Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 7
Heillaður afklæðum Innpökkuð brú, innpakkaðar eyjar, innpakkaðar byggingar, innpökkuð strönd, „Store Fronts“, „Valley Curtain“, „Running Fence“, o.s.frv. Þessi nöfn hljóma kunnuglega í eyrum þeirra sem þekkja til verka búlgarska listmannsins Christo. Ýmist Um innpakkanir Christos EFTIR LAUFEYJU HELGADÓTTUR valda verk hans algjöru hneyksli eða fólk verður frá sér numið af hrifningu. Síðastliðið haust frá 20. sept. til 6. okt. uppiifðu Parísarbúar nýjasta verk Christo, „Pont Neuf Wrapped", — Nýja brúin inn- pökkuð. En Christo kvaddi sér reyndar hljóðs í París fyrir tæpum 25 árum með verki sem hann nefndi „Iron Wall Curtain of Oil Drums“, — virkisveggur sem hann reisti í Rue de Visconti klukkan 9 að kveldi. Þetta götuvígi eða „bráðabirgða minnis- varði“ eins og hann nefndi það sjálfur var gert úr 240 olíutunnum sem hann hlóð hverri ofan á aðra upp í tæpa 4 metra á hæð. Titillinn vísaði til Berlínarmúrsins sem reistur hafði verið árið áður — 1961, og upphleðslan sjálf minnti á egypska mastöbu. Um svipað leyti byijar Christo að pakka inn alls konar hlutum, flöskum, dósum, borðum, stólum, kerrum, bílum o.s.frv. og batt um innpakkninguna með kaðli, þannig að hún leit út eins og raunvemlegur innkaupapakki. Árið 1964 fluttist Christo til New York þar sem hann fékk mjög skjótar og jákvæðar móttökur eins og félagar hans Arman, Raysse og Tinguely og hann var fljótur að átta sig á því að verk hans myndu fá á sig allt annan svip og aðra vídd ef hann marg- faldaði stærð þeirra. Nýraunsæismenn - UM BREYTINGASAMT TÍMABIL Myndlist eftirstríðsáranna í París var afar fjölbreytt og litskrúðug, en einkenndist fyrst og fremst af veldi Parísarskólans svonefnda. Geometrísk og lýrísk abstraksjón stóð á hátindi og súrrealisminn hafði hlotið sína viðurkenningu. Á sjöunda áratugnum urðu síðan gagn- gerar breytingar. Ný kynslóð listamanna kom fram og vildi framkvæma allt sem framúrstefnumenn í byijun aldarinnar höfðu látið ólokið. Ferskar hugmyndir ruddu sér til rúms með hópi mjög ólíkra listamanna. Þessi hópur hefur verið nefndur Nýju réalist- arnir eða nýraunsæismenn. Hugmynda- fræðingurinn og listagagnrýnandinn Pierre Restany stofnaði formlega þennan hóp 27. október 1960 á heimili Yves Klein að við- stöddum Arman, Dufréne, Hains, Klein, Raysse, Spoerri, Tinguely og Villeglé. Siðan Hér hefur Christo pakkað ina heilli brú íParís (Pont Neufyfir Signu) ogekkert er undan skilið, hvorki Ijósastaurarnir né stöplarnir niður íána. bættust Niki de Saint Phalle, Rotella, César, Deschamps og Christo í hópinn. Þeir sóttu myndmál sitt beint til raunveruleikans og sumir þeirra söfnuðu saman hversdagsleg- um hlutum úr hinu iðnvædda umhverfi og skeyttu saman í persónuleg verk, — „assem- blages". Pierre Restany lýsti því yfir að þátttaka þeirra í heimi raunveruleikans væri 40°gráður fyrir ofan Dada. Þetta sama ár sýndi Yves Klein fyrstu eingyllings mynd sína á Musée des Arts Décoratifs í París. Ben Vautier lýsti því yfir að „Allt sé list. Listin sé lífið." Volf Wostell, Nam June Paik, George Breeht og fleiri ferðuðust um heiminn með happenings, konserta og önnur „events" í anda stefnu sem síðar var nefnd Fluxus. Þannig er eins og áhugi listamanna á því að auka tengslin við mannlífið hafi vaknað að nýju og þessi hæfileiki að gera listina að „spectacle" hefur varðveist hjá nýju realistunum. Verslunarvara Eða List? Myndmál Christo er þó um margt ólíkt myndmáli Armans og Tinguely. Hann skeyt- ir til dæmis ekki s'aman hversdagslega hluti heldur pakkar hann þeim inn þannig að handbragðið er ekki alveg hið sama. í meira en 2000 ár hefur klæðið hrifið marga listamenn. Grísku myndhöggvararnir sveipuðu gyðjur sínar klæðum og í málverk- um eldri meistara má sjá mörg stórkostlega vel unnin klæðisverk. Eftir því sem Christo segir sjálfur hefur hann alla tíð verið heillað- ur af klæði og klæðisfellingum. Klæðið sem slíkt er alloft í tengslum við helgitákn ýmiskonar. Þegar menn hylja hluti er það oft gert til þess að breiða yfir, — afmá það sem undir er og þannig myndast oft dramatískt andrúmsloft. Christo segist ekki vilja hylja neitt með klæðinu heldur sé hugmyndin sú að undirstrika fegurð hlutarins, — varðveita hana og afmarka. Sumir listfræðingar vilja líkja klæðisnotkun Christo við líkklæði Krists (enda nöfn lík) og enn aðrir við pakkningu og vísa þá til innihaldsins sem verslunarvöru. SÉRSTAKT GlLDISMAT En það sem gerir verk Christo svo sérstök á þessum síðustu og verstu tímum spekúla- sjóna listaverkamarkaðsins er þessi tvíræðni og þetta sérkennilega gildismat. Hann selur aldrei verkið sjálft heldur hugmyndimar að verkunum, undirbúningsvinnuna, skissumar sem hann gerir áður en verkið er fram- kvæmt. Christo tekur aldrei við neinum fjárstuðn- ingi og öll verkefnin em algjörlega fjár- mögnuð af honum sjálfum eða réttara sagt af einkafyrirtæki þeirra hjóna C.V.J. Corp. sem konan hans Jeanne Claude veitir for- stöðu. Fyrirtækið sér um að selja skissurnar að þeim verkum sem ekki hafa ennþá komist í framkvæmd og með andvirði myndanna er lokaverkið fjármagnað. Þó má geta þess að klippimynd af „Pont Neuf Wrapped" selst nú á 13.000 dollara. Um leið og búið er að framkvæma verkið hættir Christo öllum skissuteikningum og snýr sér að næsta verkefni. Hann segir í viðtali: „Ég reyni að vera með mörg verk í undirbúningi í einu ef vera skyldi að eitthvert þeirra kæmist ekki í framkvæmd. Um leið og ég pakka inn Pont Neuf er ég með fjögur önnur, verk í vinnslu, — innpakkningu Reichstag, „Gates" í göngugötum Central Park í New York, — verkefni fyrir Abu Dhabir í Egypta- landi (þar sem áætlað er að gera pýramída Brúin dró að sér allskonar trúða og skemmtikrafta meðan & innpökkuninni stóð. „Running Fence“, girðing, sem að sjálfsögðu erinnpökkuð ogsveigist um eyðimerk- uröldur í Kaliforníu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. JONl 1986 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.