Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 3
 iggwng H ® ® ® Sl IHI ® 13 H ® ® Œ113 Sl Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Harakkir Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoó- . arrítstjórí: Bjöm Bjarnason. RitstjómarfulJtr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Rrtstjóm: Aóalstrœti 6. Sími 691100. Forsíðan Á forsíðu er að þessu sinni mynd eftir sænska myndlistarmanninn Ulf Trotzig, sem sýnir um þessar mundir í Norræna húsinu. Stutt kynning á listamanninum er í blaðinu. Á Heklutind Hrafn Andrés Harðarson bókavörður í Kópavogi hefur klifið þetta fræga fjall og skrifar hann þá ferðasögu. Hjá Hrafni er glensið og gamansemin í fyrirrúmi. Kvosin og byggðin þar er enn á dagskrá. Guð- rún Jónsdóttir arkitekt svarar grein Gísla Sigurðssonar frá í vor, þar sem vikið var að umræðum um nýjar tillögur um útlit byggðar í Kvosinni. Svanhildur Jakobsdóttir er landskunn söngkona dægurlaga um langtskeið. EllýVil- hjálms hitti hana að máli og í því samtali segir Svanhildur frá ýmsu sem á dagana hefur drifið. JÓN ÚR VÖR Til skáldsins Þú verður að vera þinn eigin dómari hrísvöndur sagðra og ósagðra orða sem snerta þig einsog puntstrá einsog þúsund kylfur Ég veit að þú hlustar aðeins á eitt meðfætt stolt þitt hvfsla heldur svo áfram gegn öllum veðrum með Ijóð þitt. B FERJAN HÓTEL JÖRÐ jl Nýverið lauk ég við að lesa minningar sr. Sveins Víkings, Myndir daganna, ritverk í þremur bindum. Þetta er ákaflega sérstætt og merkilegt rit, sem ég las mér til óblandinnar ánægju. En merkust þótti mér frásögn hans um ferjumanninn, sem ferjaði aðeins austur yfir ána. Á bls. 196 í 3ja bindi verksins stendur orðrétt: „Til er ævaforn sögn um einkennilegan ferjumann. Hann vildi ekki flytja nokkurn mann nema austur yfir ána. Enginn fékk nokkru sinni far á bátnum hans vestur yfir. Og hann var líka sérvitur að öðru leyti þessi feijumaður. Hann neitaði með öllu að flytja farangur fólksins yfir ána. Þess vegna neyddust allir til að skilja hann eftir á bakk- anum áður en þeir fóru upp í bátinn. Þetta féll mörgum illa, að verða að skilja allt dót- ið sitt eftir og oft í reiðuleysi. Nú kynni einhver að spyija, hvers vegna menn hættu þá ekki við ferðalagið og létu gamia feiju- manninn eiga sig. Það var vegna þess, að enginn gat snúið við á þeirri leið. En var þá ekki hægt að stinga við fótum og nema staðar á bakkanum. Nei, þröngin var svo mikil. Nýtt og nýtt fólk kom stöðugt ark- andi eftir þessum sama vegi, og það ýtti hinum á undan sér að ánni, sumum sárnauð- ugum.“ Þessi merkilega saga um vistaskipti okk- ar er mjög athygli verð. Hve mörg okkar stundum ekki söfnun veraldargæða: Ýmsir safna húsum, hlutabréfum, spariskírteinum og þess konar pappírum og virðast ætla með þetta allt með sér yfir á austurbakk- ann, er jarðvist lýkur. Aðrir eru ávallt með einhvern minnisvarða, þá ýmist í mynd ein- hverrar stórbyggingar, sem þeir hafa staðið fyrir, eða stofnun fyrirtækis, sem ætti að standa um aldur og ævi. En hvað er rétt gildismat? Vísustu menn hafa sagt: „Manngildið er miðað við það, hvað maðurinn er, þegar búið er að taka öll efnisleg gæði frá honum." Hafi maðurinn eitthvað jákvætt fram að færa þarf hann engin skírteini, eignalista eða veðbókarvott- orð til þess að sanna manngildi sitt. Dóttir fjármálamanns, sem mestan hluta ævi sinnar hafði stundað vafasama lána- starfsemi, sagði eitt sinn í samkvæmi við sessunauta sína: „Gerið þið eitt fyrir mig, strákar, skiljið þið ekki eftir peninga handa börnunum ykkar.“ Þetta var hennar mat, byggt á biturri lífsreynslu, því arfahlut hennar hafði fylgt skuggi á minningu föður- ins og tortryggni í hennar garð. Því er það mjög merkileg setning, sem ég rakst á í einni af viðtalsbókum Matthíasar Johann- essen, en þar hefur hann eftir gömlum manni: „Betri er hamingja við harðræði, en ógæfa við allsnægtir." Til eru menn, sem frá upphafi eru ákveðn- ir í því, að vera ekkert að burðast með veraldlegar eignir, því þá geta þeir stigið upp í bátinn hjá feijumanninum án þess að hika eða líta til baka. Einn slíkra manna var afi minn, séra Haraldur Níelsson pró- fessor (1868—1928). Hann var bammargur, en eignaðist aldrei þak yfir höfuðið og var í eilífum flutningum milli leiguíbúða. Hafn- aði að lokum í íbúð í Holdsveikispítalanum í Laugarnesi á síðustu æviámm sínum, en þar var hann prestur sjúklinganna. Séra Haraldur var vinmargur og margir þeírra urðu til að bjóða honum fjárhagsað- stoð til þess að eignast hús fyrir sig og fjölskyldu sína. Hann hafnaði ávallt þessum boðum. Sagðist ekki vilja vera bundinn af neinum veraldlegum gæðum, „því það er svo misjafnt, sem mennimir leita að og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir“ eins og Tómas Guðmundsson segir í snilldar- kvæðinu Hótel Jörð. Séra Haraldur trúði staðfastlega á hand- leiðslu Guðs og var ömggur um það, að ef eitthvað henti sig myndi forsjónin sjá fyrir B ekkju hans og bömum. Honum varð að trú sinni. En hann skildi eftir sig ræðusöfn sín, Árin og Eilífðin, ásamt fjölda annarra rit- verka. 58 ámm eftir andlát hans em verk hans enn eftirsótt hjá fombókasölum. En hætt er við að margur bámjámsskúrinn, sem hann hefði eignast, ef hann hefði safn- að húsum, væri nú ryðgaður og héldi hvorki vatni né vindum. Kjamorkuslysið í Rússlandi hefur enn minnt okkur á það, að allt er í heiminum hverfult. Tæknin getur hugsanlega tekið af okkur ráðin með þeim hætti, að spádóm- ur Nostradamusar um heimsendi rætist, þótt við verðum enn um stund að halda í vonina um eitthvert framhald. Þeir áttu að heita vitmstu menn sinnar samtíðar, mennimir, sem hönnðu atóm- sprengjuna, Albert Einstein, Niels Bohr, Robert Oppenheimer og hvað þeir nú hétu allir þessir stórvitar. Von þeirra var sú, að þegar slík ógnarvopn væm tiltæk myndu menn aldrei leggja í stríð. Frá stríðslokum 1945 hafa þó verið háðar á annað hundrað styijaldir, eða fjórar hafa byijað á ári að meðaltali. Að vísu engin atómstyijöld, en hættan á henni og slysum í kjarnorkuvemm vofir vissulega yfir. Ef svo hörmulega tæk- ist til, þá væri best fyrir okkur að vera við því búin að skilja farangur okkar eftir í skyndingu á vesturbakkanum, því við fáum ekki ráðið því sjálf, hve lengi við emm gest- ir á Hótel Jörð og þegar okkur er stjakað þaðan út: „Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru bctur". (T.G. í Hótel Jörð) LEIFUR SVEINSSON. það í huga, að við hæfi sé, að þeir reisi sér LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. ÁGÚST 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.