Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 11
Tvö Ijóð eftir William D. Valgardsson Finnbogi Guðmundsson þýddi AIR CANADA Úrsvalt og tærtþéttist loftið á vængjum og bol vélarinnar. Á greiðri ferð í 27þúsund feta hæð sit ég sætisólalaus ogfæ ekkilengur greint landið niðri fyrir. En þá skiptir flugstjórinn um stefnu, og Winnipegvatn birtist fyrirneðan mig. Himinlifandi reyni ég að rifja upp örnefni æskuslóðanna. Þarna,þarna, langar mig til að hrópa, erRiverton ogBeaver Creek, og síðan sé ég, kenni, svo að ekki verður um villzt, órlitla hliðargötu, rjóðurískóginum, fáeinarbyggingar, sem koma kunnuglega fyrir, og veit, afþvíað þetta er um hádegisbilið á sunnudegi, að foreldrar mínir eru að fá sér tesopa. Viðarborð, stólar, þungu leirkrúsirnar. Móðirmín stendur við eldavélina, faðirminn erað smeygja af sér stígvélunum, munaðarleysinginn, bróðursonur minn, með hárið út íloftið, seilist eftir sítrónubðkunni. Nú mundiégkalla oggera vart viðmig, eféggæti, eða sem betra væri, láta migfalla ofan, svífa íþaninni fallhlífinni niður íhúsagarðinn, ganga síðan inn, eins og ékkert hefði ískorizt, faðma þau öll að mér, taka bollann minn afkróknum og blanda mér í umræðuna. En — hérna sit ég, örvæntingarfullur miðaldra maður, hjálparvana ávöxtur ákvarðana, tekinna á uppvaxtarárunum. Flugþjónninn gengur framhjá með matarbakkana. Ég heyri naumast til hans fyrir mfnum eigin hjartslætti. MILLIÞÁTTA Eftirlangan dag viðkrabba ogostrur brýztu á bátiþínum gegnum brimiðívar. Hérhefurðu tendraðeld, matreitt gjafir sjávarsins. Hafiðgefurfyrirheit um hiðfábrotna. Að baki okkar er dimm ur skógur, hiðflókna vegakerfí. Þvínú Hfum viðí'heimi sands ogávalra skelja, þar sem fjöllin eru sem mildirguðir úti við sjóndeildarhringinn. Höfundur kvaeða þeirra, sem hér eru birt i íslenzkri þýöingu Finnboga Guðmundssonar og tekin úr nýútkominni Ijóðabók hans, The Carpenter of Dreams (Draumasmiðurinn), er kanadískt skáld og kennari af íslenzkum ættum og heitir fullu nafni William Dempsey Valgardson. Langafi hans, Valgarður Jónsson, fluttist vestur um haf 1878 frá Akurtröðum í Eyrarsveit, en hafði áður búið í Kolgröfum i sömu sveit. Sonur Valgarðs, Ketill, fór með honum, og settust þeir að í Nýja-íslandi. Einn sona Ketils og fyrri konu hans, Soffíu Sveinbjarnardóttur frá Saurum í Laxárdal, er Alfreð, en sonur hans afturWilliam D. Valgardson. William (eða Bill eins og hann er oftast kallaður) fæddist í Winnipeg 7. mai 1939, lauk 1961 almennu BA-prófi frá Manitoba-háskóla, fimm árum síðar, 1966, B.Ed. prófi frá sama skóla með ensku og listfræði sem aðalgreinar. Þá stundaði hann bæði nám og kennslu við lowaháskólann í Bandaríkjunum 1967—69, og fékkst þar við rit- og mælskulist, ennfremur ameriskar nútimabók- menntir. Aðalritgerð hans fjallaöi um kveðskap tengdan Winnipegvatni. Hann kenndi um árabil ensku við menntaskóla i Manitoba, en síðar við nokkra háskóla vestra, seinustu tíu árin við háskólann í Victoríu (University of Victoria) í Brezku Columbíu í Kanada, þar sem hann er nú prófessor í ensku og forseti enskudeildar háskólans. Bill Valgardson á þegar að baki fjölbreyttan rithöfundaferil, hefur gefið út nokkrar skáldsögur, Ijóðmæli, leikrit, auk fjölda smásagna og kvæða, er birzt hafa á víð og dreif, en einnig verið safnað að nokkru í bindi og gefin þannig út. Nokkur verka hans hafa verið flutt í sjónvarpi eða kvikmynduð sérstaklega. Bill Valgardsqn var í júní 1985 kosinn formaður kanadiska rithöfundafélagsins. Hann er væntanlegur til íslands i næsta mánuði sem gestur nefndar um samskipti l'slands og Vestur- fslendinga, er starfar á vegum utanríkisráðuneytisins. iHLflBSHSS Milan Kundera Hlátur og dapurlegt bros einkenna þennan fræga útlaga frá Tékkóslóvakíu, sem nú býr í París, forðast sviðsljósið, skrifar á tékkn- esku og telur að friðhelgt einkalíf sé einn af hinum stórkostlegu vinningum evrópskrar menningar - enda hefur hann sjálfur kynnst því að vera undir smásjá Stóra bróður M ilan Kundera veitir engin viðtöl lengur og hafnar nær öllum boðum um að koma fram opinberlega. Hann vildi heldur ekki hitta mig — blaðamann frá Svíþjóð. Hann lét sameiginlegan vin skila því. Milan Kundera er þreyttur á blaðamönn- um og honum líkar illa við fjölmiðla. Hann er dauðleiður á því að þurfa stöðugt að útskýra bækur sínar eða komast vel að orði um allt milli himins og jarðar. Og um sjálfan sig, tilfinningar sínar og einkalíf neitar hann að segja aukatekið orð. Hann er einn af þekktustu og eftirsóttustu rithöfundum Vestur-Evrópu um þessar mundir. Daglega berst honum fjöldi boða af ýmsu tilefni og beiðnir um viðtöl. En hinn sameiginlegi vinur lofar samt að reyna að koma okkur saman í einkasam- kvæmi í Paris. Það er reyndar brúðkaupsveizla, og Kundera sjálfur er svaramaður. Það er kannski af því að þetta er fjörugt sam- kvæmi, kannski af því að ég er hvorki með skrifblokk eða segulbandstæki, kannski af því að ég er frá sama hluta Evrópu og hann sjálfur, kannski af því að honum leiki for- vitni á að vita, hvað ég, sem búi í Svíþjóð, álíti um Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár — það er kannski þess vegna sem hann fer á endanum að tala við mig. Og brátt erum við komnir í fjörugar samræður, þar sem margt ber á góma, ferðalög, menningarmál í Mið-Evrópu og hið feikilega vald fjölmiðlanna. En mest ræðum við að sjálfsögðu um hina miklu ástríðu Kundera — bókmenntir. Milan Kundera er ekki aðeins í fremstu röð þeirra, er stunda skáldsagnagerð í Evrópu og einn snjallasti málsvari hennar, heldur og svarinn óvinur „agelastanna". Það var franski rithöfundurinn Francois Rabelais, sem mótaðúhugtakið „agelastar", en hann var uppi á 16. öld. Orðið sótti hann í grísku, og það merkir þá, sem ekki hlæja, þá, sem ekki hafa kímnigáfu. „Agelastarnir" eru sannfærðir um, að sannleikurinn birtist í þeirra eigin hug- myndafræði og telja, að allir menn eigi að hugsa á sama hátt. Kundera berst gegn þeim með skáldsöguna að vopni, því að það er kímnigáfan, sem skapar hana, og hún er í eðli sinu andstæða allrar hugmynda- fræðilegrar sannfæringar. í hinum marg- brotna heimi skáldsögunnar á enginn sann- leikann, og þar eiga allir rétt á skilningi. í bókum sínum sameinar Kundera hið kímilega og heimspekilega, og þar getur hann talað opinskátt og hreinskilnislega, velt hlutum fyrir sér og krufið þá, rætt um vonir okkar og blekkingar og flett ofan af þeim, grafið undan steinrunnum hugmynd- um, kannað tilveruna eins og honum sýnist og dregið sínar eigin ályktanir af taumlausri sjálfhæðni. Og lýst veruleikanum í spéspegli. Milan Kundera fæddist í Brno í Mæri í Tékkóslóvakíu, sem þekkt er fyrir sitt sér- staka andrúmsloft, gamansemi og ærslafull- ar venjur frá því á miðöldum. Þessi hluti Evrópu hefur séð ýmislegt af því, sem hrunið hefur í heimi hér á 20. öld: Endalok hinna miklu keisaradæma, upphaf fasismans, villimennsku nazismans, fyrir- heit sósíalismans, ógnir stalínismans og loks það, sem Kundera talar svo oft um: dauða hins vestræna heims. Það virðist eins og viðbrögð gagnvart framvindu sögunnar, að hér hefur þróazt menningarhefð, sem ein- kennist af þunglyndislegri angurværð, efa- hyggju og kímni, sem hneigist að hinu fárán- lega og kaldranalega. Milan Kundera er greinilega barn þessa tíma. í ÞÁGU HINNAR SÓSÍ- ALÍSKU FRAMTÍÐAR Eftir stúdentsprófið, sem hann tók um það leyti sem kommúnistar komust til valda 1948, hélt hann til Prag til að nema kvik- myndalist, yrkja ljóð og vinna í þágu hinnar sósíalísku framtíðar. En áhugi hans á kommúnismanum dofhaði með umbreyting- um þjóðfélagsins í anda Stalíns og við kynni hans af hinum húmorlausu skriffmnum og valdsmönnum hins sósíalíska veruleika. Þetta varð til þess, að Kundera sneri baki við umheiminum og tók að lifa aðeins fyrir tvennt: konur og list. Hann náði mun betri árangri meðal kvenna en á sviði listar- innar. Hversu mjög sem hann lagði sig fram um að mála, yrkja, spila jass eða leika á sviði, var hann aldrei fyllilega ánægður. Og það var ekki fyrr en hann var orðinn 33 ára — þegar hann skrifaði fyrstu sögur sínar — að hann fann sjálfan sig. Kundera losaði sig við hina ljóðrænu sjálfshyggju æskuáranna og fékk meiri áhuga á umhverfinu en á sjálfum sér. Hann leitaði ekki lengur að hinum eina Sannleika, heldur að öðrum, afstæðum sannindum. Og honum varð ljóst, að það er frásagnarlistin, sem kennir einstaklingnum að skilja sann- indi annars fólks og sjá takmarkanir síns eigin sannleika. Undir áhrifum frönsku tilvistarstefnunn- ar helgaði Kundera nú líf sitt skáldsögunni og tileinkaði sér hinn vestræna anda varúðar og efasemdar. LESBÚKMORGUNBLAÐSINS 28.JUNI1986 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.