Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Qupperneq 5
kjóla" að ræða hjá okkur, eins og ég sagði áðan þá fékkst ekkert hér á þessum árum. En maður reyndi að bjarga sér. Ég man, að einu sinni saumuðum við okkur pils úr venjulegu fóðurefni og svo málaði Sigfús Halldórsson nótur á pilsin. Þetta þótti okkur stórglæsilegur fatnaður". Hvenær tekur sólóferillinn við Sig- nin? „Ég verð nú að viðurkenna, að ég er ekki örugg á ártölum, enda kannski eins gott að vera ekki að einblína of mikið á þau, þá fyrst sér maður nefnilega hversu langt er síðan maður var ungur og áhyggju- laus. En hvað viðkemur spumingunni, þá man ég ekki árið, en ég man að ég var byijuð að syngja ein með hljómsveitum áður en Óskubuskumar héldu hver til síns heima. Og ég held að ég muni það rétt, að Ólafur Gaukur hafi boðið mér starf með sér fyrstur manna. Á hinn bóginn varð erfiðara fyrir okkur Öskubuskur að halda hópinn, hjóna- böndin komu til sögunnar og blessuð bömin, svo að endingu lauk samstarfinu, enda aldrei hugsað nema sem skemmtiatriði á var bitur. En í dag tel ég mig þroskaða manneskju sem getur horft yfir farinn veg ján biturleika — hann er svo napur og eyði- leggjandi. Ég eignaðist fímm böm í mínu hjónabandi. Það yngsta missti ég mjög ungt, síðan hef ég misst annað bam, annan son. Þessu hjónabandi lauk með skilnaði tólf ámm eftir að til þess var stofnað." Sigrún, ein samviskuspurning: Þegar þú lítur á söngferíl þinn í heild, var þetta skemmtileg vinna? Við þessa spumingu horfir Sigrún út um gluggann og fylgist með þresti sem flögrar á milli greinanna á trjánum. Hún verður fjarræn á svipinn. „Sannleikurinn er nú sá, að það var ekki líkt því eins skemmtilegt þegar á leið eins og í upphafi. Þessi atvinna krefst mikils af manni. Fólkið sem unnið er fyrir gerir ákveðnar kröfur til skemmtikraftsins eða söngvarans. Hann verður alltaf að líta vel út, alltaf að vera í góðu skapi og umfram allt að gefa ákveðinn skerf af sjálfum sér og leggja hann í það sem verið er að gera hveiju sinni, alveg sama hvort honum finnst 1947: Öskubuskur í upphafi: Frá vinstri: Inga Einarsdóttir, Margrét Bjömsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Svava Vilbergs og SólveigMorávek. gagnfræðaskólaskemmtun. En ég fékk meira og meira að gera ein, og þó ég stæði sjálf í bameignum, en ég átti mitt fyrsta árið 1949, þá hélt ég samt áfram með hinum ýmsu hljómsveitum. Reyndar tókum við Margrét Hjartar, ein úr hópnum, upp þráð- inn að nýju og kölluðum okkur líka Ösku- buskur og sungum inn á fáeinar plötur. Og þess vegna era bara tvær Öskubuskur til á plötum, allar fimm sungum við aldrei inn á plötu." Segðu mér meira frá sóló-ferlinum. „Ég held að ég hafi sungið í hveiju ein- asta veitinga- og samkomuhúsi í Reykjavík og með fjölmörgum hljóðfæraleikuram að sjálfsögðu, enda ekki undarlegt, þar sem ég byija að syngja árið 1946. Hugsaðu þér, það era flöratíu ár síðan. Ég vissi það, maður á ekkert að vera að pæla í ártölum. Jæja, það þýðir ekki að fást um það. Frá þessum tíma er K.K. mér einna minnisstæð- astur, blessaður öðlingurinn hann Kristján Kristjánsson. með honum og hljómsveit hans K.K. sextett, fór ég til Þýskalands og einnig komum við aðeins við í Danmörku þar sem við komum fram í útvarpsþætti. í Þýskalandi lékum við og sungum á skemmti- stöðum bandarískra hermanna og höfðum dágott kaup og einnig var aðstaða öll hin besta. Þetta var vissulega tilbreyting fyrir okk- ur, þá var ekki eins mikið um utanlands- ferðir almennings og nú er. Og hvað mér viðkom, sem búin var að eiga mörg börn og hjónabandið ekki upp á það besta, þá hafði mig aldrei dreymt um að komast út fyrir landsteinana. En þetta varð þriggja mánaða ferðalag. Eftir heimkomuna tókum við að leika í Þórskaffi." Viltu segja mér nánar frá erfiðleikun- um í einkalífinu? „Já, ég var ein af þeim sem giftist allt of ung. Því miður urðu hjúskaparár mín mér afskaplega erfið og sumt af því sem ég upplifði þá best geymt í hugskotinu. En reyndar get ég alveg horfst í augu við staðreyndir í dag. Flestum hættir til að byrgja svona erfiðleika inni, það er eiginlega lítið annað hægt að gera. En ég get alveg sagt þér, að það era ekki mörg ár síðan ég gat horft til þessara ára með raunsæi; ég 1953: Öskubuskur. Margrét Björnsdóttir ogSigrún Jónsdóttir. það skemmtilegt eða ekki. Annars dettur hann upp fyrir. Fóikið vill fá það besta, ekki næstbesta. Og það sér hver maður að þegar heima era lítil börn sem krefjast einnig mikils af manni, sem eðlilegt er, þá hlýtur að myndast togstreita, eða þannig var því farið með mig. Það var oft afskaplega erfitt að samhæfa þetta tvennt, heimiiið og vinnuna. En með góðri hjálp tókst þetta allt einhvern veginn. Og vissulega gaf söngurinn mér alltaf eitt- hvað sem ég fann ekki annars staðar. Ég má til með að nefna tímabil á ferli mínum, sem er mér kærara en önnur. Það var þegar ég vann í Naustinu með þeim Carli Billich, 1953: Ragnar Bjarnason og Sigrún Jóns- dóttírá miðnæturhjjómleikum íAustur- bæjarbíói. Jan Moravek og Pétri Ubancic. Það er ein sú skemmtilegasta vinna sem ég hef haft um ævina. Bæði var það, að þar var ekki eingöngu um dansmúsík að ræða, heldur ýmislegt annað fallegt, og svo vora þessir þremenningar slíkir eindæma „séntilmenn" og þægilegir að vinna með, að leitun var að öðra eins.“ Nú hefur þú gert ótal marga útvarps- þætti og sungið inn á margar plötur. Hvemig féll þér slík vinna? „Mér fannst það alltaf svo ópersónulegt. Ég hef unnið undir ýmsum kringumstæðum í útvarpinu, meira að segja sungið „beint" fyrir alla þjóðina í einu. Það var þannig að við Öskubuskur voram fengnar til að syngja í útvarpið vegna einhverrar bindindisdag- skrár, og m.a. sungum við Tondeleyo eftir Sigfús Halldórsson. En í textanum kemur fyrir á einum stað „drakkið, dansað og kysst“, sem kunnugt er, og við geram okkur grein fyrir þessum ósköpum rétt í því að komið er að þessu bannorði „drakkið", en auðvitað gátum við engu breytt og urðum að halda áfram. En svakalega brá okkur. Það var eins og við hefðum verið staðnar að glæp. Síðan á leiðinni niður í lyftunni, en þetta var í gamla útvarpshúsinu við Austurvöll, var samferða okkur Helgi Hjör- var, og hann hafði veitt þessu athygli. Mikið skelfing hafði hann gaman af að stríða okkur á þessu. Við eldroðnuðum allar og bjuggumst við hinu versta framhaldi þessa máls, en það varð nú ekki, sem betur fór. En hvað viðkemur plötuvinnu, þá fannst 1948: Öskubuskur skemmta á Sjómannadaginn. Sigrún Jónsdóttir, þegarhún varein þekktasta dæguriagasöngkonan hér fyr- irum30árum. mér hún tilfínningalaus. Mér fannst alveg ómögulegt að hafa bara heymartæki fyrir eyranum með músikinni en enga hljómsveit í sjónmáli þegar verið var að taka upp, en þetta er tæknin og hún verður að hafa sinn gang. Mér fannst svo miklu skemmtilegra að syngja fyrir fólk, og kannski fannst mér skemmtilegast á æfingum þegar við voram að reyna að koma einhveiju saman." Sigrún, þegar þú lítur til baka, hvað er þá eftirminnilegast? „Ég held að ég verði að svara: erfið- leikamir, því miður. Það fer engan veginn saman að hlaða niður bömum og vinna sem dægursöngkona. Það að eiga mörg böm og sjá um þau er meira en nægilegt starf einni konu. Én ég varð að vinna og söngurinn var nærtækastur. En ég myndi ekki vilja lifa þessi ár upp aftur á sama hátt — alls ekki. Ég held að ég hafi sífellt verið með samviskubit barnanna vegna — að þurfa sífellt að vera að fara frá þeim. Og ég ráð- legg hveijum og einum, sem hyggst leggja út á þessa braut að hugsa sig vel um. Þetta er mjög krefjandi starf, eins og ég sagði áðan, bæði andlega og líkamlega. Sá sem er þekktur er ekki alltaf öfundsverður. Það er nefnilega alltaf til fólk sem ekki setur sig úr færi að rógbera aðra, þó svo enginn fótur sé fyrir áburðinum. Þetta getur sviðið ónotalega og særindin_ sitja lengi eftir. Ég þekki það af reynslu. Á hinn bóginn hlýnar manni um hjartaræturnar þegar góðviljað fólk víkur að manni þakklætisorðum og man eftir ánægjustundunum — þá kemur í ljós að það sem verið var að gera skildi eitthvað eftir. Ég hefi orðið þessa aðnjótandi þegar LESBOK MORGUNBLAÐSINS 24.MAH986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.