Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 4
Svanhildur syngur fyrir dansgesti. nesi og rak það um þriggja ára skeið, eða þangað til ég var 7 ára","eh þá fliittum við til Reykjavíkur aftur og hér hef ég átt heima síðan." Síðan segist Svanhildur hafa lokið hinni hefðbundnu skólagöngu sem barn og ungl- ingur, og að auki sótti hún sumarskóla í Englandi ásamt vinkonu sinni, þar sem þær lærðu ensku og annað nytsamt. Á þessum tíma þótti flugfreyjustarfið heillandi, og þykir víst enn, og átján ára gerist Svan- hildur flugfreyja. Var Boðið Að Verða Nr. tvö í fegurðarsamkeppni „En hvernig var það, tókstu ekki þátt í fegurðarsamkeppni um þetta leyti og varðst „Ungfrú Reykjavík"? Nú lítur Svanhildur á mig og segir hálf mæðulega: „Nei, ég varð sko ekkert „Ung- frú Reykjavík". Svo skellihlær hún og heldur áfram: „Eg skal segja þér frá þessari dæma- lausu fegurðarsamkeppni. Auðvitað ætlaði ég alls ekki að taka þátt í þessu, frekar en sumar þeirra sem þátt taka í svona sýning- um þrátt fyrir allt, en forsvarsmaður keppninnar talaði mikið og lengi um þessi mál við mig og vildi endilega að ég gæfi kost á mér. Nú, og svo kom að því að mér var farið að þykja þetta þó nokkuð spenn- andi, enda bara nítján ára þá, en samt leið nú og beið áður en ég tók þá örlagaríku ákvörðun að slá til. Það var eiginlega ekki fyrr en hann sagði mér hreinlega að ég yrði númer tvö í þessari fegurðarsam- keppni". Nú var okkur báðum skemmt og ég innti hana nánar eftir þessari fullyrðingu. „Já, já, þetta sagði maðurinn, að ég yrði númer tvö og það áður en til keppninnar kom. Það hlýtur að vera allt í lagi að segja frá þessu núna, það er svo langt um liðið. það átti ekki við mig_þótt ég lenti í þessu. Mer' fahnst ekkert gaman'áð eiga að vera ógurlega „bjútifúl" alla daga, síður en svo. Sannleikurinn er sá, að mér fannst allt umstangið þrælerfitt og fremur óskemmti- legt að auki. Annars gekk allt eftir áætlun, en veistu, ég er fyrir löngu hætt að hugsa um þennan atburð, enda var þetta árið 1960. Hinsvegar þótti mér gaman að ýmsu mark- verðu sem ég sá og auðvitað varð ég reynslunni ríkari, og það er líka ávinningur." Hjónabandi Svanhildar Og ÓLAFS GAUKS SPÁÐ EINU ÁRI Þegar þessarí fegurðarumræðu Iýkur, víkur sögunni að söngferli Svanhildar. „Sjáum nú til, það mun hafa verið um 1960 sem ég fór eitthvað að eiga við að syngja, en ég byrjaði náttúrulega ekki að neinu ráði fyrr en 1965 í Lido með Sextett Ólafs Gauks." Þegar hún minnist á eiginmanninn Iangar mig til að vita hvenær þau ákváðu að rugla saman reitunum. „Það var árið 1963 og fyrst þú spyrð, þá væri synd að segja að fólk hafi spáð okkur velferð í hjónabandinu — ég held að þeir bjartsýnustu hafí gefið því eitt ár. En auðvitað vorum við á annarri skoðun, ann- ars hefðum við aldrei stofnað til þessa fyrirtækis. Og þetta hefur enst fram á þenn- an dag og ég býst við að það geri það eitthvað áfram." Og nú er Svanhildur kími- leit. Þau hjón eiga tvö börn, Andra Gauk, sem lokið hefur þriðja ári í læknisfræði, og Önnu Mjöll, sem er 16 ára og hefur lokið þriðja bekk í Menntaskólanum í Reykjavík. Hjónaband er einkamál tveggja aðila og viðkvæmt mál á stundum. Okkur Svanhildi kemur saman um að gróft tekið megi líkja hjónabandi við kökuuppskrift. Kakan „hef- ast" svo ljómandi vel hjá sumum en kolfellur hjá öðrum. En hjónaband byggja flestir upp Notalegt að vita af góðri og spennandi bók Sjónvarpsstjarnan, feg- urðardísin, söngkonan og húsmóðirin Svanhiíd- ur Jakobsdóttir VIÐTAL: ELLÝ VILHJÁLMS M argir hafa fundið ánægjuna sem felst í því að ganga um fag- urt umhverfi í góðu veðri. Þetta reyndi ég einn daginn í maí- mánuði þegar sólin skein hvað mest. Ferð minni var heitið að heimili Svanhildar Jakobsdóttur og Ólafs Gauks. í Fossvoginum, þar sem þau búa, var gróðurangan og fuglasöngur, og allt var fallegt og notalegt. Tilveran virtist óvenju- lega skemmtileg þarna í góða veðrinu og ekkert breyttist hún við að setjast í stofu hjá Svanhildi. Hús þeirra er mjög smekk- legt, litir mildir og fremur dökkir sem fylla mann rósemi og þægilegri tilfinningu. Ollu er þar raðað af stakri smekkvísi, og meira að segja kötturinn Kisa í algjöru samræmi við gólfteppið í stofunni hvað litina varðar, þar sem hún liggur á því og nýtur ylsins frá sólinni, semskín inn um gluggana. Hún rétt kíkir á okkur þegar við setjumst, en finnst auðsjáanlega lítið til okkar koma og heldur áfram að lúra. Þetta er merkileg kisa, því einu sinni vakti hún húsbændur sína um miðja nótt með klóri og mjálmi því vatn rann frá þvottahúsi inn á teppin, og bjargaði því íbúunum frá umtalsverðum skaða. En það var nú reyndar ætlunin með þess- ari heimsókn að rabba við Svanhildi um hitt og þetta, því hún hefur fengist við ýmislegt um dagana; m.a. verið flugfreyja, tekið þátt í fegurðarsamkeppni, komið fram í sjónvarpi, útvarpi og á ótal skemmtunum víðsvegar um landið. Fyrir utan nú að hafa sungið inn á margar plötur sem enn heyrast í útvarpinu. Og Svanhildur er alls ekki af baki dottin, þvf hún syngur ennþá á skemmt- unum, þegar svo ber undir. Og nú snúum við okkur að Svanhildi. „Ég er fædd í Reykjavík og ólst þar upp að mestu leyti. Faðir minn var Jakob Einars- son; hann lék á fiðlu og saxófón með Carl Billich á Borginni í gamla daga, og móðir mín heitir Anna Sigurðardóttir Njarðvík. Þegar ég var fjögurra ára fórst faðir minn með Goðafossi hérna úti á Faxaflóa. Stuttu seinna keypti móðir mín hótelið í Borgar- Svanhildur með stailsystrum sínum í fegurðarsamkeppni sem haldin var á Miami Beach í Fiorida. Svanhildur situr fyrir miðju, en fyrir aftan hana er hinn kunni trommuleikari Gene Krupa, sem nú er látinn. Og auðvitað Iét ég slag standa og ákvað að vera með. En útkoman varð nú öll önnur en ákveðið hafði verið, því ég varð númer fímm. Og ég varð náttúrulega fyrir ægileg- um vonbrigðum — þetta var hrikalegt áfall eins og þú getur nú rétt ímyndað þér. Ég fór heim eftir þessi ósköp og leið hálf illa, sem von var. En skömmu seinna hringdi forsvarsmaður keppninnar í mig og spurði hvort ég vildi fara í „Miss Universe"-keppn- ina í stað þeirrar sem varð númer tvö og það varð úr að ég gerði það og fór til Miami Beach á Flórída. í þá daga fékk maður engin verðlaun né fatnað til fararinnar því allt varð ég að kosta sjálf nema ferðina og uppihaldið meðan á keppninni stóð. Reyndar fékk ég 100 dollara þarna úti og fyrir þá keypti ég mjög fallegan kjól sem ég notaði í lokakeppninni. En auðvitað var ég aura- laus og fyrirkomulag sjálfsagt allt annað heldur en nú á dögum." Það kemur fram í samtali okkar, að Svan- hildur kynntist engum náið af þeim sem þátt tóku í keppninni með henni, en henni er enn hlýtt til gæslukonunnar, sem sá um þær fegurðardísirnar, og segir hana hafa verið mestu indæliskonu. „Satt best að segja fannst mér ekkert þægilegt að standa í þessu keppnis„stússi," á sömu „uppskriftinni" þó misvel gangi að ná góðum árangri. „Auðvitað skiptust á skin og skúrir í mínu hjónabandi eins og hjá mörgum öðr- um, en „skinin" voru fleiri og áhrifameiri en skúrirnar og þar kom að það stytti alveg upp og ég held að mér hafi aldrei liðið eins vel og núna. Við hjónin skiljum hvort annað ágæta vel og metum hvort annað — okkur kemur yfírleitt ákaflega vel saman og erum góðir félagar. Hjónaband er fyrirtæki sem verður að reka vel ef það á að skila arði. Ég hef aldrei haft þá skoðun að hjónaband geti liðið áfram eins og ljúfur draumur, síður en svo. Fólk verður að leggja sitthvað af mórkum svo vel fari. Og þú mátt hafa það eftir mér að ég búi í farsælu hjónabandi." SVANHILDUR SYNGUR ENNÞÁ En nú víkjum við talinu aftur að söngnum og tónlistinni. „Við erum ennþá að spila og syngja fyrir fólk, aðallega á árshátíðum eða öðrum einkasamkvæmum. Og mér fínnst það mjög skemmtílegt og eiginlega skemmtilegra núna heldur en hér áður fyrr, því þá var svo mikið að gera, reyndar of mikið, það var aldrei friður. Samt var nú oft gaman; þetta starf er þannig — getur verið fjölbreytt og skemmtilegt. Einu sinni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.