Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Síða 12
TÍMAR SNEYDDIR KÍMNIGÁFU Kundera hefur lýst árunum frá lokum fimmta áratugarins og til upphafs hins sjöunda sem „tímum, sem voru sneyddir kímnigáfu, en sem óhjákvæmilega skópu fáránlegar þversagnir". Þetta dapurlega tímabil reyndist engu að síður fijór bókmenntalegur jarðvegur fyrir agalausan æringja á borð við Kundera, sem brynjaði sig hlátri gegn óttanum. Fyrstu skáldsögur hans Qalla um þessi ár í sögu Tékkóslóvakíu á gagnrýninn hátt. Á bak viö vægðarlaust háðið leynist alvariegt uppgjör við stalínismann, sálfræði hans, siðferði og pólitískt gangverk. „Spaugið" — sem kom út 1967 eftir miklar deilur við hina opinberu ritskoðun — er hörð ádeila, en þó gamansöm á hið tékkn- eska þjóðfélag, sem þolir ekki glettni, og þar sem saklaust spaug getur eyðilagt allt líf ungrar manneslq'u. í bókinni „Láfíð er einhvers staðar annars staðar“, sem hann lauk við 1969, en kom ekki út fyrr en 1973 og þá aðeins á Vestur- löndum, rekur hann hinn sálfræðilega gang mála, sem á sjötta áratugnum mótaði sósíal- ískt skáld og kom því til að fóma fuslega sínum nánustu, úr því að þeir lifðu ekki í samræmi við hinar rómantísku byltingar- hugsjónir. Á sjöunda áratugnum var Prag, að því er Kundera segir, paradís ástalífsins, þar sem „vandinn að taka alvömna hátíðlega hvarf, og nautnalíf og léttúð blómstraði undir siðsamlegu yfírborðinu". Ástalífiö varð eins og síðasta friðland einstakiingshyggjunnar, eini vettvangur frelsis og sjálfsákvörðunar, blómleg vin í eyðimörk alræðisins. í smásagnasafninu „Leikir ástarinnar" lýsir Kundera einmitt þessum tíðaranda. KENNDI - ÞÝDDI - SKRIFAÐI Hjá Kundera sjálfum einkenndist sjöundi áratugurinn af athafnasemi og miklum afköstum. Hann var prófessor við kvik- myndaháskólann í heimsbókmenntum og kenndi öllum verðandi leikstjómm hinnar nýju tékknesku kvikmyndalistar, sem frægir urðu, m.a. Milos Forman. Auk þess þýddi hann erlend bókmenntaverk, skrifaði dagblöð, var í ritstjóm áhrifamesta bók- menntatímarits landsins, tók virkan þátt í tiirauninni ti! að skapa sósíalisma með mannlegri ásjónu og síðast en ekki sízt skrifaði hann leikrit og sögur. Allt þetta tók þá snöggan endi 21. ágúst, 1968, þegar rússneska innrásin var gerð. Um 120.000 Tékkar flýðu land og hálf milljón manna varð óþyrmilega fyrir hreins- unum. Meðal þeirra var Milan Kundera, sem neitaði að biðjast afsökunar opinberlega. Kundera varð að hætta háskólakennslu og var settur í ritbann. Áróðursstofnun ríkis- ins tók aö afmá hann úr tékkneskri sögu og að sjálfsögðu úr öllum bókasöfnum og bókabúðum. Ekkert forlag vildi gefa út bækur hans lengur og engin tímarit vildu birta greinar hans. Nafn hans var strikað út úr öllum skrám og uppsláttarritum. Hann hætti að vera til í föðurlandi sínu. Án starfs og tekna varð hann nú að lifa einföldu lífi á sparifé sínu. Þegar hann ekki var að skrifa, eyddi hann timanum á veit- ingahúsinu Gulina snákinum í hjarta Prag, sem varð eins konar miðstöð hinna 230 tékknesku rithöfunda, sem þaggað hafði verið niður í. KVEÐJUVALSINN 1972 lauk Kundera við nýja skáldsögu, sem er bæði gamansöm og sorgleg og fjallar um lítinn hóp fólks á tékkneskum baðstað. Hún hét „Kveðjuvaisinn", og hann hefur gefið skýringu á heitinu: „Þaö táknaði, að ég hefði skrifað mína síðustu bók og væri að kveðja sem rithöfundur. Eg var sann- færður um, að ég hefði sagt allt, sem ég vildi sagt hafa.“ En kaldhæðni örlaganna kom til skjal- anna eins og svo oft í skáidsögum hans. Frægð hans í Evrópu var honum að vísu vörn gegn ofsóknum lögregiunnar. En svo var ekki um vini hans, sem urðu að þola endalausar yfirheyrslur, og þá gerði lögregl- an þeim ljóst,.að það væri hættulegt að hitta Kundera. Þó að hann væri ekki til sem persóna, ætti sér opinberlega hvorki tilveru né sögu, þá var nærvera hans í landinu þó mjög hættuleg fyrir vini hans. Milan Kundera ákvað því að yfirgefa Tékkóslóvakíu ásamt Veru, konu sinni, og fiytjast búferlum til Frakklands, þar sem honum bauðst staða gistiprófessors. „Agelastamir" í Prag reyndu að þagga niður í Kundera fyrir fullt og allt, en færðu evrópskum bókmenntum í staðinn mikinn rithöfund. Þrátt fyrir „Kveðjuvalsinn" bytjaði Kund- era nefnilega að skrifa á ný og honum var þegar tekið sem viðurkenndum höfundi á vettvangi bókmennta í Evrópu. „Bók hláturs og gleymsku" var fyrsta skáldsaga hans í útlegðinni, hún kom út 1978 og vakti mikla athygli. Hún var talin ein merkasta bók vorra tíma, einstakt meist- araverk. En stjómvöld í Prag voru allt annað en hrifín og Kundera var sviptur tékknesk- um ríkisborgararétti. Þó er bókin ekki pólitísk skáldsaga. Og hún fjallar eins mikið um ástarlíf, útlegð og bamaskap Vesturlandabúa og um það, hvemigGustaf Husak, „forseti gleymskunn- ar“, reynir að höggva sundur rætur þjóðar. ÞJÁNINGALAUS ÚTLEGÐ Það hefur verið Kundera tiltölulega vandalaust að laga sig að lífínu á Vestur- löndum, og útlegðin hefur engan veginn valdið honum þjáningum. En hann hefur heldur ekki viljað iíta á sig sem landflótta. Hann hefur tekið sér bóifestu í París fyrir fullt og allt og lítur nú á Frakkland sem sitt heimaland. Kundera-hjónin lifa kyrrlátu lífi nálægt Montpamasse. Þau haida sig hvort að sínum störfum flesta daga, en þegar Milan Kund- era er ekki að skrifa eða halda fyrirlestur um mið-evrópska menningu við l’Ecole des Hautes Etudes og Vera vinnur ekki sem umboðsmaður eiginmanns síns, flýja þau gjama stórborgarlífið og halda til svissnesku Alpanna. En þrátt fyrir hina sársaukalausu aðlögun að hinu franska þjóðfélagi skrifar Kundera bækur sínar á tékknesku. Skýring hans á því er þessi: „Tékkneskum bókmenntum og andans mönnum landsins hefur verið komið fyrir kattamef, málið hefur úrkynjazt, breytzt og orðaforðinn er orðinn fátæklegur. Það eru tékknesku rithöfundamir erlendis, sem reyna að varðveita tunguna." Greinar sínar, sem aðallega §alla um skáldsagnalist, skrifar hann aftur á móti á frönsku. Fyrir nokkrum árum hélt hann því fram í snjallri grein, að hans eigin Mið-Evrópa, sem að sjálfsögðu er hluti af hinum vestræna heimi, með vestrænar menningarhefðir og hugsjónir um frelsi og lýðræði, hefði orðiö gleymskunni að bráð. Hinni óvirku gleymsku Vestur-Evrópu og hinni virku í Austur-Evrópu. Þessi grein vakti mikla athygli, sem beindist að Mið- Evrópu og málefnum hennar. í bók sinni „Hið óþolandi léttvægi tilver- unnar“ (á sænsku heitir hún „Varats olidliga latthet") ræðir hann hin miklu pólitísku, siðferðilegu og heimspekilegu vandamál, sem efst eru á baugi í Evrópu nú. Og þótt hún væri skrifuð fyrir tiltölulega þröngan hóp menntamanna, náði hún fádæma vin- sældum, er hún kom út í Frakklandi vorið 1984. Vinsældir hans sem rithöfundar hafa að sjálfsögðu vakið mikinn áhuga og forvitni manna á manninum persónulega. Nafn hans er iðulega nefnt í útvarpi og sjónvarpi, blöðum og tímaritum og alls staðar ræða menn um bækur hans, á kaffíhúsum og á mannamótum. Andúðá Sviðsljósinu En Kundera hefur alltaf haft andúð á því að sýna sig, og öll þessi athygli, sem að honum beinist, hefur valdið því, að hann forðast sviðsljósið meira en nokkru sinni. Hann' er næstum sjúklega var um sig, og fyrir honum er lausmælgi dauðasynd. En svo hefur hann líka lifaö mikinn hluta ævi sinnar í alræðisríki, þar sem hið opinbera er alls staðar nálægt og reynir stöðugt að njósna um einkalíf manna. „Einkalífíð,“ hefur Kundera sagt, „er þitt persónulega leyndarmál, ómetanlegt, frið- helgt pg á þvi byggist allur þinn persónu- leiki. Án leyndarmáia er ekkert hugsanlegt — hvorki ást né vinátta. Einkalífíð er einn af hinum stórkostlegu ávinningum í sögu evrópskrar menningar, alveg eins og hljóm- sveitin, skáldsagnagerðin og lýðræðið — allt, sem gerir Evrópumanninn evrópskan." Kundera telur, að einkalífinu, sjálfum kjama evrópskrar tilveru, sé ógnað alls staðar nú á tímum. í alræðisríkjum vakir auga lögreglunnar yfir einstaklingnum. En í lýðræðisríkjum á einkalífíð i vök að veijast gegn hinni óþolandi ágengni fjölmiðlanna. „Þao eru til mörk á milli einkalífsins og hins oinbera,“ segir Kundera, „og þau mörk verður að virða, ef ekki á illa að fara. Hræsnarar einir geta sagt, að þau mörk séu ekki til og að maðurinn sé eins út á við og í einkalífinu ...“ Sv. Ásg. þýddi EFTIR GABI GLEICHMANN 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.