Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Side 8
miðsvæðis við glugga. Stuttu síðar kom ungur piltur með hvítan koll og bað leyfís að mega sitja við hlið mér. „Gaman," hugsaði ég með mér, „til þess að vita að enn skuli vera til ungt fólk, sem er svo heilbrigt að leggja í fjallgöngur," og hló með sjálfum mér við tilhugsunina að eiga e.t.v. eftir að hvetja þennan unga og óharðnaða unga mann til dáða í hlíðum Heklu þegar hann væri alveg að gefast upp. Þegar kom út fyrir borgarmörkin brá svo við að sólin hvarf af himni og í hennar stað komu grásvört regnský og á Hellisheiði sá vart bíllengdina. „Hvað er ég að álpast þetta að heiman í rigningu og slagviðri," hugsaði ég, „þegar sólin skín heima hjá mér, blettur- inn ósleginn og í vændum mikil útigrillhátíð með nágrönnunum klukkan sex um kveldið. Fjandakomið, ætli endi svo með því að maður skríði á Heklu í myrkri og úða og sjái ekkert nema tæmar á sjálfum sér?“ Á Selfossi var áð og rútunni brynnt í olíugeymi en farþegum í kjoski. Ég sté út og tendraði ljós í vindlingi og fór að virða fyrir mér samferðafólkið: flestir vom í fjalla- skóm, sumir í snjáðum skóm og var ég feginn að þurfa þó ekki að skammast mín fyrir mína, sem gljáðu á fótum mér. Hins- vegar vora flestir í fallegum hnébuxum og háleistum í stíl, en ég ræfiilinn bara í gömlu vinnubuxunum, sem vora svo víðar að þær huldu nær alveg klossana. Um leið og ég reyndi að gera sem minnst úr mér og hall- aði mér upp að dyrastafnum veitti ég því athygli að flestir mæltu útlendu máli. Er þá svo komið að meðan íslendingar sofa úr sér vídeóþynnkuna og andlegar harð- sperrar eftir lífsgæðamaraþonhlaup þá fara útlendir ferðalangar á íjöramar við íslensku flöllin? Við þessa tilhugsun fylltist ég nota- legri sjálfumgleði að vera einn af fáum afkomendum víkinga í þessari ferð og hét sjálfum mér því að ég skyldi svo sannarlega sýna þessum útlendingum að við væram sko engir aukvisar, aldir upp í landi elda og ísa, brýndir í stórsjóum og stormum. Ér komið var í áfangastað, þaðan sem lagt skyldi upp, var ég gjörsamlega búinn að týna öllum áttum, enda sáust engin fjöll eða önnur kennileiti á leiðinni. Fararstjórinn sagðist enda myndu láta ógert að reyna að lýsa ijöllum og landslagi, sem ekki sæist. Fjallabíllinn stóð stoltur í snarhallandi gjallbrekku. Við ofurhugamir stigum út, bundum trausta hnúta á skó, belti og bak- poka og síðan var lagt af stað. Uuuupp tiiiil fjallaaa... Ffyrstu sporin vora hreint unaðsleg — ég var ánægður með skóna mína, sem ég hafði aðeins einu sinni reynt áður á Vörðufell fyrir fáum áram. Blærinn lék í hári, fjöllin komu í Ijós eitt af öðra eftir því sem birti til og áður en varði skein sól í heiði og veröldin varð einn undranarheimur. Hvílík paradís unaðssemda. Ég steig ákveðið til jarðar svo gnast í gjallinu, fann vöðvana í læram og kálfum taka á og spennast, bakpokinn fór vel, ég bar hendumar eins og ég hafði séð fjall- göngumenn gera í gamla daga, hugurinn fylltist fögnuði, og vinna, húsbygging, sími, víxlar og bilaður bíll hurfu úr vitundinni. Um ieið og ég velti fyrir mér af hveiju leið- in, sem við höfðum nýlega ekið um, héti Dómadalsleið hugleiddi ég jafnframt hvað væri svona sérstakt við að ganga úti í nátt- úranni, klífa ijöll og yfirleitt að vera með sjálfum sér og íslenskum Qöllum. Jú, ég meina þetta: á §öllum uppi getur maður hugsað um fleira en eitt í einu og oft kom- ist að merkilegum niðurstöðum, jafnvel uppgötvað ný sannindi og e.t.v. felst svarið við síðari spumingunni einmitt í þessu: hug- urinn verður svo fijór og opinn, hlutimir fá nýjan lit, nýja merkingu. En niðurstaða mín varð samt sú, að í fjallgöngu er maður- inn hann sjálfur, óháður hverskyns tækjum og búnaði öðram en góðum skóm, hann byggir og treystir aðeins á eigin orku, nær nánum tengslum við jörðina, finnur ilm af gijóti og mold, hann verður hluti af lands- lagi, sem er honum í senn vingjarnlegt og flandsamlegt eftir því hvem hug hann ber. Samskiptin við náttúrana era einfaldari en jafnframt stórbrotnari en við mannfólk. Við gengum í snjóskafli upp fyrsta bratt- ann, svitinn var farinn að boga af okkur og gönguhraðinn að minnka. Hitinn var svo mikill að í fyrsta áningarstað fóra yfir- hafnir í bakpoka, ermar vora brettar upp fyrir olnboga og nokkrir lítrar af svala- dryklcjum, kaffi og kakói svöluðu heitum og þyrstum hálsum. í þessum stað blasti við okkur rauð skál, sprengigígur fagur- formaður eins og risavaxin augntóft, sem starir upp í ómælisgeyminn. Rauðaskál heit- ir þar. Nú gat ég farið að stilla innbyggða átta- vitann, sem hvorki fæst í Skátabúð né Sportvali: til hægri handar við stefnu okkar upp fjallið sá ég Búrfell og nær Tröllkonu- hlaup, til vinstri sá á Vatnajökul, sem hlaut að vera í aust-norðaustur og að baki sá á Sultartanga og Þórisvatn, sem hlutu að vera í norðri. Áttavísirinn mikli af guði gerður var og á skynsamlegum stað miðað við þessi kenni- leiti og ánægður með útsýnið og sjálfan mig, afþreyttur eftir stansið, mettur eftir eplið og ekki ýlq'a þyrstur og alsæll yfir að hafa fundið aftur áttimar gekk ég í humátt á eftir hinum, með dynjandi hjartslátt eftir að hafa reykt aðra sfgarettu dagsins og svolítið skömmustulegur þegar einn útlend- ingurinn spurði hvemig ég gæti fengið af mér að reykja úti í svo tæra lofti. Framundan sá ég snævi þakinn tind og velti því fyrir mér hvort þetta væri „hún sjálf“ og ekki væri lengra eftir, en komst fljótlega að hinu sanna. Við gengum eftir svonefndri Hestöldu norðan í Heklufjalli og enn vora allmargir kílómetrar eftir. Sam- kvæmt Árbók Ferðafélagsins árið 1945 var Hekla 1445 m yfir sjó, en á nýlegum kortum er hún sögð 1491 m. En eftir nýjustu gos árin 1980 og 1981 er talið að hún sé um 1500 m. Upp úr kl. 13 var áð í brekku þar sem mosagróður var af veikum mætti að reyna að festa rætur. Þar var sest að snæðingi. Ég át annað af tveimur kjúklingaiæram, sem ég hafði meðferðis í mal mínum og fékk mér svala. í íjarska glitti á hvítan skjöld Vatnajökuls en nær og sunnar sá á Tindfjallajökul og Mýrdals- og Eyjafjalla- jökla. Skjmdilega rann upp fyrir mér að þama inni á milli reginfjallanna lá Þórs- mörkin, vinin í öræfunum, með birkilundum og lækjum, Valahnúk, Krossá, Slyppugili og öðram perlum sem þessi íslenska paradís hefur að geyma. Þar sannaðist að ekki er alltaf allt sem sýnist: við augum mér blöstu snæviþakin fjöll, mörg illkleif, dalir og gil og jöklar, sem héldu þó hlífiskildi yfir sælu- reit þar sem alltaf virðist vera gott veður. Hijúft yfirborð leynir oft blíðri lund. Nær okkur vora Landmannalaugar. Ég skimaði eftir marglitum fjöilunum þar en blámóðan litaði allt í öllum tilbrigðum sama lits: á flatlendinu næst Heklurótum vora leysinga- tjamir djúpgrænbláar og bar í hvítan snjóinn og eftir því sem fjær dró varð fjallabláminn dekkri uns hann sameinaðist himinbláman- um við sjóndeild. Þótt ég væri þama með um 50 ókunnum ferðalöngum fannst mér ég vera einn með þögn landsins, sem þó býr yfir svo mörgum hljóðum, hæst lét þó í hvini hlýrra vinda, sem léku um eyra og undir lék taktfastur hjartslátturinn í sjálfum mér. Er ég hafði snætt og drukkið og kveikt mér í þriðju sígarettunni sá ég hvar einn úr hópnum kom upp brekkuna. Sá hafði vakið athygli í rútunni fyrir snjallan hlátur og nú vakti hann bros á vöram er hann spurði fararstjórann hvellum rómi úr þó nokkurri fjarlægð hvar Hekla væri og hve- nær við færam heim, hann yrði að sjá leik Belgíu og Frakka um kvöldið. Þessi sami ungi maður, þéttur á veili með stafprik í hendi, hélt sig einatt utan við hópinn, ýmist á undan eða eftir og söng eða gólaði. Við hin þorðum ekki að láta slíkt eftir okkur, yrðum vafalaust dæmd klikkuð af sam- ferðamönnum. Ef ég hefði verið einn á ferð hefði ég vafalítið gert eins og hann. Og enn var lagt af stað, upp og ofan, þó meira upp. Oftast var gengið í sköflum, sem sólin hafði brætt af skánina. Nú vora hælar mínir famir að láta vita af sér, þótt ég sjálfur kveinkaði mér ekki, og í einni aflíðandi brekku neyddist ég til, fyrir þrá- beiðni hælanna, að setjast niður, taka tvo plástra og kæfa með þeim sársaukaóp tveggja blaðra. Tók ég mér góðan tíma í þetta og lét alla fara framhjá mér. Þegar ég stóð upp aftur leið mér betur (eða mér leið vel þótt hælamir hefðu verið að æmta, þeir vora nú varla nema mjög ógreinilegur hluti af sjálfum mér). Mér til hrellingar sá ég nú að fararstjór- inn hafði stöðvað hópinn um 200 metram ofar og þar stóðu þau og biðu eftir mér. Ég tók til fótanna og hljóp yfir snjóbreiðuna og lét sem ég hefði verið að virða fyrir mér útsýnið. Síðar á göngunni hefndist mér fyr- ir þetta gönuhlaup, því nokkur mæði sótti að mér en af alkunnum íslenskum hetjuskap hristi ég hana af mér. Stuttu síðar var áð og var ég þá nærri fararstjóranum og sá þá mér til ómældrar ánægju að svitinn bog- aði af honum líka. Viðurkenndi hann síðar að hann hefði aldrei áður svitnað svo mikið í göngu á Heklu. Skyrtan mín var rennvot af svita, milli bijóstanna og niður á nafla og bakið var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.