Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 10
smiðju bjó lengi Björn Jónsson ritstjóri og þar ólst upp m.a. fyrsti forseti Islands Sveinn Björnsson. Hér eru aðeins nefnd nokkur dæmi af algjöru handahófí en öll húsin eru á aftókuskrá. Við eigum líka okk- ar rómantísku sögur. Það var á Hótel Skjaldbreið í Kirkjustræti sem Grimaldi greifi, frændi Rainiers fursta í Monaco, hitti , unga Reykjavíkurstúlku, Þuríði Þorbjarnar- dóttur, ættaða af Bakkastígnum, sem síðar varð eiginkona hans. HÚS SEM ATTU AÐ VÍKJA Stundum heyrist sagt, að við húsverndar- sinnar viljum hafa miðbæinn í niðurníslu og til skammar fyrir okkur öll eða eins og Gísli orðar það „að viðhalda kreppusvip og kotrassabrag". Slíkt er meiri fásinna en tali tekur. Við viljum hefja miðbæ Reykjavíkur til vegs og virðingar með gömlu húsunum en ekki án þeirra. Við viljum að gamalt og nýtt haldist í hendur og myndi sterka heild. Slíkt bæri sögu okkar og menningu fagurt vitni. Við viljum undirstrika sérkenni þessar- ar borgar og hlúa að þeim. Nú dettur held ég fáum í hug að rífa Menntaskólann, Fríkirkjuveg 11, Torfuna eða húsin við Tjarnargötu. Fyrir nokkrum árum voru öll þessi hús á aftökuskrá „framfarasinna". Vitanlega værum við fátækari, ef þau hefðu horfið, ekki af því að við hefðum ekki get- að fengið falleg hús í staðinn heldur vegna þess að við hefðum glatað einhverju af okk- ur sjálfum og visst samhengi hefði rofnað. Reykjavík er svo margt. Hún er eins og manneskja sem komin er til ára sinna, full af lífsreynslu og lífsvisku. Þessir þættir gera hana áhugaverða. Hún er móttækileg fyrir áhrifum nýrra tíma og þarf vissulega á þeim að halda. Þau auka á gildi hennar, ef áhrifin verða ekki til þess að ofbjóða og brengla. Gatnamót Skólabrúar og Pósthússtrætis. Nýbyggingin Pósthússtræti 13—15 er reist santkvæmt deiliskipulagi sem staðfest var 1981. Með húsforminu er leitast við að taka 'tiilit til aðliggjandi eldri byggðar, m.a. Dómkirkjunnar. Unnt er Að Sameina GamaltOgNýtt Mér þykir t.d. vænt um að Gísla þyki til fyrirmyndar húsið við Pósthússtræti 13 því hugmyndin um ytri gerð þess var að miklu Við Lækjargötu austanverða er Bernhöftstorfan hluti af elstu samfelldu húsaröð á landinu. Þessi hús átti að rífa en eftir áratugar baráttu tókst að bjarga þeim. Nú munu flestir sammála um að vel hafi til tekist. Elsta húsið á Bernhöftstorfu er frá árinu 1834. Fyrir nokkrum árum voru skilyrði til útivistar á svæðinu fyrir framan húsin á torfunni bætt. Nýtur svæðið nú almennra vinsælda. Myndin sýnir húseignir Alþingis viö Kirkjustræti. Þessi hús hafa veríð í niðurníðslu langa hríð. Þau má lagfæra þannig að sönn borgarprýði verði að. Nú eiga þau víst að víkja fyrir verðlaunuðum alþingiskassa. leyti mótuð af Borgarskipulagi Reykjavíkur meðan ég veitti því forstöðu. I þeirri vinnu var m.a. leitast við að virða umhverfi Dóm- kirkju og Alþingishúss og annarra áhuga- verðra húsa í næsta nágrenni. En hlutur skipuleggjandans vill oft gleymast nema þegar illa tekst til. erdýrtaðnýta HiðGamla? Auðvitað kostar það peninga að halda við húsum, hvort sem þau eru nýleg eða eins og hér er verið að ræða um vanhirt gömul hús. Vanhirðan á sér margar ástæð- ur s.s. óvissu um framtíð, há fasteignagjöld, skilnings- og þekkingarleysi o.s.frv. Þetta eru þó þættir sem hægt er að bæta úr. Það getur verið fjárhagslegur ávinningur fyrir einstaka lóðareigendur að fá að reisa stór- byggingar á lóðum sínum, en hvað kostar það samfélagið t.d. hvað snertir ráðstafanir í umferðarmálum sem þegar eru illviðráðan- leg í „kofaþyrpingunni", sem sumir fyrir- verða sig svo mikið fyrir? Mér er til efs, að sá kostnaður hafi verið reiknaður út. En það getur hins vegar verið að miklu meira verðmæti sé í því fólgið, á allan hátt, ef litið er til lengri tíma, að viðhalda því sem gildi hefur í miðbænum. Ef raunhæfur fjár- hagslegur samanburður yrði gerður milli verndarstefnu og niðurrifsstefnu er ég ekki viss um að halla myndi á þá fyrrnefndu. Það er síst minni ástæða til að vernda göm- ul hús, en handrit, málverk og forngripi. Húsin eru þó að því leyti sérstæð, að þau geta oftast haldið notagildi sínu því það má í flestum tilfellum Iaga þau að þörfum líðandi stundar. Bæta má við þau og breyta á ýmsa lund að skaðlausu, ef rétt er að staðið. MikillSigur friðunarstefnu Eftir að grein Gísla birtist í Lesbókinni held ég að húsverndin hafi unnið einn sinn stærsta sigur en það var þegar borgarráð Reykjavíkur ákvað samhljóða og þegar í stað að hefja endurbyggingu á Iðnaðar- mannahúsinu við Lækjargötu strax eftir að það stórskemmdist í eldi. Eitt sinn var þetta hús á aftökuskrá. Þá átti að byggja ráðhús og var þá gengið út frá að húsið viki ásamt nærliggjandi húsum. Sérstök ástæða er til að fagna þessari skjótu og vafningalausu ákvörðun borgaryfírvalda sem sýnir að skilningur fer vaxandi meðal ráðamanna á gildi gömlu byggðarinnar. ÆVINTÝRIÐ GETUR ENDURTEKIÐ SlG Vonandi þurfum við því ekki að óttast það að andblær Reykjavíkur verði aðeins varðveittur á málverki, eins og ICokoschka talaði um, eða á ljósmyndum. Ég trúi því heldur ekki að Gísli vilji það. Við megum ekki mæna á óhrjálegt útlit vanhirtra húsa og álykta um gildi þeirra og framtíðarmögu- leika út frá því. Við höfum þegar dæmi fyrir okkur um hversu slík hús hafa risið úr niðurlægingunni. Sem börn höfum við allflest heyrt ævintýrið um Helgu í ösku- stónni sem eftir miklar þrengingar skipaði drottningarsess. Skyldi ekki sú saga geta endurtekið sig? Guðrún Jónsdóttir arkitekt hefur með höndum sérstök skipulagsverkefni í Reykjavík. Nýuppgerð hús við Grjótagötu og Aðalstræti 16. Elsti hluti þess húss er frá dögum innréttinganna (1752—1754). Þarna var fyrsta bæjarfógetaskrífstofa Reykjavíkur, fyrsti barnaskólinn og frægt menningarheimili Jóns Guðmundssonar ritstjóra og konu hans Hólmfríðar Þorvaldsdóttur. Húsið er merkilegur tengiliður við upphaf Reykjavíkurkaupstaðar en samkvæmt nýrrí skipulagstillögu á að rífa það. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.