Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Blaðsíða 3
H i.Bgmnr ImI @ H] @ ® ® ® E ® @ ® E ® SI Úlp-ifandi: Hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvatj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjóran Matthías JaMnaaaaan. Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- nnanjðrl Bjöm Bjamason. Ritstjómarfulltr.: GfaN Sfgurðaaoo. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Rhatjðm: Aðatatræti 6. Simi 10100. Forsíðan er af hluta úr málverki eftir Karl Kvaran listmálara frá árinu 1977 og er eitt af þeim sem verða á yfirlitssýningu Listasafns Islands á verkum Karls. Halldór Björn Runólfsson listfræðingur fjallar um Karl og list hans, en sýningin verður opnuð eftir viku. Öskubuskur var landsfrægur kvintett fyrir svo sem 30 árum. Ein af þeim var Sigrún Jóns- dóttir, sem einnig söng með hljómsveit- um á þessum árum, þar á meðal KK-sextettinum. Sigrún býr nú í Noregi og riQar upp Öskubusku-tímabilið í samtali við Elly Vilhjálms. Nálarstungan er búin að vera lækningaaðferð í Kína í 2000 ár og lengi vel höfðu menn á Vesturlöndum litla trú á henni. Aðferðin byggist á þeirri trú, að sjúkdómar stafi af truflun á streymi Ch’i, lífsorkunnar og þykir að minnsta kosti gefast vel til að stöðva ýmisskonar sársauka. STEFÁN FRÁ HVÍTADAL Það vorar Nú vorar og sólþýðir vindar blása. Úr vetrarins dróma raknar. Nú yngist heimur og endurfæðist og æskuglaður hann vaknar. Nú brosirröðull við ísþöktum elfum, þar æsast og fjötra slíta. Hann langelda kyndir í fannþöktum fjöllum. Hve fagurt erútað líta. Hve sælt reyndist forðum að vakna og vaða, er var égsvolítill drengur. I túninu pollar og tjarnir standa, slíkt tælirmigekki lengur. Það syngur í eyrum mér seytlandi niður afsólbráð úr hlíð og felli. Nú mætti éggjaman vaða, efég vildi, mér væri ekki hótað skelli. Því nú erégvaxinn aðvizku manna, og vordagar ævinnar farnir. En dæturminar, þærErla ogAnna, ■ þær ösla nú polla og tjamir. Þær finna glaðar til vængjanna veiku og vaxandi hugsjónaþorsins. ur augunum brennur heiðríkjuhrifning, þærhlakka svo ákaft til vorsins. Ég lít mig sjálfan íaugunum ungu og æskudraumsýnir þráðar. Þá bregður mér eitthvað svo undarlega, ég angurvær kyssi þær báðar. Er blárökkurmóðan um fjallshlíðar færist, þá fer um migsyrgjenda klökkvi. En systumar litlu, þærErla ogAnna, þærem jafnglaðar, þóttrökkvi. A hlaðinu útiþær hlustandi bíða oghorfa inn í blárökkurveldin. Þær búast við svönum á flugi til fjalla ogfást ekki í sæng á kveldin. Ogþærmundu bíða og vonglaðar vaka, ef væru þær einar í ráðum, en þær verða aðhlýða og kjökrandi kveina: „ Nú koma svanimir bráðum “. Sjá, blárökkurmóðan um fjallshlíðar færist, nú flýgur hugur minn víða. En mérþýðirlítið að híma út á hlaði, ég hefekki neins að bíða. Stefán frá Hvítadal. 1887-1933, var faaddur á Hólmavík, en kenndi sig við Hvítadal i Saurbæ í Dalasýslu, þar sem hann ólst upp að hluta. Hann dvaldist um tima i Noregi og var siðar bóndi á íslandi, lengst í Bessatungu i Dölum. Skynlausar skepnur að bar til á degi dýranna fyrir nokkrum árum, að sr. Jón Thorarensen flutti helgistund í sjónvarpinu. Hann sagði m.a.: „Meðan við mennirnir vitum ekki meira um okkur sjálfa en raun ber vitni, þá skulum við alveg láta það vera að tala um skynlausar skepnur." í skólum er ávallt kennt, að maðurinn sé fullkomnasta hryggdýrið af því að hann hafi mál. Ég tel aftur á móti, að maðurinn sé að mörgu leyti ærið ófullkomið hryggdýr í þessum efni vegna þess, að hann getur ekki tjáð sig með beinum hugsanaflutningi eins og dýr merkurinnar, fuglar loftsins og fiskar hafsins. Nýlega heyrði ég frásagnir af höfrungum, sem eru taldir mjög greindir. Maður einn féll fyrir borð af bát sínum suður í höfum, þar sem allt var morandi í hákörlum, sem töldu sig eiga góða máltíð vísa þarna. En þá komu höfrungar á vettvang og viirðu manninn fyrir hákörlunum allt til strandar. Frægur var hafnsöguhöfrungurinn fyrir utan Panamaskurðinn. Hann leiddi skipin inn í skurðinn lengi vel, þar til skipverjar á rússnesku skipi skutu á hann. Þá hvarf hann og sást ekki fyrr en rússneska skipið kom aftur og þá leiddi hann það... í strand. Var þetta skynlaus skepna? Háhyrningar eru taldir allt að því eins greindir og höfrungar. Vélbáturinn Guðrún hefur lengi verið notaður til háhyrningsveiða fyrir erlend sjávardýrasöfn. Þó að háhyrn- ingar væru um allan sjó og rífandi reknetin hjá bátunum, komu háhyrningarnir hvergi nærri Guðrúnu, því þeir þekktu bátinn í björtu og ljósin á honum í myrkri. Flotastjórn Bandaríkjanna hafði uppi áform um að festa sprengjur við höfrunga og senda þá síðan inn í hafnir Norður- Víetnama. Það virðast engin takmöi'k vera fyrir því, hvað mannskepan getur lotið lágt. Ekki eru fuglarnir síður merkilegir. Gamall Eyfellingur sagði mér frá össu einni, sem komið hefði til hans í þeim erindum að skera úr nefi sínu, því að það var vaxið á það krókur, þannig að hún gat ekki etið. Dreng- urinn frá Drangshlíð tók upp vasahníf sinn og leysti úr vanda arnarins, sem síðan flug buif. Iðulega setjast súlur á borðstokk fiskibáta og bíða rólegar, þar til einhver Samvorjinn um borð sker nælonflækjurnar frá fótum þeirra. Sr. Jón Thorarensen var um áratug prestur í Hruna í Árnessýslu. Eitt sinn þurfti hann að fara að Eystra-Geldingar- holti og þá yfir Stóru-Laxá, sem var í miklum vexti. Treysti hann sér ekki að reiða hund sinn fyrir aftan sig yfir ána eins og hann var vanur af ótta við, að hundurinn di-ukknaði, ef jaðraði við sund. Skipaði hann svo fyrir, að hundinum skyldi haldið inni í hálfa aðra klukkustund eftir að hann legði af stað. Er sr. Jón kom að Eystra-Geldinga- holti var hundurinn það fyrsta, sem hann sá. Annað hvort skilja dýrin mannamál eða nema hugsanir mannanna beint. Árni Tryggvason leikari og Kristín kona hans voru föstudagsgestir í útvarjiinu hjá Jónasi Jónassyni fyrir nokkrum árum. Þau eiga bát og hús í Hrísey. Skógarþrastarhjón voru tíðir gestir þeirra í morgunkaffi með þeim hætti, að húsbændur hentu jólaköku- mylsnu með rúsínum út um eldhúsgluggann til fuglanna. En einn morguninn vildu fugl- arnir ekkert þiggja, ekki einu einni rúsínurn- ar, sem þeim þóttu þó bestar. Árni taldi þetta ekki einleikið, brá sér út og gekk á bak við húsið. Þar sá hann skógarþrastar- unga fastan í neti, sem þar hékk uppi. Ámi leysti ungann úr prísundinni og hlúði að honum í kassa, þar sem vængur hans var eilítið lúinn. Síðan fer Árni inn í eldhús aftur og viti menn, nú átu skógarþrastarhjónin rúsínurnar og mylsnuna með bestu lyst. Hnísurnar í Eyjafirði fylgja bát þeirra Árna og Kristínar alltaf fast eftir, því þær vita, að í bát þeirra em engin skotvopn. Þegar Geir bóndi Gunnlaúgsson bjó í Eskihlíð átti hann margar kýr og þær rak kvölds og morgna ákaflega trúverðug kona, Ingibjörg að nafni. í tilefni af einhveiju merkisafmæli hennar lét Geir Örlyg Sigurðs- son mála mynd af gömlu konunni og færa henni í afmælisgjöf. Þegar gamla konan sá málverkið varð henni að orði: „Skyldi Skjalda þekkja mig?“ Að hennar mati var Skjalda hinn eini óbrigðuli listdómari. Fram á þessa öld þekktist hér á landi slæm meðferð bæði á munaðarleysingjum og málleysingjum. En forlögin sendu okkur tvö göfugmenni, þá Einar H. Kvaran og Þorstein Erlingsson. Einar bætti mjög kjör munaðarleysingjanna með ritverkum sínum, einkanlega hittu margar smásögur hans í mark á þessu sviði. Þegar Einar H. Kvaran fluttist yfir á næsta þroskasvið var sú hvimleiða aðferð orðin óþekkt að bjóða munaðarlaus böm niður, það er, að hreppsnefndin kom þeim fyrir á því heimili, sem bauðst til að taka barnið fyrir lægst meðlag. Þorsteinn Erlingsson tók aftur á móti að sér m.a. að bæta hag málleysingjanna. Sögur hans og ljóð vöktu þjóðina til um- hyggju og ábyrgðar gagnvart þessum mál- leysingjum, sem sætt höfðu svo misjafnri meðferð fram til þess. Þjóðin stendur í ævarandi þakklætisskuld við þá Einar og Þorstein fyrir ritstörf þeirra, þau munu lifa meðan íslensk tunga er lesin. Við skulum láta Þorstein Erlingsson hafa síðasta orðið í þessu rabbi, er hann yrkir um HREIÐRIÐ MITT Þér fijálst erað sjá, h vc ég bólið mitt bjó, efbörnin mín smáu þú lætur író; þú mannst aðþau eiga sér móður; ogefað þau lifa, þau syngja þérsöng um sumarið blíða og vorkvöldin löng— þú gcrir það vinurminn góður. Leifur Sveinsson LFSBOKMORGUNBl AÐSINS MAl 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.