Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Blaðsíða 2
AUSTAN UM HEIÐI Vor yfir Bláskógum EFTIR SÉRA HEIMI STEINSSON Sigxirður Nordal bar saman orð í meistaraverki, er kom fyrir almenningssjónir árið 1942 und- irheitinu „íslenzk menning". Þar er að finna kapítula sem höfundur nefnir „Þjóðarþing á Þingvelli". í þætti þessum bregður Nordal upp myndum, sem ekki verður um bætt. Meðal annars segir hann frá „Bláskógum“ með eftirfarandi hætti: „Landið milli Almannagjár og Hrafna- gjár, sem enn er víða kjarri vaxið, hét áður Bláskógar (sums staðar er nafnið samt haft um allt landið kringum Þing- vallavatn). Á þessum slóðum blánar öll útsýn í litlum fjarska, einkum þegar loft er rakt.“ Um sumarkomu í Bláskógum farast Sigurði Nordal orð á þessa leið: „í vorþeyjunum lifnar yfir staðnum. Vatnið brýtur af sér ísinn í útsynningi með braki og brestum og ber hrönglið í rastir upp að bökkunum. Öxará ryður sig og flæðir í leysingum víða um gjána, gegnum allar sprungur í Hallinum og um vellina fyrir neðan. Brumhnappar springa út, vellimir litkast, lyngið kemur gjænt undan fönninni. Skógurinn fyllist af fuglum, kliðandi þröstum og vellandi spóum. Ef sæmilega vorar, er Þingvöllur í dýrlegasta sumarskrúði sínu í júnílok. Þá blómgast blágresið þar í hverri brekku, gjá og laut.“ Þessum hendingum Nordals er ætlað að lýsa vordögum á Þingvöllum eins og þeir gjörðust fyrir tíu öldum. En frásögn- in er ofar tíma og tíðum. Hér stígur fram „helgistaður allra landsmanna", svo sem hann verður í sumarbyijun ár hvert. Einnig nú að undanfömu hafa heima- menn og góðir gestir notið þessa sífellda gleðileiks í náttúmnnar ríki. Þögnin á Þingvöllum um lognkyrra vetrardaga er djúp og nærgöngul. Trosnaður sálarfrið- ur tekur hamskiptum við þessa innilegu þögn. Hugurinn leitar jafnvægis. En við sumarmál verður umbreyting. Einnig hún er góð. Þögnin er ekki rofin af annarlegum skarkala. Þvert á móti rísa raddir vorsins sjálfkrafa úr djúpi þagnar- innar. Kyrrlátar raddir, sem eiga hér heima. Áin er fyrsti vettvangur nokkurra tíðinda. Síðar fljúga svanir yfir. Tólf fóm þeir saman á tveggjapostulamessu, hratt til heiða. Lóan kom á tilsettum tíma. Hrossagaukur hneggjar í suðri. Og birki- þrestimir hans Jónasar láta sín að ýmsu getið. í Bláskógum verður það hlægilegt að efast um tilvem Guðs. Hann er yfir og allt um kring. Lífsins Guð í vetrarþögn og kyrrlátum ærslum vorsins. Að sjálf- sögðu er hann eilífur, enda var hann að Við Þingvallavatn j sögu þessa elzta þjóðgarðs íslendinga. Þar ber hæst þá ákvörðun nefndarinnar vorið 1985 að ráða tvo i landslagsarki- tekta til að vinna að nýju aðalskipulagi svæðisins í heild. Til verksins réðust þeir Reynir Vil- hjálmsson og Einar Sæmundsen, en báðir em þeir þjóðkunnir fyrir einstaklega vel heppnaðar lausnir hliðstæðra viðfangs- efna á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar um land. Gjört er ráð fyrir því, að aðalskipulag Þjóðgarðsins á Þingvöllum komi fyrir almennings sjónir innan fárra ára. Gagnaöflun og önnur undirbúningsvinna hefur nú þegar verið stunduð kappsam- lega um nær eins árs skeið. Hér er þó sannarlega að mörgu að hyggja. Þing- vellir em mestur sögustaður á íslandi, og fornminjar verða þar fyrir við hvert fótmál. Dalurinn allur milli Almannagjár og Hrafnagjár er ein haglegasta völund- arsmíð náttúmnnar, sem um getur. Blá- skógar em þjóðarhelgidómur, sem al- menningur sækir heim í stríðum straumi hálft árið eða meir. Breyttar aðstæður valda því og, að vetrarumferð er ört vaxandi. Velflestir erlendir gestir, sem líta ísland, koma á Þingvöll. Síðast en ekki sízt nýtur þingstaðurinn fomi við Öxará þeirrar einstöðu, að þangað leitar þjóðin á örlagastundum í því skyni að skapa eða rifja upp þau tíðindi, er hæst ber í vitund allra landsmanna. Hið síðast greinda hlýtur fyrr eða síðar að leita sér fastmótaðri farvegar en verið hefur og birtast í varanlegum mannvirkjum og öðmm búnaði í nágrenni Þingvalla. Nýtt aðalskipulag Þjóðgarðsins á Þingvöllum mun þannig einkennast af víðtækri tillitssemi. Nauðsyn ber til að varðveita hvort tveggja þjóðminjar allar og fágæta náttúm. Brýnt er að efla á ýmsa vegu þjónustu við innlenda og að nokkm leyti erlenda gesti. Af þeim sökum og hinum, er áður vom nefndar, verður óhjákvæmilegt að koma upp ýmiss konar byggingum í námunda við Þingvelli. Þar skyldi hún rísa sú „menn- ingarmiðstöð til þjóðamppeldis", sem nefnd var I einum þessara þátta í vetur. Þangað munu menn á komandi tíð sækja sér þá íslenzku uppbyggingu og hug- arró, sem þessi staður sjálfkrafa býr yfir. Biðlund Meðan þess er beðið, að ákvarðanir Þingvallanefnd hefur að undanförnu brotið upp á nýjungum, er ætla má, að valda muni straumhvörfum í þróunarsögu þessa elzta þjóðgarðs Islendinga. Þar ber hæst þá ákvörðun nefndarinnar vorið 1985 að ráða tvo landslagsarkitekta til að vinna að nýju aðalskipulagi svæðisins í heild. verki á 10. öld og er hér enn. Ekkert bendir til annars en hann verði hér einnig löngu eftir að við, sem í sumar göngum um gjár og velli, emm horfin heim, — á hans fund. Skipulagsvinna Þessi misserin er vor yfir Bláskógum í margvíslegum skilningi. Velunnarar Þingvalla horfa fram á veginn og hyggja að því, hversu staðurinn bezt megi nýtast komandi kynslóðum. Samkvæmt lögum um Þingvelli við Öxará og grenndina þar lýtur Þjóðgarð- urinn á Þingvöilum forræði Alþingis ís- lendinga. Verkefni þetta felur Alþingi nefnd þriggja þingmanna. Núverandi formaður Þingvallanefndar er Þórarinn Siguijónsson. Aðrir nefndarmenn em Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, og Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðn- aðarráðherra. Þingvallanefnd hefur að undanförnu brotið upp á nýjungum, er ætla má, að valda muni straumhvörfum í þróunar- verði teknar um framtíðarskipulag Þing- valla, mun reynt að halda í horfinu um þá farsælu varðveizlu og þjónustu, sem þar hefur átt sér stað að góðra manna undirlagi um áratuga skeið. Ekki er vert að hrapa að neinu. Ætla má, að skamm- tímaframkvæmdir verði í lágmarki. Vonandi reynist átakið þeim mun öflugra, þegar varanleg uppbygging hefst. Af þessum sökum er rétt að hvetja Þingvallagesti til að ganga hægt um þær gleðinnar dyr, sem hér er verið að ljúka upp. Ekki er um það að villast, að nú er vor yfir Bláskógum, — einnig í þeim skilningi, sem reifaður er í síðari hluta þessa greinarkoms. Sumarið er í vænd- um. En mestu skiptir, að litróf sólmánað- ar á komandi öld verði í fyllsta samræmi við fortíð Þingvalla og ytri búnað allan. Þess vegna bíða menn með þolinmæði þess tíma, er blágresi alhliða endurreisn- ar tekur að blómgast á ný. Hcimir Steinsson er prestur og þjóð- garðsvörður á Þingvöllum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.