Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Blaðsíða 7
— Það hefur lekið, sagði hann og leit í aðra átt til að afvegaleiða athygli nær- staddra. Oddvitinn horfði á skólp- og vatnsleiðslu- stjórann, þar sem honum datt sem snöggv- ast í hug að málið snerist um rör, en áttaði sig þó von bráðar. — Konan sagði mér það. — Það verður ekki dregið til fyrramáls að fjalla um málið. Einhverjir eru þegar famir af stað niður í fjöru. — Það gefur auga leið, svaraði oddvitinn, — ég set hreppstjórann í málið og læt hann sem fulltrúa jrfírvaldsins kunngjöra líkrek- ann. Af því búnu strunsaði hann inn á dans- gólfíð og bankaði í öxlina á hreppstjóranum sem dansaði brúnaþungur við konu sína, föla og fámála. — Þetta hefur kvisast, einhveijir þegar lagðir af stað til að skoða líkið. Jósafat hreppstjóri svaraði ekki, en nýjar svitaperlur spruttu fram á enni hans. Hann skildi konu sína ráðlausa eftir á miðju gólfí, sneri sér að harmónikuleikaranum og gaf honum merki. Svo sneri hann sér við og hóf upp raust sína: — Þið forlátið að ég trufla dansinn, en svo eru mál með vexti að lík hefur rekið á fjöru hér skammt undan — lengra komst hann ekki í ræðunni, því nú tóku allir til máls samtímis og kjaftaði hver uppí annan og harmónikuleikarinn kastaði frá sér drag- spilinu með hjáróma andvarpi hljóðfærisins, og þusti hver um annan þveran út úr húsinu. Það var sundurleitur og forvitinn hópur sem lagði leið sína frá gamla samkomuhús- inu og niður í fjöru þessa tunglskinsbjörtu októbemótt. Ungi kennarinn sneri sér að gamla sonn- ettuskáldinu, en það hafði ort margar snotr- ar sonnettur um ævina, meðal annars um ástina og aðskiljanlegar afleiðingar hennar, þar á meðal sárasótt. — Hvað er eiginlega um að vera? spurði kennarinn. — Við komumst nú fljótlega að því, leyfðu mér að styðjast við þig garpur minn. Og skáldið fótfúna lagði hramminn á ungar axlir vinar síns og samheija í andan- um, og þeir paufuðust af stað í humátt á eftir hinum, í átt til sjávar. Næst á undan þeim gengu heppstjóra- hjónin, þögul og niðurlút. Allt í einu sneri frúin sér að manni sínum og sagði: — Mér er kalt. Ég ætla heim. — Jæja góða, hafðu það einsog þú viit, svaraði maður hennar þurrlega og hélt áfram göngu sinni þungur á brúnina. Kennarinn og sonnettuskáldið mættu konunni, sem gjóaði flóttalega augunum á unga manninn um leið og hún gekk framhjá. — Pass po pass po, sagði sá gamli án frekari skýringa. Og áfram héldu þeir göngu sinni með salt sjávarloftið í vitunum. Þegar karlmenn og konur og. krakkar höfðu skipst á að góna nægju sína á líkið og káfað á því með augljósum hryllingi, borið saman bækur sínar og hrist höfuðið hver framaní annan undirfurðulegir á svip- inn, kvaddi oddvitinn sér hljóðs fyrir hönd hreppsnefndarinnar: — Það má ljóst vera að hér hefur rekið lík af manni, skaddað nokkuð á hönd og fæti, svosem einsog það hafi lent í hákarls- kjafti. í vasa líksins fannst krumpinn papp- írsmiði með einhveiju pári sem líkist upp- drætti, ámerktum krossi ásamt orðinu „úla- brók", sem er óskiljanlegt. Því er ekki að leyna að „uppdráttur" þessi gæti virst af plássinu hér, og gerir það máiið lítt skiljan- legra. Geta þeir sem vilja fengið að líta á miðann þann ama, að öðru leyti hefur hreppsnefndin ákveðið á fundi sínum sem haldinn var hér í fjörunni fyrr í nótt að selja íbúum staðarins sjálfdæmi um það hvað geri skuli í máli þessu og verður farið að því sem meirihluti álítur réttast og viður- kvæmilegast. Sonnettuskáldið gaf kennaranum unga olnbogaskot. — Taktu nú vel eftir, garpur minn. Pappírsræksnið gekk millum manna og töldu sumir að vísu einkennilegt að svo virtist sem hér væri um að ræða einhvers- konar uppdrátt af þeim hluta eyjarinnar sem þorpið stóð en enginn sá þó neitt markvert við krossinn, enda gat það verið hrein tilvilj- un að hann hafði lent á „húsi hreppstjór- ans“. Afturámóti varð mönnum tíðrætt um orðið „úlabrók" og sýndist sitt hveijum, þótt flestir væru sammála oddvitanum að það væri óskiljanlegt með öllu. — Einsog þú sérð fer það ekkert á milli mála af hveiju uppdrátturinn er né hvar krossinn var settur. Orðið „úlabrók“ þykir mér merkilegt, settu það vel á þig. Kennarinn starði lengi á miðann, lét hann síðan í hendur næsta manni og var litlu nær. Hann horfði á sonnettuskáldið. — En fingumir tveir, sem vantar á hægri höndina? Sonnettuskáldið hvessti á hann augun. — Hæganhægan, ungi maður; þegar ég er búinn að finna útúr orðinu „úlabrók" skal ég upplýsa þig um hitt og þetta .. . Og kennarinn horfði skilningsvana á það sem fram fór í kringum hann meðan hann tautaði fyrir munni sér: - „úlabrók" — „úlabrók" Ekki var hann var við að niðurstaða fengist í málinu þama í fjörunni, utan það að hann heyrði einhvem segja að réttast væri „að skila hræinu" áðuren náþefinn legði yfír allt plássið. Hreppstjórahjónunum varð ekki svefn- samt, þar sem þau lágu þögul hlið við hlið og störðu útí loftið. Árla morguns reis hreppstjórinn úr rekkju án þess að yrða á konu sína, dreif sig í hversdagsfötin og var horfinn á augabragði. Á eiginkonunni sáust ekki svipbrigði, hún hélt áfram að stara framfyrir sig hreyfingarlaus. Umþaðbil klukkustund siðar var hún komin frammúr og gekk sem í leiðslu að glugganum og horfði út. Ur vörinni sigldi kæna oddvitans og stefndi til hafs. Meirihluti íbúanna hafði setið á skyndi- fundi snemma um morguninn undir forsæti hreppsnefndarinnar og samþykkt einróma tillögu meðhjálparans að líkinu skyldi tafar- laust siglt á haf út og því varpað fyrir borð. Einnig var samþykkt að skólp- og vatns- leiðslustjórinn tæki að sér, fyrir hönd hreppsnefndar, að annast alla framkvæmd. En þar sem bátur hans var bilaður (að sögn eigandans) bauð oddvitinn að lána kænu sína til þess að firra íbúa þorpsins frekari óþægindum af téðum reka. Var síðan ekki minnst á atburð þennan í heyrenda hljóði, menn gerðust orðvarir og grandvarleikinn uppmálaður. En ósjaldan sat hreppstjórafrúin við gluggann og starði út á haf. Nokkuð varð sumum tíðrætt um „undarlegt hátterni" hennar, vart þó í samúðarskyni. — Króbúla. - Ha? - „Úlabrók" þýðir króbúla. Gamla sonnettuskáldið hvessti sjónir á kennarann unga, einsog til að gera nýja úttekt á vistmunum hans. — Það mætti færa rök fyrir því að „úla- brók“ sé nafli tilverunnar, króbúla er einsog hver önnur alþýðuskýring á fyrirbrigðinu, sett saman úr orðinu „úlabrók" og „fabúla". Kennarinn ungi var að vísu ýmsu vanur af sonnettuskaldinu og kvséðið um sýflissinn kunni hann utanbókar, en „úlabrók"! — Þú hefur sofíð hjá konu hreppstjórans. - Ja — — Annaðhvort jess or nó! - Jibb. Sonnettuskáldið leit í áttina að glugganum og tyllti gleraugunum upp á úfið höfuðið. — Ég ætla að segja þér litla sögu og það sem verra er: hún er dagsönn. Fyrir tíu árum var hér annar kennari, ungur að árum og dökkur á hárum. Vart þarf að taka fram að hann var skáld og listamaður. Það var líka kona, fínleg og föl. Henni leist vel á úfinn og svartan makka kennarans og dökkblá augun með glampa, sem minnti hana á mánasigð. Honum leist að sínu leyti vel á mjúkt og engilbjart hörund hennar og varirnar sem voru einsog stórt hrútaber. Þar sem konan var mjög fámál kunni hún ekki að tjá sig við hinn unga menntamann, nema á einn veg. Sleppum því. Þó fylgdi þessu næstum orðlausa en þeim mun unaðs- legra sambandi einn annmarki. Eða tveir. Konan fámála var gift hreppstjóranum, sem fannst hann sjálfur í fullum rétti að láta sér mislíka. Hinn hængurinn — og sá jaðraði við meiriháttar glæp gagnvart samfélaginu, var hvorki meira né minna en úlabrókin sjálf: mannfjandinn var langt kominn með lýsingu eyjarinnar og ibúa hennar. Meiri- háttar ritverk. Sonnettuskáldið færði gleraugun aftur á nefið og horfði hvasst á kennarann unga, líkt og Egill forðum þegar hann leit á kött- inn sinn. — Það er ekki vinsælt að vera skáld og listamaður, sérstaklega ekki undir því yfírskini að maður sé „kennari". Að vísu þurfa menn að eðla sig í þessu plássi og kennarar líka, enda flokkast það ekki undir meiriháttar glæp. En að skrifa — króbúlu! Guð hjálpi þér, drengur! — Staðráðnir í að koma í veg fyrir það slys tóku nokkrir verklagnir kárlmenn sig til og hjuggu tvo fingur af kennaranum með grænni kjötöxi, og enginn vissi hver átti. Það er að segja þá fíngur sem menn nota aðallega við rit- störf: þumalfingur og vísifingur hægri handar. Kennaranum unga varð óvart litið á hægri hönd sina og þá hló sonnettuskáldið. — Hvað varð svo um hann? spurði kenn- arinn, dálítið skömmustulegur og hálfpart- inn einsog við sjálfan sig eða engan neinn sérstakan. Sonnettuskáldið leit aftur út um gluggann og setti gleraugun á höfuðið. — Hann hvarf. Einn góðan veðurdag. Það var reyndar austan rok. Meiriháttar vindbelgingur í almættinu. Kannski ætlaði hann sér að sigra heiminn, „úlabrók" ina meiri... Kannski ekki. Hitt er svo annað mál að ástin lætur ekki að sér hæða. Oddur Bjömsson er rithöfundur i Reykjavík. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 24.MAI1986 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.