Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 5
og afgangurinn fæst með skólagjöldum. Hækkanir á ríkisstyrk hafa orðið stórfelldar. Sem dæmi má nefna, \að á milli áranna 1983 og 84 hækkaði ríkisstyrkur til skólans um 84% og um 64% frá 1984—85. Takmark- ið er að sjálfsögðu jöfn kostnaðarskipting á milli ríkis og bæjar. í Myndlistarskólanum á Akureyri eru nú um 200 nemendur á ári og 12 kennarar. Þar er auk Qölda nám- skeiða hægt að stunda fullgilt listnám í dagskóla og sémámsdeild, sem er nám á háskólastigi. Og þetta tel ég beri að þakka bjartsýni go dugnaði myndlistarmanna, sem í stað þess að yfirgefa heimabæ sinn og stefna suður, sköpuðu listgrein sinni vaxtar- skilyrði í heimabyggð. TÓNUSTARSKÓLINN Á AKUREYRI Tónlistarskólinn á Akureyri tók til starfa árið 1946. Hann var í upphafi stofnaður og rekinn af Tónlistarbandalagi Akureyrar, en í því áttu sæti fulltrúar frá Tónlistarfélagi Akureyrar, Karlakómum Geysi, Karlakór Akureyrar, Lúðrasveit Akureyrar og Kant- ötukómum. Þar hefur þróunin verið geipileg. I dag er Tónlistarskólinn á Akureyri næst stærsti tónlistarskóli á landinu með 480 nemendur og 25 kennara. Hann sker sig frá öðmm tónlistarskólum fyrir það hve mikil hljóm- sveitarstarfsemi er í skólanum. Áhersla er lögð á samleik frá upphafi. Þar starfar sinfóníuhljómsveit nemenda, sem lengst em komnir, og heldur tónleika tvisvar á ári. í skólanum em tvær strengjasveitir, fimm blásarasveitir, þar af ein kammerblásara- sveit með kennumm, stórhljómsveit (Big Band) jassdeildar skólans, auk minni hópa eins og blásarakvintetts og tréblásarakvint- etts. Skólinn er með fjölmennustu strengja- og blásaradeildir í landinu. En Tónlistarskól- inn nýtur þess umfram t.d. Myndlistarskól- ann og Leikfélag Akureyrar, að til em lög um tónlistarskóla, sem tryggja skólanum launagreiðslur til kennara og skiptast þær jafnt á milli ríkis og bæjar. Annar kostnað- ur, 15—20% af útgjöldum skólans, er fjár- magnaður með skólagjöldum nemenda. Framtíðarsýn Tónlistarskólans er að stofnuð verði kennaradeild við skólann og að á Akureyri verði sett á stofn kammer- hljómsveit atvinnumanna. Til að tryggja búsetu tónlistarmanna á svæðinu þurfa að vera atvinnutækifæri fýrir þá í listgrein sinni. Þessar hugmyndir hafa nú góðan meðbyr. Síðustu árin hafa margir kennarar við skólann og duglegir nemendur jafnframt fengið atvinnu við sýningar Leikfélags Akureyrar. Leikfélag Akureyrar Þá emm við komin að enn einu fmmkvæði áhugasamra heimamanna, sem nú er orðin umsvifamikil listastofnun, Leikfélagi Akur- eyrar. Það þróaðist fyrir atbeina heimamana í atvinnuleikhús árið 1974 eftir blómlegt áhugastarf síðan 1917, með æ meiri afskipt- um atvinnufólks. Árið 1985 urðu sýningar- gestir LA rúmlega 17 þúsund á 85 sýningum og hafði þeim þá fjölgað um 3000 manns á ári tvö ár í röð. Vemlegur hluti sýningar- gesta kemur frá öðmm byggðum en Akur- eyri. Það á svo sannarlega við um Leikfélagið að ríflegri opinberir styrkir hafa náðst smám saman eftir að félagið hefur sannað betur tilvemrétt sinn. Enn eiga þeir þó langt í land með að tryggja félaginu rekstrargmnd- völl. Þannig stóð ríkið á árinu 1985 undir 25% af gjöldum starfseminnar og Akur- eyrarbær lagði sjálfur fram sem nam 17% af kostnaði við rekstur leikhúss í bænum. Alls námu styrkir til LA 1985 um 50% af útgjöldum. Höfum hugfast, að þetta ár var einmitt algert metár í sögu félagsins, hvað aðsókn varðaði, og að'eigið aflafé dugði þá fyrir 35% af útgjöldum. Enn vantar því sem sagt 15% upp á að endar hafi náð saman á því ári, sem fólkið í landinu sýndi þessari starfsemi mestan áhuga. Rétt er að benda hér á, að hlutfall að- gangseyris í rekstrarkostnaði hjá LA er þó mjög hátt (eins og hjá íslenskum leikhúsum yfirleitt), sé miðað við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum, en þangað sækjum við samanburðinn á flestum öðrum sviðum. Þar heyrist að seldir miðar dugi jafnvel ekki nema fyrir um 5% af rekstrarkostnaði leik- húsa, en þetta hlutfall er vitanlega afar breytilegt. Ymis fyrirtæki stór og smá, ekki síst Kaupfélag Eyfírðinga og Flugleiðir, hafa sýnt Leikfélaginu og starfsmönnum þess greiðasemi og rausn. Akureyrarbær styður líka við bakið á Leikfélagjnu á margvíslegan annan hátt en kemur fram í styrkjatölum, og hefur m.a. lagt út í fjárfrekar endur- bætur á tæknibúnaði Samkomuhússins auk þess að láta leikfélaginu það endurgjalds- laust í té. Stuðningsmenn Leikfélagsins hafa bent réttilega á, að LA laði í bæinn fólk af öllu landinu, og njóti því aðrir aðilar eins og hótel, verslanir og skemmtistaðir góðs af. Menningin getur þannig líka skapað aukin atvinnutækifæri og arð á öðrum vett- vangi, jafnvel orðið fullgild útflutningsvara. Ég býst við að margir hafí álitið það skemmtilega uppákomu, fremur en hag- kvæm viðskipti, þegar Leikfélag Akureyrar seldi söngleikinn um Edith Piaf til Reykja- víkur sumarið 1985, þar sem kaupandinn, Hitt leikhúsið, sá um 17 sýningar á verkinu í Gamla Bíói. Með þessu móti streymdi þó álitleg fjárhæð í formi þóknunar og launa til bæjarfélagsins við Eyjafjörð. Ennfremur flutti Leikfélagið á sama ári út verk Sveins Einarssonar um Sölva Helgason, „Ég er gull og gersemi", með því að sýna það í Norðurlandahúsinu í Færeyjum fyrir sam- norræna styrki. Má því með nokkrum sanni segja að Sölvi karlinn hafi því í eiginlegum skilningi orðið að talsverðu „gulli" á endan- um. Alls hafa um 200 manns komist á launaskrá hjá Leikfélaginu undanfarin 4 ár, svo þetta eru talsverð umsvif þegar allt er lagt saman. Og hvað Leikfélaginu viðvíkur virðist byggðastefna nú eiga upp á pallborðið hjá ráðamönnum fyrir sunnan. Þannig jukust fjárveitingar frá ríkinu til LA um 56% frá árunum 1982—86, meðan þær drógust saman um 36% til Þjóðleikhússins. Má þá ef til vill draga þá ályktun, að Leikfélag Akureyrar þyki þjóna landsbyggðinni betur í leiklistameyslu en Þjóðleikhúsið? Æ, af- sakið. Ég segi eins og Þorgeir við Þormóð forðum: „Eigi var mér þetta alhugað." Því meting ber okkur að forðast. Ein Þjóð í Einu Landi Já, yfírskrift þessa þings var „Ein þjóð í einu landi". Það þykja kannski undarleg viðbrögð hjá mér að vera með naflaskoðun og guma af frumkvæði heimamanna við að efla menningu og listir á svæðinu. Á ég þó enn eftir að nefna meiri viðleitni í þátt átt eins og Menningarsamtök Norðlendinga og hina ýmsu geira þess, samtök rithöfunda, tónlistarmanna, myndlistarmanna og leik- félaga. Þar þekki ég best til Leiklistarsam- bands Norðurlands, sem hefur treyst mjög samskipti leikfélaga á svæðinu. Ég átti samleið með 30 liðsmönnum þess frá tólf norðlenskum leikfélögum af tuttugu á ár- legu þingi þeirra, sem haldið var á Blöndu- ósi 26. apríl síðastliðinn. Rætt var um fé- lagslega deyfð, minnkandi aðsókn að leik- sýningum áhugaleikfélaganna, samkeppni um frítíma fólks og ofurveldi rafeindafjöl- miðlanna. Og ekki síður þau flaumslit, sem nú eru að verða á milli íslendinga og sögunn- ar. Mikill vilji var fyrir því að snúa vöm í sókn og bökum saman. Fjölþættar hug- myndir komu að byggðaleiksýningum, sem hópar áhugafólks úr mörgum geimm mann- lífsins ynnu að. Þá er átt við stórar og mannmargar sýningar, oft undir bemm himni, byggðar á sögulegum atburðum, sem skipt hefðu sköpum í þróun byggðalagsins og haft markverð áhrif, bæði fyrir það og jafnvel landið allt. Þetta yrðu „allsheijarsýn- ingar", sem virkjað gætu fjölda sveitunga og fengið enn fleiri áhorfendur. Áður fyrr vom áhugaleikfélögin sterkur tengiliður almennings við menninguna, þjóð- lega og alþjóðlega. Á sviði þeirra sáum við erlendar stórborgir og íslenskar sveitir — og þetta vom oft á tíðum einu kynnin — sem fjöldi manna hafði — sem persónulega reynslu og upplifun — af framandi fólki og framandi siðum, hámenningu og þjóðlegri arfleifð okkar íslendinga. Þegar þetta hlut- verk var tekið frá áhugaleikfélögunum með kvikmyndum, sjónvörpum og myndböndum, var að nokkra leyti um leið kippt fótum undan veigamiklum þætti í starfi áhugaleik- félaganna. Þvi þurfa þau nú að íhuga hvar þörfin fyrir hið lifandi orð og tjáningu er mest. Og það er saga okkar og tunga, sem nú ríður á að varðveita. Við skulum heldur ekki vanmeta þann mikla þátt sem bókasafn hverrar byggðar hefur á menningu hennar. Hlutur Amts- bókasafnsins á Akureyri er t.d. mikilvægur þáttur í menningarsögunni hér. Öðmm er ætlað að ræða hér um fjölmiðlun, en ég vil þó líka minna á gildi þess fyrir norðlenska menningarþfoun að myndarlegri deild Ríkis- útvarpsins hefur verið komið á fót. Mennta- stofnanir em enn annar kapítuli. Já, því hef ég verið með þessa naflaskoð- un, að mér býður í gmn að með því að efla menningu og listir í heimabyggðum, aukist sjálfstraust heimamanna og dragi um leið úr minnimáttarkennd þeirra gagnvart ofur- efli höfuðborgarsvæðisins í menningarmál- um. Ef við ætlum að halda áfram að vera ein þjóð í einu landi, verðum við að þekkja sögu okkar, vemda tunguna og ekki síst hafa jafna möguleika til menntunar og menning- ameyslu, hvar sem við búum. Þá dugir ekki lengur einvörðungu „skilningur" ráðamanna á mikilvægi menningar, heldur jafnvel fmm- kvæði. Ég sakna stjómmálamanna, sem setja menninguna í fyrsta sæti, en segja ekki aftast í yfirlýsingum sínum: „Og svo ber að styðja menningu og listir eftir því sem við verður komið.“ Aðstaðan er ekki jöfn. Margt er gert í Reykjavík, sem landsmenn kosta allir jafnt og á að heita fyrir landið allt, en íbúar dreifðu byggðanna geta engan veginn notið. Það er áleitið umhugsunarefni, að á 19. öldinni, þegar fjölmiðlunartækni var las- burða miðað við nútímann og fjármagn smátt, náði íslensk menning, hvar sem hún þróaðist, til allra landsmanna jafnt. Núna á tímum rafeindamiðlanna einangrast stór hluti hennar innan Elliðaáa í Reykjavík. Em þetta framfarir? Eða em hér slík nátttröll, að þau færi sér ekki framfarimar í nyt? I nágrannalöndum okkar em Þjóðleik- húsin skyldug til að leyfa sýningar á vissum verkum sínum í sjónvarpi síðar meir, til að öll þjóðin geti notið jafnt. Ekkert afsakar frekari bið á sams konar fyrirkomulagi hér- lendis. Landsbyggðarfólk missir líka af þró- un í listdansi, ópemsöng og myndlist. I höfuðstað Norðurlands, eins og Akureyri er oft nefnd, em hvorki tónleikasalur né myndlistarsýningarsalur sem hæfa stærri viðburðum. Áhugasamir einstaklingar, þótt margir séu, hafa ekki bolmagn til að reisa þá í fullnægjandi mynd. Og landsbyggðin kallar líka á sérmenntað fólk til að vinna að sköpun lista og menningar. Oft læðist að mér sá gmnur, að margir höfuðborgar- búar yrðu víðsýnni og meiri íslendingar á því að búa einhvern tíma „úti á landi", ekki síður en það hefur löngum þótt vænlegt til þroska að búa um skeið í útlöndum. Opnum fleiri rásir og lofum menningunni að flæða á milli. Öll höfum við eitthvað að gefa hvert öðm. Eða eins og segir í Hávamálum: Veistu, efþú vin átt, þann er velþú trúir, og vilt þú af homrn gott geta, geðiskaltu viðhann blanda oggjöfum skipta, fara að finna oft. Höfundur hefur um skeiö veriö leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, en lætur nú af þvi starfi. Stórsveit tónlistarskólans á Akureyri. Edward Frederiksen. Úr sémámsdeild Myndlistaskólans áAkureyri. Nini Tang kennari á gólfinu. LESBÖK MORGUNBLAOSINS 14.J0NI1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.