Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 6
ÍSLENZKIR GRAFÍKLISTAMENN Jens Kristleifsson Aforsíðu Lesbókar er dúkrista eftir Jens Kristleifsson og er myndin liður í kynningu Les- bókar á íslenskum grafíklista- mönnum. Um Jens Kristleifsson er það að segja, að hann er fæddur í Reykjavík 1940, hefur átt þar heima og býr þar enn. Myndlistamám stundaði hann í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, þar sem hann lauk kennaraprófi 1960. Síðan hefur Jens stundað teiknikennslu, nú við Breiðiioltsskólann, en unnið jafnframt að list sinni. Fyrstu árin eftir nám kveðst hann hafa glímt við landslagsmálverk, en þau verk hafa aldrei sést opinberlega, né heldur komist á markað. Það má segja, að Jens hafí fundið sjálfan sig, þegar hann fór að fást við dúkristu; þá aðferð hefur hann tekið ástfóstri við og hún hentar því vel, sem hann vili ná og koma á framfæri. Hann telur einnig að dúkristan henti vel, þegar unnið er að listinni í stopulum frístund- um, m.a. vegna þess að hún krefst al- gerrar einbeitingar og „ekki verður mál- að yfír mistökin" segir Jens. Arið 1966 fór Jens til Kaupmanna- hafnar og kynnti sér fleiri hliðar á graf- ík í Listaháskólanum og árið eftir sýndi hann í fyrsta sinn opinberlega á vorsýn- ingunni á Charlottenborg. Þá var hann byijaður að einbeita sér að dúkristu og hefúr gert það síðan. Um myndefni Jens er það að segja, að landslag kemur enn fyrir, en meira ber á verkum „sem þvælast um sviðið í hálfgerðu reiðileysi" eins og hann segir. Sumrin hafa orðið honum dijúg, enda er hann þá laus við kennslu, en dvelst oft með fjölskyldu sinni í húsi, sem þau eiga á eyðijörð við ísafjarðardjúp. Einkasýningar hefur Jens haldið í Reykjavík og á ísafírði og eins og aðrir grafíklistamenn hefur hann tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um lönd. Jens var formaður félagsins íslensk grafík á árunum 1972—75. Myndir eftir hann eru í opinberri eigu, bæði á íslandi og á Norðurlöndum. Gréta Sigfúsdóttir Svartar flugur Hvaðan koma þær litlu svörtu flugurnar sem flögra umkring með lágu suði vart heyranlegu í aftankyrrðinni Eru þær raunverulegar eða aðeins hugarfóstur sjúklegs ímyndunarafls Þær leggjast á blómin mín sjúga merginn úrrótinni verpa eggjum sínum á viðkvæm blöðin sem lirfurnar narta í sér til lífsviðurværis Svo þærmegi dafna ogþroskast oghefja leikinn á ný Blóm eru fylling Iífsins fyrirsumum kannski þér og mér að sjá þau drúpa höfði visna ogdeyja veldur hugarangri Ogþeim sem unna blómum verður á að spyija TIL HVERS AÐ RÆKTA BLÓM Gréta Sigfúsdóttir er skáld og rithöfundur í Reykjavík. U R M I N U H 1.. 1 O l l R N 1 Allir einhvern tímann skáld Ifyrra og í ár hefur rithöfundasam- bandið beitt sér fyrir því að halda dag ljóðsins í Reykjavík og víðar. Það hefúr gefíst vel hvað aðsókn varðar. Morgunbl. birtir viðtal við nokkur skáld, sem ekki voru beinir þátttakendur í ár. Hér kemur setning eða nokkur orð frá þeim spöku mönnum. „Eg nýt þess að hlýða á fáein Ijóð í útvarpi... og enn betra væri ef sjón- varpið legði sig fram um að nýta mögu- leika sína á því sviði,“ segir Ól. Jóh. Sig. Gunnar Dal: „Allar breytingar á formi ljóðsins eru yfírborðslegar . . . eins og að bera velling fram í flösku og kalla það kampavín." Sigfús Daðason segir: „Ljóðlistin er ekki hóplist... en þeir sem ljóðið ratar til hafa af því gagn og uppörvun ...“ Ingimar Erl. segir: „Augljóst að Ijóðið á brýnt erindi við nútímann . . . maður- inn á í því erindi við sjálfan sig...“ Stefán Hörður: „Sennilegagegnirljóð- ið skipuðu hlutverki og tónlist og mynd- list. . . ljóðs er ekki hægt að njóta að fullu nema í fallegri bók.“ Þetta segir Jakobína Sigurðardóttir: „Mér finnst að ljóðagerð eigi mjög erfítt uppdráttar á Islandi núna ... Ljóðið er stór hluti af menningu okkar.“ Kristján frá Djúpalæk: „Dagur ljóðs- ins er merkilegur, ef tekst að láta fólkið taka þátt í honum ... það er flóð og fjara þar eins og annarsstaðar." Vilborg Dagbjartsdóttir: „Ljóðið er ákaflega viðkvæmt form, sem er ekki hægt að þrengja upp á fólk ... Ef til vili höfðar það samt til allra. .. á ein- hverju skeiði ævi sinnar eru allir skáld.“ Þetta sögðu skáldin. Og margt fleira. En auðvitað er hér enginn heildardómur felldur um nútímaljóðið og skáldin. í ummælum Ólafs Jóhanns kemur líka fram nokkur ótrú á svona hóplestri. Ég vil þó fremur vekja athygli og taka undir það sem hann segir um hlutverk sjón- varpsins. Erlendis hef ég í þeim miðli séð mjög góðar túlkanir og kynningar- dagskrár á ljóðum. Til eru góðar þýðing- ar á mörgum nútímaljóðum á stórþjóða tungumálum og norðurlandamálum. Mér hefur stundum komið til hugar, hvort hér væri ekki gott samvinnuhlutverk fyrir unga leikara, skáld, myndlistamenn og kvikmyndafólk. Slíkar dagskrár mætti raddsetja á fleiri en einu máli og auðvitað byija í ísl. sjónvarpinu og síðan reyna útflutning. AðLifaáArfi Þó það kunni að virðast undarlegt að vera að vitna í Morgunblaðsgreinar í fylgiriti sama blaðs, ætla ég enn að syndga upp á náðina, enda fer margt framhjá lesendum í fjölmiðlarótinu. Ungur fræðimaður um bókmenntir, Matthías Viðar Sæmundsson, segir í ræðu, sem birt er 18. maí sl.: „Það er skammgóður vermir að lifa einungis á arfí. Málvemd án mállegrar nýsköpunar er gagnslaus, ef ekki fáránleg... Sönn málrækt á sér stað í bókmenntum og skáldskap, þar fer nýsköpunin fram, þar tengist tíð við tíð í lífí tungunnar ..." Undir þetta get ég tekið. Og ekki skulu menn halda að ég sé að beina skeytum að þeim, sem þetta segir, í aðfínnslum hér á eftir. Hann kemur þar hvergi við sögu. Upp úr síðasta stríði kom út Vöggu- vísa Élíasar Marar — hann vill láta rita nafn sitt svo í beygingu —, sérstæð og ágæt bók. Það var 1950. Þar var lýst kynslóð stríðsáranna. Hann notaði þar manna fyrstur hérlendis tímabundið málfæri Reykjavíkurunglinga. Það var gert á listrænan hátt og átti rétt á sér. Löngu seinna tóku sig til nokkrir ungir menntamenn og sömdu sérstaka slang- urorðabók um málfar, — stök orð og setningar, sem einkennandi þótti fyrir ákveðna kynslóð eftirstríðsáranna. Líka gott og blessað. En svo er að segja frá hlut nokkurra hér ónefndra eftirstríðs- höfunda, blaðamanna og útvarpsfólks, sem tekur þessi orð og önnur þeim keim- lík upp í texta sinn, oftast að nauðsynja- lausu, tala um „pulsu" í stað pylsu, út- hýsa þessu þokkafulla og ágæta orði, sem skinið hefur um aldir bjart í hugum glorsoltinna Islendinga. Hvaða sögur segir okkur hið aðflutta hálfdanska orð? Hvemig geta ungir ísl. rithöfundar, sem vilja teljast fullgildir félagar í Rithöf- undasambandinu, gert okkur hinum eldri aðra eins skömm og þetta? Nú verð ég að játa að enginn er ég málfræðingur. Það sem við nú köllum með réttu pylsur, og höfum kannski lært af Dönum, eins og fleira, mun fyrr og raunar enn hafa verið kallað sperðlar eða bjúgu. „AF VÖLDUM SLÓGMELTU" Ég byijaði að skrifa þennan stutta pistil fljótlega eftir að dagur ljoðsins, sem í ár bar upp á 25. maí, hafði runnið í sjó, og enn að morgni hins 20. færir hið sama þjóðfræga heimilisblað, Mogginn, mér setningu, sem kemur mér þar að notum. Ég er að skrifa um varðveislu tungunnar. í pistli fyrir löngu hef ég vikið að þeirri hættu, sem stafar af klaufalegri setningaskipan og hirðuleysi sumra frétta- og blaðamanna við notkun innskots- og aukasetninga. I títtnefndu blaði í dag, hinn 28. maí, er frétt með fyrirsögninni „Þrír hestar drápust af völdum slógmeltu". Fyrirsögnin er ekki til fyrirmyndar, en við erum ekki að fást um það. En þar segir: „Að sögn Helga Sigurðssonar dýralæknis, sem hefur rannsakað orsakir þess að hestamir drápust ásamt Eggerti dýralækni á Keldum, voru allir hestamir sem veiktust í sama húsi í Mosfellssveit." Ég sleppi engum greinarmerkjum í tilvitnuninni. Ef við sýnum fréttamanni fulla tillit- semi og skilning, sjáum við strax, hvert hann er að fara. En gagnrýninn maður með dálítið skopskyn fínnur, að hér er ekki allt með felfdu. Samkvæmt orðanna hljóðan hefur fóðrið, sem borið hefur verið fyrir hestana, drepið bæði þá og Eggert. En svo illa tókst nú ekki til. En svona klaufalegt orðalag heyrum við t.d. í fréttum nærri daglega, lesum í blöðum og jafnvel í bókum höfunda, sem fá hina bestu dóma hjá lærðum umsagnarmönn- um. Hættan, sem steðjar að máli okkar, er alls staðar. Ég hef í þessari grein, auk þessarar klausu, vikið að aðeins einu orði. Ég nefni engin nöfn, enda væri slíkt lítil kurteisi af gömlum rithöfundi, sem nýlega hefur verið heiðraður í félagi, þar sem ungir menn ráða ríkjum að beina aðfínnsluskeytum að yngri kynslóð. Hér verður hver maður að ráða sína eigin krossgátu. Jón úr Vör

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.