Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 7
Kyrrsetumaður klífur Heklutind kemst í kynni við kjarnorku- knúna háQallasól — stendur um stund við opna gátt helvít- is og hlýtur verra af EFTIR HRAFN ANDRÉS HARÐARSON Eg gæti sem best skrifað eitthvað á þessa leið: „í júní sl. gekk ég með Ferðafélagi íslands á Heklu í góðu veðri, sólin bakaði liðið, gangan á fjalli tók fimm og hálfan tíma en tvo og hálfan ofan, útsýni var í Toddeió og sinemaskop, á tindi eldfjallsins var ókeypis sánbað, gengið var í snjósköflum mestanpart, undirritaður fékk tvær blöðrur í kaupbæti, aðra á hægri hæl, hina á vinstri, hnjá- og mjaðmaliðir minntu óþyrmilega á ævintýrið um spýtustrákinn Gosa á gelgju- skeiði og glænýjar perumar í háfjallasólinni sviku engan: tók mig rúma viku að ná mér í andlitinu og varirnar rauðar sem blóð í öðru veldi“ . .. og látið þar við sitja. En hveijum væri það til góðs eða gam- ans? Varla nokkrum lesanda og ég fengi varla eyrisvirði fyrir vikið. Þess í stað ætla ég að gera tilraun til að skrifa listræna ferðasögu þrungna spennu og ævintýra- ljóma án þess þó að krydda hana á nokkum hátt. Ef verða mætti einhveijum víti til vamaðar eða hvatning til dáða. Á fímmtudegi las ég blaðið mitt óvenju ítarlega, jafnvel veiðisögur og fasteignaaug- lýsingar í miðsumarleiðindunum. Þá rak ég augun í einn af þessum föstu dálkum, sem maður les aldrei af því að þeir eru alltaf eins: fréttir frá Ferðafélagi Islands og Úti- vist o.fl. Þar stóð m.a. þetta: ferð á Heklu á laugardaginn, 10 tíma ferð, lagt af stað frá Umferðarmiðstöð kl. 8. Kr.- 750.- Áður en ég komst á þennan aldur deyfð- ar og doða hafði mig oft dreymt um að ganga á Heklu — þessa dulúðugu fjallkonu íslenskra hamfara, einstaka sinnum hafði ég séð hana nakta og ögrandi með ávalar lendar, sem stundum virtust dilla sér séðar úr tíbrá sunnlenskrar flatneskju, en oftast huldi hún ásjónu sína með silkislæðum eins og austurlensk jómfrú gefandi miklu meira í skin en augu sjá. Þessi prinsessa hafði vakið mér ungum óræða drauma, kveikt í mér löngun til karlmannlegra dáða og af reka, en aldrei hafði neitt orðið úr neinu. En þessi æskuþrá blundaði ætíð í mér. Þennan umrædda fimmtudag var ég hald- inn einhverri skrifstofublókarvitfírringu, sem leiddi til þeirrar fífldirfsku að um kvöld- ið er ég lagðist til hvílu við hlið míns betri helmings tilkynnti ég hátíðlega þá staðföstu ákvörðun mína að næsta laugardag skyldi Hekla sjálf klifin, hvort sem henni líkaði betur eða verr. Sennilega var ég meira undr- andi á sjálfum mér en kona mín. Á föstudagskvöldi var þessi gáll enn á mér og í stað undrunar var komin blanda af beyg og ósjálfráðri viðleitni til að finna undankomuleið. Þá tók ég fram fjallaklossa, sem kona mín hafði eitt sinn keypt handa mér í afmælisgjöf eftir að ég hafði talið henni trú um að fjallgöngur væru mínar ær og kýr. Ég burstaði þá og úðaði með vatnsþéttivökva, tók til nesti af mjög tak- mörkuðu viti, epli, kjúkling, japanskar kryddflögur, harðfisk og svaladrykki, bak- poka dóttur minnar, sem ekki gat hindrað mig sakir fjarveru hennar á bóndabæ í Fló- anum. Þóttist ég nú albúinn til mikilla átaka. Leið nú af nóttin. Eigi veit ég hvort ég vaknaði þennan laugardagsmorgun af völdum vekjaraklukk- unnar eða hlýrra fingra morgungyðjunnar, sem seildust inn milli gluggatjaldanna. En ég vaknaði frískur og enn frávita af þessu Hekluæði. Á Umferðarmiðstöð skein sólin dátt á okkur, sem tíndumst inn í háhjólaðan fjallabíl frá Vestfjarðaleið, grænan að lit. Ég var með þeim fyrstu inn og fékk sæti egar tíminn er loksins kominn. Hvað gerir sá rithöfundur þá, sem beðið hefurþeirrar stundar alla ævi? Ég get varla svarað því. í rauninni er ég ekki þesskonar rithöfundur, því snemma gerði ég mér það Ijóst, að ef ég sniði mér ekki stakk eft- ir vexti og kæmi því á pappíra, sem mér fyndist endilega að þar þyrfti að standa, myndi einhver annar koma því í verk, þótt kannski yrði það aðeins með öðrum hætti. Ég vildi gera það sjálfur. Þessvegna hef ég í hjáverkum, eins og raunar flestir aðrir íslenskir rithöfundar fyrr og nú, komið skilvíslega á prent þessum skruddum, sem ég vissi að mér var ætlað að skrifa. Nú gætu menn ætlað að ég væri forlagatrúar. Svo er þó ekki. Ég trúi ekki einu sinni á bókaforlög. Tólf hafa bækur mínar orðið. Og á næsta ári eru fimmtíu ár síðan sú fyrsta þeirra kom út. Fyrir hana hlaut ég strax svokall|tða alþýðuhylli, seldi sexhundruð og fimmtíu eintök. Ég gat lifað á ritlaunum hennar, eða réttara sagt and- virði hennar, þegar kostnaður var greiddur, í heilan vetur í Reykjavík, 1937-38. Það voru skrifaðir um bókina í dagblöð og tímarit tólf jákvæðir ritdómar. Það var tekið mark á þeim mönnum. Og um vorið fannst Jónasi frá Hriflu, sem öllu réði á þeim árum, sjálfsagt að Menningarsjóður veitti mér fímm hundruð króna utanfarar- styrk til náms í Svíþjóð. Ég hafði að vísu áður verið tvo vetur á héraðsskóla, og það þótti bara nokkuð góður undirbúningur fyr- ir rithöfundarefni á þeirri tíð. En Svíþjóðar- dvöl átti ekki að saka. Og þangað stefndi hugur minn. Stund Milli Stríða Næsta bók mín kom út fjórum árum síðar. Það var haustið 1942. Þá var heimur- inn í flestu orðinn annar en fyrr. Sú styijöld, sem lengi hafði yfir okkur vofað, var skoll- in á, og enginn vissi hvernig fara mundi. Nú orti ég um ferð mína á vígstöðvar hins fyrra heimsstríðs og um hversdagslegar ástir unga fólksins. Það var ekki alvörulaus bók á biðtíma. En allt var breytt frá mínum velgengnisttíma sem efnilegs skálds. Há- skólagengnir menn höfðu komið sér upp nýju tímariti, sem leit nokkuð stórt á sitt hlutverk, og þeir fundu til sín, sem að því stóðu, hjá sumum gætti jafnvel hroka. Verð- andi prófessor, nýkominn frá París, sem sjálfur ætlaði sér að verða skáld, skrifaði um byijendabækur, og lofaði þá sem fastir voru í sessi. Nú var komið annað hljóð í strokkinn en áður var. Jóhannes úr Kötlum skrifaði að vísu fallega um bókina mína. En það kom fyrir ekki. Á æðstu stöðum var hún sölluð niður. Upplagið lá í áratugi óselt hjá höf- undi. Og hefði ekki verið gróðatíð og nóg vinna hefði skáldið átt vísa tugthúsvist fyr- ir leirburð og útgáfuskuldir. En ég spjaraði mig á öðru sviði, var orðinn sæmilega hlut- gengur ritstjóri vinsæls tímarits. Þar gat ég birt mynd af prófessornum, sem áður var getið, og viðtöl við aðra merkismenn. Stríðinu mikla lauk. Ég seldi undan mér lífsöryggið og hélt á ný til Svíþjóðar. Þar skrifaði ég þriðju bókina af lítilli forsjálni manns, sem ennþá var ungur. Eftir það bytjaði hin eiginlega lífsbarátta. Og um hana verður ekki skrifað hér. Kópavogsskáld Fer Til Danmerkur En víkjum nú að spurningunni, sem varp- að er fram í upphafi þessa pistils. Nú hef ég lokið mínu borgaralega dagsverki. Tvö opinber og hálf opinber bókaforlög hafa gefið út helming bóka minna, og það þriðja úrvalsbók. Sex frumútgáfur og tvær endur- útgáfur hef ég gefið út sjálfur. Kaupenda- vinsældir fyrstu bókarinnar hef ég ekki endurheimt, svo útgáfukostnaður hefur aldrei komið til skila, hvorki hjá mér né þeim sem hlaupið hafa undir bagga. Nú er ég sestur í helgan stein og gæti því tímans vegna farið að skrifa þær bæk- ur, sem ég varð að rita á stolnum stundum og gefa út af vanefnum. En nú langar mig bara ekki til þess. Er ég þá bitur, naga mig í handarbökin og bíð eftir andanum? Nei, það held ég ekki. Ég les dagblöðin, annarra manna bækur, tala um spillingu heimsins við sjálfan sig. Ég skrifa flesta daga tvær síður í spíralblokk með penna, og kalla dag- bók, síðustu áir.í nokkra meinlausa pistla í dagblöð, ræði þó sjaldnast um það, sem mér er helst í hug. Ég bý í fjölbýlishúsi í Kópavogi yið gott útsýni, fer einstaka sinn- um til höfuðborgarinnar með strætisvagni. Þau gamalmenni, sem ég þekki þar, halda sig flest heima og sjást ekki á almanna- færi, eru að búa sig undir sína eigin jarðarför. í gær heilsaði mér raunar kona. Ég hef líklega litið til hennar of forvitnis- eða kunn- uglega. — Er þetta Skúli, spurði hún, og rétti mér höndina. — Nei, ekki er nú svo gott að svo sé, svaraði ég. Hún brosti til mín elskulega um leið og ég stakk mér upp í vagninn. — Ég hélt að þetta væri gamli kennarinn minn, heyrði ég hana segja. Það er svo óralangt síðan við höfum sést. Ég horfði á konuna út um bílgluggann. Mér fannst ekki vera mikill aldursmunur á okkur. Skúli hefur líklega byijað snemma að kenna, hugsaði ég. JÓN ÚR VÖR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. AGÚST 1986

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.