Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 5
laufblöo gullhúðuð með rafgreiningu, — Flora Danica. oghafa orðið þekktir skartgripir. samsvarandi því sem Danir kalla þá vinsamlegast að kenna sér aðferðina, þeir liggja auðvitað á henni eins og ormur á gulli! Rafgreining Notuð TilHúðunar Fyrst reyndi ég að steypa þetta og þá er t.d. laufblaðið silfur í gegn, en hætti svo við það. Aðferðin sem ég nota nú er kölluð rafgreining, hun er t.d. notuð í álverinu hér suður frá, en þá er efnum veitt á hlutina með rafstraumi. Sjáðu, héma eru blöðin, þetta er silfur og héma er gull,“ og nú dýfir Guðbjartur einu hálfljótu blaði (eftir eitthvert baðið) ofan í silfurbaðið, setur strauminn á og eftir andartak er blaðið orðið silfurlitað og mjög fallegt — hreinir galdrar fínnst mér. „Þessi böðun eða rafgreining er seinleg og það þarf margskonar böðun, en lokaböð- unin er í gulli. Það þarf að ná góðri húð á gripina til þess að þeir þoli kveikingu, því að ég þarf að kveikja á þá lása og annað þvíumlíkt. En ég vona að með tíð og tíma Víravirki, sem Guðbjartur hefur smíðað á íslenzka búninginn. sjálfan hafi langað til að stunda skartgripa- smíði á fyrstu árum hans í faginu, verður hann hugsi og veltir málinu dálítið fyrir sér, en segir svo: „Ja, þetta reyndist allra skemmtilegasta fag þegar til kom. Ég hafði alla tíð haft gaman af leirhnoði og að mála, og var um tíma hjá Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara í „modeleringu“, þannig að einhverja sköp- unarþrá hlýt, ég að hafa fundið hjá mér. Reyndin er sú, að þó að gullsmíði sé iðn, þá felst vissulega í henni ákveðin listsköpun, kannski misjafnlega mikil eftir því hver á í hlut. Námið hér er fjögur ár, þar af eitt ár í iðnskóla, en síðan er hægt að fara út og vera við nám í góðum skólum í þrjú til fjögur ár til viðbótar. Það er svo sem enda- laust hægt að læra og menn fara sínar leiðir eins og gengur.“ Guðbjartur sýnir mér nú smíðisgripi sína, sem eru af ýmsum toga. Þar má finna afsteypur af fomum gripum í Þjóðminja- safni Islands sem fundist, hafa hér á landi, allt víravirki sem tilheyrir íslenska upp- hlutnum, iðnaðarmenn haglega gerða úr silfri sem eru festir á stein og ætlaðir sem bréfapressur, og svo má fá hjá honum litla hraunmola húðaða skíra gulli, anga af krækibeijalyngi, birkilauf, rifsbeijalauf og margt fleira úr flóru íslands, logagyllt og smekklega sett steinum. Til dæmis eru tvö krækiber á krækibeijalynginu, svört og gljáandi. Ýmist eru þetta hálsmen eða nælur. En Guðbjartur fær orðið: Afsteypur Af Fornum Gripum „Það eru þijú ár núna í vor síðan ég byijaði að vinna fyrir Þjóðminjasafnið við að gera afsteypur af fomum skartgripum. Frægastur er líklega Þórshamarinn svo- nefndi, sem talinn er vera frá því um 1200. í hann er sagaður kross, sem álitið er að fornmenn hafi gert eftir að þeir tóku kristna trú. Hann er borinn í hálskeðju, en að auki em önnur hálsmen, nælur og hringar, og sumt af frumhlutunum er frá 10. öld. Þess- um hlutum fylgir lítill pési, sem útskýrir þá, bæði á íslensku og ensku. Munina steypi ég flesta í silfur, en suma má fá úr gulli. Til forna sandsteyptu menn silfrið, þá var frumstykkinu þrýst niður í sand beggja vegna (tveir helmingar) og silfrinu síðan helit í mótið sem myndaðist. Núna er þetta gert með allt öðrum hætti sem ég ætla ekki að fara nánar út í, en Kínveijar voru búnir að finna upp þá aðferð fyrr á öldum, þó auðvitað sé búið að endurbæta hana gegnum árin. En með þessari aðferð er t.d. hægt að steypa víravirki.“ Guðbjartur telur skartgripagerð með allra elstu iðngreinum og að skartgripir hafi fylgt manninum nánast frá upphafi í einhverri mynd. Að minnsta kosti þekkjum við margs- konar skraut hjá frumstæðum þjóðum, og má nefna indíánaættbálka í Suður-Ameríku sem skreyta sig á hinn stórkostlegasta máta þótt efnin séu frumstæð, en nóg um það. Nú víkjum við að gullhrauninu og gullflór- unni hans Guðbjarts, en hann hefur komið hlutunum fyrir í haglega gerðum kössum með útskýringu í loki. „Ég er hrifinn af íslenskri náttúru og hef gaman af að skoða gróðurinn. Nú, Danir hafa unnið svona gripi um áraraðir og mér fínnst þeir skemmtilegir og langaði að spreyta mig á þessari aðferð sem þarf að viðhafa. En auðvitað er ekki hægt að ganga inn til fagmannanna í Danmörku og biðja nái ég betri og fljótvirkari tækni, það tók mig um hálft ár að ná þeirri sem ég ræð núna yfír, ég hef orðið að fíkra mig áfram. Annars er ákaflega erfítt að búa héma úti í miðju Atlantshafi og ætla sér að sigrast á svona hlutum. Það er stundum dýrt að vera íslendingur. Oft tekur mig langan tíma að nálgast ýmislegt sem ég þarf á að halda viðvíkjandi verkinu, það þarf að hringja hingað og þangað og skrifa til annarra landa áður en ég dett niður á það sem ég vil. En ég er búinn að leggja svo mikla krafta og eyða svo miklum tíma í þetta allt saman, að það er ekki um annað að ræða en halda áfram." Það kemur í ljós, að tækin sem þarf til steypunnar kosta álíka og góður bíll um þessar mundir. Þama er iofttæmingartæki, vaxþrýstitæki, bræðsluofn og síðan tæki sem stjórnast af miðflóttaafli. Tækin við húðunina em ekki eins fyrirferðarmikil eða dýr, þó allt sé þetta dýrt. „Sumt. af því sem ég er að vinna í flór- unni er illvinnanlegt, t.d. krækibeijalyngið. Stilkurinn á því er svo grannur, að megnið af því vill fara í vaskinn aftur. En mér fínnst það svo skemmtilegt að ég get ekki látið það vera.“ Guðbjartur segir mér að fólk hafí tekið gripunum sínum vel. Til að mynda hafí ferðamenn sériega gaman af fomu afsteyp- unum, en hann segir Rammagerðina, Thor- valdsensbasar, Þjóðminjasafnið og ís- lenskan heimilisiðnað selja hluti frá sér. Einnig er Skartgripaverslun Jóns Sig- mundssonar með þá og Modelskartgripir á Hverfísgötu. Úti á landi má fínna smíði Guðbjarts hjá íslenskum markaði á Kefla- víkurflugvelli, i Keflavík, á Akranesi og á Selfossi. Konur Hrúga Oft OfMikluáSig Eftir þessar upplýsingar langar mig að vita hvað Guðbjarti þætti skemmtilegast að vinna. „Ég held að það fari ekki á milli mála. Ef ég þyrfti ekki að horfa í kostnað- inn þá myndi ég smíða fagra og góða gripi — kjörgripi. Steinar myndu ekki skaða — ég myndi nota dýrt efni og dýra steina, en fyrst myndi ég sjálfsagt liggja yfír teikning- unum óra tíma. En þegar ég minnist á efni, þá fínnst mér oft gaman að gripum úr ódýrum efnum, t.d. plasti ogtítan. Plast getur verið ákaflega skemmtilegt í formi og litum og ég hef ekkert við það að athuga. Eins er með títan sem mikið er notað núna vegna þess að það er svo auðvelt að lita þann málm í öllum regnbogans litum. En það er eitt sem ég á erfítt með að þola, og það er þegar konur hrúga á sig aliskonar drasli, já, ég kalla það bara drasl þegar t.d. mörgum mismun- andi festum er blandað saman og úrkoman verður algjör vanskapningur. Þar æpir hvað á annað vegna andstæðna í efni og öðru. Það er staðreynd að ein kona getur borið grip sem önnur aftur á móti getur alls ekki borið, og þetta varðar bæði persónur og svo aldur. Þetta ættu konur að skilja. Reyndar er hér á landi ekki til nein hefð hvað skart- gripi varðar nema þá helst það sem viðkem- ur íslenska búningnum." „Guðbjartur, er raunin kannski sú, að þegar þú hittir konu, þá sjáirðu fyrst skart- gripina, ef þeir eru fyrir hendi og hvemig þeir eru, og síðan konuna sjálfa?" Gullsmiðurinn hallar sér aftur í stólnum og lítur rannsakandi augum út í eitt horn verkstæðisins á meðan hann veltir þessu fyrir sér, og segir síðan: „Já, gott ef ekki er! Fagmaðurinn kemur alltaf fyrst upp í mér held ég!“ Nú held ég að maðurinn sé að stríða okkur konunum, og þó, það er víst eins gott að vara sig á svona sérfræðingum. Það kemur fram í samtali okkar að Guðbjartur bregður sér stundum yfir pollinn og lítur á það sem „kollegar" hans erlendis eru að sýsla. „Ég á góðan kunningja í Sviss, Hans Langenbacher að nafni og heimsæki hann stundum. Hann vann hjá Jóni Sig- mundssyni fyrir um þijátíu ámm og þá kynntist ég honum. Hann er sennilega með betri fagmönnum í heiminum núna, eða svo fínnst mér. Undir hans stjóm vinna sjö menn og hann er viðurkenndur listamaður. Einu sinni þegai' ég kom til hans sýndi hann mér geysilega fallegan hring sem hann var að smíða, en samskonar hring hafði þá nokkru áður verið stolið frá honum og kostaði litlar sautján milljónir króna. Það hafði ferðamaður komið til að skoða og ekki ráðið við sig. Hans gat ekkert sannað, en skildi málið eftir á, og þá var orðið of seint að gera eitthvað. Allt sem Hans Lang- en-bacher lætur frá sér fara er mjög dýrt, enda handsmíðaðir módelgripir." Skartgripir Eru Ódýrir Á ÍSLANDI Hvað segir Guðbjartur um efniskaup, er ekki dýrt að kaupa og liggja með gul! og silfur, svo ekki sé minnst á platínu? „Vissulega eru þetta dýr efni, en núna t.d. er ágætis verð á gulli. Einu sinni man ég eftir að verð á silfri sjöfaldaðist, en þá hætti ég bara að smíða og málaði í heilan vetur, en ég hef haldið nokkrar sýningar. Sem betur fór breyttist verðið svo að ég tók til við smíðina aftur. En ég vil láta það koma hér fram, að skartgripir eru ódýrir á íslandi. Álagning á þeim er um fimmtíu prósent á rrieðan maður heyrir um fleiri hundruð prósenta álagningu á ýmsu í verð- könnunum.“ Það kemur á daginn að það er ekkert sérlega arðbært að stunda gullsmíði. Tískan er duttlungafull og eftir henni verður að fara. Núna t.d. eru allskonar nælur í tísku, segir Guðbjartur. „Á öldum áður báru karlar stóra og mikla hringi, oft, á vísifingri, og gjarnan var sig- netið þeirra skorið í þá. Síðan stimpluðu þeir svo bréfin sín með þessum hringjum — þrýstu þeim á lakkið sem bréfin voru inn- sigluð með. Frekar vildi ég sjá strákana núna með svona hringi heldur en það sem þeir hengja í eyrun á sér, ég kann óttalega illa við þá tísku, en fagrir gripir eru alltaf til yndis.“ Guðbjartur hefur þá von og trú, að þrátt fyrir öra þróun í tækninni á flestum sviðum, muni ekkert geta jafnast á við fagran handsmíðaðan skartgrip, mannshendinm séu færar ótrúlegustu leiðir. Fróðari um margt sem áður var hulið kvaddi ég Guðbjart og óskaði honum heilla í starfí. Fallegu laufín hans eru mér ofarlega í huga og ég læt mig dreyma um uppáhalds blómið mitt gullhúðað, hangandi um hálsinn, nú, eða bara krækibeijalyng. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28.JÚNI1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.