Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 10
Drengimir Ásgeir, Fjölnir og Símon í góðu skapi að loknum Á fuliu í vatnsbrautunum góðu. 1000 salíbunum. Vatnið reyndist ekki halda krananum uppi svo sem menn gætu haldið, heldur örmjótt stálrör. En snjöll hönnun samt, sem mikil prýði var af á staðnum. og rak hann seinna dauðan að landi. Gerði ekki mikið til, sagði einn fararstjórinn, því hann var gamall og fullur... „SKRÍPÓ“ á Jóladag Ferðalagið til Tenerife var jólagjöf mín til stálpaðra krakkanna, svo að engar jóla- gjafir voru í umferð þann daginn, en okkur þótti það meira en næg jólagjöf, að tilviljan- ir höfðu að öllum líkindum látið okkur bjarga einu mannslífí, svo það var góð stemmning á Las Flores um kvöldið, auk þess sem viðurgjömingurinn var frábær og allir him- inlifandi. — Var það kannski tilviljun, að Fjölnir fékk þá stærstu og safaríkustu T-boone steik, sem við höfum augum litið um ævina? Alténd var ekkert beint samhengi í því og atburðum dagsins. Sömu óskiptu ánægju höfðum við ekki af jóladeginum, því við höfðum látið skrá okkur á sameiginlegt jólaknall á skemmti- stað nokkrum í Los Cristianos. Þar skyldi vera kalkún og nóg af meðlæti hörðu sem mjúku undir tönn. Kalkúninn reyndist vera þunnar vesældarlegar skífur, kartöflumar afleitar, vínið léiegt og vildi einhver fá bjór, sem þar var af lélegustu tegund, þá kostaði það meira en tvöfalda venjulega upphæð. Hins vegar fengum við gervinef ýmiss konar, afkáralega hatta og sitthvað, er til- heyrir gamlárskvöldi og kjötkveðjuhátíðum. Skemmtiatriðin vom „skrípó", svo sem unga fólkið sagði og tónlistin útþynnt þjóðlaga- tónlist. Má ætla, að þeir einu, sem skemmtu sér á fullu þar, hafí verið stjómandinn og ein gömul, hífuð kelling, er mig grunaði jafnvel að væri mamma hans eða í öllu falli í vinnu á staðnum — hið síðara tel ég náiægt sanni því ég spurði og fékk mjög illar augnagotur frá kellu. Eg var svo heppinn að æla heila klabbinu á staðnum (saleminu) í lok hófsins og slapp við illar afleiðingar — drengimir ældu allir, er heim kom, en Kolbrá snerti matinn varla og slapp. Drengimir vom ekki sem hressast- ir til magans dagana á eftir svo að gekk á með vindgangi. Hér skiptir þá máli að hafa hina góðu reglu tónmeistarans Hándel í heiðri og stilla sig í viðurvist kvenna. Eftir- rétturinn reyndist vera ómerkileg tígulkaka, og hana gáfum við litlum börnum, er fylgd- ust með knallinu í gegnum rimlaða glugga, við laumuðum kökunum til þeirra — töldu okkur í fullum rétti, enda búnir að reiða af hendi vænan skilding. Þjónamir upp- götvuðu þetta og urðu óðir og uppvægir svo að um tíma lá við pústmm, enda var okkur og þá einkum Fjölni og mér heitt í hamsi. Um þverbak keyrði þó, er kokkamir vom kallaðir fram af skemmtistjóranum glað- hlakkalega, til að fórnardýrin gætu klappað fyrir viðurgjömingnum. Mat og drykk, sem minnti mig á ódýr háskólamötuneytin í Evrópu á námsámm mínum. „Skemmtunin" leystist svo upp tveim tím- um fyrir áætlun, en fólk var þá löngu farið að lauma vínflöskum í tuðmr sínar til að fá eitthvað fyrir aurinn. Einn ljós punktur var þó á öllu saman, og það var hrikalega stórskorinn eldri maður, er sat skammt frá okkur og með svo glæsilegt nef, að viðbótarnefíð hvarf með öllu. Gott dæmi um stemmninguna vom Ijós- myndir þær sem teknar vom af hveijum og einum í upphafi hófsins og mönnum gafst færi á að festa sér í lokin, — það gerðu fæstir. Jóladagurinn var einmitt einn hinn feg- ursti og sólríkasti í allri ferðinni, svo að hér var um gróft morð á fögmm og helgum degi að ræða. Við höfðum ætlað að yfírgefa veizluna og skoða innsiglinguna og þorpið, en einmitt er við vomm á fömm, var okkur tjáð að knallið tæki brátt enda. En fyrir margt var þetta þó góð en dýr- keypt reynsla til viðvömnar í framtíðinni. UTAN í HEIÐUM TEIDE Það mun alveg rétt, sem fornar og nýjar heimildir herma, að Kanaríeyjar séu ein mesta paradís á jörðu hér — veðurfarið einstakt og loftslagið heilnæmt ásamt því að sjórinn er góður, þótt fy'ári saltur sé. Engin rándýr fínnast á eyjunni utan „Homo sapiens", en gróðursældin mikil og marg- breytileg. Fjallið Pico de Teide gnæfír yfír öllu og landslagið á Las Canadas-eldfjallahálend- inu, minnir víða sterklega á ísland. Þetta fyall er, þó ótrúlegt megi virðast, hæsta fjall í heimi, þótt það sé ekki nema 3.716 metra hátt, en þá er miðað við beina línu frá sjávar- máli. Teide og eldfjöllin allt um kring em sögð undur veraldar í mörgum skilningi, jarðfræðilegum sem sögulegum. Hér urðu miklar jarðhræringar og eldsumbrot þar sem Teide lék aðalhlutverk og þrýsti sér upp á meðan aðrir tindar gengu niður. Þá er fjalla- garðurinn ekki aðeins merkilega ríkur af hvers konar steinategundum og litarefnum heldur er gróðurinn allt um kring ótrúlega breytilegur og fjölþættur. Að sjálfsögðu snjóar þar uppi, þótt fólk sóli sig í tiltölulega lítilli fjarlægð niðri við strendumar. Er við fómm upp fjallið, höfðu vegir nýlega verið mddir og áttu hinir stóm langferðabílar í miklu basli við að mætast og tók það stundum óratíma að mjaka þeim framhjá hvor öðmm. Við náðum ekki upp á tind Teide því að svifbrautin upp fjailið var biluð. Víða var fagurt í auðninni svo sem á íslandi, og er við fómm niður aftur, var valin önnur leið máski sem uppbót á því, að við náðum ekki á toppinn. Var stefnan tekin á gróðursælari svæði. Þá ekið var inn í smáskóga og gróður- beltið tók við, mátti víða sjá undarlegar formanir og sjáandi dæmi um kraftinn í gróandanum. Á einum stað hafði tré klofíð stórt bjarg í tvennt og að auk á mjög sér- stæðan hátt — með sanni tákn um sigurverk og frjósemi náttúmnnar þá hún fær að vinna sitt verk í friði. Er í byggð kom, blasti við sannkölluð hitabeltisfijósemi skipulegri rækt á suðræn- um aldinum. Ekið var beint í gegnum eitt þorp, og þá sá ég loksins ekta spánskt mannlíf í öllum sínum fjölbreytileik og mér hitnaði um hjartarætur. Við komum þar sem jarðarför átti sér stað og nokkrir menn bám líkkistu út úr húsi. Kistan var óviðjafnanlega fögur smíð og útskorin í náttúmlegan við. Vafalaust átti hefðarmaður í hlut eða hátt- settur borgari, því mikill virðuleiki var yfír öllu. Landslagið allt var mjög breytilegt, það sem eftir var leiðarinnar og víða hrikalegt en þó á annan hátt en uppi. Ég öfundaði þá ferðalanga, sem bjuggu í þeim fáu hótel- um, sem ég sá á þessu svæði, því hér var allt svo miklu vinalegra og í meira samræmi við lífsins raunsönnu kviku. — Af fegurð og andstæðum er þannig nóg á eyjunni svo sem á Kanaríeyjum öllum, og það sagði náttúmfræðingurinn og land- könnuðurinn mikli, Alexander von Humbolt, að Oratava-dalurinn væri fegursti staður á jarðríki. Þangað vom því miður engar skipu- lagðar ferðir og nauðsynlegt er að geta hagnýtt sér bílaleigubíla og hið almenna samgöngukerfí til að að njóta dvalarinnar til fulls. Þótt kanarífuglar séu til á eyjunum, raunar ekki söngfuglar, þá heita þær ekki eftir þeim, heldur risavaxinni hundategund, er lifði þar áður, en latneska orðið fyrir hund er Cane. Eyjamar eiga sér langa sögu og vom í fyrndinni þekktar sem eitthvað yfírmáta undursamlegt og einstakt. Margt er í hulu um uppmna byggðar, en Kar- þagómenn, munu hafa uppgötvað þær fyrir Evrópubúa — frumbyggjamir komu þangað miklu fyrr, sennilega fyrir 5000 ámm og tilheyrðu þeirri tegund mannsins, er nefnd hefur verið Crómagnon-maðurinn. Vom ljósir á hömnd, bláeygir og ljóshærðir. Sögum ber ekki saman, hvort þeim hafi verið útrýmt, er þeir í örvæntingu börðust fyrir sjálfstæði sínu, er Spánveijar heijuðu á þá af grimmd — eða samlagast aðkomu- mönnum. En líkast til er sannleikskorn í hvomtveggja. Hvergi hef ég ennþá rekist á ástæðu þess, að hundamir stóm urðu al- dauða. Andstæður Og Eilíft Vor Grikkir nefndu eyjamar „Eyjur hamingj- unnar" og sú nafngift loddi við þær fram til miðalda, þótt nafngiftin Hunda-eyjumar hafí verið notað frá fyrstu kynnum manna af þeim. Hómer, Plútark og Plinius vissu af eyjun- um og nefndu þær eyjur hins eilífa vors og hamingju. Lengi og jafnvel ennþá var álitið að þær væm leyfar hinnar miklu dularfullu menningarálfu Atlantis, er á að hafa sokkið ísæ. Plató staðfærði hina horfnu heimsálfu vestur af Gíbraltar í Atlantshafi. Eftir út- reikningum hans skall eyðileggingin á fyrir 12000 ámm með flóðum og jarðskjálftum. Eftir hamfarimar gnæfðu einungis sjö topp- ar hinnar horfnu heimsálfu upp úr sjó og mynduðu eyjakeðju: Tenerife, Gran Canaria, Lanzarote, Fuerteventura, Gomera, La Palma og E1 Hierro. Allar hafa eyjamar sín ótvíræðu sérkenni allt frá eyðimerkur- og eldfjallalandslagi til hitabeltisgróðurs svo og allt þar á milli, og þrátt fyrir andstæðurnar ríkir á eyjunum eilíft vor og ferskt og svalt loft berst að vitum manna. Spánveijar vom lengi að leggja undir sig eyjarnar, seinna reyndu Hollendingar jafnt og Englendingar að sölsa þær undir sig, auk þess sem sjóræningjar heijuðu á þær. Sjóhetjur líkt og aðmírálamir Blake, Sir Frances Drake og Nelson gerðu og hat- rammar árásir, en urðu undan að hörfa. Kanaríeyjar eiga þannig langa og merki- lega sögu, en þó er eiginlega furðulega lítið vitað um fmmbyggjana, sem nefndust Guanchar. — Einn daginn fómm við til höfuðborgarinnar Santa Cmz í verzlunar- ferð og gerðum góð innkaup á tollfijálsum vamingi, auk þess sem við lituðumst um af mætti — var það góð dagstund, en hefðum vafalítið átt að velja okkur annan dag en föstudag því verzlanir vom yfírfullar og óhægt um vik um prúttið: Verðmiðarnir segja nefnilega ekki alla sögu. Lúxusvara er tollfijáls, en verð á nauð- synjavarningi er oft naumast hagstæðara en annars staðar erlendis. Innlendur iðnaður líkt og leirmunir, tréskurður og vefnaður er hagstæður í innkaupi. En varast skulu menn ódýmstu tilboðin, því að varningurinn getur þá verið frá Hong Kong eða Kína . .. í Santa Cmz uppgötvaði ég fyrst hve leigubílar em ódýrir og sársá eftir að hafa ekki notað þá meira. Leigubílstjórinn sagði að benzínið væri ódýrara en mjólkin — jafn- vel rauðvínið ... — Fátt er hægt að hafast að á þessum sérhönnuðu alþjóðlegu sólarströndum annað en að liggja í sólinni, leika sér í sjó og vatni, borða góðan mat og drekka eðalvín, sem eru þarna tollfijáls. Eg varð mjög lítið var við drykkjuskap að norðlægum hætti, þótt víða væri fast kneifað ölið — hann upphefst víst á kvöldin, en þá hélt ég mig heima, enda hafði ég í malnum nokkrar góðar bækur m.a. „Faðir minn“, sem em ondurminningar kvikmyndaleikstjórans Jean Renoir um föður hans málarann Pierre Auguste Renoir. Einhver mannlegasta og undursamlegasta bók sem ég hefi lesið og hafði ég mikla nautn af að handfjatla hana ásamt því að dreypa á Gínessmiðinum dökka. — Eftir að ferðamannastraumurinn flæddi yfír strendur Spánar, hefur margt breyst og dýrtíð samfara ágimd aukist. Eg var tvívegis á Spáni á námsámm mínum í Kaupmannahöfn og Osló. Spán elskaði ég og eignaðist þar marga vini. Hvað dýrtíðina áhrærir, er það freistandi inælikvarði, sé miðað við lífsnautnir og munað, að vísa til þess, að fyrir andvirði sex bjóra smákassa í dag hefði sá er vildi getað notið atlota níu fagurra kvenna heila nótt fyrir 33 ámm ... — Einn dagur er mér sérstaklega minnis- stæður, en þá fómm við á vatnsbrautarstað rétt fyrir ofan þorpið, en þangað ganga ókeypis almenningsvagnar. Þetta var stuttu áður en haldið var heimleiðis og víst er, að við áttum erindi á þennan stað og þó oftar hefði verið. Það er dágóð skemmtan að renna sér niður hinar mörgu brautir, sem hlykkjast og sveigjast á margan hátt, og svo var þar ein þráðbein bmnbraut, sem fleytti okkur með ógnarhraða niður á jafn- sléttu, þar sem menn stöðvuðust í langri rennu með miklum gusugangi. Sannkölluð „salíbuna" eins og þær gerast dýrlegastar. Þetta var að auk vel hannað útivistarsvæði með ágætum veitingaskála, þannig að menn geta unað sér þar heilu dagana ef vill. Drengirnir ætluðu aldrei að fá nóg og fóm óteljandi ferðir, þó frekar kalt væri þennan dag og þeir að lokum bláir í framan og með gæsahúð. Þá var loks hætt og notið góðra og heitra veitinga og síðan lullað af stað heimleiðis í góðu skapi. SólinKlár... Eftirminnilegust verður mér þó sólin — en ég reis jafnan snemma úr rekkju til að njóta þess að sjá hana koma upp yfír eld- fjallinu Teide. Njóta fyrstu dagskímunnar og birtuskila og vera sem þátttakandi í einstæðum leik Ijóss og myrkurs. Á meðan á þessu öllu stóð tók ég til morgunverð, því ég hafði þau fyrirmæli að vekja ungviðið um leið og sólin væri komin á loft. Undur- samleg lifun að horfa á ljósbrotin í þunnri skýjaslæðunni yfír eldgígnum og sjá þetta volduga tákn jarðlífsins gægjast yfír fjalls- brúnina, stækka og stækka og hrekja stig- magnandi á brott myrkrið og næturkulið. Finna svo áþreifanlega hlýju árroðans fylla upp rýmið allt í kring. Á slíkum stundum er auðvelt að láta sig dreyma vakandi og einnegin síðdegis, er við sátum á svölunum og sáum sólina sem rauðglóandi eldhnött síga í tignarlegri ró ofan í hafið. Sólarlagið var aldrei eins frekar en sólarupprásin, hvort tveggja síkvikult og magnað sjónarspil. Undursamleg þessi tákn sólar og heiðríkju og margt má úr þeim lesa og í þau spá — og ekki var það síður mikilfenglegt, er bæði sól og máni sköruðu himinhvelfinguna í senn á miðjum degi. ... Og í hvert skipti sem sólin var komin vel á loft þá var að sinna skyldum sínum, — ég geng inn í svefnherbergið og segi vel hátt, Kolbrá mín, dagur er risinn, og held svo til íbúðar drengjanna til að bjóða þeim góðan dag og kalla til árbíts. BKAGI ásgeirsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.