Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 3
E ® IFgPiW [m||ö]I11!q|[u1[n][b]E[a1[ö]1«][I][n1[«] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Stvímir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan er dúkskurðarmynd eftir Jens Kristleifsson og er hún liður í kynningu Lesbókar á íslenzkum grafíklista- mönnum. Myndin heitir „Leikur" og er nokkuð dæmigerð fyrir dúkskurðarmyndir Jens. Sjá nánar um hann á bls. 6. er enn á dagskrá í síðari grein Braga Ásgeirssonar um þessa eldfjallaeyju í hinu eilífa vori, þar sem þó er jökull á tindi eidfjallsins Teide. En umfram allt er það sólin, eða jafnvel sólimar - á Tenerife, sem hafa orðið Braga hugleiknar. Tenerife Þjóðleg er framleiðslan hjá Guðbrandi Þorleifssyni gull- og silfursmið, en hann hefur fært sér í nyt foma smágripi á Þjóðminjasafni íslands oggert af þeim afsteypur. Hann gullhúðar einnig íslenzk blóm og notar í skart- gripi. Elly Vilhjálms hefur rætt við Guðbrand. Seferis Vegna þess að svo mikið ThorVilhjálmsson þýddi Vegna þess að svo margt og mikið hefur siglt framhjá augum okkar að augu okkarhafa ekkert séð, en fjær og bakvið liggur minningin eins og h vítur dúkur um eina nótt ígirðingu þarsem viðsáum fremuren þú furðulegar sýnir framhjá sigia og týnast ígrafkyrru laufi piparrunna vegna þess að við þekktum alltofvel þessi okkar örlög. þarsem viðhöfum reikaðmilli umtumaðra steina síðan fyrirþrem eða sex þúsundum ára ranglað í hrundum rústum húsa, þarsem kannski var eitt sinn okkar eigiðhús ogleitast við að muna ártöl og hetjudáðir: mun okkurþá lánastþað? vegna þess að viðhöfum verið fjötraðir og hraktir oghöfum strítt við ósegjanlega örðugleika, aðþvíersagt er, vegna þess að við höfum villzt ogsíðan fundið aftur vegfullan af blindum hersveitum. höfum sokkið í mýrar og í sjóinn viðMaraþon - mun okkurþá lánast að deyja á venjulegan hátt? Seferis er grískt skáld Tvenns konar siðfræði Reynsla kynslóðanna end- urspeglast einatt i tungu- málum. Á stómm hluta hins germanska mál- svæðis birtist hún m.a. í hugtökunum föðurland og móðurmál. Það var karlmaðurinn sem sótti fram, braut land og ræktaði fyrir afkvæmi sin. Konan kenndi þeim að tala og lagði þar með gmnn að samskiptum þeirra við aðra. Hvort tveggja var nauðsynlegt. Þótt þessi verkaskipting hafi í stórum dráttum fylgt mannkyninu frá öndverðu em vitaskuld mörg dæmi um undantekningar. Konur hafa sótt fram og stjórnað víðlendum ríkjum í rás sögunnar og karlmenn hafa tekið að sér uppfóstur ungviðis. Nú á tímum mætti halda að hin hefðbunda hlutverka- skipting væri úr sögunni, a.m.k. í iðnríkjum þar sem piltum og stúlkum bjóðast jöfn tækifæri til menntunar og starfa. Og vissu- lega hefur margt breytzt. Konur starfa aðeins að litlu leyti inni á heimilum sínum og flestar stúlkur afla sér starfsmenntunar. En þegar grannt er skoðað kemur í ljós að þær fást við svipuð verkefni og formæður þeirra. Þær sækja í uppeldis- og hjúkmnar- störf. Þær em fóstmr, kennarar, félagsráð- gjafar, hjúkmnarfræðingar, sálfræðingar og læknar. Þótt dyr standi þeim opnar til fjölbreytilcgri starfa á sviði atvinnulífs og stjórnunar virðast þau freista fárra. í hnot- skurn virðist þróunin hafa orðið sú að hefð- bundin kvennastörf hafi færst út af heimil- um og þar með konur líka. Og þá er eðlilegt að spurt sé hvort svokölluð kvennabylting sé annað og meira eð eðlileg aðlögun að breyttum þjóðfélagsháttum. Þegar öldur nýrrar kvennahreyfingar risu sem hæst fyrir tæpum tveimur áratugum ruddi sú skoðun sér mjög til rúms að konur væm ekkert öðmvísi úr garði gerðar en karlar á andlega sviðinu og það ætti að vera keppikefli okkar að standa þeim jafn- fætis í hvívetna. Lykillinn að frelsun kvenna var fólginn í uppeldinu. Með því að veita stúlkum og piltum svipuð verkefni og jöfn tækifæri strax frá upphafí yrði endanlega girt fyrir hvimleiðan og úreltan kynjamun. Það var ársgamall kvenmaður sem rak mig á stampinn með slíkar kenningar. Þegar hún hafði kurteislega sniðgengið bíla og örvandi þroskaleikföng sem ég hafði otað að henni mánuðum saman en tekið upp á því að búa um sleifar í handklæðum og diskaþurrkum varð mér ljóst að eitthvað hlaut að vera bogið við formúluna. Sú litla virtist hafa komið í heiminn nestuð af reynslu formæðra sinna frá ísöld og tilraunir til að „frelsa" hana undan okinu vom unnar fyrirgýg. Fyrir nokkmm ámm breyttist tónninn í kvennabaráttunni. Ekki var lengur hamrað á því að konur ættu að fara sömu leiðir og karlmenn og stunda átök á heimavelli þeirra. Þess í stað fóm konur unnvörpum að viður- kenna sérstöðu sína og vinna út frá eigin gildismati og reynsluheimi. Þær stofnuðu með sér stjórnmálasamtök og báru sérstak- lega fyrir bijósti hin svokölluðu mjúku mál, þ.e. hvers konar samskipti, aðhlynningu og velferðarmál. Ekki fór hjá því að mörgum jafnréttissinnum þætti hér stigið spor aftur á bak og þeir lögðu áherzlu á að konur og karlar væm umfram allt einstaklingar sem hlytu að móta sér skoðanir í þjóðmálum út frá öðmm forsendum en kynferði. Eigi að síður hefur mjög borið á því að konur, sem veljast til áhrifa innan stjórnmálaflokka, einbeiti sér líka að mjúku málunum en síður að atvinnumálum og og verklegum fram- kvæmdum. Nýjar kenningar í sálarfræði virðast eiga svör við þessu. Carol Gilligan kennari við Harvard-háskóla og aðrar bandarískar konur, sem hafa lagt stund á sálarfræði, hafa komist að þeirri niðurstöðu að siðferðis- þroski kvenna sé annar en karla. Siðfræði kvenna taki umfram allt mið af samskiptum þeirra við aðra og þar sé umhyggja og velferð annarra þung á metunum. Karlmenn hafi miklu sterkari sjálfskennd og leitist við að móta reglur og hlíta þeim. Drengir taka reglur fram yfir samskipti og reyna að komast hjá tilfinningalegum árekstrum. Hjá telpum eru samskipti meira virði en reglur þótt þau leiði til árekstra. Að sjálf- sögðu eru þessar kenningar ekki án undan- tekninga fremur en margar aðrar. Það er eigi að síður athyglisvert að áhrifamenn á sviði þroskasálarfræði og uppeldismála undanfarinna áratuga, t.d. Piaget og Kohl- berg, miða siðfræðikenningar sínar við drengi einvörðungu. Annar kunnur kenn- ingasmiður á þessu sviði hefur haldið því fram að konur falli ekki inn í þann ramma sem hann hefur sett saman og talið algildan, og þá hefur jafnvel verið fuílyrt að konur hafi óþroskaða siðgæðisvitund. Óþarft er að taka fram að þessir sérfræðingar eru karlkyns, en hér er vitnað í ágæta grein eftir Sigrúnu Harðardóttur og birtist hún í 19. júní, ársriti Kvenréttindafélags íslands. Af rannsóknum Gilligan og fleiri er ljóst að tilfinningalíf og siðgæðisvitund kvenna er frábrugðin sömu þáttum hjá körlum og kemur það raunar fáum á óvart sem hafa velt fyrir sér jafnréttismálum á undanförn- um árum. Þennan mismun hefur mannkynið trúlega þekkt frá öndverðu og kunnað að búa við hann þótt á ýmsu hafí gengið í samskiptum kynjanna. En beri karl og kona gæfu til þess að ná jafnvægi í samskiptum sínum og virða mismunandi sjónarhorn og siðfræði bæta þau hvort annað upp. í iðnað- arþjóðfélögum samtímans hefur þetta jafn- vægi ekki náðst og þar hefur verulega hallað á konur. Karlar hafa ekki sézt fyrir í framsókn sinni og landvinningum en konur hafa ýmist setið hjá eða reynt að líkja eftir leikreglum þeirra. Fráleitt meta karlar og virða kvenlegar eigindir ef konur hafa sjálf- ar mestu skömm á þeim og líta á þær sem náttúrulega fötlun. Það er engin uppgjöf í jafnréttisbaráttu þótt konur viðurkenni sérstöðu sína. Þær sem vilja sækja inn á hefðbundin verksvið karla hafa að sjálfsögðu til þess fullt frelsi og sérhver einstaklingur á að geta valið sér lífsbraut að vild. En kvennabylting er annað og meira. Markmið hennar hlýtur að vera það að siðfræði kvenna, þetta skrýtna fyrir- bæri sem sálfræðingamir merku gátu ekki fellt inn í kenningarkerfi sín, verði metin til jafns við siðfræði karla því að saman byggjum við þennan heim og berum sameig- inlega ábyrgð á honum. í hugtökunum föðurland og móðurmál felast nefnilega gildi sem eru jafnþung á metunum. GUÐRÚN EGILSON LESBOK MORGUNBLAÐSINS 28. JÚNl 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.