Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Qupperneq 4
1956: Sigrún Jónsdóttír og KK-sextettínn. Frá vinstrí: Jón Sigurðsson, Guðmundur Steingrímsson, Ami Scheving, Sigrún Jóns- dóttir, Kristján Magnússon, Krístján Kristjánsson og Ólafur Gaukur. Barneignir og hjóna- bönd tvístruðu ÖSKUBUSKUM Um og eftir 1950 var Sigrún Jónsdóttir ein vinsælasta dægurlagasöngkona landsins. Hún söng með KK-sextettinum og hærra varð varla komizt á því sviði í þá daga. En auk þess var hún ein af Öskubuskum, kvintett sem naut mikilla vinsælda. EFTIR ELLÝ VILHJÁLMS ú eru liðin rúm tuttugu ár síðan söngkonan Sigrún Jónsdóttir söng inn á plötu lagið um kátu þrestina fjóra og veitti með því lands- mönnum ómælda ánægju. Enn í dag eru þrestirnir í fullu fjöri og sönginn um þá má oft heyra í útvarpinu. Þetta er nokkuð athyglisvert þegar þess er gætt, að plötu- flóðið með tilheyrandi tónlist hefur bókstaf- lega flætt yfir landið þessi ár. En þetta sannar raunar það sem áður var vitað, að Sigrún var óumdeilanlega ein okkar skær- asta stjama á sviði dægurtónlistar, og um leið ein sú fyrsta hér á landi sem lagði þessa tegund söngs fyrir sig sem atvinnu. En Sigrún var eins og þrestimir, hún flögraði um og þar kom að hún settist að í Noregi og hefur búið þar um árabil. Þó að söngurinn hafi verið lagður á hilluna sem slíkur, þá á Sigrún það til að grípa til gítars- ins og taka lagið þegar sá gallinn er á henni. Um þessar mundir er hún í heimsókn hér á landi og ég hitti hana að máli einn góð- viðrisdaginn í marsmánuði. Þegar ég sá hana fannst mér eins og það væru bara tuttugu og þrír dagar síðan við töluðum saman síðast en ekki tuttugu og þrjú ár. Sigrún er jafn nett og fríð sem fyrr, létt og lipur. Það eina sem ég kannaðist ekki við var siifurbrúskurinn fyrir ofan ennið. Það var engu líkar en bursta með silfurmáln- ingu hefði verið strokið framan á annars mjög dökkan kollinn. Eftir að við höfðum skipst á nokkrum orðum um persónuleg málefni, bað ég hana að skyggnast aftur í fortíðina og segja frá sjáfri sér, síðan hafði ég hugsað mér að við tækjum fyrir líðandi stund. Það var táknrænt fyrir hana að þrestimir skyldu syngja og skjótast til og frá úti í garði í góða veðrinu. „Ef ég byija á byijuninni, þá er ég fædd og uppalin í Reykjavík og nöfn foreldra minna era Ingibjörg Snorradóttir og Jón Jónsson barnakennari og var kenndur við Flatey. Á sumrin dvaldi ég hjá ömmu minni, Guðrúnu Sigurðardóttur að Laxfossi í Borg- Sigrún Jónsdóttir arfirði. Þar naut ég sveitasælunnar í ríkum mæli, það vora yndislegir dagar. Annars held ég að mín uppvaxtarár hafi verið svipuð og hjá öðram á þessum tíma, nema kannski að heima hjá mér var alltaf mikið um tón- iist, við urðum sex systkinin og öll sungum við okkur til skemmtunar, bæði heima og í sveitinni hjá ömmu. Við höfðum ekki hljóm- flutningstæki eins og nú tíðkast svo að við urðum bara að bjarga okkur sjálf hvað tón- listina áhrærði. Eg er sannfærð um að það er þroskandi og eykur samkennd fólks að syngja saman. Þegar ég var tólf ára komst ég í mandólínhljómsveit og naut þar lítillega tilsagnar í tónlist. Mér þótti þetta afskaplega merkilegt og óskaplega gaman, og spilaði og spilaði. Oft fékk ég blöðrur á puttana, en það var nú bara smáræði miðað við alla ánægjuna sem ég hafði af þessu öllu.“ Er það kannski upphafið á ferli þínum á tónlistarbrautinni? „Það má vel vera, ég hafði allt frá barn- æsku mikið yndi af allri tónlist. En raun- veralega byijaði nú ekki ferillinn fyrir alvöra fyrr en í gamla og góða Ingimarsskólanum, en þar var ég í gagnfræðaskóla. Þar vora nokkrar stelpur, sem höfðu fengist við að syngja á stúkuskemmtunum. Svo var það einhveiju sinni að við hugðumst halda skemmtun í skólanum, en þá gekk eitthvað illa að skrapa saman skemmtiatriði. Og þá var það sem við ákváðum fímm saman að troða upp á þessari skemmtun. Nafnið var valið í snatri á kvintettinn: Öskubuskur, gott og íslenskt nafn að okkar dómi. Til að byija með lékum við tævr á gítara undir söngnum, en seinna, þegar leið á söngferil- inn, sá égein um þá hlið málsins." Sást þú ekki einnig um útsetningar og framgang allan í tónlistinni hjá ykkur? Nú hlær Sigrún og vill sem minnst úr sínum hlut gera. „Öllu má nú nafnið gefa. Jú annars, ætli ég verði ekki að taka á mig alla ábyrgð þar að lútandi. En auðvitað unnum við þetta saman, þetta var fyrst og fremst samvinna. En okkur til mikillar furðu líkaði fólki svona líka dúndur vel við okkur þama í upphafi, að við voram beðnar að koma fram hingað og þangað og syngja á skemmtunum. Og meira að segja fengum við borgað fyrir það. Þetta fannst okkur alveg ótrúlegt. Við voram bara fimmtán ára gamlar um þetta leyti, og ég býst ekki við að krakkar á okkar aldri hafí þá gert nokkuð þessu líkt. Eitthvað fóram við út á land á þessum tíma til að syngja. Það var þá helst að stjóm- málamennimir vildu lífga upp á fundina hjá sér, og þá fórum við með einhveijum sem átti að halda ræðu og sungum eins og flögur til fimm lög.“ Síðan segir Sigrún mér frá athafnasemi þeirra í Öskubuskum, sem varð nú um- fangsmeiri eftir því sem þær eygðu betur möguleikana. Þær eru vafalítið fyrstu kon- umar hér á landi, sem taka karlmann í sína þjónustu og halda síðan út á land í atvinnu- leit, því engan höfðu þær umboðsmanninn. Rauðsokkur era auðsjáanlega ekki nýjar af nálinni. En gefum Sigrúnu orðið. 1 „Við voram nokkuð fljótar að átta okkur á því að við gátum haft sæmilegt upp úr þessum söng okkar og vildum því endilega komast út á land, þræða bara staðina og moka upp gullinu. Þá datt okkur það snjall- ræði í hug að leigja bfl og bflstjóra hjá BSR og leggja af stað. Og það gerðum við. Bfl- stjórinn heitir Jakob Sveinbjömsson, kallað- ur Bodi, alveg yndislegur og þrælduglegur maður, og það sem okkur þótti ákaflega þægilegt við hann var, að hann rataði bók- staflega út um allt land, en það var víst meira en við gerðum. Þama voram við, fimm sautján ára stelpur með bfl og bílstjóra og lögðum af stað beint út í bláinn. Það var sannkölluð ferð án fyrirheits og hrakspámar margar og mergjaðar sem við hlutum í veganesti. En við létum það ekkert á okkur fá. Það er sko munur að vera ungur og bjartsýnn. Þegar ég hugsa um þetta uppá- tæki núna, skil ég ekkert í kjarkinum hjá okkur, en kannski átti það ekkert skylt við kjark. En hvað sem öllum hrakspám leið, þá gekk ferðalagið glimrandi vel, við kom- umst alla leið til Austijarða, alltaf í sama leigubflnum. Farangurinn getur nú varla 'hafa verið mikill, en samt voram við með einhveija búninga til að koma fram í. Ég man að við höfðum staðið í biðröðum til að ná í kjólaefni, og svo saumuðum við sjálfar, nema hvað? Þetta var á beim áram sem allar búðir voru tómar á Islandi. Já, þrátt fyrir allt, þá komum við eldhressar til baka og með talsverðan gróða úr ferðinni, og geri aðrir betur". Þegar þú minnist á fatnað Sigrún, var ekki mikill kostnaður falinn í kjól- um og slíku þjá ykkur? „Það var nú ekki mikið um neina „glæsi-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.