Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Page 8
KarlKvaran í vinnustofu sinni. Að fást við hluti sem orðná ekkiyfir Aefstu hæð í Landssímahúsinu við Austurvöll vestanverðan býr málarinn Karl Kvaran. Sem fyrrum húsvörður stofnunarinnar hefur hann til afnota litla íbúð þar sem gamla húsið og nýja viðbyggingin við Kirkjustræti mætast og þar er einnig vinnustofa hans. Það er ekki fyrir óratvísan að ramba á þessar vist- arverur enda fór það svo að ég villtist í þessu völundarhúsi. Þar sem ég var ekki nógu forsjáil að hafa með mér hnoðu eins og Þeseifur forðum þegar hann fór til að berja á mínótámum, varð ég á endanum að leita á náðir þvottakonu einnar sem vís- Listasafn fslands efnir til yfirlitssýningar á verkum Karls Kvaran og verður hún opnuð eftir viku. Af því tilefni skrifar Halldór Björn Runólfsson listfræðingur um myndlist Karls og ræðir við hann. LJÓSMYNDIR: EMILÍA BJÖRNSDÓTTIR Húsamynd eftir Karl frá 1945. Frá áttunda áratugnum: Málverk. aði mér rétta leið. Þó var þetta ekki fyrsta heimsókn mín til Karls. „Þú hefur ratað," sagði málarinn þegar ég var loksins kominn inn í stofu til hans. '„F'áðu þér sæti, ég ætla rétt að slá úr píp- unni minni." Þótt stofan sé ekki af þeirri stærð sem Islendingar eiga að venjast í nýtísku hýbýl- um, hefur Karl einstakt lag á að nýta sér kosti hennar sem málverkageymslu. Þama standa þau við vegginn, stór og smá og maður brýtur heilann um hvemig listamann- inum hafí tekist að koma sumum þeirra fyrir í svo takmörkuðu rými. SvartOgHvítt „Ég er búinn að vera að berjast við þessa fram og aftur og hélt raunar að hún mundi aldrei ganga upp hjá mér,“ segir Karl um leið og hann bendir á málverk sem að mestu er hvítt, en rofíð af nokkram svörtum línum sem mynda form nálægt jaðrinum vinstra megin. „Eg hef gaman af að fást við þessi form, opna þau og ioka þeim og athuga hvemig þau hegða sér. Það er í rauninni mikil glíma fólgin í báðum þessum mynd- um,“ og Karl bendir á aðra mynd, málverk sem er femingslaga með bylgjandi svörtum línum. Það kveður óneitanlega við nýjan tón í þessum myndum. í stað hinna breiðu, svörtu krossforma sem settu svip sinn á sýningu Karls í Listmunahúsinu fyrir tveimur áram, era komnar grannar og léttar línur. Eftir sem áður era þessar myndir tvílitar, hvítar og svartar, ef tala má um þetta sem liti, svo mjög sem svart og hvítt veldur deilum meðal fræðimanna. Samt sem áður notar Karl hvítan og svartan sem liti, þótt ef til vill séu þeir meðal hinna erfíðustu viðureignar. Gæta ber þess að Karl notaði í fjölmörg ár einung- is tússblek til að tjá sig og þaðan er eflaust komin sú sterka tilfínning sem hann hefur fyrir vægi litlausra Iita. Það að geta brúkað svart með slíkum árangri er fátítt. Manni verður hugsað til málara á borð við Manet, Matisse og Bandaríkjamennina Franz Klein og Robert Motherwell. Hefðin fyrir slíku málverki í sögu vestrænnar listar er glopp- ótt. Það verður að halda alla leið til Austur- landa fjær til að fínna heilsteypta myndlist- arsögu í svörtu og hvítu. Yfirlitssýning Það hvílir reyndar austurlenskur blær yfír vinnubrögðum Karls. Hvert málverk er þakið margföldu lagi af málningu sem hverfur jafnharðan, svo eftir verður einungis það minnsta sem myndflöturinn kemst af með til að geta kallast málverk. Þessi sér- stæða tæming sem byggir á sífellt harðsoðn- ari útilokun er fyllilega í anda austrænnar heimspeki og íhugunar. — Þú ert að fara að sýna í Listasafni íslands. „Svo er sagt. Það er dálítið einkennilegt að hugsa til svona yfirlitssýningar. Allt í einu sér maður gamlar myndir eftir sjálfan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.