Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 7
Þessi íjósmynd af Edvard Munch er tek- in þegar málarinn var um þrítugt. Áhrifavaldurinn Edvard Munch Hann er ennþá langsam- lega frægastur allra nor- rænna myndlistarmanna og hróður hans fer fremur vaxandi, því nýbylgjumál- verkið hefur beint athygl- inni að honum — og í þeim samanburði fer Munch sannarlega ekki halloka. Sýning, sem hefst í dag í Norræna húsinu á 30—40 olíumálverkum frá Munch-safninu í Osló, er kærkomið framtak og verður líklega talin mynd- listarviðburður ársins. Umheimurinn hefur lengi haft þá tilfinningu að líta niður á norræna myndlist og norræna menningu yfirleitt. Þó hefur á þessum slóðum þróazt sérstæð menn- ing, sem á engan sinn líka í veröldinni, sem útlendir eru að gera sér æ betri grein fyrir, og er af miklu eldri stofni en áður var talið. Víkingatímabilið átti sér vafalaust mjög langan aðdraganda og einkenndist af ein- stæðum listrænum hagleik og ótrúlegri hæfni við smíðar, svo sem langskipin eru til vitnis um. Það voru þessir eiginleikar, sem fæddu af sér landvinninga, sem frægir eru í sögunni, en ekki eðlislæg grimmd og ruddaskapur. Slíkir eiginleikar hafa alltaf verið fyrir hendi í heiminum, frá því að sögur hófust og fram á daginn í dag, en þeir hafa lengstum ekki dugað til mikilla afreka án stjórnkænsku og fyrrnefndra eig- inleika fyrr en á vorum dögum, er ógnar- máttur-nýrra vopna gæti orðið bandamaður, ástmögur og sigur heimskunnar. I viðleitni sinni við að upphefja menningu sinna eigin þjóða, margfalt mannfleiri og víðlendari, hafa menningarpostular þeirra iðulega litið framhjá og-jafnvel farið háðu- legum orðum um framlag Norðurlandabúa á menningar- og listasviði. Þá aðeins, er norrænir myndlistarmenn hafa gerzt taglhnýtingar þeirra eigin lista- manna, tekið þá sem sína stóru fyrirmynd, hafa slíkir kinkað kolli og klappað viðkom- andi á öxlina. Norrænir listsagnfræðingar hafa gerzt bandamenn slíkra viðhorfa upp til hópa, svo sem listasagan er berlega til vitnis um. Og sagan endurtekur sig í þessu tilviki sem öðrum því að listsagnfræðingar eru önnum kafnir enn þann dag í dag við að ýta undir þessa þróun og sjá þá helzt lífsneista í verkum listamanna, að hann hafi einhliða samhljóm með því, sem búið er að gera í útlandinu og er haldið á loft þar. Sagan er aukinheldur til vitnis um, að það voru starfsbræður Edvards Munch ásamt listgagnrýnendum, sem harðast börð- ust gegn list hans og frama, þá er hann fyrst kom fram og lengi framanaf. Væri ekki of hart til orða tekið að segja, að hann hafi beinlínis verið níddur í sínu eigin föður- landi, þótt hann ætti þar nokkra trygga aðdáendur, er risu upp til andsvara. Hér er rétt að fram komi einnig, að Dan- ir mátu enganveginn að verðleikum hinn snjalla málara Vilhelm Hammershöi (1864-1916) í lifanda lífi, og hann dó dap- ur og vonsvikinn, en er í dag álitinn einn mesti málari Norðurlanda um sína daga af útlendum fræðimönnum og þá einkum amerískum. Ég endurtek ekki söguna af Asger Jorn, er flúði land og kom aldrei aft- ur nema sem gestur. Hin mikla finnska EFTIRBRAGA ÁSGEIRSSON Myndefni, sem kemur fyrir aftur og aft- ur hjá Munch: Samband karls og konu. \ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. SEPTEMBER 198g 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.