Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Side 11
BENKOW Yfirleitt er það sjaldnast talið til neinna stórtíð- inda, þótt einhver íhaldssamur stjórnmálamað- ur finni upp á því einn góðan veðurdag að taka sér penna í hönd og fari að skrifa ævi- sögu sína — og er heldur ólíklegt, að menn bóist þar almennt við einhveijum bók- menntalegum undrum og stórmerkjum. Satt að segja kitlar slík bókarfrétt ímyndunarafl manna aðeins rétt hóflega. En þegar auglýst er að Jo Benkow muni árita bók sína í einhverri bókaverzlun, streymir fólk á stað- inn, ýmist með ævisöguna hans í fórum sín- um eða menn kaupa sér eintak þar á staðn- um. Staðreyndin er sú, að öruggasta met- sölubók allra tíma í Noregi, sálmabókin, hefur núna í ár fengið mjög svo harðan keppinaut í sjálfsævisögu Jos Benkovs, „Frá sýnagógunni til Ljónabakkans". Frá því að bókin kom út í fyrrahaust hafa selzt meira en 200.000 eintök af henni — hinn mikil- virki stómjósnari Ame Treholt, sem segir í sinni bók frá leynifundum sínum með út- sendurum KGB, verður að sætta sig við annað sætið í baráttunni um bók ársins. Barátta Upp á Líf OgDauða Ljónabakkinn er hallinn með ljónastyttun- um neðst í Stúdentalundinum fyrir framan Stórþingshúsið í miðborg Oslóar. Þangað, inn á norska þjóðþingið, átti leið litla gyð- ingadrengsins eftir að liggja um síðir, þótt hann í æsku hefði mátt þola sífelld hrakyrði og háðsglósur af hálfu annarra stráka og raunar fullorðinna líka vegna uppmna síns og framandlegs útlits. Hann ólst upp með annan fótinn i fomri hefð sýnagógunnar — í samkunduhúsi gyðinga — en með hinn fótinn í heilnorsku, hánorrænu umhverfí, klæddur símynstmðum ullarpeysum og með' geitarost ofan á brauðið eins og hver annar Norðmaður. Það átti fyrir honum að liggja að verða formaður Norska hægriflokksins; í nokkur ár var hann formaður þingflokks hægrimanna. Núna skipar hann næst æðsta virðingarsessinn með þjóðinni: Æðstur er að sjálfsögðu Ólafur konungur, en næstur honum að virðingu telst vera forseti stór- þingsins, Jo Benkow. Með einkar hógvæm orðalagi flallar höfundurinn um ýmsa örlagaþmngna at- burði og hryggileg atvik; einkennist frásögn hans bæði af mannlegri hlýju og kærleika, er hann rekur ættarsögu sína. „Það em litlu, yfírlætislausu orðin, sem em stórbrotin," segir hann. AustanÚr Hvítarússlandi Fjölskyldan hét uppmnalega Benkowitz, en það var á þeim tímum, þegar hún átti ennþá heima austur í Grodna í Hvítarúss- landi. Þar fæddist Chaim, föðurafí Jos, um 1880. Hann lærði ljósmyndun og hlaut starfsheitið keisaralegur hirðljósmyndari. Vegnaði honum framan af allvel í starfi sínu eða allt þar til ein af hinum æðisgengnu ofsóknaröldum hófst þar eystra gegn gyð- ingum — svokallað pogrom — þegar skipu- lagðar morðsveitir réðust til atlögu gegn vamarlausu fólki af gyðingaættum og drápu heilu fjölskyldurnar á hinn grimmdarlegasta hátt. I sumum þorpum gyðinga í Hvítarúss- landi og Úkraínu var hvert einasta manns- barn drepið. Chaim Benkowitz tókst að flýja land ásamt fjölskyldu sinni, og settist hann að í Gautaborg, þar sem hann tók til við sinn fyrri starfa sem ljósmyndari. Eftir nokkra dvöl í Gautaborg fluttist hann þó með fjölskyldu sinni til Stokkhólms og starf- rækti þar eigin ljósmyndastofu við Norr- almstorg í nokkur ár. Hann fluttist í þetta skipti til Noregs, þar sem Benkowitz-fjöl- skyldan settist endanlega að í Osló. Fjölskylda móður Jos átti að baki svipaða örlagasögu, nema hvað hennar fjölskylda flúði til Englands, þegar drápsherferðin gegn gyðingum tók að magnast í Hvítarúss- landi. Frá Englandi fluttist sú fjölskylda svo nokkru síðar líka til Noregs. Aðlögun á Kostnað Hins Gyðinglega Hugarheims Á hinu gyðinglega heimili sínu naut Jósef litli mikillar ástúðar og umhyggju: þar var sígilda kosér hænsnakjötsúpan eftirlætis- rétturinn, og þar heima öðlaðist drengurinn þá öryggiskennd og það sjálfstraust, sem svo greinilega verður vart í öllu hans fasi og átt hefur dtjúgan þátt í að gera hann að þeim mikilsmetna stjórnmálamanni, sem hann er núna. En utan hinna traustu vé- banda sinnar samheldnu fjölskyldu, varð hann iðulega að berjast með hnúum og hnefum á unglingsárunum fyrir tilverunni. Jafnaldrar hans tóku hann rækilega í gegn og börðu hann gjarnan sundur og saman, því að það var oftast ekkert sældarbrauð að vera gyðingur í Noregi á árunum milli heimsstyijaldanna. Jo Benkow skrifar um þetta í bók sinni: „Eitt sinn á árunum fyrir seinni heims- styijöld var einn sláni í skólanum, sem ég gekk í, og sagði hann við mig, að ég skyldi snauta heim til helvftis subbulegu júða- mömmunnar minnar. Það var nú reyndar alls ekkert svo óvanalegt fyrir mig að heyra slíkar og áþekkar glósur, enda urðu þær oft á tíðum upphafið að mörgum þeirra slagsmála, sem églentií.“ Oöryggi, rótgróin vanmetakennd og áköf löngun til að falla eðlilega inní samfélagið og vera viðurkenndur af því umhverfi, sem hann lifði og hrærðist í, setti mikinn svip á uppvaxtarár Jos Benkows. Það eru þyí sárs- aukafullar skýringar, sem liggja að baki þeirri ákvörðun hans að aðlagast norsku samfélagi og m.a. stífa hina gyðinglegu nafngift sína, Josef Elias, niður í Jo; föður- afi hans hafði þegar strikað burt itz-ending- una úr fjölskyldunafninu. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að hin sérstaka vanmetakennd gyðinga sé alvcg einstaklega vfðfeðm. Það er ennþá skoðun mín, þótt égætti að vita betur, “ seg- ir hann. „Skýringarinnar er að leita í þúsund ára gömlum og rótgrónum ótta og öryggis- leysi." LOKSINS LJÓS OG LOFT „Stofnun ísraelsríkis markaði á sínum tíma þáttaskil; já, það má raunar segja, að í því hafi falizt sjálft upphafið á sálrænni þróun í frelsisátt. Það var ekki lengur nein þörf á að loka sig inni og einangra sig. Það var hægt að hleypa inn Ijósi og lofti, “ segir Jo Benkow, og hann bætir við eftir nokkra þögn: „Það hafði ekki verið svo mikið um það hér áður fyrr meðal þeirra gyðinga, sem héldu fast við mörg hundruð ára gamlar hefðirfrá sinni afmörkuðu gettótilvist. “ Þegar Jo Benkow segir þannig hug sinn allan og ræðir um margvíslega geðhnúta sína og duldir, um þann ótta, sem hann er haldinn og um veikleika sína, þá gerir hann það ekki bara sem gyðingur, heldur sem hver annar maður. Lesendur sjálfsævisögu hans þekkja sjálfa sig aftur í lýsingum hans, og það er sennilega ein af skýringunum á því að bók forseta stórþingsins varð metsölu- bók. Aðsópsmiklir stjómmálamenn, hvort sem þeir eru norskir eða af einhveiju öðru þjóðemi, fínna sjaldnast hjá sér sérstaka þörf til að bera á borð fyrir allan almenning sitt mannlega eðli og koma með því um leið upp um ýmsa miður hetjulega eiginleika í fari sínu. „Sú stund rennur víst einhvem tíma upp í lífí hvers og eins, að maður óski þess að fá bara að koma til dyranna eins og maður er klæddur, “ segir Jo Benkow. „Ef til vill var það ætlun mín að sýna, að stjómmála- maður er mannleg vera en ekki bara einhver pólitískur tindáti. “ í MINNINGU ÞEIRRA, SemLétuLífiðÍ Gasklefum NAZISTA Með bók sinni vildi Jo Benkow einnig segja frá þvi, sem núna er að mestu gleymt eða þá aðeins getið um sem tölfræðilegra staðreynda — frá hinni skipulegu útrýming- arherferð á hendur gyðingum í heimsstyij- öldinni síðari. Hans eigin fjölskylda fór ekki varhluta af þeirri skelfilegu drápsherferð: Móðir hans, systir, tvær föðursystur og einn systmngur hans vom tekin af lífi í Ausch- witz í Póllandi. „Einhver sagði við mig, að ég hefði með bókinni reist foreldrum mínum fagurt minnismerki, “ segir Jo Benkow. „Ef til vill er það einmitt þetta, sem hefur glatt mig allra mest ísambandi við bókina mína. “ Bók Benkows felur í sér áskomn og ákall eins meðbróður til annars um að sýna manngildi hvers og eins meiri virðingu. Bókina má skoða sem uppgjör við fordóma og tortryggni í garð aðfluttra útlendinga, og hún kemur út um sama leyti og þjóð- félagslegar athuganir í Noregi hafa leitt í Ijós, að um það bil 50% Norðmanna em fylgjandi því, að innflytjendur til Noregs taki saman föggur sínar og hverfi úr landi. Gyðingadrengurinn sem varð forseti norska Stórþingsins og hefur nú enn aukið hróður sinn með metsölubók. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. MAl 1986 11 - t 'itxa&n

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.