Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Blaðsíða 8
SjálfsmyndíVíti. EDVARD MUNCH listakona Helena Schjerfbeck (1862-1946), mátti og lifa við lítinn skilning af löndum sínum, meðan hún lifði. Svíarnir Carl Frede- rik Hill (1849-1911) og Ernst Josephson (1851—1906) komust og einnig þá fyrst verulega í sviðsljósið, er þeir voru látnir. Útlendingar áttu hér í flestum tilvikum þátt í að benda á stærð þessara listamanna. Hér á landi höfum við af nógu að taka og nefni ég t.d. Jón Stefánsson (1881—1962), sem var vanmetinn og átti í erfiðleikum við að selja myndir sínar hér- lendis allt sitt líf og komst pó á níræðisaldur. Margur er nú fyrst að uppgötva umfang hans sem málara nær aldarfjórðungi eftir andlát hans. Sumum þessara listamanna varð það til bjargar, að þeir lifðu erlendis, hösluðu sér Sjálfsmynd ÍBjörgvin Konan varhelzta viðfangsefniMunchs, stundum sorgmædd eins oghér, stundum ö'grandi. Samband karls og konu, sístætt mynd- efni, stóðMunch hjarta nærri, ekkisízt afbrýði. völl og gerðust jafnvel áhrifavaldar með list sinni. Hér er Edvard Munch fremstur í flokki. Þjóðverjar voru meðal fárra þjóða, sem í verki iitu upp til menningar Norðurlanda og tóku fyrstir eftir því, hvaðan ferskir vind- ar blésu í málara- og ritlist f álfunni, þá er þeir kynntust verkum Munchs, Ibsens, Strindbergs o.fl. — Þá varð til máltækið alkunna: „Ljósið kemur úr norðri" (Das Licht kommt aus dem Norden). Hinn gáfaði og nafntogaði ritsnillingur Julius Meier-Graefe er ritaði í Frankfurter Zeitung og hafði þekkt Munch frá 1893, komst jafnvel svo langt að varpa fram þeirri spurningu i grein um Munch 2. mars 1927, — hvort mögulegt væri, að fram kæmi aftur í einhverri mynd holdtekja Dostojevskís í málaralist. Hér er ekki svo lítið sagt, en það er ekki út í bláinn að líkja þessum tveim eirðar- lausu og stóru öndum saman — óróleikinn og ótæp skynræn tilfmning fyrir umhverfinu og samtíðinni voru helztu eiginleikar þeirra. Meier-Graefe segir einnig: „Á öllum tímum ferils síns hefur Munch gert myndir, Sjálfsmynd, einafmörgmn. Þrittfyrir félagskapiaa viðborðiðersemþrúgandi þyngsiihvíliá mátaranum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.