Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 13
Óttalaus elli Auglýsingaflaumurinn er í besta falli óhlutdrægur gagnvart ellinni, en í versta falli beinlínis fjandsamlegur tilhugsun- inni um elli og að við skulum yfirhöfuð eldast. eftir ARNÓR EGILSSON hinu vestræna upplýsinga- og byltingarþjóðfélagi sem við lifum í, eru miðlarnir orðnir óhugnanlega sterkir og ráða mestu um almenningsálit. Skoðanir fólks endurspegla gjarnan þann áróður, sem stöðugt dynur á því frá fjölmiðlum og þá sérstaklega sjón- varpinu. Við erum undir stöðugum áróðri frá auglýsingum um æsku, og um að allt nýtt sé betra en gamalt. Þjóðfélag okkar dýrkar æskuna og lífskraft hennar. Það breytist mjög hratt, svo hratt að erfitt er að fýlgjast með, jafnvel á þröngu sviði. Við höfum misst að miklu leyti samband okkar við náttúruna og okkar eigin rætur. Auglýsingaflaumurinn er í besta falli óhlutdrægur gagnvart ellinni, en í versta falli beinlínis fjandsamlegur tilhugsuninni um elli og að við skulum yfirhöfuð eldast. Á hverju ári er milljónum eytt í yngingar- meðul, snyrtivörur, fegrunaraðgerðir og annað til að halda í æskuna. Orðinu gamall hefur verið snúið upp í ónefnanlegt þjóð- félagslegt „taboo“, bannorð, í sjálfu sér. Orð sem allir forðast að nota. Það er talað um eldri borgara í stað gamals fólks, jafnvel þótt viðkomandi sé 100 ára gamall. Það virðist sem eina stundin, sem tilhlýðilegt þykir að nota orðið gamall sé, svo kald- hæðnislegt sem það kann að hljóma, í minningargreinum, eftirmælum. Það virðist því sem svo, að sömu þjóðfélagslegu hegðun- arvenjumar, sem hamla því að við horfumst í augu við það sem við að lokum verðum í lífinu, gömul. Það er óhjákvæmilegt að maður spyrji sig, hvað það sé við ellina, sem virðist svona ógeðfellt og ógnvekjandi í þjóðfélagi okkar í dag, að við afneitum henni. Hluti skýring- arinnar kann að liggja í því samhengi, sem oft er gert í þjóðfélagi okkar, milli ellinnar og annarra hluta í félagslegum samskiptum. Til dæmis fæst mjög neikvæð mynd af ellinni í hinu almenna, en oftast misskilda samhengi, að elli sé samheiti elliglapa, elli- hrumleika, (senilitets). Þetta álit er byggt á röngum forsendum. Þótt elliglöp eða senilitet séu sjúkdómur, sem venjulega leggst á gamalt fólk, þá þýðir það ekki að sérhver gömul manneskja sé seníl, rugluð og út úr heiminum, eða verði það eingöngu vegna aldurs. Fólk sem nú býr í hitabeltinu, býr við meiri líkur á því að fá berkla, en það þýðir ekki að allir þeir sem búa í hitabeltinu séu með berkla, né heldur að þeir sem búa í tempraða beltinu séu ónæmir fýrir sjúk- dómnum. Andstætt því er ónæmi fyrir berkl- um háð viðeigandi aðgerðum til að fýrir- byggja sjúkdóminn með lífemi okkar og lífs- skilyrðum. Senilitet (elliglöp) er á sama hátt líkamlegur ágalli, lýmun á starfsemi líkam- ans, sem ekki þarf að fylgja ellinni, fylgi lífemi okkar eðlilegum lögmálum náttúr- unnar. Hinn fyrirskipaði eftirlaunaaldyr við ákveðin aldursmörk er byggður á þeirri forsendu að þá sé um að ræða minnkaða hæfni eða framleiðni einstaklingsins. Burt séð frá hinni gjörræðislegu rökfræði, sem setur þann aldur við 70 ár, 65 ár eða jafnvel 55, er viss hætta á því að slík forspá komi fram, vegna innbyggðs eiginleika í kerfínu. Hin fyrirskipuðu verklok hafa til- hneigingu til að leiða af sér rýrnun bæði líkama og hugar, sem aftur leiða af sér hina líkamlegu og andlegu vangetu, sem var talin réttlæting þess að viðkomandi væri „settur á eftirlaun", eins og það heitir. Þetta fyrirbæri má ef til vill gleggst skýra með því að skoða þá stofnun sem kölluð hefur verið Dvalarheimili aldraðra eða elli- heimili, sem stundum verða stofnanir fyrir fólk með elliglöp, svo talað sé tæpitungu- laust. Rökfræðin á bak við stofnunina (Dvalar- heimili aldraðra) er byggð á þeirri fullyrð- ingu, sem oft stenst ekki, að eldri kynslóðin vilji heldur vera út af fyrir sig, nærri því í algerri einangrun frá yngri kynslóðinni. Það læðist stundum að manni sá grunur að sannleikann megi finna nær hinum endan- um. Endanleg afleiðing þessara stofnana kann því miður að verða sú að skapa algera fé- lagslega einangrun, elli-ghetto, sem gerir þá er þar búa að raunverulegum félagsleg- um útlögum. Annað atriði þar sem forspá hefur þá tilhneigingu að fela í sér niðurstöðu sína í félagslegri mynd okkar af ellinni, er varð- andi hugmyndasköpun hinna öldruðu. Því er oft haldið fram, ef til vill að tilhæfulausu, að hinir öldruðu búi í besta falli yfir örfáum hugmyndum, sem hafi félagslega þýðingu og í versta falli séu þeir gersneyddir öllum ,nothæfum“ hugmyndum, og séu því engu framar ungabömum í hugmyndaframlagi sínu. Við verðum að hafa það hugfast að hugmyndasmíð er mjög háð féiagslegu samhengi. Jafnvel svokallaðir snillingar þurfa viðeigandi félagslegan jarðveg þar sem þeim nýtast „náttúrulegir“ eðlislægir hæfileikar sínir og þeir fá að njóta sín. Mannkynssagan er gegnsýrð atvikum, þar sem stórkostlegir menn og konur leggja fram sín stærstu framlög á þeim tíma lífs þeirra, sem þau væru talin gömul. (Tölfræði- lega séð, er samhengið milli aldurs manna og hæfileika þeirra til að koma fram með hugmyndir, allt annað en normal kúrfa). Þegar menn og konur eru sannfærð um það að þau séu ekki lengur nothæf fyrir sjálf sig eða þjóðfélagið vegna aldurs, með öðrum orðum, geti ekki lengur veitt þjóðfélaginu neitt nýtilegt, er tilhneigingin venjulega sú, að einmitt þannig verður það. Ef til vill er stærsti þátturinn í þeirri neikvæðu ímynd sem nú er dregin upp af ellinni, hinn algengi oftast ómeðvitaði ótti við dauðann, óttinn við hið óþekkta. Af öllum óþekktum öflum sem maðurinn þarf að glíma við, er dauðinn sennilega sá dularfyllsti og óskiljanlegasti. Hann er hið mik|a óþekkta afl.. . Tremend- um mysterium. Öldrun og endanlegur dauði eru nauðsynlegur hluti lífshringsins. Ef við gefum okkur að öldrun sé nauðsynlegur hluti lífshringsins, mætti segja að hin nei- kvæða afstaða tengd öldrun sé varnarháttur gegn því að standa endanlega andspænis hinu óumflýjanlega — dauðanum. Þegar við hörfum undan hugsuninni um að eldast, erum við í raun og veru að bregð- ast við því, að við getum ekki sætt okkur við hið óumflýjanlega, sem við búum yfir lítilli eða engri þekkingu á. Þarf öldrun að vera „vandamál"? Þarf öldrun að vera svo skelfileg, eins og sú ímynd sem oftast er sköpuð af henni? Felst nokkuð í öldrun, sem er „illt“ eða „slæmt" og réttlætir hina almennu, neikvæðu afstöðu sem oft markar viðhorf ungu kynslóðarinnar til þess að eldast? Frá veraldlegu sjónarmiði eru dæmi þess, að öldrun sé tengd jákvæðum eiginleikum. í mörgum þjóðfélögum öðrum en á Vestur- löndum er til dæmis mjög algengt að litið sé á gamalt fólk með einstakri lotningu og reglan er sú að gamalt fólk sé sett á stall, sem nærri allir hinir yngri sækjast eftir að ná. í sumum þjóðfélögum í Asíu og Afríku er litið á gamalt fólk sem æðsta viskubrunn og þekkingarbanka, sem annars séu ófáan- legir öðrum þegnum þjóðfélagsins. Hin mikla þekking og reynsla, sem þessir ein- staklingar hafa tileinkað sér á langri við- burðaríkri ævi, veldur því að litið er á eldri meðbræður samfélagsins í þessum þjóð- félögum sem hæstarétt í alskonar samfé- lagsmálum. Þar sem staða þeirra í sam- félaginu er talin mikilvæg, eru þeir aðnjót- andi sérstakra forréttinda. Staða þeirra í þjóðfélaginu er mjög eftirsóknarverð og góð. Þar af leiðandi er litið á ellina sem þroska- stig, sem nærri því allir þegnar þess þjóð- félags hlakka til að ná, í stað þess að hún sé fyrirbæri, sem menn óttast. Það er ekkert í eðli öldrunar, sem ástæða er til að óttast. Þetta merki „vandamál", sem oftast er sett á ellina, er félagsleg ásköpun því að það er ekkert náttúrulegt við „vandamál" öldrunar. Áð lokum ber að undirstrika að öldrun er ekkert sem við ættum að horfa fram á með sérstökum kvíða og skelfingu. Þvert á móti ættum við að reyna að þróa hugarfar sem viðurkennir öldrun, eða elli, á sama hátt og æsku, með jafnaðargeði. Sérhvert skeið ævinnar ber með sér sína sérstöku ábyrgð. Því ættum við að reyna að viðhalda góðri heilsu, rækta heilbrigt lífemi, halda sköpun- argáfu okkar og starfi alla ævi og þakka fyrir þá gjöf að mega ná hárri elli, sé hún veitt okkur. Höfundurerlæknirá Hellu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14.JÚNI1986 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.