Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 8
 Þjóðgarður— en ekki fyrir almenning. Hérgeturaðlíta dæmi um, hvernig ekkiá að standa að umhverfisvernd og er raunar algert hneyksli ogþað skyldi vera látið viðgangast. Myndin erfrá Haukadal í Biskupstungum ogþama íþjóðgarðinum hefur Skógræktríkisins unnið mikið oggott starf. En ífyrra, þegar myndin vartekin, hafði einhver embættismaður skógræktarinn- ariokað veginum aðeigin frumkvæði ogþar með lokað leiðinni, sem ligguraf línuveginum svonefnda, fram Haukadalsheiði og ígegnum þjóðgarðinn. Annað umhverfishneyksli á vegum hins opinbera i Haukadal er hin klunnalega girðing Geysisnefnd- arutanum Geysi. AUMHVERFIS- VERNDUNARDEGI Osnortin náttúra fyrstu grein náttúruverndarlaga frá 1971 er kveðið á um hlutverk náttúruverndar. Þar segir: „Tilgangur þessara laga er að stuðla að samskipt- um manns og náttúru, þannig að ekki spillist að óþörfu líf eða land, né mengist sjór, vatn eða Að opna landið og vernda það samtímis er vandasamt verkefni en flestir eru sammála um, að einmitt það þurfí að gera. UMSJÓN: LANDVERND andrúmsloft. Lögin eiga að tiyggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en vemdun þess, sem er þar sérstætt eða sögulegt. Lögin eiga að auð- velda þjóðinni umgengni við náttúru lands- ins og auka kynni af henni.“ Það er ljóst að í þessari lagagrein er fólg- inn viss átakspunktur tveggja sjónarmiða: Að opna landið og vernda það. Trúlega verða hvergi meiri árekstrar á milli þessara sjónarmiða en einmitt í ferðamannaþjón- ustunni. í umræðum um umhverfis- og náttúru- vemdarmál gleymist oft hve sérstaða ís- lenskrar náttúru er mikil. Hún er svo mikil að hún þolir ekki samanburð við náttúm nágrannalanda, ekki einu sinni þeirra sem nyrst liggja. Það er ekki nóg með að landið sé norður undir heimskautsbaug og því, að mati sumra, á mörkum hins byggilega heims, heldur sér ríkuleg úrkoma fyrir nægu byggingarefni í jökla landsins og vart getur um meiri eldvirkni en á íslandi. Hér hefur gosið að jafnaði 5. hvert ár frá því um landnám og gjóskufall oft valdið gróðureyð- ingu og jafnvel lagt í eyði heilar sveitir. Oft er vikið að ósnortinni íslenskri nátt- úru, eða einhveiju ámóta í landkynningar- bæklingum. Þó eru líklega fá lönd, sem hafa orðið jafn rækilega fyrir barðinu á búsetu manna og ísland. Það er að vísu enn deilt um hve mikil áhrif okkar íslendinga eru á rýmun gróðurlendis og eyðingu jarð- vegs. En það má öllum ljóst vera, sem vilja við kannast, að upp úr landnámi fór verulega að síga á ógæfuhliðina í þessum efnum. Á ellefu hundmð ámm Islandsbyggðar hefur eyðst meira en helmingur af gróðri og jarð- vegi landsins eða sem svarar til um 20 km 2 á ári. Nú em eftir 20—25 þúsund km2 af gróðurlendi og þar af eitt þúsund ferkílómetrar skóglendis. Jafnframt hefur orðið mikil gæðarýmun gróðurs á fyrr- greindu tímabili. Eftir Hverju Sækjast Ferðamenn á Íslandi? Ferðamannaþjónusta á íslandi byggist á þeirri staðreynd að þetta stóra fallega land, með jöklum sínum, eldfjöllum, fossum, ám og vötnum, hýsir fámenna þjóð. Þetta er auðlind sem er ekki síður takmörkuð og vandmeðfarin en aðrar auðlindir. Á undan- fömum ámm hafa þær raddir orðið æ há- værari, sem benda á að sitthvað megi betur fara í auðlindanýtingu þeirri sem ferða- mannaþjónustan byggir á. Síðastliðin 20 ár hefur fjöldi erlendra ferðamanna hér á landi margfaldast, samfara því að möguleikar og áhugi íslendinga til ferðalaga hafa aukist. Að óbreyttum forsendum bendir ekkert til annars, en að ferðamönnum fjölgi vem- lega í framtíðinni. Trúlega er það fyrst og fremst sérstæð náttúra Islands, ásamt úti- vistargjaldi þesa stijálbýla lands, sem laðar menn til að ferðast um landið. Því má gera ráð fyrir að fjölmenni á ferðamannastöðum rýri stórlega gildi þess, sem höfðað ert il, þegar fólk er hvatt til að ferðast til íslands. Líklegt er ogað náttúmskemmdir af völdum átroðnings, verki á sama veg. „Sér grefur gröf ergrefur" segir máltækið. Með óheftum og óskipulegum gangi þessara mála, gæti það næsta vel átt við ferðamannaþjón- ustuna. Helstu Vandamál Helstu vandamál fjölsóttra staða em þessi: 1. Skemmdir á gróðri og landslagi af völd- um átroðnings. 2. Mengun af matarleifum, umbúðum og slíku, ásamt skorti á hreinlætisaðstöðu. 3. Skemmdir á náttúmminjum af völdum safnara og fleiri. 4. Þörf fyrir eftirlit og umhirðu. Þá má nefna vanda smærri viðkomustaða, sem ekki njóta reglulegrar gæslu. Því miður virðist stefnan víða hafa verið sú, að drita niður kömmm og/eða mslagrindum og síðan ekki söguna meir. Þessir kamrar er víða ekki mönnum bjóðandi og msl vellur úr yfirfullum mslagrindum. Marga vel aug- lýsta og yndislega staði hefur ekki verið hægt að líta kinnroðalaust af þessum sökum. HvaðErTilRáða? Það hlýtur að vera framgangi umhverfís- vemdar og ferðaþjónustu í landinu fyrir bestu, að menn horfist í augu við þessar staðreyndir og skipuleggi framtíðaraðgerðir út frá því. Við skipulagningu þessara mála verður að líta til heildarstöðu þeirra, en ekki afmarkaðra þátta, eins og því miður hefur verið gert undanfarin ár. Sú hugmynd hefur komið fram að beita ítölu til að takmarka aðsókn að fjölsóttum ferðamannastöðum. Sérstaklega er bent á að það verður að létta álagi af ofsetnum hálendisvinjum. Ferðamönnum á að dreifa um láglendið þar sem betri aðstaða er til að taka á móti þeim. Þar má fínna flest það sem erlendir ferðamenn sækjast eftir á Islandi. En við sem störfum að náttúru- vemdarmálum hljótum að spyija hversu langt megi ganga í að beina ferðamanna- straumnum inn á viðkvæm svæði, hvemig standa eigi að skipulagningu þannig að umhverfisvemd verði höfð að leiðarljósi og hver staða þessara mála sé núna. Til að nálgast svör við þessum spuming- um leituðum við í Landvemd til ýmissa manna, sem starfa við ferðamannaþjónustu og láta sig þessi mál varða. Umhverfisvemd hér á landi er nefnilega alls ekki einhver sérviska fámenns hóps, heldur hagsmunamál allra íslendinga. Við GuIIfoss. Stigurinn sem liggur niður að fossinum erbæði varasamur í bleytu ngalmennt séð tilskammar. Hann er táknrænn fyrirþá vanrækslu, sem viðgengst gagnvart fjölsóttustu ferðamannas töðun um. í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.