Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Síða 6
SMÁSAGA EFTIR ODD BJÖRNSSON Teikning: Flóki egar Jósafat hreppstjóri yfírgaf fagnaðinn og rölti dálítið völtum skrefum út í stjömu- bjarta nóttina lagði hann leið sína niður í fjöru til að kasta af sér vatni á fögrum stað og anda að sér ómenguðu sjáv- arlofti. Þegar hann var kominn á staðinn góða, þar sem hann hafði hugsað sér að komast í beina snertingu við lítt spillta nátt- úruna, brá honum illilega í brún, þar lá maður á grúfu, dauður og sjórekinn að því hann best fékk séð og engu líkara en annar fóturinn hefði lent í hákarlskjafti, því það vantaði á hann helminginn af ristinni að tánum meðtöldum. Ekki lét hreppstjórinn sýn þessa hindra þvaglát meðan hann virti líkið nánar fyrir sér. Þetta virtist fullorðinn maður með svart hár og skegg, mikið og flókið svo rétt sást í nefið og aðra kinnina að hluta. Klæddur var hann svörtum og þykkum ullaijakka og buxum úr svipuðu efni, þvældu og blautu, einsog nærri má geta. Frá gamla samkomu- húsinu bárust dillandi tónar harmónikunnar í haustkyrrðinni og lágur söngur ásamt rokum, hlátrum og öðru skvaldri, sem oft verður til undir húsveggjum þegar menn gera sér dagamun í strjálbýlinu. Hreppstjór- inn ákvað að rasða við oddvitann og með- hjálparann og eftilvill skólp- og vatnsleiðslu- stjórann (ruglist ekki saman við rörmeista- rann á staðinum), sem var verklaginn maður og hófsamur á áfenga drykki, og hreyfa ekki við líkinu að svo komnu. Ekki þótti honum undir þessum kringumstæðum ráð- legt að blanda konum í málið. Hann gekk til baka sömu leið og hann kom, brúnaþungur og sýnu styrkari á fótum. Hann fcrð sér leið að oddvitanum án þess að yrða á nokkrum mann eða ansa rudda- legu glensi og hvíslaði í eyrað á honum stundarhátt. Oddvitinn hváði og hreppstjór- inn hvíslaði aftur og aftur hváði oddvitinn og nú voru augun öllu stærri og kringlótt- ari. Hreppstjórinn hvíslaði í þriðja sinn og hefðu allir mátt heyra, ef hávaðinn í rælnum við undirleik harmónikunnar hefði ekki drekkt orðunum. Nú horfði oddvitinn lengi á hreppstjórann, einsog til að ganga úr skugga um hvort hann væri með réttu ráði, sagði síðan: — Við látum meðhjálparann vita af þessu. — Mér hafði einmitt komið það í hug, og eftilvill Gunnar (hann átti við skólp- og vatnsleiðslustjórann) og bætti svo við meðan þeir tróðu sér leið gegnum dansandi þvög- una, enda er þá málið alfarið í höndum hreppsnefndarinnar. Oddvitinn samþykkti með þögninni og skömmu síðar var hreppsnefndin á leið niður í flöruna, en að baki henni dunaði dansinn með tilheyrandi köllum og sköllum. — Hann hefur komist í hákarlskjaft, sagði meðhjálparinn, þar sem þeir höfðu slegið hring um líkið með hendur í vösum. — Ég held að réttast væri að hreppstjór- inn snúi líkinu var þarsem hann er fulltrúi sýslumanns, sagði oddvitinn. — Mér hafði n ú dottið í hug að það heyrði frekar undir skólp- og vatnsleiðslu- stjóraembættið eða jafnvel meðhjálparann, andmælti hreppstjórinn. Það varð úr að skólp- og vatnsleiðstustjór- inn beygði sig og greip í annan handlegginn á líkinu og svipti því við. Menn stóðu þögulir og mátti lítt greina á svipbrigðalausum andlitunum hvaða þank- ar bærðust bakvið þær grímur. La'kið var í þykkri peysu undir jakkanum, gráleitri. Að öðruleyti var hún full af sandi, þanggróðri og molnuðum skeljum. Einnig hárið og skeggið, sem næstum huldi bólgið og skrám- að andlitið. Það kom og í ljós að tvo fingur vantaði á hægri höndina, nánar tiltekið þumalfingur og vísifingur. Loks mælti hreppstjórinn, nokkuð þvöglu- mæltur og andlitið virtist skyndilega löðrað köldum svita: — Við höldum hreppsnefndarfund hér á staðnum, enda verður þessu vart haldið leyndu nematil morguns. Aðfaramótt sunnudags þann 13. október var haldinn hreppsnefndarfundur í fjörunni í Suðurey. Efni fundarins var óvæntur lík- reki á téða ljöru, en þar sem enginn virtist bera kennsl á líkið, sem var nokkuð skaddað á vinstra fæti og hægri hendi, var ákveðið að leita í jakkavösum að einhveijum skilríkj- um (framkvæmt af meðhjálparanum Guð- jóni Guðjónssyni). Eigi fannst annað á téðu líki en pappírssnepill með einhverskonar „uppdrætti", harla ógreinilegum og ápárað- ur kross ásamt orðinu „úlabrók", sem er óskiljanlegt enda ill-læsilegt. Fundurinn ákvað einróma að íbúar Suðureyjar skyldu sjálfír §alla um mál þetta og leiða til lykta á þann veg sem meirihlutinn kæmi sér saman um. Þegar hreppsnefndin var aftur mætt í rælinn spurði eiginkona hreppstjórans hvað hann hefði verið að sýsla allan þennan tima. — Það hefur rekið lík, svaraði hann þunglega í hálfum hljóðum, — vantaði tvo fíngur. Konan spurði ekki frekar, og þau dönsuðu þögul fram og aftur og hring eftir hring. — Hvað var hreppsnefndin að gera niðrí fjöru? spurði kona oddvitans. — Kasta af sér vatni, svarði æðsti full- trúi sveitarfélagsins stuttur í spuna. Og þau dönsuðu fram og aftur og hring eftir hring. Meðhjálparinn mátti til með að hitta Nauteyjarbóndann „undir fjögur augu“. — Hvað eru að segja? hváði sá síðar- nefndi, þar sem þeir stóðu undir húsvegg, þó ekki samkomuhússins. — Það eina sem fannst á líkinu var kuðlað blað með einhverskonar uppdrætti, sem hefði getað verið af plássinu. Og nú teygði meðhjálparinn sig í eyrað á Nauteyj- arbóndanum og hvíslaði stundarhátt: — Það var merktur kross við Sæból. — Hús hreppstjórans? hváði Nauteyjar- bóndinn. Meðan þeir röltu til baka bætti meðhjálp- arinn við næstum kæruleysislega: — Það vantaði tvo fingur á hægri hönd- ina, einnig virtist sem hákarl hefði nartað í vinstri fótinn. Nauteyjarbóndinn leit á meðhjálparann; síðan skelltu þeir sér í rælinn, orðalaust. Skólp- og vatnsleiðslustjórinn var venju fremur þögull, ekki einusinni á færi eigin- konunnar að veiða upp úr honum orð. Það fór samt ekki hjá því að Nauteyjarbóndinn trúði bóndanum á Rytjum fyrir tíðindunum og bóndinn á Rytjum konu sinni, en sú kona hvíslaði að konu oddvitans og annarri konu ónefndri í framhjáhlaupi, en sú kona tók mann sinn á eintal. Þannig var grand- varleiki hins orðvara skólp- og vatnsleiðslu- stjóra plássinu ekki til mikillar sáluhjálpar frekar en fyrri daginn, því sagan af líkrekan- um var ekki aðeins komin í hring heldur út og suður og það á skemmri tíma en getur um í þjóðsögum. Skólp- og vatnsleiðslustjórinn kom að máli við oddvitann: ég hef komið hingað í heimsóknir og það er ómetanlegt." Já, vei á minnst, nú ertu bara gestur í þinu föðuriandi. Hvað kemur til? „Það var nú margt sem varð þess vald- andi. Eins og ég sagði fyrr, lauk hjónabandi mínu með skilnaði. Satt best að segja var heilsan þá ekki orðin upp á marga físka og samkvæmt læknisráði fór ég í sumarleyfí — langt sumarleyfí til Noregs. Þegar þangað kom, fann ég fyrst hversu þreytt ég var, bæði andlega og líkamlega. En þetta sumar- leyfí varð dálítið lengra en upphaflega var ætlað. Ég fékk strax vinnu þegar til Noregs kom, meira að segja með K.K. Noregs, Kjell Karlsen. Og í Osló líkaði mér vel og ég hafði meira en nóg að gera. En hvað held- urðu, auðvitað þurfti ég að gifta mig aftur. Er það ekki alveg makalaust hvað maður þarf alltaf að vera truflaður. Jú, jú, ég giftist flugmanni og við eignuðumst einn yndislegan son. En þetta hjónaband var byggt á misskilningi og við skildum í mesta bróðemi, en höfum ágætt samband vegna sonar okkar, sem stundar nú verkfræðinám í Svíþjóð. Síðan varð ég mikill sjúklingur, efnaskipt- in voru í stakasta ólagi og ég varð næstum því að engu. En fyrir tilstilli góðs læknis 1949: Sigurvegnrar i kosningum Jazzblaðsins um bestu bfjóðfæraleikara og söngv- iara. Fremriröðfrá vinstri:Jón Sigurðsson, bassi, Guðmundur R. Einarsson, tromm- ur, Sigrún Jónsdóttir, söngkona, Haukur Morthens, söngvari og Ólafur Gaukur, gítar. Aftari röð frá vinstri: Gunnar Ormslev, tenór-saxófónn, Bragi Hlíðberg, harmonika, Steinþór Steingrímsson, píanó, Jón Sigurðsson, trompet, Vilhjálmur Guðjónsson, klarinet og alt-saxófónn ogBjörnR. Einarsson, básúna. hér á landi hef ég náð undraverðum bata. Þessi blessaði læknir gaf mér lyf sem hjálp- aði mér það mikið, að núna lít ég aftur björtum augum átilveruna." Jæja mín kæra, ætlarðu kannski að skella þér í hæfileikakeppni og fara að syngja aftur? „Guð hjálpi þér, ertu alveg.. .Nei, þó ég gæti þá myndi ég nú ekki gera það. Nei, núna er ég í líkamsrækt til að öðlast aftur þrótt eftir öll veikindin. Það er byijunin eftir margra ára sjúkdóm. Svo hef ég stund- um saumað fyrir vini og kunningja og get vel hugsað mér að halda því áfram." Það er ánægjulegt að fínna bjartsýnina sem skín af Sigrúnu. Hún hefur reynt ýmis- legt í þessu lífí, bæði gott og vont, eins og við flest verðum að sætta okkur við. En hún er sannfærð um, að góð heilsa sé gulli betri, og getur trútt um talað eftir allar sjúkrahúslegumar og röltið á milli Iækna. Hún er þakklát fyrir bömin' sín og bamabömin þijú. Framtíðin er björt, finnst henni. Sigrún býr í Tönsberg, litlum bæ .suður af Osló, og hver veit nema þar rísi Tískuhús Sigrúnar eða að vörumerkið Skart- kjólar Sigrúnar verði heimsfrægt. Hver veit? Elly Vilhjálms er þekkt söngkona og hetur stundum skrifað í Lesbók.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.