Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Qupperneq 6
sig í ljósi þess, en sú leynda þrá lét þá í minni pokann fyrir þeim ugg, að það kynnu að detta af þeim gullhringirnir ef sjón- varpið „slægi ekki í gegn“, það væri vissara að láta aðra ríða á vaðið og taka á sig skell- inn, ef svo færi sem þá uggði. Við urðum vör þessarar afstöðu ýmissa í upphafi, sem gerði bæði sárt og klæja, þeirra sem vildu Lilju kveðið hafa, ef einhver Lilja sprytti, en hikuðu þó við að hætta menningarmann- orði sínu strax. Það verður hvorki sannað né afsannað að þessi þankagangur hafí átt sér stað, því síður hve almennur hann hafí verið, en af ýmsu mátti marka hann, og mætti nefna dæmi því áliti til stuðnings, sem hér gefst þó ekki tóm til að sinni. Hveitibrauðsdagarnir Ekki sváfu allir starfsmenn rótt fyrir prófíð mikla aðfaranótt fyrsta útsendingar- dags íslenska sjónvarpsins, 30. september 1966. Dagskrárstjóramir, Steindór Hjör- leifsson og ég, og nánustu samstarfsmenn okkar, voru ef til vill áhyggjufyllstir, enda áttu þessir menn ekki aðeins að leggja verk stn undir örlagadóm almannagagnrýni þetta kvöld, heldur sumir auk þess persónu sína, svo sem Ása Finnsdóttir fyrsta dagskrár- þula sjónvarpsins, sem allir urðu strax skotnir í, og Markús Öm Antonsson, sem var fréttaþulur fyrsta kvöldið, og það vom þeir Magnús Bjamfreðsson til skiptis fram- an af og öfluðu jafnframt fréttanna, Markús erlendra og Magnús innlendra. Útsendingu fréttamanna stjómaði Ólafur Ragnarsson fyrsta kvöldið, og áfram uns hann varð fréttamaður. Það er skemmst frá því að segja að út- sending þessarar fyrstu kvölddagskrár sjónvarpsins gekk hnökralaust, næstum eins og í sögu, öllu starfsfólkinu til ómetanlegrar uppörvunar. Pétur Guðfínnsson, fram- kvæmdastjóri, og Jón D. Þorsteinsson, verkfræðingur og yfirmaður alls tækniliðs sjónvarpsins, voru ekki síst kampakátir, en þeir höfðu fyrirfram hughreyst okkur dag- skrárstjórana og talið að allt mundi blessast. „Þama sjáið þið,“ sögðu þeir nú og við sam- þykktum glaðir að þeir hefðu vitað hvað þeir sungu, en undir niðri vissum við Stein- dór að ekki væm öll kurl komin til grafar, en „den tid den sorg“. Því glöddumst við öll innilega og sameiginlega þetta kvöld. Okkur var sjálfsagt ekki óáþekkt innan- brjósts og þeim sem verður léttari eftir langan og strangan meðgöngutíma þegar afkvæmið virðist heilbrigt og ekki vanskap- að. Hálfnað er verk þá hafíð er, hugsuðum við og hvíldum okkur andartak í heimavör eftir lífróður í land. Sjálfsagt mátti margt fínna að hjá okkur og alltaf má gera betur, við vissum best sjálf hver takmörk starfsreynsluleysið, bág- borin starfsaðstaða og ónóg þekking á fjölmiðlinum setti okkur. En þessi knöppu og kröppu ytri og innri kjör drógu ekki úr okkur kjarkinn, vom miklu fremur eggj- andi, skomðu okkur á hólm: Að leggja okkur öll fram og gera okkar besta og láta hveijum degi nægja sína þjáningu því að morgundag- urinn myndi hafa sínar áhyggjur. Já, í rauninni Iifðum við og störfuðum eins og hver dagur væri hinn einasti og seinasti, frá hendinni til munnsins, vomm alsæl ef við sáum fyrir endann á fréttunum og dag- skránni þann og þann daginn án teljandi stóráfalla. Með öðmm orðum; lífróður á hveijum degi. Það ýtti ótrúlega undir okkur að almennt talað þótti sjónvarpið hafa farið vel af stað, miklu betur en spáð hafði verið fyrir því, sem var raunar vafasöm einkunn, eða sagði öllu heidur ekki mikið, því að yfírleitt höfðu spávitringar þeir, sem komu fram opinber- lega, ekki átt von á öðm en andlegu og tæknilegu gjaldþroti íslenska sjónvarpsins frá fyrsta degi. Þessvegna var það ógurleg prófraun fyrir stofnunina og starfsfólk hennar að koma í fysta sinn fram fyrir al- þjóð. Hrakspámar urðu þegar til alvömnnar kom, sjónvarpinu þó til framdráttar, þótt þverstæðukennt sé, menn gátu naumast orðið fyrir vonbrigðum, þeir höfðu varla átt von á að þetta gengi, en það gekk „og gekk bara vel“, sögðu margir. Þetta var þó íslenskt sjónvarp, töluvert íslenskt efni með íslensku taii, og allt dagskrárefnið valið af íslendingum fyrir íslendinga. Því gat þakk- látt og góðgjamt fólk með góðri samvisku séð í gegnum fíngur sér og umborið mistök og reynsluleysi landa sinna í dagskrárgerð- inni og alið þá rökstuddu von í bijósti að allt stæði þetta til bóta með reynslu og þjálf- un starfsmanna íslenska sjónvarpsins. Þetta vom hveitibrauðsdagar okkar, eins og for- maður útvarpsráðs, Benedikt Gröndal, komst minnilega að orði í þá tíð og varaði okkur við að þeir stæðu ekki til eilífðar, eins og kom á daginn. En er á meðan er. Viðtökur þær, sem íslenska sjónvarpið hlaut hjá almenningi, tók í bili fyrir munninn á Markús Örn Antonsson stjórnar umræðuþætti með stjórnmálaforingjum: Bjarna Benediktssyni, Emil Jónssyni, Eysteini Jónssyni, en sá fjórði á bak við Eystein er að líkindum Magnús Kjartansson. þeim sem vom í rauninni ekki nógu ánægð- ir með það, og ekki síst þeim sem höfðu fyrirfram verið tilbúnir til að gera sem minnst úr því, hvemig svo sem það færi af stað, vegna neikvæðrar afstöðu sinnar til sjónvarps almennt, eða vegna meðfæddr- ar niðrunamáttúru sinnar, ellegar vegna þess að þeir vom ekki með í þessu spili sem þeir hefðu, eftir á að hyggja gjaman viljað vera með í. Ég ætla að stæla frægt orðalag í veraldar- sögunni og heimfæra upp á þá fáu starfs- menn, sem urðu að bera hitann og þungann af sjónvarpsstarfseminni hér á landi fyrstu árin: Sjaldan hafa jafnfáir unnið jafn mikið og margþætt starf með jafn dijúgum árangri og glöðu geði. Það starfaði enginn vegna launateknanna, sem vom rýrar en vinnuálagið óskaplegt, heldur vegna þess að þeir fundu að þeir vom að taka þátt í brautryðjandastarfí, skapa nýtt og áður óþekkt í landinu, lifðu fyrir ánægju og full- nægju sköpunargleðinnar, hversdagsleiki var ekki til, engin deyfð, enginn var leiður á því sem hann var að gera, það var allt nýtt, allt spennandi og krefjandi, ævintýri líkast. Að vísu þrautir, sem varð að leysa, eins og í ævintýmnum, og þá var að leysa þær. Það gekk einhvem veginn. Markús Óm Antonsson lýsir þessu svo í blaðagrein: „Þeir timar vom óborganlegir og ógleyman- legir. Ég stilli mig um að leyfa Ijúfum minningum frá fyrstu ámm sjónvarpsins að streyma fram.“ Og Magnús Bjamfreðsson kemst svo að orði: „Þessi fyrstu ár sjónvarpsins verða ábyggilega ógleymanleg öllum, sem þá störfuðu þar. Þau getur enginn upplifað nema einu sinni. Að sumu leyti var það eins og að stökkva fram af klettum án þess að vita hvað þeir væm háir, og hvað væri undir í þokunni. Nema hvað líftómnni sjálfri var að vísu ekki ógnað.“ HVERSDAGSLEIKINN En engir hveitibrauðsdagar standa til eilífðar. Það hlaut að koma að því að frétta- menn, dagskrárgerðarmenn og tæknimenn þreyttust á að vinna mikið fyrir lítið af því einu að það var skemmtilegt. Nýjabmm fer auk þess af öllu þegar frá líður, þá er það ekki lengur eins spennandi og skemmtilegt. Ég býst við að margir hefðu starfað lengur hjá sjónvarpinu en raun ber vitni, þótt nýja- bmmið hlyti óumflýjanlega að fara af smátt og smátt, ef hægt hefði verið að borga þeim betur en launakerfi ríkisins leyfði. I raun- inni þarf hver fréttamaður, dagskrárgerðar- maður og tæknimaðuf hjá sjónvarpi að hafa listaæð í sér. Þó störfín þar séu ólík eiga þau öll þetta sammerkt. Én sá ómetanlegi eiginleiki er ekki metinn til launa hjá ríkis- féhirði, þótt ekki sé það hans sök. Aðrir sem gátu boðið betur komu fljótt auga á hve dýrmætir ýmsir sjónvarpsmenn væm, svo sem í stjómmálum og sem ritstjór- ar eða upplýsingafulltrúar. Þegar þeir vom orðnir landskunnir, og vinsælir eftir því, buðust þeim víða bæði miklu hærri laun og annarskonar frami en sjónvarpið var fært um að veita þeim. Það spmttu upp mörg ný fyrirtæki á auglýsingasviðinu og við kvikmyndagerð og þau soguðu starfsmenn sjónvarpsins til sín. Áður en mörg ár liðu var Magnús Bjamfreðsson orðinn forseti bæjarstjómar Kópavogs, Markús Öm Ant- onsson forseti borgarstjómar Reykjavíkur, Eiður Guðnason alþingismaður, og strax formaður fjárveitinganefndar, og Ólafur Ragnarsson ritstjóri dagblaðs með tvöfaldar eða þrefaldar launatekjur á við það sem hann hafði hjá sjónvarpinu. Ég var á tíma- bili farinn að kaila fréttastofu sjónvarpsins „Framboðsskóla Emils“, samanber Harm- oníkuskóla Emils", sem þá var oft auglýstur, og lét og kom mér upp skólaspjaldi með myndum af brautskráðum nemendum úr framboðsskólanum, sem farið höfðu í fram- boð og „náð kjöri". Ég taldi nú raunar Ólaf Ragnar Grímsson, Vilmund Gylfason og Sigutjón Fjeldsted til þess hóps, þar sem þeir sigldu hraðbyri út á stjómmálasviðið eftir sjónvarpsframa í frétta- og umræðu- þáttum, þótt aldrei væru þeir fastráðnir hjá sjónvarpinu eins og hinir fyrmefíidu. Síðast en ekki síst má neftia Steingrím Sigfússon nú alþingismann, sem var íþróttafréttamaður sjónvarps og Maríönnu Friðjónsdóttur sem lengi hefír starfað við sjónvarpið og hefír farið inn á Alþingi sem varamaður. Þegar ég lít til baka er ótal margt sem vert væri upprifjunar frá þeim tíma, er sú stofnun var að mótast sem mótaði um leið sjálf öllum stofnunum fremur allt daglegt líf fólks í landinu, réð háttatíma þess og öðmm háttum, sem sjónvarpið hefír óum- deilanlega gert. Um hitt eru og verða skiptar skoðanir hversu holl eða óholl hin geysi- sterku áhrif þess hafa verið, eða eru. En áhrifamátt þess efar enginn. í næstu grein verður rifjað ýmislegt upp, sem gerðist að tjaldabaki og komst aldrei á skjáinn, því að margt er í minni. En í þetta sinn ætla ég að láta nægja að prísa forsjónina fyrir það skilningarvit sem hún gaf mér og reynd- ist nær óbrigðult við ráðningu nánasta samstarfsfólks míns við sjónvarpið, er reyndist flestallt afburða vel eins og alþjóð veit af löngum og góðum kynnum við það. Síðari greinin Á bak við skjáinn1* birtist í næstu Lesbók. Elzta myndin sem til eraf starfsliði fréttastofu sjónvarpsins. Næsturá myndinni erMarkús Örn Antonsson, í miðju Emil Björnsson fréttastjóri, aftast frá vinstri: Sigurður Sigurðsson, Ásdís Hannesdóttir, Magnús Bjamfreðsson og Ólafur Ragnarsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.