Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 5
itnH'id i iln-l ¦»¦¦ n.-dmirn f-'tv i>H" tlir. f)i><| | >•<)> .bh;l;i ifli npW'l tnn f»mi rft.t >¦ . -n | )^S*g^.^^SS^S»-«w««iw- Svanhildur í sjónvarpsatriði. Sextett Ólafs Gauks 1969. Frá vinstri til hægri: Rúnar Gunnarsson (látinn), Andrés Ingólfsson (látinn), Svanhildur Jakobsdóttir, Ólafur Gaukur, Carl Möller og Páll Valgeirsson. guggna ekki. Þannig að hún á sinn þátt í að ég hóf nám við öldungadeildina. Heldur fannst mér ég nú lin til að byrja með, rétt eins og ég væri að koma í sjö ára bekk, en ég hertist við hverja raun. Eg fór rólega af stað, vissi ekki hvort ég myndi yfir höfuð halda áfram, en mér fannst nám- ið skemmtilegt og sannarlega var það ný reynsla fyrir mig. En mér fínnst alltaf gam- an að reyna eitthvað nýtt. Ég var sátt við kennarana alla sem einn, og það hefur ekki svo lítið að segja." „En ætli það hafi aldrei verið nöldrað heima fyrir þegar mamma var sifellt að fara í burtu þegar heimilisfólk þurfti á henni að halda við kvöldverðarborðið?" „Nei, nei, nei, nei, síður en svo! Þau stóðu öll með mér — öll. En á hinn bóginn voru þau afskaplega fegin þegar þessu skóiatíma- bili lauk — það kom berlega í ljós eftir á." Svanhildur hlær sínum hvella, kankvísa hlátri. „En það var aldrei talað um það meðan á því stóð. Mér finnst nauðsynlegt að hver og einn reyni að ljúka stúdents- BB^BjfljPfe* *% >m W^htF' L^: JP^ W \ iPll Hff *! ^¦¦¦k;™ iL^^^HhHH^hL& -'HF:;::::- :H Hl k w M m m ¦jjKp dk ff » \mmtmtfMammt Svanhiidur ásamt fleirum úr sextett Ólafs Gauks í sjónvarpsatriði. datt okkur í hug að fara til Þýskalands og skemmta Þjóðverjum. Við fórum til Hanno- ver og Dortmund og vorum tvo mánuði í ferðinni. Vilhjálmur Vilhjálmsson var með okkur þá og ég á góðar og skemmtilegar minning- ar frá þessu ferðalagi. Reyndar eru Þjóðverj- ar sérstaklega kröfuharðir gagnvart skemmtikröftum og þar af leiðandi var þetta tímabil feikilega góður skóli fyrir okkur. Við áttum kost á að fara til Kanaríeyja og vinna þar eftir Þýskalandsdvölina og það hljómaði nú nógu vel, en þá var Anna Mjöll á leiðinni, svo að við héldum bara heim aftur. Seinna fórum við svo nokkrum sinnum á íslendingamót' erlendis. Ég man að einu sinni áttum við að fara til New York og spila þar á íslendingamóti. Krakkarnir voru komnir til mömmu og við vorum tilbúin að leggja af stað þegar okkur var tilkynnt að flugvélin hefði flogið yfir vegna óveðurs sem geisaði einmitt á þessum tíma. Okkur fannst hálf súrt í brotið að taka aftur upp úr tösk- unuiii og sækja krakkana, svo að við Gaukur keyptum okkur bara miða til London og vorum þar í viku og nutum lífsins í ríkum mæli; fórum í leikhús og á hljómleika, en það finnst okkur óhemju skemmtilegt, og leitum uppi eftirsóknarverðustu atburðina á þeim sviðum þegar við gistum stórborgir." En við erum ekki ennþá búnar að minnast á sjónvarpið, en þar stóð Svanhildur sig af stakri prýði. EIN FYRSTA Íslenska Sjónvarpsstjarnan „Svanhildur, nú ert þú ein af okkar fyrstu sjónvarpsstjörnum. Mér eru þætt- irnir ykkar Olafs Gauks og sextettsins sérstaklega minnisstæðir, og dáðist að óþvingaðri sviðsframkomu þinni. Varstu búin að æfa svona óskaplega mikið og vel? Það var engu likara en þú værir alvön að tipla fyrirframan myndavélarn- ar". „Þú segir það já, var þetta svona gott? Það er nú gaman að heyra það. Mér fannst mjög skemmtilegt að vinna fyrir sjónvarpið, en það er þrælerfitt. Ég man að Steindór Hjörleifsson leikari leiðbeindi okkur fyrst og það fannst mér afar þægilegt.— reyndar var það í fyrsta skipti sem ég vann undir leikstjórn. Hinsvegar man ég, að ég ætlaðibara að gera þetta og þá var ekki um annað að ræða en að duga eða drepast. Og þetta tókst." Nú höfum við Svanhildur rætt um liðnu árin, þegar hún stóð í sviðsljósinu víðar en á einum vettvangi, söng inn á margar hljóm- r— §F':"' ¦'# i ^Lw ' '•/ i W 'Æm\ ir^áfl ¦¦fe. i JS0 m .-, 2 tfœ Svanhildur og Rúnar Gunnarsson í sjónvarpsatriði. plötur sem áttu vinsældum að fagna, og heilmargt annað. „Ég vil að það komi skýrt fram," segir hún, „að ég lít hvorki með eftirsjá né sökn- uði til fyrri ára. Þetta var allt saman ágætt á meðan það var, en nú er það liðið og annað tekið við ekki síður skemmtilegt og ágætt. Lífið er komið í ákveðinn farveg sem við fjölskyldan höfum sjálf stuðlað að og ég er í fáum orðum sagt ánægð með tilver- una". Svanhildur hefur gert ýmislegt annað en að taka sig vel út á sviði og skemmta áhorf- endum. Einn góðan veðurdag tók hún sig til og settist í Óldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og stóð sig með sóma, eins og við var að búast. Oldungadeildin Fyrir- taksVeganesti „Já, það. Ég get nú ekki sagt eins og sumir „að hugur minn hafi ætíð staðið til mennta". Þetta hófst eiginlega eftir viðtal sem haft var við mig í útvarpinu, en þar var ég beðin um að segja frá skólagöngu minni. Þá gerði ég mér grein fyrir því að ég hafði ekki marga skóla á takteinum sem ég gat nefnt og fannst það heldur miður. ,Svo ég ákvað að breyta þessú og lét skrá mig í öldungadeildina. Reyndar runnu á mig tvær grímur þegar ég kom að dyrum skólans innritunardaginn, þvi að mér fannst ég ekkert hafa að gera innan um allt þetta unga fólk, sem mér virtist yfirgnæfandi, og sneri við. En dóttir mín var með mér sem leist hreint ekkert á þennan gunguhátt móður sinnar og hvatti mig óspart að prófi. Fyrir utan að vera stökkpallur í framhaldsnám er það uppbyggjandi, eykur viðsýni og skapar sjálfstraust. I Hamrahlíð- inni t.d. var sitt lítið af hvetju borið á borð og sérlega ánægjulegt að fá að velja þar úr og raunar nauðsynlegt að fá að kynnast sem flestum greinum." Þegar Svanhildur er beðin að segja frægð^ arsögur af sjálfri sér úr Hamrahlíðinni er hún ófáanleg til þess. Það vill bara svo til að undirrituð veit með vissu að ósjaldan fékk hún A á prófum og það meira segja í stærðfræði, sem stöllum hennar fannst algjört „met". Og að auki hlaut hún verð^ laun fyrir frábæran árangur í íslensku á stúdentsprófi. Þetta sannar að Svanhildi er sannarlega ekki fisjað saman. En nú heldur hún áfram: „Þar sem ég hafði nú öðlast „aðgöngu- miða" að Háskólanum, þá lét ég innrita mig þar í ensku. Það var kannski fyrir for- vitnis sakir, en ég komst fljótt að raun um að ég hafði ekki áhuga á að verða ensku- kennari, en að sjálfsögðu er kennslan þar miðuð við slik áform. Þess vegna sá ég engan tilgang í að eyða þar tíma mínuni og orku, en þetta var mjög tímafrekt, og hætti. Því miður verð ég að segja það, að mér hundleiddistverá mín í Háskólanum." Er EkkiRauðsokka En vill jafnréth kynjanna Þar kemur í samræðunni að talið berst að kvenréttindamálum. Svanhildur telur sig ekki vera rauðsokku og álítur íslenskar konur standa vel að vígi hvað jafnrétti varð- ar, en viðurkennir þó launamisrétti sem tíðkist hérna og segir konur þurfa að ganga ! betur fram í að fá leiðréttingu þeirra mála. Hún segir. „En hvað framagirni kvenna áhrærir þá er það hverri konu í sjálfsvald sett hvað hún gerir, að minnsta kosti hjá okkur. Ég er t.d. viss um að ef ég hefði ætlað mér út í stjórnmál, þá hefði ég bara gert það si svona, en ég hafði ekki áhuga. Og ég held nefnilega að meirihluti kvenna sé ekkert áfjáður í slík störf. Ég hef þá trú að við séum ólíkar körlum að þessu leyti. Sjálf hef ég aldrei kynnst misrétti þar sem ég hef unnið með hljómsveitum. Mér er það minnis- stætt þegar ég byrjaði í Lido hér um árið, ung og óreynd með öllu og fékk sama kaup og þrautreyndir músíkantar sem unnu með mér." Þá vitum við það, alls staðar leynast ljós- ir punktar. En þar sem komið hefur fram að Svanhildur hefur ferðast mikið er ekki úr vegi að spyrja hana hvort hún hafi aldr- ei lent í neinni svaðilför. „Ég veit ekki hvað skal segja, að minnsta kosti varð ég einu sinni alveg rosalega hrædd. Þá fór ég með Ómari Ragnarssyni og Vilhjálmi Vilhjálmssyni frá ísafirði og niður í Bjarkarlund minnir mig, í lítilli flug- vél. En á miðri leið fer hún að hiksta og allt virtist öfugt og snúið og að lokum drap hún á sér. Ómar hefur sagt frá þessu ein- hverntima, en útkoman var sú að hann „keyrði á tómum tanki", eins og hann sagði, og vélin lét aftur að stjórn þegar hann skipti yfir á fulla tankinn. En það verð ég að segja að tilfinningin var ógurleg sem ég hafði, hangandi þarna einhvers stað- ar yfir Vestfjarðahálendinu, því nauðlending virtist vægast sagt óglæsileg. Ég varð alveg stíf og man að ég greip annarri hendi í öxl Vilhjálms og hélt þar krampataki, til hvers veit ég ekki núna. Svo er mér einnig minnisstæð ferð sem við Gaukur fórum yfir Nevada-eyðimörkina í litlum bíl sem ekki hafði loftkælingu, en það var náttúrulega algjört brjálæði. Islend- ingar úr gjólunni hérna heima skilja ekki svona hluti fyrr en á reynir. En það verð ég að segja að ég hélt að við myndum hrein- lega líða útaf, því að þó allir gluggar væru opnir, þá var golan svo heit, að hún var frekar til óþurftar en hitt. En svo stoppuðum við á greiðasölustað og keyptum okkur ísmola og eftir það var líðanin ögn skárri. Allir sem hyggja á ferðalag í sjóðheitri eyði- mörk ættu að minnast kosti ekki að „leggja í'ann" nema á loftkældum bfl, það vitum við núna." Ekki veit ég hvort kötturinn Kisa skildi eitthvað þetta hitatal Svanhildar, en hvað um það, hún stóð skyndilega á fætur og færði sig um set á gólfinu. Henni var auðsjá- anlega ekki nógu heitt, því sólin skein betur á gólfið við næsta glugga og þangað fór hún og lagðist á nýjan leik. Við Svanhildur upphófum báðar þetta undarlega sambland af máli sem gjarnan er notað við smábörn og samanstendur af furðulegum hljóðum sem mynduð eru fremst í munninum og smá smellum að auki, en Kisa virti okkur ekki viðlits þó að auðvitað værum við að ávarpa hana. Þessi köttur fer áreiðanlega sínar eig- in leiðir. GÓÐ BÓK GULLIBETRI Jæja þá, Svanhildur, segðu mér að lokum hvað þú ert að fást við þessa dagana. „Eins og þú veist, þá erum við með Gítar- skóla Ólafs Gauks á veturna og þar kem ég dálitið við sögu, en starfsemi skólans liggur niðri á sumrin. Undanfarið hef ég fengist við lítilsháttar innflutning á fatnaði og hefur það tekið drjúgan hluta af tima mínum. En á þessum tíma árs má segja að það sé yfirleitt frekar rólegt hjá okkur og þá dunda ég mér við sitt af hverju. Til dæmis finnst m^r nokkuð gaman að búa til mat — á nefnilega mann sem þykir ákaf- lega gaman að borða matinn sem ég ber á borð. Ofárlega á listanum hjá okkur er kínverskur matur og einnig kunnum við vel að meta grillaðan mat. Mér áskotnaðist fyr- irmyndar grill frá Bandaríkjunum í fyrra sem sonur minn gaf mér og hefur varla kólnað síðan það kom á heimilið. Aðstaðan í garðinum hjá okkur er góð til grillveislu- halda og notum við okkur það óspart. Reyndar finnst mér mjög gaman að vinna í garðinum og haida honum við. Við hjónin höfum mikla ánægju af ferðalögum og yfir- höfuð að vera nærri miðpunktinum og þá meina ég að vera þar sem allt hið besta er að finna á tónlistarsviðinu og eins í leik- húsunum. Svo finnst mér ótrúlega notalegt að vita af góðri og spennandi bók bíða eft- ir mér þegar ég held í bólið'á kvöldin. Það er nokkuð sem ég get helst eklci verið ári." Og þar sem svo margar góðar bækur hafa verið ritaðar gegnum tíðina hlýtur Svanhildur að fá ósk sína uppfyllta á hverju kvöldi. Er þá nokkur furða þó hún sé sátt við lífið og tilveruna? LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. ÁGÚST 1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.