Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Side 13
H jr A S * o> i L 1 1 1 tfí 1 L A IS 1 D S N w A M S B R A U T 1 r H J w U K R U N A R F R Æ C ) U M STARF SEM VEITIR INNSÝN f LÍF MANNA EFTIRINGIBJÖRGU MAGNÚSDÓTTUR Námsbraut í hjúkrunarfræði var stofnuð við Háskóla íslands haustið 1973 og voru fyrstu nemendurnir brautskráðir vorið 1977. Þetta er því 10. árið er Háskólinn brautskráir hjúkrunarfræðinga og þykir tilhlýðilegt að minnast þess með nokkrum orðum. Námsbraut í hjúkrunarfræði er í tengslum við læknadeild, en hefir sjálfstæði í öllum innri málum. Námsbrautin á ekki fulltrúa í háskólaráði, en ef fjallað er um málefni hennar á fundum háskólaráðs, skal boða fulltrúa hennar á fund í ráðinu. í lögum um Háskóla íslands nr. 79/1979 segir svo um hlutverk Háskólans: „Háskóli Islands skal vera vísindaleg rannsóknastofn- un og vísindaleg fræðslustofnun, er veiti nemendum sínum menntun til þess að sinna sjálfstætt vísindalegum verkefnum og til þess að gegna ýmsum embættum og störf- um í þjóðfélaginu." Námsbraut í hjúkrunarfræði annast kennslu og rannsóknir í hjúkrunarfræði. Inntökuskilyrði, námstilhögun Og námsgreinar Inntökuskilyrði inn á námsbraut í hjúkr- unarfræði eru þau sömu og almennt í Há- skólann, en lögð áhersla á nauðsyn þess að nemendur hafi þekkingu á raungreinum og staðgóða enskukunnáttu. Áætlaður náms- tími í hjúkrunarfræði er fjögur ár, hámarks- tími er sex ár. Námið er metið í heild á 120 einingar og gert ráð fyrir að ljúka megi 30 einingum á hveiju ári. Að baki hverrar námseiningar skal að jafnaði vera að minnsta kosti ein vikuleg misseriskennslu- stund eða ein námsvika. Bóknám fer fram í húsnæði námsbrautar- innar á Eiríksgötu 34, en verknám í rann- Frá Félagi hjúkrunarfræðinema við Háskóla íslands Oft heitt í kolunum Istjórn Félags hjúkrunarfræðinema sitja einn til tveir nemendur frá hverjum árgangi. Fulltrúarnir eru kosnir á aðalfundi á hveiju hausti. Eitt af aðalmarkmiðum félagsins er að beita sér fyrir hagsmunamálum nemenda varðandi félags- og námsað- stöðu. Nú er málum svo komið, að náms- brautinni hefir verið tryggt húsnæði á Eiríksgötu 34 og stendur til að bæta þar alla aðstöðu nemenda og kennara. Útlit er fyrir að á næstunni verði þar prýðileg aðstaða til lestrar, hópvinnu og félags- lífs. Félagslíf nemenda felst einkum í reglulegum félagsfundum þar sem rædd eru málefni nemenda, námsbrautarinnar og hjúkrunarstéttarinnar. Þessir fundir eru vel sóttir og oft heitt í kolunum, enda taka nemendur jafnan virkan þátt í umræðum. Auk fundanna má nefna störf ýmissa nefnda á vegum félagsins, en þær eru t.d. bókarnefnd, kynningar- nefnd, ritnefnd og skemmtinefnd. Tvær þær síðastnefndu eru mjög virkar. Skemmtinefnd sér um ýmsar skemmtan- ir og vísindaleiðangra til sjúkrastofnana á landsbyggðinni. Vísindaleiðangrar þessir hafa jafnan verið fjörlegir og bæði nemendum og starfsfólki sjúkra- stofnananna til gagns og ánægju. Ritnefnd vinnur að útgáfu fagtíma- ritsins Curators. í því birtast greinar byggðar á verkefnum nemenda auk annars efnis er varðar hjúkrun. Við höfum rætt hér um félagslífið út frá félagi hjúkrunamema. Ekki er síður mikilvægt að hafa í huga þann þátt fé- lagslífsins, sem snýr að daglegri samveru og samstarfi nemenda í náminu. Má í því sambandi nefna hópvinnu, en þar er oft lagður grunnur að tengslum nem- enda, sem em þeim mikilvæg í námi og að námi loknu. Sigrún Gunnarsdóttir, formaður, Margrét I. Hallgrímsson, Helga Bragadóttir. Nú vinna margir fjögurra árs nemar lokaverkefni sitt með aðstoð tölvu. Fyrirhugað er að auka þátt tölvukennslu í hjúkrunarfræðum. Við lokapróf er veitt BS-gráða í hjúkmnar- fræði. Að prófi loknu getur nemandi sótt um hjúkrunarleyfi til heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytisins, en því fylgir réttur til þess að kalla sig hjúkmnarfræðing og stunda hjúkmn hér á landi. sóknastofum og heilbrigðisstofnunum — sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum. Námið er byggt þannig upp, að fyrstu tvö árin er lögð áhersla á undirstöðugreinar hjúkrunarfræðinnar. Á fyrsta ári em kennd- ar ólífræn og lífræn efnafræði, félagsfræði, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28.J0NI1986 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.