Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Blaðsíða 14
Upphaf sagnfræði á íslandi EFTIR BJÖRN ÞORSTEINSSON SAGNFRÆÐING K ristin kirkja hafði flutt þjóðum Vestur- og Norður-Evrópu bóklegar menntir og skipulag og var um 1100 orðin rótföst á íslandi. Kirkj- an hafði tekið söguritun í þjónustu sína til þess að tryggja hefð og reglu og naut mikill- ar virðingar fyrir. Beda Venerabilis (673-735) hafði ritað Historia eccles- iastíca gentis Anglorum og telst fyrir bragðið faðir enskrar söguritunar og um 1070 ritaði Adam af Brimum fyrrnefnt rit um sögu erkistólsins í Hamborg-Brimum 9g gat atburða á Norðurlöndum og íslandi. íslenskir lærdómsmenn hafa þekkt þessi rit og nokkur önnur bæði á latínu og þjóð- tungum, einkum engilsaxnesku. Sæmundur fróði í Odda samdi Noregskonungatal á latínu að því er talið er og hefur líklega talið sig af konungakyni. Ari taldi sig einnig kynborinn, rakti ætt sína allt til Njarðar og FVeys í íslendingabók, en kyngöfgi var ekki aðalatriði bókar hans, heldur sigur krist- innar kirkju kristnitakan og skipulagið á íslandi. Kirkjan opnaði íslendingum leið til mann- virðinga innan aðalsins í Evrópu. íslenskir höfðingjar höfðu búið við einangrun í útsæn- um og gátu hvorki vakið á sér athygli með stórveislum, glæsibyggingum né orustum. Þeirra vopn og sóknartæki til mannvirðinga var penninn og bókin. Innan kirkjunnar gátu þeir orðið biskupar, ábótar og hefðarklerkar og gist furstahallir, þótt engin stórmenni yrðu til þess að sækja þá heim. íslendingar urðu að sníða samfélag sitt að tísku timans til þess að vera teknir í samfélag útvalinna í álfunni, og það tókst vel og skipulega um 1100. Bækur Og TÍMATAL AraFróða I málfræðiritgerð frá því um 1150 segir að Ari Þorgilsson hafi sett spakleg fræði á bækur af skynsamlegu viti. Snorri Sturlu- son getur um bækur Ara fróða í Heims- kringlu og staðhæfir að hann hafi fyrstur skráð á íslensku fræði bæði forna og nýja. í þeim orðum felst ekki að lærðir menn ís- lenskir hafi verið óskrifandi á móðurmálið áður en Ari kom til skjalanna. Kristninni fylgdu skólar og bóklegur lærdómur, og um miðja 11. öld höfðu " Islendingar eignast lærða menn eins og ísleif biskup, og hér höfðu verið skráðir margskonar textar svo sem máldagar kirkna og lagasöfn. I Kristin- rétti Grágásar segir, að kirkjubóndi" „skal láta ráða skrá og lýsa þann máldaga heima að kirkjunni" árlega, þegar menn fjölmenntu mest til tíðasöngs. Máldagar voru réttinda- og eignaskrár kirkna, en slíkar skrár hafa verið eitt hið fyrsta sem var skráð og lesið á íslensku. Fræðin fornu og nýju, sem Ari Aðalafrek fræði- og vísindamannsins Ara Þorgilssonar var tímasetning hans á norrænum atburðum innan kristinnar sögu. Með tímasetningunni gerði hann íslenzka fortíð að sjálfstæðum þætti í evrópskri sögu. festi á bækur, voru nýtt efni ritaðs máls á íslensku eða sagnfræði. Sagnfræði er ekki sundurlaus fróðleikur, heldur skýring eða a.m.k. lýsing á ákveðinni atburðaröð innan tímamarka. Tímatal er grundvöllur allrar sögu, og á dögum Ara var norræn saga á ættfræði- og sagnastigi. Menn kunnu urmul af sögnum um forfeður sína, sem höfðu búið í misjafnlega marga ættliði á nafngreindum jörðum. Ákveðnir atburðir hðfðu gerst á dögum Gissurar hvíta, Eyjólfs Valgerðarsonar, Þorgils Arasonar á Reykhólum og annarra nafngreindra manna, en ártöl vantaði; þau skildu Islend- ingar ekki fremur en Jón í blábringu í Söguköflum Matthíasar Jochumssonar. Jón var skynugur maður og_ skrifari góður, en skildi ekki ársetningar. Islendingar miðuðu atburði við ættliði og starfstímatal. Menn höfðu lögsögu ákveðinn árafjölda, og kóngar og keisarar sátu að ríkjum, þegar nafn- greindir atburðir gerðust. Skafti Þóroddsson „hafði lögsögu sjö sumur og tuttugu"... „En hann andaðist á hinu sama ári og Ólaf- ur hinn digri féll Haraldssonur, Guðröðar- sonar, Bjarnasonar, Haraldssonar hins hárfagra, þremur tugum vetra síðar en Ólaf- ur féll Tryggvasonur". Þennan fróðleik tengdi Ari ársettum atburðum í Evrópu og allt til Jórsala. Hann segir að Teitur ísleifs- son sagði oss „að því, er kristni kom á ís- iand. En Ólafur Tryggvason féll hið sama sumar að sögn Sæmdundar prests... Það var hundrað og þremur tugum vetra eftir dráp Eadmundar, en þúsund eftir burð Krists að alþýðu tali". íslendingabók. íslendingabók er eina varðveitta ritið eftir Ara Þorgilsson, en bók- in var til í tveimur gerðum, sem hafa getað réttlætt að Snorri og aðrir töluðu um bækur Ara í fleirtölu. Sjálfur segist Ari hafa skrifað íslendingabók fyrir biskupana Þorlák Run- ólfsson í Skálholti (1118-33) og Ketil Þorsteinsson á Hólum (1122—45) og sýnt þeim og Sæmundi. fróða í Odda (d. 1133). Bókin var m.ö.o. ritskoðuð opinber saga. Ritskoðendurnir lögðu til að höfundur breytti henni talsvert, sleppti ættartölu og konungaævi. Ari hefur samíð upphaflegu gerð bókar sinnar á árunum 1122—33, lík- lega snemma á tímabilinu, en síðari gerðina um 1130. Þá jók hann við „því er mér varð síðan kunnara og nú er gerr sagt á þessi en þeiri", eins og hann kemst að orði. Þannig varð til texti þeirrar íslendingabók- ar, sem hefur varðveist, allvel til vorra daga. Snorri Sturluson hefur haft fyrir sér eldri gerð íslendingabókar, er hann segir, að Ari hafi „þat ártal fyrst til þess er kristni kom á Island". Kristnitökukafli Islendingabókar er meginþáttur hennar, en í varðveittu gerðinni er það ártal fyrst, er Island byggð- ist úr Noregi og Eadmundur hinn helgi Englakonungur var drepinn 870 árum eftir burð Krists. Ari hefur þekkt eitthvað af erlendum sögubókum. Menn eru sammaál um að hann hafi þekkt Kirkjusögu Englands eftir Beda prest. Sjálfur vitnar Ari í Kátmundar sögu helga, konungs í Austur-Anglíu á Englandi. Danskir fræðimenn, Axel E. Christensen og Svend Ellehoj, telja að hann hafi þekkt sögu Hamborgarabiskupa eftir Adam frá Brimum, en hún telst ekki hafa verið kunn hér á landi fyrr en eftir daga Ara. Ellehaj bendir á, að hvergi í evrópskum bókum fyrir daga Ara sé minnst á fall Ólafs konungs Tryggvasonar nema hjá Adam af Brimum, en Ari notar þann atburð til þess að ársetja kristnitökuna á íslandi. Hann kann að hafa kynnst bókinni á ferðalagi erlendis. Sæ- mundur fróði (d. 1133) menntaðist á Frakk- landi, þ.e. Rínarlöndum, og hélt skóla í Odda, og þar og við skólana í Skálholti og Haukadal hafa verið til ýmsar bækur, m.a. rímfræði sem Ari hefurþekkt. Tveir af nemendum Isleifs urðu biskupar, þeir Jón ©gmundarson á Hólum og Kolur Þórkelsson Víkverjabiskup í Noregi en Norðmenn hafa þá ekki talið sig eiga völ á betri manni í biskupsstólinn hjá sér. Skóli ísleifs biskups hefur staðið undir nafni, þótt ungur væri að árum. Kunningsskapur hefur verið milli lærðra manna hér á landi. Þeir hafa hist árlega á alþingi og borið saman bækur sínar. Erlendu ritin, sem þeir hafa kynnst, hafa hvatt þá til fræðistarfa um 1100, þegar Skálholtsstóll var stofnaður og íslendingar voru lögformlega komnir í tölu kristinna þjóða. Teitur ísleifsson, fóstri Ara, fræddi hann um embættisár ísleifs Gissurarsonar, fyrsta biskupsins í Skálholti, en sjálfur þekkti Ari starfstíma Gissurar. Þetta urðu samtals 64 ár frá aldamótum og dró ekki lengra en til vígslu ísleifs (d. 1056). Þá greip Ari til lógsögumannatals, sem hann segist skrifa eftir sögn Markúsar Skeggjasonar lögsögu- manns (d. 1107) og þeirra frænda. Lögsögumannatalið hefur Markús haft eftir Bjarna spaka, langafa sínum, sem mundi Þórarin Ragabróður (950—69) og sex eftirmenn hans í lögsögumannsembættinu, en þeir gegndu starfí samtals í 104 ár. V'ð þetta lögsögumannatal hefur Markús bætt, uns hann tók sjálfur við lögsögu af Sighvati Surtssyni. Á dögum Sighvats „kom Sæ- mundur Sigfússon sunnan af Frakklandi hingað til lands og lét vígjast til prests". Alls hefur lögsögumannatal Markúsar Skeggjasonar tekið yfír 134 sumur og verið tengt einstökum atburðum í sögu Noregs- konunga. Þannig segir Ari að Haraldur \ Kirkjan tók sögurítun í sína þjónustu til að tryggja hefð og reglu og klaustrín gegndu þýðingarmiklu hlutverki í álfunni. Vopn Islendinga til mannvirðinga voru penninn og bókin, því ekki gátu þeir vakið á sér athygli með stórveizlum, glæsibygg- ingum né orrustum. Tímatal Ara fróða. Aðalafrek fræði- og vísindamannsins Ara Þorgilssonar var tíma- setning hans á norrænum atburðum innan kristinnar sögu. Með tímasetningunni gerði hann íslenska fortíð að sjálfstæðum þætti í evrópskri sögu. Búandkarlar á eyju í út- sænum áttii sér sögu líkt og margfræg ríki og stofnanir annars staðar á heimskringl- unni. Hið mikla „framlag Ara er glögg- skyggni hans og skilningur á nauðsyn þess að gera sér ljósa grein fyrir tímatali íslenskr- ar sögu og ganga eins tryggilega og unnt var frá ákveðnum viðmiðunartölum, sem bæði tengdu kerfið satnan inn á við og bundu það við alþjóðlegt árstalskerfí kirkj- unnar út á við." Öruggast fyrir Ara var að telja frá ársett- um samtíðaratburði aftur til tengjanlegra atburða í fortíðinni og setja upp ákveðna tímatalstöflu með evrópskum ársetningum. Síðasti innlendi atburður, sem íslendingabók greinir, er andlát Gissurar biskups, en Ari tímasetti það ekki með ártali (iii8), heldur viðmiðun við atburði erlendis. „Á því ári enu sama obiit (þ.e. andaðist) Paschalis secund- us páfi fyrr en Gissr biskup ok Baldvini Jórasalakonungr- ok Arnaldus patriarcha í Híerúsalem og Philippus Svíakonungr, en síðar et sama sumar Alexíus Grikkjakon- ungr; þá hafði hann átta vetr ens fjórða tegar setit at stóli í Miklagarði. En tveim vetrum síðarr varð aldamót." Síðar segir hann að aldamót hafi orðið 120 árum eftir fall Ólafs Tryggvasonar, 250 árum eftir dráp Eadmundar Englakonungs, 516 árum eftir andlát Gregoríus páfa, „eri hann andað- ist á öðru ári konungsdóms Fóku keisara, fjórum vetrum ens sjaunda hundraðs eptir burð Krists að almannatali. Það verða allat saman tuttugu ár ens tólfta hundraðs" (1120). Aldamót tunglaldar urðu 1. sept. 1120, og við þau miðaði Ari fróði tímatal sitt, en taldi reyndar frá dauða Gissurar tveimur árum áður. Beinum orðum tilfærir hann fjögur ártöl í íslendingabók: 1120, aldamót, 1000, er Ólafur Tryggvason andaðist og kristni kom á ísland, 870, er Játmundur helgi var drepinn og Ingólfur fór að byggja ísland, og 604, dánarár Gregoríusar páfa mikla. Bilið milli föstu ársetninganna: 1120, 1000 og 870 — brúaði Ari með sögnum um starfstíma biskupa og lögsögumanna, sem hann tengdi við einstaka atburði í sögu ís- lendinga og norskra konunga. Ýmsir fræðimenn hafa bent á að dauði Játmundar er ekki ársettur í kunnum heim- ildum fyrr en í Játmundarsögu, sem Her- mannus erkidjákni setti saman um 1100. Líklega hefur Ari ekki þekkt dánarár Ját- mundar, þegar hann samdi fyrri gerð íslend- ingabókar og orðið að láta sér nægja að fullyrða, að „Islaud byggðist fyrst úr Noregi á dögum Haralds hárfagra," en kveðið síðar á um árið. konungur hafi fallið á Englandi sama sumar og Kolbeinn Flosason tók lögsögu (1066). Frá lögsögu Kolbeins til upphafs lögsögu Þórarins Ragabróður voru 116 sumur, en lengra mundi ekki Markús og frændlið hans, svo að íögsögumannatalið hefur endað í óræðu tímaleysi um miðja 10. öld. Ara hefur ekki tekist að tengja upphaf alþingis neinum tímasetjanlegum atburði. Þá virðist hann hafa tekið það ráð að tengja lögsögumanna- talið landnáminu með fullyrðingu um lög- sögu Hrafns Hængssonar. Ari segir: „Svá hafa spakir menn sagt, at á sex tegum vetra yrði ísland albyggt, svá at eigi væri meirr síðan. Því næst tók Hrafn lögsögu Hængssonr landnámamanns, næstr Úlfljóti, og hafði tuttugu sumur; hann var ýr Rang- árhverfi. Þat var sex tegum vetra eftir dráp Eadmundar konungs, vetri eða tveim áðr Haraldr enn hárfagri yrði duðr, at tölu spakramanna" (íslb. 3.k.). í upphafi bókar sinnar segir Ari að „ísland byggðist fyrst ýr Norvegi á dögum Haralds ens hárfagra— í þann tíð- að ætlun og tölu þeira Teits fóstra míns, — og Þorkels föður- bróðrr míns — og Þóríðar Snorradóttur goða, — es ívar Ragnarssonar loðbrókar lét drepa Eadmund enn helga Englakonung; en þar vas sjau tegum (vetra) ens niunda hundraðs (870) eftir burð Krists, að því es ritit es i sögu hans." Ingólfr hét maðr nórrænn, es sannlega es sagt at færi fyrst þaðan til íslands, þá es Haraldr enn hárfagri vas sextán vetra gamall, en í annat sinn fám vetrum síðarr; hann byggði suðr í Reykjarvík". Síðar í sama kafla segir hann að svo sé sagt, „að Haraldr væri sjau tegu vetra konungr og yrði áttræðr". Með hjálp „spakra manna" teygði Ari sögu íslendinga aftur í forsöguna um rúm- lega 80 ár eða frá því að minni Bjarna spaka þraut um 950 og til sögunnar um dráp Ját- mundar helga árið 870, en þá var Haraldur hárfagri hátt á tvítugsaldri og Ingólfur fór að byggja ísland. Þessum staðhæfingum til styrkingar tilgreinir Ari sagnir um sjötugan konungdóm og áttræðisaldur Haralds hárfagra, og 60 ára landnám á Islandi. Samkvæmt fullyrðingunni um landnámið hefur Arí talið Ingólf sigla síðari ferðina til íslands um 870 eða „í þann tíð". Með aðstoð Teits, fóstra sín, rak Ari endahnútinn á lögsögumannatalið með sögn um löggjafann Úlfljót, sem hafði fyrst lög út hingað úr Noregi, „þá es ísland vas víða byggt orðið", en lætur þess að engu getið, hve lengi hann fór með lögsögu. Allt var þetta hugvitsamlega unnið, en misjafnlega líklegt. Fjórir fyrstu lögsögu- mennirnir gegna embætti í 72 sumur. Næstu 70 sumurin urðu þeir 7 og þau þar næstu 9. Auðséð er að frásögn Ara verður því þjóðsögukenndari sem fjær dró samtíð hans. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.