Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 14
Ævar R. Kvaran: Sannar lífið sjálft raunveruleika Guðs? Þrátt fyrir Mammonsdýrkun margra ís- lendinga og annarra, hygg ég að efnishyggja sé á undanhaldi í heiminum. Það þykir til dæmis ekki lengur sjálfsagt, að vísindamað- ur sé trúlaus. Æ fleiri heimskunnir vísinda- menn játa hreinskilnislega guðstrú sína, en slíkt þótti barnaskapur á blómaskeiði efnis- hyggjunnar, þegar maðurinn í ofmetnaði sínum hélt, að hann væri búinn að fínna lykilinn að lífsgátunni — allt væri hægt að skýra með vísindum; þau myndu að lokum útrýma trúnni; vísindi og trú væru andstæð- ur; vísindin kæmu í stað trúar. En á atómöld, þegar mennimir hafa skapað sér tæki, sem útrýmt geta öilu lífí á jörðinni, hafa æ fleiri þeirra sem mest vita í vísindalegum efnum, hallast að þeirri skoðun, að til sé mönnum æðri máttur, sem sett hafí öllu lífí ósveigjanleg lögmál — skapandi máttur; og leiðina til lífshamingju megi fyrst og fremst fínna með því, að reyna að gera sér grein fyrir vilja og tilgangi þessa æðri máttar, og lifa í sem nánustu samræmi við hann. Fyrir allmörgum árum skrifaði íslenskur rithöfundur bók sem hann nefndi Maðurinn er alltaf einn. Að vísu var titillinn fenginn að láni frá Jean Paul Sartre, sem skrifaði L’homme est seul. En hvað sem því líður hef ég lengi verið á andstæðri skoðun og þess vegna ætla ég að eyða nokkrum tíma til þess að skýra frá nokkrum athyglisverð- um atriðum í bók, sem ber heitið Maðurinn stendur ekki einn. Höfundur þessarar bók- ar heitir A. Cressy Morrison og er fyrrver- andi forseti Vísindaakademíunnar í New York. Honum hefur tekist að sætta vísinda- manninn og trúmanninn í sjálfum sér með athyglisverðum hætti. Hann telur nefnilega, að náttúran og lífíð sjálft feli í sér ómót- stæðilegar sannanir fyrir tilveru Guðs. Við skulum nú líta á nokkrar af þessum ástæðum og skilgreiningar þeirra. Höfundur segir: „Við erum enn í dögun vísindaaldar og sérhver skilningsauki varpar skærari birtu á handverk hugsandi skapara. Þegar við höfum gert frábærar uppgötvanir í anda vísindalegrar auðmýktar og trúar, sem byggist á þekkingu, eykst tilfínning okkar fyrir návist Guðs. Sjálfur tel ég sjö ástæður til trúar minnar: í fyrsta lagi: Samkvæmt óhaggan- legum stærðfræðilögmálum getum við sannað, að heimur okkar er skipulagður og skapaður af mikl- um hugsandi anda. Hugsaðu þér að þú stingir tíu peningum, merktum frá einum til tíu, í vasa þinn og hringlir síðan vel í hrúgunni. Reyndu nú að taka þá uppúr vasanum í réttri röð frá einum til tíu og stingdu svo peningnum aftur niður í vasann í hvert sinn, og hringl- aðu þeim saman. Stærðfræðilega vitum við, að líkumar til þess, að þú dragir fyrst pening merktan með 1, eru einn á móti tíu. Að dregnir verði 1 og 2 í réttri röð, 1 á móti 100; að þú dragir peningana nr. 1,2 og 3 í réttri röð: 1 á móti 1000, o.s.frv. Líkumar til þess að þú dragir upp úr vasanum í réttri röð frá nr. 1 til nr. 10 em 1 á móti 10 miiljörðum! Af sömu ástæðu má fullyrða, að á mörg- um sviðum lífs em svo nákvæm skilyrði nauðsynieg, að ekki er hægt að ímynda sér, að nauðsynlegt innbyrðis samræmi þeirra getið verið til af einni saman tilviljun. Jörðin snýst um möndul sinn með 1600 km hraða á klukkustund um miðbaug; snérist hún með 160 km hraða, myndu dagar okkar og nætur vera tíu sinnum lengri en nú er, og hiti sólar sennilega brenna gróðurinn þessa löngu daga, og hver gróðurangi sem kynni að lifa það af, að líkindum fijósa hina löngu nótt. Lífsuppspretta okkar sólin, er á yfírborði ca. 6000° á Celcius, og íjarlægð jarðar er einmitt nákvæmlega hæfílega mikil tii þess að þessi „eilífí eldur" hlýi okkur mátulega, en ekki um of! Ef sólin gæfí aðeins frá sér helming þeirrar geislaorku sem hún nú gefur frá sér, myndum við fijósa, og væri geisla- magn hennar helmingi meira, stiknuðum við. Halli jarðar, en möndull hennar hallast um 23 gráður, veldur árstíðum okkar. Ef jörðin hallaðist ekki með þessum hætti myndi uppgufun úr höfunum færast norður og suður og hrúga upp heilum meginlöndum af ís. Væri tunglið okkar t.d. einungis í 80.000 km fjarlægð, í stað hinnar raunverulegu, þá kynnu flóðin að verða svo öflug hjá okkur, að öll meginlönd jarðar hyrfu undir yfírborð sjávar tvisvar á dag; jafnvel fjöllin myndu eyðast smám saman. Ef jarðskorpan hefði verið aðeins tíu fetum þykkari, væri ekki til neitt súrefni og þannig ekkert dýra- iíf. Væru öll höf nokkrum fetum dýpri, hefði koiefni og súrefni eyðst og ekkert jurtalff mögulegt. Það er því ljóst af þessum og öðrum dæmum, að ekki er einn möguleiki gegn milljarði, að lífið á plánetu okkar sé fyrir tilviljun. í öðru lagi: Úrræði lífsins tii þess að ná tilgangi sínum er staðfesting þess, að vitsmunir ráða í öllu. Enginn hefur getað skilið hvað lífíð sjálft er. Það hefur hvorki þunga né stærð, en það býr yfír afli eða mætti; vaxandi rót getur mulið klett. Lífíð hefur lagt undir sig loft, láð og lög, stjómar frumefnunum og neyðir þau til að lúta vilja sínum. Lífíð, myndhöggvarinn mikli, gefur öllu lögun; listamaðurinn sem teiknar sérhvert lauf á hveiju tré og ákveður lit hvers blóms. Lífíð er tónskáld, sem kennt hefur hvetjum fugli sinn ástarsöng og skordýrunum að kalla hvert til annars í milljónahljómkviðu smádýranna. Lífíð er efnafræðingurinn óvið- jafnanlegi, sem gefur kryddi og ávöxtum bragð sitt, rósinni ilm sinn, breytir vatni og kolsýru í sykur, og við og við framleiðir úr því súrefni, svo dýr merkurinnar megi draga andann. Vírðum fyrir okkur næstum ósýnilegan dropa af fiymi, gagnsæju, kvoðukenndu, sem þó getur hreyft sig og dregur kraft sinn frá sólu. Þessi einfalda sella, þessi gagnsæi, daggarlíki ördropi, ber í sér líf- sneistann og getur veitt þetta líf öllum lif- andi hlutum, stórum og smáum. Máttur þessa ördropa er meiri en máttur jurtagróð- urs, dýra og manna, því af honum er allt líf komið. Náttúran skapaði ekki lífíð. Eld- brunnin björg og saltvana höf nægðu ekki til að leggja til það sem þurfti. Hver hefur komið þessu þarna fyrir? I þriðja lagi: Viska sú, sem birtist í dýralífinu, ber ótvíræðan vott um góðan Skapara, sem veitti eðlis- hvötina litlum skepnum, sem ann- ars hefðu verið bjargarlausar. Ungi laxinn er árum saman í hafínu, en snýr svo aftur til árinnar og hann ferðast upp hana þeim megin sem þveráin sem hann er fæddur í rennur í hana. Hvað er það sem rekur hann aftur af svona mikilli nákvæmni? Takirðu hann og sleppir honum í aðra þverá, fínnur hann þegar á sér að hann er á rangri leið og brýst til baka niður meginána og snýr svo við á réttum stað gegn straumnum til þess að hlýða örlögum sínum og ljúka ferð sinni á réttan hátt. Ennþá dularfyllri er þó leyndardómur ál- arna. Þessar furðulegu skepnur halda, þegar þær hafa náð kynþroska, úr ám og tjörnum hvaðanæva og hverfa allar til hinna sömu feiknadjúpa við Bermúdaeyjar. Evr- ópuállinn ferðast þannig þúsundir kílómetra um hafíð. Og þama hrygna þeir og deyja. Smáállinn, sem virðist ekkert vita annað en það, að hann er staddur í auðnum út- hafsins, snýr engu að síður heim á leið og ratar ekki einungis til þeirrar strandar sem foreldrar hans komu frá, heldur í sömu árn- ar, vötnin og smátjarnirnar. Enginn amer- ískur áll hefur nokkru sinn veiðst í Evrópu og enginn Evrópuáll í amerískum vötnum. Náttúran hefur jafnvel frestað kynþroska evrópsks áls um ár eða lengur til þess að reikna með hinu langa ferðalagi. Hvar á þessi leiðbeinandi eðlishvöt upptök sín? í fjórða lagi: Maðurinn hefur það sem meira er en eðlishvötin — ály ktunarhæf ileika eða skynsemi. Ekkert annað dýr er kunnugt um, að hafí nokkru sinni getað talið upp að tíu, eða jafnvel skilið það sem í tölunni felst. Ef líkja má eðlishvötinni við nótu flautunnar, hefur heili mannsins allar nóturnar í hljóðfærum hljómsveitarinnar. Það er óþarfi að ræða þetta Ijórða atriði nánar, svo er mannlegri skynsemi fyrir að þakka, að við getum ímyndað okkur möguleika þess, að við séum það sem við erum einungis sökum þess, að okkur hafí verið veittur neisti af alheimsvits- munum. í fimmta lagi: Sérstök fyrirhyggja fyrir öllu lifandi lýsir sér í fyrir- bærum, eins og hinum furðulegu einkennum og áhrifum litning- anna. Litningamir eru svo smáir, að ef hægt væri að hugsa sér alla þá Iitninga sem hafa áhrif á mannlegt líf á einum stað, þá myndu þeir ekki fylla fingurbjörg. Samt finnast þeir í hverri einustu frumu í dýra- og jurta- ríkinu; og í þeim eru fólgnir erfðaberarnir, þar sem kostir og gallar forfeðranna vaka „Samkvæmt óhagganleg- um stærðfræðilögmálum getum við sannað að heimur okkar er skipu- lagður og skapaður af miklum hugsandi anda“. og varpa ljósi eða skugga á braut einstakl- ingsins eftir kyngæðum foreldra hans. Hér er það sem þróunin hefst — í frum- unni, þessari heild, sem ber í sér litningana. Að hinn ótrúlega smái litningur skuli algjör- lega stjóma lífi á jörðinni, er dæmi um djúp- an skilning og fyrirhyggju, sem aðeins gæti átt upptök sín hjá skapandi skynsemis- gæddri veru; aðrar kenningar duga þar ekki tiL I sjötta lagl: Þegar á það er litið hversu hyggilega á öllu er haldið í náttúrunni, neyðumst við til að gera okkur Ijóst, að einungis ómæl- anleg viska gæti hafa undirbúið og skipulagt svo frábæra ráðdeild. Fyrir mörgum árum var sérstakri tegund af kaktus plantað í Ástralíu í því skyni, að mynda með honum vemdargirðingar. Þar eð þessi kaktustegund átti enga óvini meðal skordýra Ástralíu, útbreiddist hann með gífurlegum hraða. Hélt þessu áfram, þangað til kaktusgróðurinn þakti svæði, sem var á stærð við allt England. Kaktusinn tók jafn- vel að ryðja fólki úr borgum og þorpum og eyðileggja búskap bænda. Skordýrafræðing- ar leituðu um allan heim að vöm gegn þessari voðaplágu. Að lokum tókst þeim að fínna skordýr, sem eingöngu lifir á kaktusi og lagði sér ekki annað til munns. Skordýr þetta tímgaðist einnig mjög ört; ennfremur kom það í ljós, að það átti engan óvin í Ástralíu. Það var flutt til landsins og brátt rak að því, að dýrið sigraði jurtina og kaktusplágan hjaðnaði. Slíku jafnvægi hefur verið séð fyrir alls staðar í náttúmnni. Hvers vegna hafa skor- dýrin, sem auka kyn sitt með gífurlegum hraða, ekki lagt undir sig jörðina? Sökum þess, að þau hafa ekki lungu, eins og maðurinn; þau anda um pípur. En þegar skordýrið vex, vaxa pípumar ekki að sama skapi í hlutfalli við stækkun líkamans. Þess vegna hafa verulega stór skordýr aldrei lifað; þessi takmörk vaxtarins hafa haft hemil á þeim. Ef ekki hefði verið séð fyrir þessum líkamlegu takmörkum gæti maður- inn ekki verið til. ímyndið ykkur að mæta gaddaflugu á stærð við ljón! í sjöunda lagi: Sú sannreynd að maðurinn skuli geta gert sér hug- mynd um Guð er í sjálfu sér einstök sönnun. Guðshugmyndin á rætur sínar að rekja til guðlegs eiginleika mannsins, sem hann einn í heiminum býr yfir, eiginleik þess, sem við köllum ímyndunarafl. Með hjálp þessa afls getur maðurinn — og maðurinn einn — fundið sannanir fyrir ósjáanlegum hlutum. Sú útsýn, sem þetta afl opnar okkur er takmarkalaus. Þegar fullkomið ímyndunar- afl manns verður raunveruleikur, kann hann í öllum sönnunum fyrir skipulagi og til- gangi, að greina hinn mikla sannleik, að himinninn er hvað sem er og hvar sem er; að Guð er alls staðar og í öllu, en hvergi jafnnærri og í hjörtum okkar. Það er því vísindalegur sannleikur sem segir í Davíðssálmum: „Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verk- in Hans handa.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.