Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Page 10
Búrfell — Búrfellsgjá Leiðarlýsing í tilefni göngudags Ferðafélags fslands á morgun, sunnudaginn 25. maí Eftir Salbjörgu Óskarsdóttur Kaldársel, Búrfell, Búrfellsgjá; — þessi ömefni hljóma kunnuglega í eyrum. En þeklq'um við þá staði, sem að baki þessum ör- nefnum standa? Þekkjum við Búrfellsgjá, þessa dvergasmíð náttúrunnar eða þá Kaldá, ána sem rennur aðeins kílómetra á yfirborði jarðar áður en hún hverfur aftur ofan í hraunið? Margt forvitnilegt er að sjá á þessu svæði og því hefur það verið valið við- fangsefni 8. göngudags Ferðafélags ís- lands, sem verður nú á sunnudaginn, þann 25. Gengið verður frá Kaldárseli yfír að Búrfelli, eftir Búrfellsgjá og þaðan aftui að Kaldárseli. Þetta er létt gönguleið og við allra hæfí. Farið verður með áætlunar- bflum frá BSÍ og verða 2 ferðir, kl. 10.30 og kl. 13.00. Einnig er hægt að koma í veg fyrir bflana á leiðinni eða á eigin bíl að Kaldárseli. Áætlaður göngutími er um 3 tímar með góðum hvfldum. Við skulum nú athuga þessa leið og það sem fyrir augu ber. I Kaldárseli em nú starfræktar sumarbúðir KFUM og K og hefur verið gert alllengi. Þar var búið áður en jörðin fór í eyði á síðustu öld. Framan við húsið rennur Kaldá, ein stysta á lands- ins og uppspretta ýmissa þjóðsagna. í einni þeirra segir frá karli nokkmm göldróttum sem hafí kveðið ána ofan í hraunið þegar tveir synir hans fómst þar. Við göngum í austurátt. Sunnan við okkur era Kaldárhnúkar og við sjáum inn í Helgadal, þar sem er núverandi vatnsból Hafnarflarðar. Fljótlega verður á vegi okkar haglega hlaðinn garður, úr hraun- grýti, þó nú sé hmnið úr honum á stöku stað. Þetta em minjar merkrar fram- kvæmdar. Árið 1917 stóðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði frammi fyrir þeim vanda að vatnsbólið í Lækjarbotnum, rétt sunnan við bæinn, dugði ekki lengur og fjárhagur bæjarins leyfði ekki að lögð yrði vatnsæð frá Kaldá. Þá var ráðist í það að veita vatni úr Kaldá yfír á aðrennslissvæði Iind- arinnar í Lækjarbotnum. Því var þessi garður hlaðinn og á honum lá trérenna, sem vatnið var látið renna eftir um 1600 m leið. Þar rann vatnið út í jarðveginn og skilaði sér á nokkmm dögum í vatns- bólið í Lækjarbotnum. Þessi framkvæmd dugði fram yfír seinni heimsstyijöld. Það var svo árið 1951 sem lokið var við gerð vatnsæðarinnar úr Kaldárbotnum til bæj- arins og liggur vegurinn að Kaldárseli með þeirri vatnsleiðslu. Áfram göngum við á greiðfæm hellu- hrauninu. Nú em Helgafell og Valahnúkar sunnan við okkur og við steftium beint á Búrfellið, handan þess trónir Húsfell, ívið hærra. Við göngum þvert á varðaða leið, þetta er Selvogsgatan, gömul þjóðleið vermanna milli Hafnaifyarðar um Grinda- skörð niður í Selvog. Nýlega vom vörðum- ar á þessari leið endurreistar a.m.k. þær sem em innan marka Reykjanesfólkvangs. Nú komum við að Búrfelli, gígbarmur- inn er hæstur 179 m, en við rætur fellsins stöndum við í rúmlega 100 m hæð. Búrfell er eldgígur og úr gígnum mnnu hraun í Hafnaifyörð og Skeijaijörð. Við aldurs- greiningu á mó undan hrauninu var það talið vera 7.200 ára gamalt. Við getum gengið upp á gígbarminn og virt fyrir okkur útsýnið. Nær okkur hlykkjast Búr- fellsgjáin um hraunið, fjær er fjallahring- urinn og Snæfellsjökull trónir sem útvörð- ur í norðri. Leið okkar liggur ofan í gjána og við göngum eftir gróinni hrauntröðinni. Gjáin er um 3,5 km á lengd, við Búrfell er hún þröng og barmar háir, en neðar breikkar hún og barmar lækka, viða em barmamir íhvolfír og þama era hellisskút- ar sem hefur verið hlaðið fyrir, til að fá skjól fyrir fé. Hraun tók mjög snögglega að renna til austurs frá Búrfelli og þvi hefur gjáin tæmst og varðveist sem hraun- tröð. Neðst í gjánni komum við að Gjárrétt, sem forðum daga var lögrétt fyrir Garða- hrepp, Bessastaðahrepp og Hafnarflörð. Réttin var notuð fram yfír 1920 en þá var Hraunrétt gerð að lögrétt. Við réttina er skúti sem hefur verið hlaðið fyrir, þar dvöldu menn nóttina áður en réttað var og vöktuðu safnið. Oft var mannmargt þama þá nótt og var þá stiginn dans á Garðaflötum, sem em þaðan skammt í suðaustur, ofan við gjána. í spmngu rétt við réttina er hægt að fá rennandi vatn og hefur verið hlaðið hraungijóti svo hægara sé að komast að vatninu. Þar sem gjáin endar er girðing, við hana em mörk Heiðmerkur í suðri. Við röltum nú til baka að Kaldárseli og fylgjum girðingunni. Við hana, og skammt frá Kaldárseli göngum við aftur fram á grjótgarð vatnsveitunnar, þar sem hann liggur yfír mikla gjá. Hringferð okkar er nú lokið, við emm komin aftur að Kaldárseli og lítum til baka yfír farinn veg. Við höfum lagt um 10 km að baki og margt forvitnilegt borið fyrir augu og við emm nú að vonum fróð- ari um þessi ömefni, sem við þekktUm áður lítt nema af afspum. N Hjartanu hjálpað Iheimi læknavísindanna hafa margir unnið af kappi að því að búa til algert gervihjarta og það er saga bæði sigra og ósigra. Nú em sér- fræðingar að hanna örlítil tæki, sem hægt er að koma fyrir í líkama manna og byggjast á háþróaðri örtölvutækni og nýjum efnum, sem líkaminn getur sætt sig við, oggefíð vaxandi fjölda fólks með hjartagalla möguleika á að lifa fullkomlega eðlilegu lífí. Ad Hægjaá Hjartslættinum Venjulega er beitt lyfjameðferð við óeðlilega tíðum hjartslætti (tachycardia). En læknar em að komast að raun um það að vemlegur fyöldi sjúklinga, sem em í langtíma meðferð, sem verða fyrir slæmum aukaverkunum, fá ónæmi fyrir lyfjunum eða þau hafa engin áhrif á þá. Vísindamenn hafa því snúið sér að því að veita sömu örtölvutækni og notuð er í stöðluðum hjartagangráðum til að búa til „klárt" rafeindatæki, sem hægt er að „græða í“ menn og skynjar og stillir óeðlilega tíðan hjartslátt, áður en kemur til flökts í hjartavöðva — en það er hættulegast lífí manna. Intertach-tækið, framleitt af Int- ermedics of Angleton í Texas, hefur að geyma örtölvuverk, sem hægt er að forrita til að skynja, skrá og meta var- hugaverðar breytingar á hjartslætti og gera viðeigandi ráðstafanir. Aðalhluta tækisins, sem er litlu stærri en eldspýtna- stokkur og vegur 49 gr, er komið fyrir undir viðbeini sjúklingsins og er tengdur við hjartað með leiðslu, sem er þrædd gegnum æð. Málmblendi endi á leiðslunni sendir upplýsingar um starfsemi hjartans aftur til miðverks örtölvunnar og miðlar þeiiri rafmagnsmeðferð, sem við á. Örtölvan getur geymt í minni sínu síðustu vel heppnuðu viðbrögðin til að stilla hinn óeðlilega tíða hjartslátt og endurtekið meðferðina, þegar sama ástand endurtekur sig. Að auki getur tækið geymt fjölda þeirra skipta, sem óeðlilega tíður hjartsláttur hefur átt sér stað og hin ýmsu viðbrögð sem tækið hefur hrandið af stað. Læknar geta skoðað þessi gögn á tölvuskjá á stofunni hjá sér eða hægt er að senda þau gegnum síma með því að nota senditækið, sem haldið er yfír bijósti sjúklingsins. Framleiðendur segja, að Intertach, sem kostar um 7 þús. dollara, geti greint muninn á hröðum hjartslætti sem stafar af umræddum sjúkdómi (tachycardia) og vaxandi hjartslætti af völdum líkam- legrar eða andiegrar áreynslu. IGRÆÐANLEGAR DÆLUR Heilbrigt hjarta knýr blóð um 100.000 km vegalengd gegnum slagæðar, blá- æðar og háræðar með því að dragast saman og þenjast út 40 milljón sinnum á ári. En þessi stöðuga starfsemi getur stundum orðið hinum dælandi hjartahólf- um um of og þá sérstaklega vinstra afturhólfínu, sem sendir blóð um allan líkamann — og vinnur um 80% af störf- um hjartans. Til að létta þessa byrði era nokkur fyrirtæki að þróa ígræðanleg tæki, sem eiga að aðstoða hjartahólfín við dæluna. Nú em slík hjálpartæki (VAD — ventric- ular-assisis devices) notuð til að halda hjartanu dælandi við hjartauppskurði eða meðan sjúklingur bíður eftir hjarta- ígræðslu. En vísindamenn vonast til að geta þróað minni tæki, ígrædd varan- lega, sem geti látið í té vöðvakraft mannshjarta án þess að hið eðlilega líf- færi sjúklingsins sé íjarlægt. Næsta gerð af VÁD mun verða rafknúin og ætti að geta gert sjúklingnum kleift að hreyfa sig næstum því eðlilega. (Newsweek) Einstofna mótefni og fleira nýtt í lyfjagerð Ileit sinni að töframeðulum til að lækna sjúkdóma fara vísindamenn í langar könnunarferðir inn í hinn nýja og heillandi heim lyQanna. Með erfðatæknilegum aðferðum em þeir að mynda ný efni til að koma f staðinn fyrir náttúmleg efni og þróa öruggari bólueftii gegn smitsjúkdómum. í október í fyrra, 1985, veitti banda- ríska Matvæla- og lyfyaeftirlitið leyfí til notkunar á erfðatæknilegu lyfí til að auka vöxt manna — það er efni, sem gerir bömum, sem vaxa ekki eðlilega, mögulegt að ná fullri stærð. Mörg þeirra Ijr§a, sem nú er verið að hugsa upp, eiga áratugi í land, áður en þau verða tekin í notkun, en verið getur, að með þeim verði hægt að útrýma sumum hinna verstu sjúkdóma — svo sem liðagigt, vöðvarýmun, lifrarbólgu, dreyrasýki og tannskemmdum. Einstofna mótefni. Uppgötvun ein- stofna mótefna er eitt mesta framfara- skref, sem stigið hefur verið á sviði hagnýtrar ónæmisfræði í mörg ár. Einn- ig má hugsa sér að nota einstofna mót- efni sem flutningstæki fyrir lyf og komast þannig fyrir einn mesta vandann við lyfjameðferð gegn krabbameini, en hann er eiturverkanir krabbameinslyfja á heilbrigðar frumur. Hæfíleiki geisla- merktra einstofna mótefna til að leita uppi æxli í líkamanum bendir til þess, að þetta sé fr amkvæmanlegt. Lyf gegn sýklum. Áfangi, sem lofar góðu á þessu sviði, er lyf við lífshættu- legu kvefi. Lyf þetta — alpha interferon — er nú verið að reyna í formi nefúðun- ar. Lyf þetta dugar einnig vel gegn sjaldgæfri tegund af hvítblæði. Eyðni-farsóttin knýr vísindamenn á sviði læknisfræðinnar til að fínna hið fyrsta ömggt lyf gegn þessari veim — en það tekur að minnsta kosti tvö ár enn. „Þetta er nær óvinnandi verkefni," segir háttsettur læknir í heilbrigðisráðu- neyti Bandaríkjanna. „Við vitum allvel hvemig eigi að vissu marki að halda eyðni í skeQum, en það að fínna upp lyf gegn slíkri veim hefur aldrei verið gert áður.“ Ónæmiskerfi styrkt. Önnur aðferð er að styrkja ónæmiskerfí líkamans. Vís- indamenn geta sett saman náttúmleg efni, sem hvítu blóðframumar gefa frá sér í örlitlu magni. Þau hrinda af stað vamaraðgerðum gegn innrás lífvera á borð við veirur. Ljrfíð gamma interferon virðist gefa góða raun við liðagigt. Interleukin-2 lofar góðu gegn krabbameini í ristli, sortuæxli og sarkmeini.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.