Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 9
oltavörðuheiði. Hér er viðkvæmur öræfagróður, sem ekkiþolirátroðning. Sjónarmið náttúruverndar og jrðamála fara ekki alltaf saman eftir Reyni Adólfsson, ferðamálafulltrúa Sjálfboðaliðar Þeir koma með viðlegubúnað og vinna að tilteknum verkefnum á fjórum stöðum i sumar egar fjall- að er um umgengni ferða- manna við landið ber að hafa í huga að merktar göngu- leiðir og góðir göngustígar eru mikilvægt atriði. Auk þess að auð- velda ferðamönnum að njóta náttúrunn- ar og veita aukið öryggi, fela þeir í sér ákveðna náttúru- vemd. Nú nýlega hafa verið stofnuð sjálf- boðaliðasamtök um náttúruvemd. Gerð og viðhald göngustíga er ein af þeim leiðum sem samtökin munu fara til þess að vinna að náttúmvemd. Hver er tilgangurinn með stofnun þessara samtaka? Það er nú í fyrsta lagi að gefa fólki tækifæri til að vinna að náttúmvemd með því að skipuleggja verkefni sem fólk getur gengið að, tekið þátt í og séð eitthvað eftir sig. í öðm lagi viljum við auðvelda fólki um- gengni við náttúr- una og efla vitund fólks um gildi nátt- úmvemdar. Hvemig hafið þið hugsað ykkur að ná þessum markmið- um? Akveðin verkefni em skipulögð, áætlun birt og fólk getur síðan skráð sig til starfa, hvort sem það vill vinna í hálfan dag, eða heilan eða jafnvel í nokkra daga. Höfð verður samvinna við umsjónaraðila viðkomandi svæðis um efniskostnað og Sjá næstu síðu Sjálfboðaliðar leggja stíg í Skaftafelli Erlendir ferðamenn snæða úti í Þjórsárdal. Þama varð ekki svo mikið sem eitt béfsnifsi eftir, en sama á sér þvi miður ekki alltaf stað, þegar íslendingar fara sjálfir um sitt eigið land. Strangt eftirlit úr lofti á hálendinu eftir Óla Jón Ólasson, ferðamálafulltrúa Ferðamálasamtök Austurlands vom stofnuð á síðastliðnu ári til að vinna að uppbyggingu ferðamála í fjórð- ungnum. Austurland er stórt land- svæði og óvíða skartar náttúran öðmm eins fjölbreytileika og hér. Meðal þess sem auka þarf enn frekar er fjölgun tjaldsvæða, merking einstakra hluta fjorðungsins og miðlun upplýsinga til þeirra sem sælq'a okkur heim. Mikið hefur áunnist á undanfömum ámm en betur má ef duga skal. Samstarf við umhverfismálanefnd Ferðamálaráðs hefur verið gott en því miður hefur það litla fjármagn, sem nefndin hefur haft yfir að ráða verið skorið alveg af á þessu ári. Ferðamálamenn á Austurlandi gera sér ljósa grein fyrir mikilvægi um- hverfisverndar, því það er náttúra fjórðungs- ins sem dregur fólk til Austurlands og með vaxandi straumi ferðamanna þarf upp- bygging aðstöðu að fylgja í kjölfarið. Ferðamálafélag á Austurlandi em alls 8 og em nú að vinna hvert á sínu svæði að bættri aðstöðu fyrir ferðamenn og er það von okkar við náum upp þeirri skipulagningu sem nauðsynleg er á næstu þrem til fimm ámm. í þessum félögum sameinast sjónarmið náttúruvemdarmanna og þeirra sem byggja afkomu sína á þessari atvinnugrein og því má ætla að með slíkri samvinnu megi koma í veg fyrir mistök. Því er ekki að neita að sjónarmið náttúru- vemdarmanna og ferðamálamanna á íslandi fara ekki alltaf saman og oft á tíðum hefur myndast togstreita þar á milli. Slíkum ágreiningi þarf að eyða því það getur bein- línis orðið til þess að tefja mál og hætta á að spjöll verði unnin sem koma hefði mátt í veg fyrir. Samtök sveitarfélaga, Ferðamálaráð og náttúruvemdarfélög þurfa að sameinast um uppbyggingaráætlun t.d. til 10 ára, þar sem allir legðust á eitt um að bæta umgengni um landið og stórefla upplýsingaþjónustu. Þannig að þeir sem þess óska fái notið nátt- úm íslands og jafnframt verði tryggt að ekki verði unnin spjöll á landinu af van- þekkingu og kæruleysi. Ferðamálasamtök Austurlands ætla að leggja sitt af mörkum til þess að okkar fallegi landsfjórðungur verði áfram, eins og hingað til, opinn öllum og að menn fái notið óspilltrar náttúm hans. Það er því von okkar að þjóðin sjái mikilvægi náttúruvemdar og geri sér grein fyrir að aðeins með aðhlynn- ingu og nærgætni við landið fáum við notið afrakstursins. Eitt af hlutverkum ferðamálasam- taka er að stuðla að góðri um- gengni ferðafólks um sitt land- svæði. í þeim ferðamálasamtökum sem ég vinn fyrir og þekki því best til, Ferðamálasamtök Vesturlands og Ferða- málasamtök Suðurlands, em umhverfismál talsvert til umræðu og margt hefur verið gert í þeim málum á þeim stutta tíma sem þessi samtök hafa starfað. Ferðaþjónustufólk er vel meðvitað um hvað umhverfismál tengjast mjög ferðaþjón- ustunni. Hjá báðum samtökunum hafa á þessu ári verið skipaðar sérstakar umhverfisnefnd- ir. Hlutverk þessara nefnda er m.a. að gera tillögur og ábendingar til viðkomandi aðila, sveitarstjóma og Umhverfisnefndar Ferða- málaráðs íslands, um úrbætur á hinum ýmsu stöðum í umhverfísmálum. Áður var þetta unnið af stjómum samtakanna. Mjög gott samstarf hefur verið á milli Umhverfísnefndar Ferðamálaráðs og Ferða- málasamtakanna. Umhverfísnefndin hefur styrkt, bæði lagfæringar við fjölsótta ferða- mannastaði og við uppbyggingu tjaldsvæða, í samráði við Ferðamálasamtökin. Ferðamálasamtökin, sem ekki hafa neinar fastar tekjur, hafa ekki getað lagt fram neina beina fjármuni til umhverfísmála, en hafa á fundum sínum, í fréttabréfum og með starfí ferðamálafulltrúa, lagt áherslu á þýðingu umhverfísmála. Víða hafa aðilar að Ferðamálasamtökunum, þar á meðal sveitarstjómir gert gott átak í að fegra og bæta umhverfið á síðustu áram. Þegar við svo veltum fyrir okkur spurningunni um, hvað þarf helst að gera í umhverfismálum og hvemig er best að standa að því, kemur margt upp í hugann, en í stuttu máli vildi ég leggja áherslu á eftirfarandi: 1. Það þarf að gera áætlun um hvemig best er hægt að vemda landið, án þess að loka því. í þessari áætlun þarf að gera ráð fyrir því að landið sé aðgengi- legt fyrir það fólk sem vill skoða það. Eg teldi það t.d. slys ef fallegum náttúrafyr- irbrigðum eða sögufrægum stöðum yrði lokað fyrir eldri borgurum, sem í auknum mæli ferðast um sitt eigið land, en geta ekki gengið langar leiðir yfir holt og hæðir. 2. Auka þarf til muna hvatningu (áróður) og kennslu til fólks um hvemig það getur best umgengist náttúra landsins. Reynt skal að fá fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í þessu með því að setja slikar hvatningar og leiðbeiningar á umbúðir og í auglýsingar. 3. Þó að besta eftirlitið sé fólkið sjálft, þá þarf að hafa gott eftirlit á hinum ýmsu viðkvæmu stoðum og ef til vill að beita ítölu eða skylda fólk til að fara í ákveðn- um til þess ætluðum farartækjum til skoðunar, en skilja eigið farartæki eftir á góðum stað í nágrenninu. Einnig þarf að hafa strangt eftirlit úr lofti með umferð á hálendinu og öðram viðkvæm- um stöðum og beita þungum sektum við grófum brotum á akstri utan vega eða á lokuðum vegum. Ef til vill væri sterk- ast að birta myndir í fjölmiðlum af þeim farartækjum sem staðin era að verki. 4. I framhaldi af þessu þarf svo að gera vel undirbúið þjóðarátak í umhverfismál- um. Við Islendingar eram frægir fyrir samstöðu í þjóðarátökum til styrktar ýmsum góðum málum, en til þess að það megi takast þarf að gera þjoðina meðvit- aða um málið. í þessu þjóðarátaki þarf að safna fijálsum framlögum og reyna að fá ríkið til að leggja fram háa upphæð. Þessum fjármunum skal síðan varið til að vinna eftir áðumeftidri áætlun. En til að þetta takist þarf að fá félög, klúbba, fyrirtæki og stofnanir til að taka að sér " ákveðna reiti í sínu nágrenni eða heima- byggð sem þeir síðan sjá um og setja stolt sitt í að sé til fyrirmyndar. En auðvitað þarf að hafa eftirlit með þessu. En til þess að slík vinna við umhverfis- mál takist þurfa allir þeir aðilar sem hafa til þessa látið sig umhverfísmál varða að vinna saman, að láta hægri hendina vita hvað sú vinstri er að gera. Stofna þarf sterkar umhverfísnefndir út um landið sem samanstanda af heimamönnum, en i samráði við t.d. Náttúruvemdarráð, Landvemd, Ferðamálaráð íslands og/eða Ferðamála- samtökin. Þessar nefndir vinna að hvetjandi ' ogleiðbeinandi starfí. Ef ekki tekst að fá fólkið í landinu til að umgangst sitt eigið land með því hugar- fari að hér sé um viðkvæma náttúra að ræða, þá er til lítils barist. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14.JÚNI1986 ,9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.