjanna, fyrrum utanríkisráðherra og rektor Har- vardháskóla. Ræða Everetts stóð í tvo tíma, en síðan flutti Loncoln ávarp sitt, sem tók tvær mínútur: „Fyrir áttatíu og sjö árum skópu áar vorir nýja þjóð í þess- ari heimsálfu. Hún var fædd í frjálsræði og helguð þeirri hugsjón, að allir menn væru jafnbornir.“ Lincoln lauk ávarpi sínu með þessum orðum: „Oss ber að vígjast því háleita marki, sem fram undan er. Veri oss minning þeirra, sem með drengskap dóu, áminning um aukinn þegnskap við þá hug- sjón, sem þeir fórnuðu öllu, og strengjum þess heit, að hinir horfnu skuli ekki hafa til einskis dáið, að þessi þjóð megi með guðs hjálp öðlast endurfætt frelsi, og að stjórn fólksins, á fólkinu byggð, fólksins vegna til, skuli ekki líða undir lok.“ Dómar dagblaða í Bandaríkjunum um ræðu Lincolns voru ákaflega misjafnir. New York Times og New York Tribune gátu þess aðeins, að forsetinn hefði sagt þarna nokkur vel valin orð. Chicago Tri- bune skildi þó, að ræða Lincolns mundi lifa um aldur og ævi, en keppinautur þess, Cicago Times, sakaði forsetann um fáfræði og ruddaskap, enda hefði hann svívirt minningu hinna látnu. Hins vegar skrifaði Everett Lincoln bréf, þar sem hann sagði, að hann vildi óska, að sér hefði tekist á tveim klukkustundum að komast jafn ná- lægt því, sem þarna átti að segja og Linc- oln tókst á tveim mínútum. fsíðari inn- setningarræðu sinni 4. mars 1865 sagði Lincoln undir lok ræðunnar hin fleygu orð, sem enn lifa á vörum hundrað milljóna: „Án óvildar til neins, með góðvild til allra u Thorolf Smith lýkur bók sinni um Abra- ham Lincoln á þessa leið: „Fyrir Lincoln vakti aukið frelsi fólkinu til handa. Hann hélt þeim kyndli á loft, sem lýsa mun mannkyninu um alla framtíð. Bandaríkja- þjóðin dáir Abraham Lincoln og blessar minningu hans. Enginn annar sonur þeirr- ar þjóðar á slík ítök í hugum allra þjóða. Allar þjóðir eiga hlutdeild í Abraham Lincoln. Hann er sameign vor allra." Við skulum vanda til þess lesefnis, sem við veljum æsku landsins á ári æskunnar, ég held að í gamla daga hafi barna- og unglingabækur verið betri bókmenntir en nú á dögum. Á 4. áratugnum man ég eftir ævisögum manna eins og Edisons og Fords, þetta þótti okkur strákunum feiki góð lesning. Nú hafa Superman og Batman tekið við hlutverkum þeirra. Það eru vond skipti. Bókin á í harðri samkeppni við útvarp, sjónvarp og myndbönd. Ef við eigum að bera heitið mesta bókaþjóð heims, þá meg- um við aldrei sofna á verðinum. Það skömm fyrir íslensku þjóðina að hverfa frá gullaldarbókmenntum til afþreyingar- lesefnis. Hefjum bókina til vegs að nýju. LEiFUR SVEINSSON LESBOK MORGUNBLAÐSINS 25. MAl 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.