Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 11
s v 1 p !m Y N D KARIN SÖDER Fyrst sænskra kvenna flokksformaður að er hægt að treysta Karin Söder. Þegar skyldan kallar býður hún sig fram — fyrir Miðflokkinn, fyrir konurnar. Og þegar hún gerir það, er það sögulegur viðburður, því að hún verður fyrsta konan í Svíþjóð, sem gegn- ir stöðu formanns stjórnmálaflokks. Karin Söder hafði loks tekið ákvörðun. Það var fímmtudagur í lok apríl, kaldur og grár eins og allir dagar þetta langa vor. Hún hafði vaknað snemma, hringt í for- mann kjörnefndar rétt fyrir kl. 7 og ekið í borgina. Nú sat hún við hringborðið í fund- arherbergi Miðflokksins í Ríkisdeginum og sagði það, sem allir höfðu lengi vitað að hún myndi segja: Að hún myndi gefa kost á sér í stöðu formanns flokksins á næsta landsfundi í Uppsölum. Þetta var sögulegur viðburður, ljós- myndavélar voru á lofti, segulbandstæki í gangi og menn hripuðu sitthvað niður á pappír. En þó virtist andrúmsloftið þvingað, næstum svo að lægi við geispa. Karin Söd- er var búin að vera varaformaður svo lengi, að munurinn á hinu nýja og gamla starfi virtist harla lítill. Og enginn — og allra sízt fjölmiðlar og flokksfélagar hennar — hafði lagt trúnað á yfirlýsingar hennar um, að hún hafi hikað fram á síðustu stund. „Innst inni vill hún ekki verða flokks- formaður," voru miðflokksmenn, sem þóttust þekkja til málanna, vanir að segja fyrstu mánuðina eftir að Thorbjörn Fálldin hafði skyndilega sagt af sér, „en nú snýst máíið ekki um það, hvað hún vilji, heldur hvað Miðflokkurinn vill og það er skylda hennar að gefa kost á sér, hreint og béint. Og það veit hún, hvað sem hún segir út á við." Og nú sat hún þarna í flokksherberginu á þessum gráa morgni og ræddi um hið ánægjulega við hið nýja starf, en einnig um Skylduna á þann hátt, sem varla nokkur karlmaður hefði gert í hennar sporum: „Það er ekkert rangt við að gefa kost á sér af skyldurækni," sagði hún. Og Skyldan var ekki aðeins skyldan gagnvart flokki, sem maður er búinn að vinna fyrir öll sín fullorð- insár, heldur einnig skylda til að vinna að jafnrétti kynjanna. Engir höfðu hvatt hana eindregnara til að bjóða sig fram en konur bæði í hennar eigin flokki og öðrum. En burtséð frá ástæðunum til þess, að Karin Söder tók að sér starf, sem hún helzt hefði viljað komast hjá, þá blandast svolítil pólitísk kaldhæðni inn í upphefð hennar: Hún var valin sem formaður flokksins ein- mitt vegna þess, að hún hafði ákveðið að hætta í stjórnmálum. Með því að lýsa því yfir, alllöngu áður en Fálldin sagði af sér, að fimm ár sem annar varaformaður og ellefu ár sem fyrsti varaform'aður yrðu að nægja, var litið á hana sem svo óháða, að hún varð sú, sem allir gátu sameinazt um. Eftir ósigra í fernum kosningum í röð vildi Miðflokkurinn fyrir alla muni komast hjá átökum um formannsstöðuna ofan á öll önnur átök innan flokksins. Því að hvað sem hægt væri að ásaka Karin Söder um, þá var það ekki persónuleg eftirsókn eftir völdum. Enginn trúði öðru en að hún hefði virkilega meint það, sem hún hafði sagt, að hún vildi verða óbreyttur þingmaður aftur og fá meiri tíma til að sinna störfum fyrir Norðurlandaráð meðal annars. „Hefði ég ekki verið búin að ákveða að hætta, sæti ég varla hérna núna, það er víst rétt," segir hún nú í hinu gamla her- bergi Thorbjörns Fálldin. „Aftur á móti getur það verið kostur að vera kjörin til starfa, sem maður hefur ekki sótzt eftir. Þá skilja flokksmenn og fylgismenn, að maður tekur starfið að sér til að vinna að hugsjónum hreyfingarinnar, en ekki vegna persónulegs frama." Karin Söder segist „engu vilja spá um framtíðina", en hún muni gegna starfinu, meðan hún telji sig gera gagn. Stjórn- málaskýrendur flestir telja þó formennsku hennar skammtímalausn, eiginlega nauð- synlega framlengingu Fálldih-tímabilsins, meðan flokkurinn sé að sleikja sár sin eftir 15 ára óslitið undanhald í kosningum og búa sig undir tíunda áratuginn. Enginn flokkur talar eins mikið um endurnýjun og Miðflokkurinn, en velur sér svo þann leið- toga, sem næst Fálldin er helzti fulltrúi þessa tímabils í sögu flokksins. Ef til vill stuðlaði hið sögulega fall Fálld- ins til þess, að Karin Söder var kjörin — það hafði verið eins konar yfirbót eftir á. Hún hefur þekkt Fálldin í nær 35 ár og hreifst mjög af honum þegar við fyrsta fund þeirra í æskulýðssambandi flokksins 1952. Það var landsmót þá, og „honum fórst ótrú- lega vel úr hendi að stjórna umræðunum," segir hún. Karin Söder var þá 24 ára, nýgift og Kiirin Söder kennari í líffræði og stærðfræði við gagn- fræðaskóla. Faðir hennar var barnakennari og organisti í fríkirkjusöfnuði og fylgdi Þjóð- arflokknum að málum, en móðir hennar hafði alizt upp í dæmigerðu Bændaflokks- umhverfi. Móðurafi Karinar Söder var meðal þeirra, sem undirrituðu fyrsta ávarp flokks- ins: „Bræður, tökum höndum saman." Hún tók stúdentspróf í Gautaborg 1948 og kennarapróf tveim árum síðar í Falun. A námsárum sinum, þegar hún var leigj- andi, vaknaði áhugi hennar á stjórnmálum, segir hún: „Við börnin utan af landi lifðum við miklu verri kjör en þau, sem bjuggu í stórborgun- um, við urðum að flytja að heiman langan veS °g nema fyrir lánsfé. Ég var að fá kosningarétt og vildi styðja þann flokk, sem hafði á stefnuskrá sinni jafnrétti milli þétt- býlis og strjálbýlis." Sjötti áratugurinn var hnignunartími fyr- ir Bændaflokkinn, smábýlin hurfu fyrir hagræðingu, börn bændanna urðu borgar- búar og kusu aðra flokka. Karin segist muna harðar deilur um stefnu flokksins. „Maður varð að verja allt, meira að segja stjórnarsamstarf við sósíaldemókratana." Hún giftist Gunnari Söder, og er hann var skipaður í trúnaðarstöðu hjá flokknum í Stokkhólmi, fluttust þau þangað og keyptu sér þar hús í Táby. „Þakherbergin voru nær alltaf full af gestum. Fólk í flokknum kom og fór, þetta var eins og á gistiheimili," segir hún. „Allir voru auralitlir, og það kom ekki til greina á þeim tíma að búa á hóteli." Hún eignaðist 3 börn, vann við kennslu og hlaut frama í flokknum smám saman gegnum kvenfélag hans. Fyrst varð hún borgarfulltrúi, en síðan kjörin í Ríkisdaginn 1970. Og árið eftir varð hún fyrsta konan í æðstu stjórn flokksins. „Nýja konan í stjórnmálum" var fyrirsögnin í Expressen eftir kjörið, sem kom öllum á óvart, einnig henni sjálfri. „Fyrst varð ég alveg frá mér, yngsta barnið var ekki nema 6 ára og ég baðst undan upphefðinni fyrst. En ein af hinum sterku hliðum Thorbjörns Fálldin er hæfí- leiki hans til að efla sjálfstraust samstarfs- manna sinna. Þú getur þetta, sagði hann þá eins og svo oft við önnur tækifæri, eins og til dæmis þegar ég efaðist um hæfni mína til að vera utanríkisráðherra í fyrstu stjórn hans 1976." En útnefningin var pólitiskur sigur, og brátt var Karin Söder góðkunningi allra landsmanna. Það gekk ekki eins vel, þegar hún var félagsmálaráðherra 1979—1982, því að þá þurfti að spara og draga úr út- gjöldum til félagsmála, og það var ekki efnilegt til vinsælda. Bæði meðal sósíaldemókrata og innan raða borgaraflokkanna gætir nokkurrar til- hneigingar til að gera lítið úr Karin Söder, þar sem hún megi sín lítið í hinum flóknu umræðum um efnahagsm^í, eftir því sem menn segja. „Það má vel skamma mig fyr- ir að tala ekki eins og Adelsohn, Westerberg eða Ingvar Carlsson, meðan fólk almennt skilur, hvað ég er að tala um," segir hún. „Fólki verður að fínnast, að því komi hinar pólitísku umræður eitthvað við, svo að ég tala heldur um tekjuskiptinguna en hag- fræði." Enda þótt fleiri stjórnmálamenn reyni að telja sér það til gildis að vera venjulegt fólk, þá eru þeir fáir, sem leika það hlutverk af meiri sannfæringu. Hún væri óhugsandi sem leiðtogi í neinum öðrum flokki, því að Mið- flokkurinn er heimur út af fyrir sig í stjórn- málalífinu. Hann er okkar eini hreinræktaði íhaldsflokkur með róttækar gróandi þjóðlífs- hugsjónir varðandi framtíðina á yfirborðinu, en lítur í rauninni dreymandi aftur til löngu horfinna tíma. I raun og veru er Miðflokkurinn nú það, sem gamli Bændaflokkurinn var, hreyfíng fyrir landsbyggðina og íbúa minni þéttbýlis- svæða, en nær alveg án fylgis í stórborgun- um. Aftur á móti er hann enn stærsti borgaralegi flokkurinn í flestum strjálbýlis- kjördæmum. Meginhlutverk Karinar Söder verður nú að snúa undanhaldi í sókn, lyfta Miðflokknum upp fyrir 10 prósenta markið og vinna fylgi á ný í stórborgunum. Takmarkið er, segir hún, að hverri mann- eskju skuli fmnast, að einmitt hún sé mikilvæg og skipti máli, en — segir hún að vísu — það er að sjálfsögðu auðveldara að segja það en láta það verða að veru- leika. Enn eru leiðirnar hinar gömlu og venjulegu, að flytja fjármagn gegnum skattakerfið frá ríkari sveitarfélögum til hinna fátækari, framlög og styrkir í ýmsum myndum, en peningar einir saman duga ekki til að breyta þróuninni að marki. Karin Söder andvarpar. Dagurinn hefur verið langur, kvöldið er orðið áliðið, spurn- ingarnar hefur hún heyrt áður og kannski eru engin svör við þeim, að minnsta kosti engin endanleg. Að hrærast í stjórnmálum er að lifa við breytingar, stöðugt ný svör við eilífum spurningum um réttlæti, sam- stöðu og jöfnuð. „Maður verður að eiga sér vonir," segir hún, „annars ætti maður ekki að gefa sig að stjórnmálum." Sv. Ásg. tók saman úr „Mánadsjournalen". A LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. ÁGÚST1986 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.