Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 12
iiitiill .(ml-Uii^ iii/o-; M'H^ *m;rl Jl"'* i ¦ij'iv •inmtMrnilww ilm:>ljmfifii"n*> tilivl ' fiÍM-inH W ,i>l>l'> '101(1 f iq-y-i:).. I m:H i.>n:iM I tnw Ballett úr Svanavatni í þýsku óperunni í Berlín 1969. Minnisvarði um Tjækovsky fyrir framan í Tónleikahöliina í Moskvu. Tími sársauka og dauða Síðari hluti hinnar óvenjulegu ástarsögu tónskáldsins Tjækovskys og ekkjunnar frú Meck Um tíma bjó Tjækovsky hálf- an km frá sinni heittelskuðu frú Meck, en þau forðuðust að sjást. Aðeins bréfin fóru á milli þeirra. Allt í einu hætti frúin að svara bréfum tónskáldsins. Hún hvarf og það var slík auðn og tóm í lífi hans, að hann missti lífslöngunina. Um haustið fór hann til Pétursborgar og þar drakk hann glas af ósoðnu vatni, þegar kóleru- faraldur gekk, en það var sama og sjálfsmorð. EFTIR KURTPAHLEN. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR ÞÝDDI Veit hann ekki enn, hvern- ig konu hann á við að eiga? Pahulsky, sem er fiðluleikari og fyrrver- andi nemandi hans, en nú í þjónustu frú Meck, tekur á móti honum á járnbrautarstöðinni. Hann fylgir honum í húsnæðið, sem frúin hefur látið innrétta fyrir hann af mikilli smekkvísi. Þar er glæsilegt skrifborð, með öllu því á, sem hann þarf til við tónsmíðar sínar. Auðvitað er þarna gott píanó, og við hliðina á blómum í vasa finnur hann bréf frá frú Meck, þar sem hún býður hann velkominn. Hún hefur séð fyrir öllum hans þörfum. Af því að hún veit, hvað tónskáldið er mikið fyrir göngu- ferðir, minnist hún á að nágrennið sé kjörið til slíks. En jafnframt gefur hún honum upp nákvæman tíma sinna gönguferða, til að þau rekist ekki á hvort annað. Þannig heldur hún þá reglu, sem þetta sérstæða ástarsam- band er byggt á. Þarna upplifa þau einstæða daga í lífi sínu, í desember 1878; líklega sæluríkustu dagana í lífi beggja. Unaðs- fagurt landslagið í Toskana umlykur þau, og töfrar Florens birtast þeim í allri sinni dýrð. Að baki þessarar vellfðanar liggur ró og öryggi. Á milli húsanna tveggja ganga mörg bréf á dag. Tjækovsky er í svo rniklu jafnvægi, að ekkert raskar ró hans. Eitt sinn hafði frúin verið svo sein af stað, að vagn hennar rann þétt þar hjá, sem hann vai- einsamall á göngu. Þetta skjóta augna- blik var liðið áður en varði, svo fljótt að frú Meek og elsta. dóttir hennar náðu ekki' einu sinni að heilsa þessum einmana manni, sem tók í hattbarðið er vagninn- fór hjáv Þekktu þær hann? Nokkrum dögum síðar sjást þau aftur, í þetta skipti í óperunni. Frú Meck er hrærð: „Guð minn góður hvað ég elska yður mikið, og hvað ég er glíið yfir að hafa þekkt yður! Þér eruð fyrsta hugsun mín á morgnana, og á daginn er eins og ég skynji hærveru yðar. Hvað sem hér yrði kalt og óveðrasamt myndi ég aldrei vilja fara, nærvera yðar er mér til óendanlegrar gleði! Bréf Tjækovskys verða líka æ innilegri: „Ég elska yður af öllu hjarta og öllum mín- um sálarkröftum ..." A milli elskendanna eru aðeins 500 metrar og gatan er greið. Engir verðir eða girðingar hefta för þeirra. Aðrir klífa fjöll og synda yfir stórfljót, til að ná saman. En ósýnilegar hindranir eru jú ætíð sterkari en þær sýnilegu. Um jólin verður frú Meck að fara, því fjölskylda hennar bíður hennar í Vínarborg. Nokkrum dögum seinna fer Tjækovsky einnig frá Florens. „Ég eryfwleitt á mótiþví að kynna verk mín fyrir miklum tónlistarjöfrum. Sá eini þeirra, sem virkilega hefur einhvern skilning og áhuga á rússneskri tónlist er Biilow. Hann er líklegast eini þýski tónlistarmaðurinn, sem gæti viðurkennt rússneska tónlist til jafns við þýska ... En þetta dregur ekki úr mér kjarkinn, ég trúi því að minn tími komi, þó auðvit- aðverðiþaðþegarégerlönguallur..." Úr bréfi Tjækovskys til frú Meck 6. fcbrúarl879. Hér skjátlast Tjækovsky. Frægðin lét ekki á sér standa, og löngu fyrir dauða sinn var hann orðinn mjög vinsæll, og verk hans leikin um allan heim. Gagnrýnendur voru auðvitað ekki á sama máli, og heldur ekki sumir stéttarbræðra hans. Sumir þeirra stóðu áfram- fast við sitt, en aðrir breyttust í dómum sínum, hvort sem það var af meiri innsýni-eða áhrif frá vinsældum verkanna. Einn þessara manna var Nikolai Rubinstein, sem ekki hafði haft mikið álit á fyrsta píanó- konsert Tjækovskys. En 9. mars 1878 skrif- ar Tjækovsky vinkonu sinni eftirfarandi: ryMjifn ovh ta f>f'*1 nni:f*u(r.|> i 'iifl') | „ Útgefandi minn skrifar mér, að Rubin- stein hafi í huga að leika píanókonsert minn opinberlega. Þekkið þér þann konsert? Ef ekki, þá þætti mér sérstak- lega vænt um að þér heyrðuð hann, hann er eitt af mínum „uppáhaldsbörn- um", ef svo má segja. Af hverju dettur Rubinstein allt í einu í hug að spila þennan konsert, sem hann hefur hingað til talið ómögulegan? Ég er honum alla vega mjög þakklátur. Hann mun án efa spila hann frábærlega..." Þrem dögum síðar spilar Rubínstein konsertinn, við mikið lof, bæði á verkinu og leik hans. Tónskáldið sjálft er fjarver- andi, en heillagyðjan hans frú Meck er viðstödd tónleikana og segir honum frá öllu. Stuttu síðar er Rússlandi boðið að taka þátt í heimssýningunni í París, og þá einnig til að kynna rússneska tónlist. Það er Rubin- stein sem tekur þetta að sér, eftir að hann hafði ítrekað reynt að fá Tjækovsky til að fara, en án árangurs. Heimssýningin hefst, og innan ramma hennar tónleikar, með rúss- neskri tónlist. Nafn Tjækovskys kemur þrisvar fyrir í fjórum efnisskrám þessara tónleika. Þar má sjá píanókonsertinn, „Oveðurs"-forleikinn og svítu fyrir strengi. Að venju var höfundur verkanna ekki við- staddur, en eins og áður var frú Meck í salnum. Hún hafði hraðað för sinni til Parísar. Síðan skrifar hún vini sínum eftir- farandi: „Salurinn var troðfullur. Það var mikið klappað, en það var eins og þessir frönsku áheyrendur hefðu orðið fyrir vonbrigðum. Mér fannst sem þeir hefðu frekar búist við þjóðdönsum og léttri tónlist, en í þess stað heyrðu þeir alvar- lega sinfóníska tónlist, og þar að auki nútímalega, en frakkar hafa ekki verið fyrir nútímatónlist hingað til. Mikið vildi ég óska að rússnesk tónlist, og þá sér- staklega yðar tónlist, yrði metin að verðleikum í Evrópu! Bæði hljómsveitin og hljómburðurinn fylltu mig örvænt- ingu. Ég gat rétt gert mér í hugarlund, hvernig farið yrði með „Óveðrið" yðar, fyrsta verkið sem ég heyrði eftir yður, og töfraði mig strax. En þegar fyrstu tónarnir bárust út í salinn, gleymdi ég öllu og öllum. Það hljóðnaði í salnum, og það var eins og allir héldu niðri í sér andanum..." Þrátt fyrir það að orð frú Meck um tón- listarsmekk Parísarbúa væru réttmæt, var píanókonsert Tjækovskys leikinn þar við gífurleg fagnaðarlæti áheyrenda. Þennan góða árangur var fyrst og fremst að þakka túlkun Rubinsteins. Hann var rétti maðurinn til þess að töfra fjöldann, og nýtti sér glæsileika verksins út í ystu æsar. Frægðin var á leið til Tjækov- skys. Sköpunarþörf hans var óþrjótandi. Árið 1878 samdi hann m.a. G dúr píanósón- ötu sína op. 37a, ásamt 12 píanólögum op. 40. Út frá endurminningunni frá Florens skrifaði hann „Souvenir d'un Lieu c.her" fyrir fíðlu og píanó, og tileinkaði Nadescdu. Meðal stærstu verka þessa árs var einnig fiðlukonsertinn í D dúr, op. 35. Árið,1879 var hann einnig afkastamikill. Hann lauk við óperuna „Jóhönnu af Örk" og byrjaði m.a. á píanókonsert sínum númer 2, sem hann svo lauk við árið 1880. Hann kunni að nýta sér frelsi sitt sem listamaður til fulls. Hann helgaði sköpuninni alla krafta sína, og vinsældir verka hans breiddust út ium borgir Evrópu. Tónlist hans hreif menn með sér, einnig þá, sem enga tónlistar- menntun höfðu. Þeir einu, sem voru and- snúnir verkum hans, voru gagnrýnendurnir. Það var því þannig, að verk hans voru elskuð um allan heim, áður en gagnrýnendurnir létu svo lítið að viðurkenna hann. Rödd fólksins varð rödd hinna svokölluðu fag- manna yfirsterkari.. . UNDARLEG í Háttum „Þú ert minn eini og sanni vinur, og veist hvað hæfileikar þínir eru mér mikils virði, og að ég vil allt gera til að vernda þá. Eg heyri enduróm af mér sjálfri í tónlist yðar, hvemig mér líður, tilfinningar minar, hugsanir og þrár. . . Hves vegna ætti ég ekki að sjá fyrir yður? Þó að við séum aðskilin, erum við í raun og veru sama manneskjan, við skynjum ávallt þáð sama og meira að segja næstum áHiafsamtfmis..." Þetta eru undursamleg orð. Getur þetta virkilega átt sér stað að sama sálin gisti tvo líkama? Til eru þau tilfelli, sem virðast færa sönnur á þetta, þ.e. að er annað deyr fylgir dauði hins fast á eftir, að tilefnislausu að því er virðist. Síðar fylgdi frú Meck tónskáldinu eínnig 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.