Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Síða 6
Ulf Trotzig Sænskur myndlistamaður í Norræna húsinu. m þessa helgi er opnuð sýn- ing í Norræna húsinu á verk- um sænska myndlista- mannsins Ulf Trotzig. Hann er talinn meðal fremstu málara og grafíklista- manna í Svíþjóð og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir vönduð og nýstárleg vinnubrögð. Hann leit- ar sér víða fanga að því er yrkisefni varðar — í goðsagnir og fom minni, jafnframt því að náttúran er honum dýrmætur sjóður að sækja í. Þeir sem gerst þekkja, skynja í verkum hans náin tengsl við aðrar listgreinar — og þá el.ki hvað síst við tónlist, þar sem litir og form eiga samleið í taktfastri hrynjandi. Sjálfur segir hann í sýningarskrá sem gefin var út í tilefni sýningar á verkum hans árið 1972: „ .. . ég hef alltaf heillast af tóm- inu og reyni að fylla það litum og formum og um leið hlaða það gagn- verkandi hreyfingu. Þetta upphaf myndbyggingarinnar er þó ekki markmið í sjálfu sér. Ég legg höf- uðáherslu á að túlka upplifun — áhrif — bæði hið ytra og innra . . . Ég þreifa mig áfram með mismun- andi tækni og efnivið til þess að reyna að „sjá“ frá nýjum og óvenju- legum sjónarhomum. Þannig vil ég reyna að örva hugsun og hug- myndaflug skoðandans. Ekki sýna honum það sem hann hefur séð áður heldur nýjan raunveruleika — annan sannleika. Með þessu vona ég að einhver fari að skoða hvernig til dæmis tré og haf og fólk getur leikið við og samtvinnast sólarbirtunni og vind- um sem um loftið fara . ..“ „Lífsreynsla listamanna birtist með ýmsu móti í verkum þeirra," segir vinur Ulf Trotzig, Sven Sand- ström, í bók sem gefin var út í Svíþjóð um grafík-list hans árið 1981. „Þegar ég kynntist Trotzig árið 1941 átti hann ekki litríka lífsreynslu að baki. Hins vegar var hann þá þegar öðrum miklu næm- ari á allt sem hrærðist í kringum hann og færðist með því á svolítið annað svið en gengur og gerist. Þessi hughrif hans voru oft tengd tónlist en líka öðrum listgreinum. Á sjöunda áratugnum beindust sjónir hans einkum að dýralífi, gróðri jarðar, börnum, trjám, stein- um — og heimsóknum og einsemd. — Ef til vill mætti nefna alla helstu þætti hins hversdagslega veruleika, sem við flest látum líða áreynslu- laust hjá, en sem skiptir þó höfuð- máli — styrkir hugmyndir okkar um að við séum til.“ Ulf Trotzig fæddist í Jamtalandi árið 1925. Hann stundaði hefð- bundið myndlistamám fyrst í Gautaborg en snéri sér líka að tré- skurði og grafík. Síðar dvaldist hann langdvölum í París, en er nú búsettur í Lundi. Auðséð er af verkum þessa sænska listamanns að þar fer lang- skólagenginn og reyndur þjónn listagyðjunnar sem hefur ótvírætt vald á tækni, en hefur ekki síður til að bera mikla listræna innsýn. H.V. Leda (1965). Hellirinn (1975). Kona leikur á flautu (1954). Fuglinn flýgur úr trénu (koparstung'a í lit) (1977) Ulf Trotzig staddur í vinnustofu sinni. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.