Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Side 2
AUSTAN UM HEIÐI Eftir séra Heimi Steinsson „Þar sem Kristur fæddist heilli þjóð“ Endurnýjuð umræða um framtíð ^ingvalla hefur nú fram farið um nokkurra missera bil. Áður vék ég í þáttum þessum að ýmsum tillögum, er komið hafa fyrir almennings sjónir. Þar bar hæst þá hugmynd forseta Sameinaðs Alþing- Myndin er úr Þingvallakirkju. Mér verður æ Ijósari þýðing Þingvalla fyrir þjóðlíf íslendinga. Staðurinn helg- ast öðrum stöðum fremur af sögu og trú þjóðarinnar. Á Þingvöllum hófst elzta þjóðþing veraldar, þegar íslendingar stofnuðu lögbundið samfélag. Átökum milli heiðinna manna og kristinna lyktaði með kristnitökunni á þann veg, að til fyrirmyndar er öllum þjóðum, er vilja leysa deilumál sín á mannsæmandi hátt. Þingvellir geyma friðhelgi, sem likja mætti við jörðina, þar sem Móse fann anda helgan til sín streyma: „Drag skó þína af fótum þér, því að sá staður, er þú stendur á, er heilög jörð.u Herra Pétur Sigurgeirsson: Kirkjan öllum opin. Hirðisbréf til presta og safnaða á íslandi. is, að reist verði á Þingvöllum hús Alþingis. „Þar væri þingsalur, þar sem halda mætti hátíðarfundi í Alþingi, þegar sérstök tilefni væru til. Mætti hugsa sér, að þingsetning og þinglausnir færu þar að jafnaði fram. I byggingu þessari væru húsakynni til guðs- þjónustuhalds. Þannig yrðu á ný Alþingi og kirkja samofín á Þingvöllum svo sem áður var í 800 ár.“ Svo fórust forseta orð í þingsölum á Iiðnu vori. Af fleiru er að taka. Hér hefur verið minnzt á aðalskipulagsvinnu þá, er nú á sér stað á vegum Þingvallanefndar. Verður nánari grein gjörð fyrir því starfi innan tíðar. Hluti af verkum vegna aðalskipulags Þingvalla er fólginn í þjóðminjaúttekt á þingstaðnum foma. Úttekt sú hófst nú í sumar og leiddi í ljós ýmsa óvænta hluti, sem einnig mun drepið á í þáttum „austan um Heiði" á komandi hausti og vetri. Hér er þannig margs að geta, og þó fer því fjarri, að allt hafí verið nefnt. Undan- famar hásumarvikur hefur einkum tvennt komið fram, er varðar umræðu um framtíð Þingvalla. Annað gat að heyra í predikun formanns Þingvallanefndar. Hitt birtist í Hirðisbréfi biskupsins yfír íslandi. ÞJÓÐARBÚÐ á ÞlNGVÖLLUM Sunnudaginn 29. júní var efnt til hátíð- arguðsþjónustu á vegum Þingvallakirkju. Hátíðin fór fram undir kjörorðinu „horft til kristnitökuafmælis". í tilkynningu um sam- komu þessa segir, að tilefni hennar sé m.a. „sú umræða um undirbúning kristnitökuaf- mælis, sem fram hefur farið undangengin misseri". Pjölmenni sótti guðsþjónustuna. Fyrirsjá- anlegt var, að Þingvallakirkja ekki fengi hýst þann söfnuð, er þar kæmi saman. Því var ákveðið að fylkja liði í stóra salnum í Hótel Valhöll, sem Ferðaskrifstofa ríkisins léð Þingvallakirkju í þessu skyni. í reynd varð þessi stærsta vistarvera, sem nú er til á Þingvöllum, of lítil þennan dag. Sýnir sú staðreynd ásamt öðru, hve brýnt er orðið að hyggja að byggingarmálum í nágrenni helgistaðarins foma. Formaður Þingvallanefndar, Þórarinn Siguijónsson aiþingismaður, predikaði við hátíðarguðsþjónustuna. Mælti hann m.a. á þessa leið: „í aldanna rás hefur mikil og merkileg saga verið að gerast á Þingvöllum, þessum merkasta sögu- og helgistað þjóðarinnar. - Þess skulum við minnast með byggingu veglegrar Þjóðarbúðar á Þingvöllum, sem vígð yrði á þúsund ára afmæli kristninnar í landinu." Hér tekur formaður Þingvallanefndar að sínum hluta undir áður greind ummæli for- seta Sameinaðs Alþingis. Hugmyndir fæðast. Orða er leitað. En allt hnígur í einn farveg um síðir. Slíks er að von, þegar siglt er með gæfu Þingvalla og alþjóðar að leiðar- steini. Hátíðarguðsþjónustan í sumar markaði upphaf. Prestar og söfnuðir úr dreifbýli og þéttbýli hurfu þar að einu ráði. Forsætisráð- herra heiðraði samkomuna með nærveru sinni, ásamt öðrum ráðherrum, þingforset- um og alþingismönnum. Þess er að vænta, að líkan veg megi leika á næstu árum. Guð láti gott á vita. „DragSkóþína AfFÓTUMÞÉR“ Það er ætíð stórviðburður í sögu þjóðar og kirkju, þegar biskup íslands sendir Hirð- isbréf til presta og safnaða. Hirðisbréf er gefíð út af biskupsembættinu. Það verður jafnan snar þáttur í lífí Þjóðkirkjunnar um daga þess biskups, er hlut á að máli. Hirðis- bréf markar stefnu og bendir langt á veginn fram. Nú hefur herra Pétur Sigurgeirsson ritað Hirðisbréf, er nefnist „Kirkjan öllum opin“. Bréfíð berst um landið og vitnar um höfund sinn, varpar heiðríkri birtu inn að hvers manns hjartarótum. Pétur biskup tók við hinu veglega hirðisstarfí fyrir fímm árum. Góðs var að vænta, og gott eitt er fram komið. Nú er það hið góða ítrekað enn með biskups boðskap í hugþekkri bók. Eins og nærri má geta, er hér ekki til- efni til að Qalla um Hirðisbréfið almennt. En getið skal þess, er snertir þau mál, er áður voru nefnd. Herra Pétur hefur frá upphafí biskups- dóms síns tekið fast í þá strengi, er tengjast þúsund ára afmæli kristninnar á íslandi og eflingu kristins dóms af því tilefni sérstak- lega. Það kemur því ekki á óvart, er biskup setur Hirðisbréfí sínu umgjörð þessa efnis. Þegar í upphafskafla bókarinnar er fjallað um kristniboð Þorvalds víðförla og Friðriks biskups. Bent er á, að nú eru liðin rétt þús- und ár frá því að þessum fyrsta þætti íslenzku kristniboðssögunnar lauk. í niður- lagsorðum fnngangsins segir Pétur biskup: „Hálfum öðrum áratug eftir brottför þeirra var kristni lögtekin á Þingvöllum. — Það urðu bezt tíðindi á íslandi." Síðasti kapítulinn í meginmáli Hirðis- bréfsins nefnist „Tímabil undirbúnings“. Þar fjallar biskup um aðdraganda væntanlegrar kristnitökuhátíðar árið tvö þúsund. Aréttuð er fyrri hugmynd þess efnis, að reistur verði á Þingvöllum helgidómur, fyrirbænastaður friðar á jörðu. Um staðarval og tilefni far- ast biskupi orð á þessa leið: „Mér verður æ ljósari þýðing Þingvalla fyrir þjóðlíf íslendinga. Staðurinn helgast öðrum stöðum fremur af sögu og trú þjóðar- innar. Á Þingvöllum hófst elzta þjóðþing veraldar, þegar íslendingar stofnuðu lög- bundið samfélag. Átökum milli heiðinna manna og kristinna lyktaði með kristnitök- unni á þann veg, að til fyrirmyndar er öllum þjóðum, er vilja leysa deilumál sín á mann- sæmandi hátt. Þingvellir geyma friðhelgi, sem líkja mætti við jörðina, þar sem Móse fann anda helgan til sín streyma: „Drag skó þína af fótum þér, því að sá staður, er þú stendur á, er heilög jörð." Orð sín tengir biskup fyrrskrifuðum um- mælum forseta Sameinaðs Alþingis. Hús Alþingis og kristinn helgidómur á Þingvöll- um eru þannig markmið beggja þessara leiðtoga þjóðþings og þjóðkirkju. Hvort tveggja virðist og í bezta samræmi við til- lögu formanns Þingvallanefndar um Þjóðar- búð á Þingvöllum. Enn er líklegt, að þessi efnin öll eflist um sinn í deiglu lifandi umræðu, áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar. En stefnan er þegar ráðin, og henni hljóta flest- ir íslendingar að fagna. Lokakafli Hirðisbréfsins verðskuldar miklum mun ýtarlegri umfjöllun en hér er fram komin. Sá þráður mun upp tekinn að nýju, þótt seinna verði. Að sinni skulu áform biskups um friðarkirkju á Þingvöllum ítrek- uð með enn einni tilvitnun til orða bréfsins: „Þingvellir, þar sem Kristur fæddist heilli þjóð, kalla á kristið musteri friðarins." Hér er djúp hugsun tjáð í einföldum og skýrum orðum. Kristnin stendur styrkum rótum meðal íslendinga. Ætla má, að lands- menn leggist á sveif með biskupi sínum, láti það í ljós í verki á komandi ári, að enn höfum við ein lög og einn sið, - og hrindi í framkvæmd þeim áformum, sem reifuð eru í bréfinu góða. Séra Heimir Steinsson er prestur og þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum. Leiðrétting Svo viðkvæmir sem höfundar ævin- lega eru fyrir birtingu fyrstu ritsmíðar sinnar á prenti er óhæfa annað en leiðrétta í frásögn Gísla Guðmundssonar frá Bollastöðum af „Skóg- arför á sumardaginn fyrsta 1883“, síðari tíma innskot tvívegis í upphafi máls, að bílsæti hafí verið á þriðja klassa í lestinni; danska orðið „billed" hafði á þessum tíma fengið á sig myndina „bflæti" meðal Islend- inga en „miðar" lítt þekktir þótt ekki hafí verið slíkt fágæti sem bflsæti vor 1883. Samskonar utanviðsigheit hafa fjölgað ut- anfélagsmönnum úr 4 í 44 og bið ég yður í nafni nákvæmnismannsins Gísla að koma þessari leiðréttingu að í Lesbók Morgun- blaðsins villulausri eða Morgunblaðinu ef ekki reynist unnt að koma leiðréttingu í Lesbókina nú um hásumartíð. I inngangi mínum að frásögn Gísla er farið rangt með embættisheiti Finns Sig- mundssonar landsbókavarðar, ekki þjóð- skjalavarðar. Þjóðskjalasafn og handrita- deild Landsbókasafns eru eitt hvað: Handrit þessi eru skrifuð gögn sem annað hvort eru keypt til safnsins eða gefín þangað með eða án skilyrða; á „þjóðskjölum" hvílir aftur á móti afhendingarskylda, pappírum sem einkum koma frá veraldlegum eða andlegum embættismönnum og varða stjómsýslu þeirra. Dagbækur Gísla komu ekki fram á þjóðskjalasafni heldur handritadeild Lands- bókasafns. Vert er að nota tækifærið og vísa frá hverskonar misskilningi sem leitt geti af orðalaginu „koma fram“; starfsfólk hand- ritadeildar er langþreytt orðið á óljósu orðalagi um tildrög þess að gögn af deild- inni koma fyrir almenningssjónir: með orðum mínum á ég við að umræddir pappír- ar bárust deildinni nýlega (11.3. 1986) Urðu þjóðareign. Komu fram í dagsljósið. Gögn á handritadeildinni eru skráð og nánast innan seilingar 611, enginn einn mað- ur hefur lesið nema brot af þessum gögnum til neinnar hlítar: það er því vissulega hægt að uppgötva staðreyndir þar innan veggja en öllu minni líkur á að maður fínni þar nokkuð sem þá merkingu hafí fyrir annan en hann sjálfan. Menn eru mismunandi veiðnir og svipað gildir um lag manna við að nota skrár hand- ritadeildar. Ég var svo heppinn að Grímur Helgason, forstöðumaður handritadeildar- innar, sýndi mér gögn þau sem frá Gísla Guðmundssyni voru komin: mitt hlutverk hefur orðið að finna þeim aðgengilegra snið en á þeim var. Óumbeðinn. Til er gömul sögn um mann sem týndist í helli einum. Segir sagan að maður þessi hafí síðar komið fram í öðrum landsfjórð- ungi. Gögn þau sem Gísla varða, hann sjálfur í vissum skilningi, hefur komið fram á handritadeild Landsbókasafns. Og hafði þá allt of lengi verið á reiki hver veit hvar? Ekki á handritadeild Landsbókasafns. Með þökk fyrir birtinguna, Þorsteinn Antonsson. Samþykkur ofanrituðu. Ogmundur Helgason.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.