Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Síða 9
Sólir Tenerife Ibúðarhótelið, sem okkur var vísað til, nefndist Acapuleo og var á mörgum hæðum. Neðstu hæðirn- ar eru leigðar, en þær efstu munu í einkaeign. Á okkar mælikvarða nokkuð frumstæðar íbúðir, en þó ágætar vistarverur. Kosturinn var staðsetningin, Síðari grein frá eldfjallaeyju hins eilífa vors EFHR BRAGA ÁSGEIRSSON Kletturinn mikli í Ias Canadas minnir á risavaxinn þurrkaðan ávöxt. því að stutt er til strandar og samgöngu- æðarinnar, þ.e. almenningsvagna, er flytja fólk um alla eyjuna svo og til hafnarþorpsins Los Cristianos, þaðan sem fólk er feijað til hinnar dularfullu og merkilegu eyju, Gom- era, eða á hákarlaveiðar ef vill. Gomera var síðasti dvalarstaður Kólumbusar, áður en hann hélt í vesturförina — í þorpskirkjunni baðst hann fyrir, áður en hann steig á skips- fjöl. í bakgarði var sundlaug af þægilegri stærð, en óupphituð og oftast ísköld og þá einkum í morgunsárið, en ávallt ótrúlega hressandi. Gangurinn var sá hjá okkur, að er við komum af ströndinni síðdegis skoluð- um við sjávarseltuna og sandinn, er loddi við okkur, undir útisturtu og stungum okkur í laugina, en síðan fengum við okkur ræki- legt sápubað í íbúðinni. Ohætt að trúa, að líðanin var góð á eftir, auk þess sem enginn varð fyrir sólbruna, en einn drengurinn losnaði algjörlega við ofnæmi í húð. Það sem ég tók einkum mjög vel eftir á morgnana var, að öll laugin var ryksuguð, og tók það dtjúga stund — hér var verið að ná botnfallinu, sandi og óhreindinum og hreinsa upp dauð skorkvikindi. Þrifnaður, sem væri til eftirbreytni á norðlægari breidd- argráðum. Pálmar uxu í garðinum, og fyrir neðan svalir okkar voru rauðar rósir að blómstra er við komum. Líkast til hefur gróðurinn verið ræktaður samfara uppbyggingu stað- arins, sem er enn í fullum gangi, og því er víða svo margt frumstætt. Hér var lítið af þeirri seiðmögnuðu spönsku menningu, sem ég kynntist á meginlandinu fyrrum. Þótt ferðavanur sé, þá var ég sem í lausu lofti fyrstu dagana, því að til sólarstranda- lífs þekkti ég ekki neitt og til Kanaríeyja ei heldur ýkja mikið. Ég var og lengur að átta mig á aðstæðum en venjulega, en reynslan fór fljótt að segja til sín og með lestri allra ferðaritlinga sem ég komst yfir og einni bók sem ég gaf sjálfum mér í jóla- gjöf, fór mjög að birta til í heilabúinu. Undarlegt að lenda á stað, þar sem bókstaf- lega allt er miðað við þarfír túrhesta og þær „uppbyggilegu" sérþarfir, er sú útgerð telur nauðsynlega. Veitingastaði mátti þó finna mjög góða og okkur var bent á einn, sem við fengum strax miklar mætur á, „Las Flores", — þar fengum við frábæran mat og þjónustu í vinalegu umhverfi. Pöntuðum borð á aðfangadagskvöld og fengum það besta í húsinu. Sátum þar einnig á gamlárs- Toppur fjallsins mikla Teide Hér una Kolbrá Þyri og Símon Jóhann sér vel í furðulandslaginu þar sem kvikmyndin Apaplánetan var tekin. Circo de las Canadas er risavaxinn eldgigur undir hlíðum Teide sem er 12 km að þvermáli og 75 km að ummáli. Hver og einn finnur til smæðar sinnar íþvístórbrotna umhverfi. kvöld, og þá upplifði ég í eina skiptið sitt- hvað raunverulega spánskt og ekta á veit- ingastað. Aðfangadagur Jóla Á Ströndinni — Aðfangadagur reyndist viðburðarríkari en við áttum vin á, og hér voru tilviljanir að verki. Daginn áður höfum við farið með allt óhreint af okkur og áttum að sækja þvottinn fyrir kl. 4. Vorum komin á staðinn kl. 2, en þá var okkur tjáð, að hann yrði ekki til fyrr en á mínútunni 4. Nú þurfum við að bíða í tvær klukkustundir og leituðum uppi baðströnd í næsta nágrenni. Fundum rólega vík þar skammt frá, og var þar fátt fólk og flest miðaldra og eldra. Brimaldan var að vísu ekki há, en við ákváðum þó að staldra við því að staðurinn var svo nálægt þvottahúsinu. Krakkamir komust fljótlega í mikla stemmningu að vanda, busluðu í sjónum og nutu lífsins — tóku svo eftir slöngu eða eðlu, er eldsnöggt hvarf niður í sandinn, reyndu að ná henni. Það tókst ekki, en í stað þess grófu þeir Fjölnir og Símon sig langt ofan í sandinn og létu systkini sín ljúka verkinu, þannig að síðast stóð aðeins örlítið af nefbroddinum upp úr hrúgunum. — Þamæst gengu Asgeir og Kolbrá yfir hrúgumar í góða stund og þjöpp- uðu sandinum betur að. — Þetta fékk huga minn til að reika mörg ár aftur, er við vomm stödd á bað- strönd í Ahrenshoop í Meclenburg í A-Þýskalandi. Börnin vora þá smá og léku þennan leik margoft — þar var og krökkt af hinum fjölskrúðugustu pöddum, sem þau höfðu óstjómlegan áhuga á, grófu upp, bjuggu til tjamir og lón, þar sem smáveram- ar syntu og skriðu um. Er dágóð stund var liðin, tók ég að ókyrr- ast, því engin hreyfing sást á hrúgunum, líkast sem strákamir hefðu látið kviksetja sig að hætti austurlenzkra fakíra. Fólk í kring hafði gaman af, en sumum var engan veginn sama og var farið að stinga saman neQum. En skyndilega stukku þeir kolsvartir af blautum sandinum, en skellihlæjandi og raku í sjóinn til að skola sig. Litlu seinna skeði óvænt atvik. Maður nokkur var borinn lífvana upp úr sjónum og iagður á ströndina nokkum spöl frá okkur. Safnaðist fljótlega stór hópur fólks í kringum manninn og horfði á hann ráð- þrota liggjandi á bakinu. Kolbrá, er var að sóla sig, tók eftir þessu og fór nú að kalla af lífs og sálar kröftum á Fjölni, sem var aillangt út í sjó, og beina athygli hans að því, að hér væri rangt farið að. Hann sá hvað var að gerast, tók viðbragð og óð allt hvað tók í átt tit strandar, stjakaði svo við fólkinu, er hann kom að hópnum, og tók að stumra yfir manninum, sem var helblár, kaldur og lífvana. Sneri honum á hliðina og gerði ýmsar nauðsynlegar ráðstafanir, enda kunni hann hér til verka. Ég hafði horft á ailt saman álengdar, og þar sem enginn hafði gert neitt, taldi ég víst, að maðurinn væri steindauður, hefði fengð aðsvif eða drakknað. Nú reis ég upp og gekk í átt til hópsins, en það var nokkur sspölur, því ég hafði verið að sóla mig á klettavegg í stað þess að liggja á ströndinni, — baðfötin höfðu orðið eftir heima. Er ég svo kom að, hafði Fjölnir einmitt uppgötvað lífsmark með manninum, sem nú tók að kasta upp sjó og rakna við smátt og smátt. Fjölnir hafði beðið um stórt handklæði til að leggja yfir manninn og fengið það. Svo er maðurinn var að komast til fullrar rænu, sagði Fjölnir fólkinu, að hann ætti að liggja undir handklæðinu í hálfa klukkustund eða svo og rísa þá fyrst upp — hætta væri á eftirköstum ef hann færi of fljótt á stjá. Hjartað gæti jafnvel gefið sig skyndilega að nokkram tímum liðnum, ef rangt væri að farið. Þetta sagði hann fólkinu margsinn- is á ensku og þýsku. Klukkan var nú ískyggilega farin að nálg- ast fjórða vísinn, svo ekki var til setunnar boðið, ef við ættum að ná þvottinum og vera sómasamlega til fara yfir jólin. Héldum því á brott og það síðasta, sem við sáum til fólksins var, að maðurinn var risinn á fætur og haltraði upp ströndina með aðstoð nokkurra úr hópnum. Fjölnir bölvaði og sagði að allt væri hér gert rangt, en hann gæti ekki skipað fyrir verkum. Merkilegt þótti okkur, að hvergi urðum við varir við eftirlit á ströndunum, hvað þá baðverði, — voram hér sammáia því, að á slíku væri víst enginn ijárhagslegur gróði, sem hér skipti mestu máli. Margt skeður á baðströndum — og sjálfur sté Fjölnir illa á ígulker og fékk ótal gadda langt inn í iljam- ar, varð að fá læknisaðstoð til að draga þá út. I Norðri tók útsogið einn strandgestanna, LESBÚK MORGUNBLAÐSINS 28. JÚNl 1986 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.