Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Side 14
Morgunblaðið/Einar Falur Hluti af verklega náminu felst í umræðufundum. Hér eru nemendur og kennarar á slíkum fundi. heimspekileg forspjallsvísindi, líffærafræði, fósturfræði, alm. örverufræði og sálarfræði. Á öðru ári er kennd alm. hjúkrunarfræði, iífefnafræði, lífeðlisfræði, vöxtur og þroski bama og unglinga, hjúkrun fullorðinna og aldraðra, lyfjafræði, meinafræði og sýkla- og ónæmisfræði. Kennsia í raungreinunum fer fram í fyrirlestrum, dæmatímum og verklegum æfíngum í rannsóknastofum og þykir bæði fjölbreytt og oft og tíðum alllíf- leg. Á síðari árunum tveim er áhersla lögð á hjúkrunargreinamar svo og stjómun, kennnslu og rannsóknir í hjúkrun. Náms- greinar á þriðja ári eru: Bamahjúkrun og bamasjúkdómar, handlækningar og hjúkr- un, lyflækningar og hjúkrun, fæðingarfræði og fæðingarhjúkrun, heilbrigðis- og faralds- fræði og næringarfræði. Námsgreinar á fjórða ári eru geðsjúkdómar og geðhjúkmn, heilsugæsla, tölfræði, kennslufræði, stjórn- unarfræði og rannsóknir í hjúkrun. Síðustu tvö námsárin sækja nemendur fyrirlestra jafnhliða verknámi í hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum. Verknám í hverri og einni hjúkmnargrein nær að jafnaði yfír §órar til sex vikur, og á þeim tíma vinna nemendur ýmis verkefni auk þess að stjóma umræðufundum (seminömm) í samvinnu við unarfræðingar stunda þar nám í vetur, þar á meðal einn eða fleiri er vinna að doktors- ritgerð í hjúkmnarfræði. Starf að loknu námi Ekki þurfa hjúkmnarfræðingar að óttast atvinnuleysi að námi loknu, því að segja má, að heilbrigðisstofnanir bíði eftir hveijum nýjum hópi er lýkur prófí. Hér áður fyrr voru það yfírleitt konur er lærðu til hjúkr- unar og unnú við hjúkmn. Nú em fleiri og fleiri karlar er leggja hjúkmn fyrir sig og em þeir eftirsóttir til starfa. Hjúkmnarstörf em margbreytileg og sí- breytileg í nútímaheilsugæslu og sjúkra- hjúkmn. Starfssviðið er því mjög fjölbreytt og úr mörgu að velja. Hjúkmnarfræðingar vinna á flestum deildum sjúkrahúsa við almenn eða sérhæfð hjúkmnarstörf, stjóm- un eða kennslu og æ fleiri ráða sig til heilsu- gæslu í heilsugæslustöðvar út um land allt. Þeim, sem fellur kennsla vel, geta kennt í skólum og heilbrigðisstofnunum, og eftir- spum eftir hjúkmnarfræðingum til stjórn- unarstarfa hefír farið vaxahdi. Hjúkmn er oft erfítt starf, sem krefst bæði andlegs og líkamlegs þreks. Það er viðburðaríkt og trúlega em fá störf er veita Á barnadeild. Nemendur sækja verknám á hinar ýmsu deildir heilbrigðisstofnána. Hér er nemandi í verknámi á barnadeild Landakotsspítala. aðra nemendur og kennara. Lokaáfangi námsins em rannsóknaverkefni, sem unnin em í smáhópum. Rannsóknir í hjúkmn hafa lítið verið stundaðar hér á landi. Segja má að brotið hafí verið í blað er hjúkmnarfræð- ingum gafst kostur á menntun til rann- sóknastarfa og þótt þær rannsóknir', sem unnar em á námsbrautinni, séu fremur vísir að rannsóknum en fullnaðarverk, þá er þó kominn þar gmnnur, sem byggja má ofan á og sem kemur að notum í framhaldsnámi. F ramhaldsmenntun hjúkrunarf ræðinga Framhaldsmenntun hjúkmnarfræðinga hér á landi er nú í endurskoðun hjá nefnd er starfar á vegum menntamálaráðuneytis- ins. Allmargir hjúkmnarfræðingar hafa lokið prófí í uppeldisfræði til kennsluréttinda frá Háskólanum og um 15 hafa lokið MS-gráðu í hjúkmnarfræði frá háskólum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Nokkrir hjúkr- meiri innsýn í líf manna, áhyggjur þeirra og kvíða, sigur og ósigur, sorg og gleði. Hjúkmnarfræðingurinn verður að setja sig í spor sjúklinga sinna, hvers og eins, til þess að þekkja þarfír þeirra. Sgt hefír verið að hann þurfí að vera meðvitund þess meðvitundarlausa, lífslöngun þess, sem vill svipta sig lífí, hækja hins halta, augu hins blinda, túlkur hins mállausa, hreyfítæki kornabamsins, traust og þekking hinnar ungpi móður, ogþannigmætti lengi telja. Flestir hjúkrunarfræðingar hafa ánægju af starfi sínu og fá störf em betur þökkuð en góð hjúkmn. Höfundurinn er námsbrautarstjóri i hjúkrunarfraeði. PÁLMI ÖRN GUÐMUNDSSON Deildarblús Sólginn hugur blábeijaveislugesta hamingjuseidda kvíðbogans jörð takmarksins kvalin vígvélum skarti pierrot ímunnvikum vikuna út orðasalat orðlausra manna sem hrinda taprekstri í framkvæmdamiðla meðan kókið flæðir um æðarþjóðarbúsins því hér hvílir skáld íúldinnijörð blómaskrúðsins hún sem hvílirnú við brunn sinnar feigðar selur sig hæstbjóðanda og bláberjaveislumunnar sjúga vísitölukúna og klámbylgjuhreyfingar veislustjórans erta varir lúxusmillanna einsog vindmillur tapið botnlaust einsog ríkidæmið því hér hvílir skáld í úldinnijörð blómaskrúðsins milliliðalaust svelt allt sitt líf. Pálmi er skáld í Reykjavík og leggur þarað auki stund á myndlist. ANNA MARÍA ÞÓRISDÓTTIR Primavera Forarblettir á skónum, undirgróbleikum stráum dúar frostlaus jörð. Aprílgult sólskin gegnum þunnar skýjaslæður glampardauft á Ijósum trjástofnum. Úr mistri tímans kemur eldgömul minning: bústin kindaspörð í litlum leikfangapotti, saxiáhnúum eftirfyrsta drullumall vorsins. Primavera- snemmvoríð erkomið tillslands. Ekki flfki íturmenna Botticellis, heldur skólabarna, sem kasta afsér vetrarúlpunum ogfara ísnú — snú ogparís í frímínútunum. Snemm voríð íslenska lyktar afþýðri mold, Ijómar á nýveiddum rauðmaga, hljómar í lóusöng. Anna María Þórisdóttir er frá Húsavík, en býr í Reykjavík. Greinar eftir hana hafa oft birst í Lesbók. SIGURJÓN ARI SIGURJÓNSSON Við eld minninganna Viðfalinn eld ídimmu horni húkir hokin vera í slitnum gömlum klæðum hún staririnn í fortíð falda íárum og finnuryl úr minninganna glæðum þarsem eru hugans bernsku hagar íhúmi firrðar ríkja bjartir dagar. Það herðist mund að hörðu köldu járni og höfug tár á svartan skörung hníga úrföldum eldi birtast fimardísir sinn feigðardans um moldargólfið stíga nú sameinast íhugans hulda straumi horfin veröld tekur við afdraumi. Nú lifa afturþeirsem látnirhvíla og löngu týndar myndir birtast aftur nú legguryl afást um kaldan kofa og kærleikans hér ríkir dulinn kraftur og lítil glóð frá löngu gleymdum stundum ognú glæðir lífið nýjum endurfundum. Við falinn eld ídimmu horni húkir hokin vera í slitnum gömlum klæðum mót brostnum augum starir eldsins auga undan mónum snarkar lágt íglæðum horfín veröld hefuraftur vikið og vængur dauðans setti spor írykið. Sigurjón Ari er heildsali í Reykjavik og hefur oft áður birt Ijóð i Lesbók.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.