Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Síða 8
úr 390.000 olíudunkum, 150 m á hæð. Gagnstætt öðrum verkum hans er ætlunin að pýramídinn verði látinn standa og flytji forvitna áhorfendur upp í toppinn eins og gert er í Eiffeltuminum í París) og „Um- brellas" á milli Japan og Bandaríkjanna". BÚLGARSKUR - FRANSKUR EðaAmerískur? Christo, sem heitir fullu nafni Christo Jaraeheff, fæddist árið 1935 í Gabrova í Búlgaríu. Hann sótti tíma í Listaakademí- unni í Sofía og árið 1957 flúði hann frá Prag til Vínarborgar og kom til Parísar ári seinna. Eftir átta ára dvöl í Frakklandi tók hann sig upp að nýju og hélt til Bandríkj- anna og settist að í New York eins og fyrr er sagt, og býr hann þar enn þann dag í dag. Christo harðneitar því að hann sé amerískur og segir að „ef hann hefði fæðst í Nebraska þá hefði hann örugglega engan áhuga á innpakkningu Reichstag og skipt- ingu Berlínar". Hann segir einnig að þessi eilífi flótti sinn komi sterkt fram í verkunum. Ástæðan fýrir því að hann notaði t.d. striga en ekki við í „Running Fence“ var einnig til þess að ná fram tilfínningu um hreyfan- leika og flakk. „Running FENCE“ Árið 1969 þegar Christo pakkaði inn hluta af ástralskri strönd, „Wrapped Coast", vakti stærð verksins gríðarlega athygli. Þeir sem bjuggu í nærveru við ströndina höfðu ekki verið nógu vel upplýstir um verkið og litlu munaði að skilningsleysi þeirra kæmi í veg fyrir framkvæmdimar. Frá og með þessari stundu gerði Christo sér grein fyrir því að nauðsynlegt væri að kynna hugmyndimar og ræða þær áður en til lokaátaksins kæmi. Þannig myndi mannskapurinn óbeint tengj- ast verkinu og þátttaka hans gæti aukið gildi þess. „Running Fence“ vakti gríðarleg mála- ferli og flóknar samkomulagsumræður spunnust meðal annars við búgarðseigend- ur, landfræðinga, verkfræðinga og stjóm- málamenn. Enginn vildi taka við verkefninu í fyrstu atrennu svo að Christo og félagar urðu að beita öllum brögðum til að fá hina ýmsu aðila til að samþykkja verkið. Yfír 500 þúsund manns urðu fyrir beinum áhrif- um af „Running Fence". Þjóðfélagsleg áhrif þess urðu mun mikilvægari en í verki eins og t.d. „Wrapped Coast" eða „Valley Curt- ain“ (1972) en þar hengdi Christo 400 m langt appelsínuguit tjald í gegnum dal í Colorado, sem síðan var pakkað saman eftir 24 tíma, vegna hvirfilbyls sem braust út og hefði annars rifíð það með sér. Ef ljósmynd af „Running Fence“ er borin saman við skissumyndir sem Christo gerði áður en verkið var framkvæmt sjáum við skýrt hve sannfæringarkraftur teikninga hans er sterkur og uppljóstrast þá leyndar- dómurinn um það hvemig honum tekst að sannfæra hinn sundurleita áheyrendahóp sem síðan tekur þátt í verkinu. Með „Running Fence“ vekur Christo hjá okkur tilfmningu um að landamæri séu ekki bara kyrrstætt fyrirbæri heldur lína sem getur færst úr stað. Einnig vekur það minningar um Berlínarmúrinn, Kínverska múrinn eða kannski Oriant-Express. Þessi sveigjanlega hindrun hlykkjaðist yfír um 40 km svæði — yfir hraðbrautir, einkajarð- ir, búgarða og fleira þar til hún rann út í Kyrrahafíð norðan við San Francisco. Nýja Brúin Innpökkuð Þrátt fyrir naffnið Pont Neuf — Nýja Brúin er hún elst og virðulegust allra brúa í París. Um leið og hún tengir hægri bakk- ann við þann vinstri sker hún í sundurenda Borgareyjunnar. Þegar Christo var spurður hvað hefði ráðið vali Pont Neuf svaraði hann: „Hug- myndin að verkinu varð til árið 1972, en ég viðurkenni að þá var ég með Brú Alexanders III í huga. Ég hefði vel getað pakkað inn Montpamasse eða Eiffeltuminum. En ég vildi gera verk sem væri í beinum tengslum við byggingarlist og sögu Parísarborgar. Það eru fá fljót í heimi sem em í eins sterk- um tengslum við borgina eins og Signa, í Róm er það Tíbet, í Flórens Amó. Staðsetn- ing Pont Neuf á milli Louvre og Notre Dame er í hjarta borgarinnar þar sem saga hennar varð.“ í innpakkninguna þurfti 40.000 m af klæði, 12 km af kaðli og 65 reynda fjall- göngugarpa til að koma því fyrir. Síðan unnu 330 ungmenni í sérhönnuðum einkenn- isbúningum við eftirlit með verkinu og það kom í þeirra hlut að svara spurulum veg- farendum um tilurð verksins, höfund o.s.frv. Klæðið sem Christo notaði var í sand- steinslit sem féll sérstaklega vel að gráleitu umhverfínu og dró betur fram þennan dula „elegance" eða glæsileik sem einkennir svo sterkt borgina við Signu. Það var eins og gamla brúin hefði gengið í tímabundna endumýjun lífdaganna. Fólk kom alls staðar að úr heiminum til þess að berja augum þessa virðulegu, innpökkuðu og bundnu brú. Óhætt er að fullyrða að margir hafí séð hana í nýju Ijósi, þannig að nafn sitt bar hún loksins með réttu. VitstolaVerk? Margir hefðu eflaust látið sér nægja að koma hugmyndinni að verkunum á blað eða með líkani. Til hvers er verið að vinna þessi vitstola verk? spyrja sumir. Þegar Christo sjálfur er spurður að þvr hvort honum finn- Það hefur vakið óskipta athygli þegar Christo ræðst í að pakka inn húsi, brú eða heilli strönd. Sumum þykirþetta uppátæki stórmerki- legt, en aðrir tala um úrkynjun og eitthvert a/lra bezta dæmið um nýju fötin keisar- ans. Eitt er víst: Enginn hefur ráðist í slíkar innpakkanir áður, hvortsem hægteraðflokka þær undir list eða ekki. ist það ekki fráleitt að framkvæma þessi gríðarstóru verk svarar hann: „Það er hvorki hægt að kaupa verkin mín né selja aðgang að þeim. Víst eru þau óskynsamleg, — fjár- öflunaraðferðin líka. En ég held að þau endurspegli einstaklingshyggju tuttugustu aldarinnar. Ef til vill þarf enginn á verkum mínum að halda, en enginn veit heldur á hverju hver þarf að halda og að því leyti em þau óþarfí líkt og listin almennt er óþarfí." Hverjum öðmm en Christo hefði dottið í hug að pakka inn tveimur eyjum á Biscaya- flóa og það í bleikt nælonefni. Christo getur sem sé alls ekki gert sig ánægðan með hugmyndina eina. Hann verður að halda áfram þar til ímyndunaraflið kemst í raun- vemlegan búning og skeytir engu um þótt undirbúningurinn geti tekið 10 ár eða meira eins og gerðist t.d. þegar Nýju brúnni var pakkað inn. Skammtímalist? Áhrifamáttur verka Christo er meðal annars fólginn í því hve skammvinn þau em, þó að það sé í rauninni ekki lokatak- markið. Þessi tímabundna tilvist þeirra stingur sterkt í stúf við hinn gríðarlega tíma og miklu þolinmæði sem er nauðsynleg við að undirbúa framkvæmdirnar. Áhorfendur verða að koma á staðinn strax eða missa af öllu saman — eftir nokkra daga verður verkið horfíð. En hvað stendur svo eftir þegar klæðinu er rift frá? Hvað minnir okkur á tilvem verksins? Auk teikninganna, skissumynd- anna og klippimyndanna sem Christo hættir að framleiða um leið og verkin komast í form standa eftir þungir og miklir doðrantar sem innihalda aila undirbúningsvinnuna allt frá samningsbréfum upp í efnispmfur af klæðinu sem notað var. Auðvitað geymast líka minningamar, fírnin öll af ljosmyndum og kvikmynd af atburðinum sem Christo sér um að láta gera í hvert skipti. Hvað gerist undir klæðinu er hulin ráðgáta, en þar eð listaverkið „ce n’est qu’une tres belle chose" eins og Christo sagði í blaðaviðtali em verk hans stutt eins og lífið sem líður, handan við allar víddir, brothætt, óraunvemleg og jafnframt ein stórfenglegustu verk tuttug- ustu aldarinnar. Höfundurinn er listfraeðingur og býr í París

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.