Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Side 13
landi, þrátt fyrir það varð þar öflug þjóðem- isvakning á 19. öld. En írland er eyja, myndu kannski sumir vilja segja, og það ríður baggamuninn, þar sem Wales er að- eins hluti af stærra landi. Þetta gerir þó ekki útslagið því eins og þegar hefur komið fram þá voru Walesbúar á 19. öld sér ákaf- lega meðvitaðir um mörk lands síns. Þar á ofan bætist að lengi framan af 19. öld sam- einaði sjórinn en þurrlendið aðskildi. Þetta er auðskiljanlegt í ljósi þess að vega- og lestakerfí landa var lengi vel mjög áfátt. III En hvar liggur þá uppspretta íslenskrar þjóðemishreyfingar? Það er morgunljóst að meginstoðir hennar hlutu og hljóta enn að vera ættjarðarástin. Hitt er jafn auðsætt að þegar kom fram á 19. öld þótti íslending- um ættjarðarást án þjóðemisstefnu heldur þunnur þrettándi. Þannig vafðist ekkert fyrir þeim að bregða sumum skáldum sínum um skort á ættjarðarást og þjóðrækni og kom þá fyrir lítið þó ort væri í þessum dúr: Sé ég brosa bláu fjöllin beint á mót, á Svíagrund; þau eru há og hrein og fógur, horfa tígin fram á sund. Þó er eitthvað - eitthvað vantar, augu mín því hjúpa tár; það er ekki Esjan bláa, ekki Snæfellstindur hár. Nú er heima haust og kuldi; heiðló flúin burtu er, og þó finnst mér ísland aldrei eiga haust í bijósti mér,6 Hefði Gestur Pálsson ort þetta á 18. öld hefði hann þótt góður og gegn íslendingur en á ofanverðri 19. öld nægði ættjarðarást- in ein ekki fyrir þeim stimpli. Raunar var meira blóð í kúnni. Gestur var sem sé ekki við eina íjölina felldur. Hann skrifaði smá- sögur af hreinni snilld en var svo ósvífinn að nota þær til að veitast að hinu íslenska bændasamfélagi. Hér emm við farin að nálgast kjama málsins. Það er alveg rétt hjá Gunnari Karlssyni að þjóðemisstefna íslendinga var vafalítið innflutt, sést það hvað best í því að helstu frjálsræðishetjumar vom lengi vel íslenskir námsmenn búsettir í Kaupmannahöfn um lengri eða skemmri tíma. Hitt er öllu vafa- samara að hún hafi fengið jafn góðan byr á íslandi og raun bar vitni einungis vegna sögu þjóðarinnar, bókmennta hennar og tungumáls. Það virðist miklu nær sanni að ráðamenn á íslandi hafi gripið þjóðernis- stefnuna tveimur höndum til að verjast ágangi Dana. Til að byrja með átti hún frem- ur erfitt uppdráttar en á síðari hluta 19. aldar var henni skipað til öndvegis og sá íslendingur kallaður þjóðníðingur sem ekki tók þjóðemislega afstöðu til allra mála er á annað borð snertu frelsisbaráttu þjóðar- innar eitthvað. Hér er ekki ólíklegt að hugtakanotkun 19. aldar mannsins villi um fyrir hinum sem lifir og hrærist í tíðaranda ofanverðrar 20. aldar. Okkur er tamt að tengja hverskonar frelsisbaráttu þjóða við frelsi einstakling- anna einnig. Á 19. öld var þessi hugsun víðsfjarri íslenskum valdamönnum. Stór- bændurnir vom vissulega góðir og mætir þjóðernissinnar en fráleitt hlynntir auknu persónufrelsi undirsáta sinna eða annarra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Það verður á flestu sýnilegt að þeir sem höfðu völdin og auraráðin á íslandi vildu njörva samfélagið niður óbreytt. En það var danska stjórnin sem vildi breytingar og þær í frjáls- ræðisátt. íslenskir ráðamenn á 19. öld vildu herða á hjúalögunum sem skylduðu almenning til að fara í vist. Gegn þessu stóð stjórnin í Kaupmannahöfn. Við sjálft lá að menn væm sveitfastir í fæðingarhéraði sínu svo ríkt var gengið fram í því að bægja utan- sveitarmönnum frá. Sá vamagli var þó sleginn í lögunum frá 1863 um slíkar boð- flennur, að ef sveitastjórnir meinuðu þeim vistar í héraðinu þá áttu þær alltaf þann kost að áfrýja til sýslumanns (eða bæjarfóg- eta) og síðast til amtmanns. íslenskir ráðamenn vildu helst koma þessu áfrýjun- arákvæði fyrir kattarnef en stjórnin í Kaupmannahöfn stóð í veginum fyrir því. Taldi hún það hefta atvinnufrelsi manna meira en veijandi væri ef sveitastjórnir hefðu um þetta síðasta orðið. Jafnvel komu fram hugmyndir um ekki ósvipaða vega- bréfaskyldu og svartir menn búa nú við í Suður-Afríku. Einnig þá hugmynd kæfðu dönsku stjórnarherrarnir í fæðingu. En auð- vitað var tilætlunin sú að auðveldara yrði að fylgjast með hveijum einstökum og veij- ast ágangi óæskilegra persóna. Af framantöldu má vera orðið ljóst að frelsisbarátta íslendinga á öldinni sem leið snerist um stjórnfrelsi eingöngu en laut í engu að einstaklingsfrelsi. I öllu því er við köllum mannréttindi stóðu Danir okkur miklu framar og það sem meira var; þeir voru Þrándur í Götu íslenskra ráðamanna að auka völd sín á kostnað alþýðu. Það er vert að undirstrika að jafnframt því sem barist var fyrir aukinni sjálfsstjórn þjóðar- innar, en stjómartaumamir lágu í höndum fámennrar valdaklíku, þá spymti sama klíka við fótum gegn öllum hugmyndum um auk- ið frelsi undirsáta sinna. Að þessu samfélagi veittist Gestur Páls- son og fékk skömm í hattinn fyrir. Dönsk stjórnvöld vildu einnig breyta því en mættu harðri andstöðu. Umbótatilraunir þeirra voru ógnun við hið gróna kerfi landeigenda og embættismanna á íslandi. IV Það var einkennandi fyrir íslendinga, en þó ekki einstætt samanber Walesbúa, að þeir gerðu sér snemma ljósa grein fyrir því að þeir væm sérstakir, öðravísi en aðrir og ættu saman. Svo síðla sem á 19. öld kom þetta fram í því að íslendingar tóku seint við sér að búa til þjóðemistákn, þjóðbúning, þjóðsöng og þjóðfána. Meðvitundin um þjóð- emi þeirra var svo sterk að slíkra jarðneskra tákna gerðist ekki þörf. Og það sem meira var, sérstaða íslendinga var viðurkennd af erlendum fræðimönnum strax á 12. öld en um 1180 skrifaði Theodric munkur í for- ## Niðurstaðan yerður sú að þjóðernisstefna íslendinga hafi verið lærð, innflutt, en rótfestu í landinu fékk hún vegna ofríkis Dana. Gunnar Karlsson prófessor heldur því þó fram, að Islendingar hafi ekki verið arðrændir af Dönum og þaðan af síður menningarlega kúgaðir. Hann fullyrðir að rætur íslenzkrar þjóðernishreyfingar liggi í sögu þjóðarinnar en hvorki iðnvæðingu né yf irtroðslum voldugri þjóðar. ## Við byggingu Alþingishússins 1880—81 var séð fyrir áheyrendapöllum, sem voru strax mikið notaðir, þegar hitamál voru á dagskrá. mála að Noregskonungasögu sinni að helstu heimildarmenn hans væra þeir „ .. .sem vjer köllum íslendinga;“ 7 Því var það að allan þann tíma sem íbúum stórveldanna Englands og Frakklands að- eins bauð í grun að þeir væra þjóð vora Íslendingar vissir í sinni sök. En lengi vel var mörlandinn þó á báðum áttum um eigið ágæti. Á 18. öld má ætla að þeir hafi, þrátt fyrir hörmungar og óáran, byijað að styrkj- ast heldur í trúnni um tilvistarrétt sinn, aðallega fyrir áhrif erlendis frá. Eggert Ólafsson orti þá um ævilok og undarlega útför íslenskunnar. Sagði hann meðal ann- ars: Sérílagi sé það oss sannhvetjandi blyggðar kross, að Islenzkan er haldin hnoss hjá Evrópu lýðum; Nokkram áratugum síðar benti Tómas Sæmundsson á að Islendingasögumar væra orðnar frægar „ .. .um allan heim að mak- legleikum.“8 Það var Daninn Rasmus Kristján Rask sem fyrstur manna á 19. öld gerði sér einhveija rellu út af íslenskunni sem honum sýndist því miður ekki eiga langa framtíð fyrir höndum. Og það var Trampe greifí og stiftamtmaður sem um miðja öldina tók upp þá nýbreytni að láta skrifa allt á íslensku er embætti hans sendi hinum íslensku embættismönnum víðsvegar um landið. Þá var svo komið að nær öll kennsla í bamaskólanum í Reykjavík fór fram á dönsku, dómstólar landsins notuðu í margir danskt ritmál og bæjarstjómin í Reykjavík ritaði fundargerðir sínar og bréf á dönsku. Sá áhugi sem Danir sýndu íslenskri menn- ingu á þessum áram tengdist vaknandi ættjarðarást og síðar sterkri þjóðernisstefnu þar í landi. Lengi vel höfðu danskir ekkert veður af því að þeir væra þjóð. Það var fyrst á ofanverðri 18. öld að þjóðrækni þeirra fór að vakna sem andsvar við sterkum ítökum þýskra manna í stjórnkerfí landsins. Málhreinsunarstefna hófst til vegs og leitað var dyram og dyngjum að fornum dönskum venjum og hefðum. I þeirra augum var Is- land fjöregg hinnar fornu norrænu menning- ar. Þar var norræna tungumálið enn talað og þaðan komu mennirnir sem gátu lesið hinar forn-norrænu bókmenntir. íslendingar nutu góðs af þessu, Danir vora ófúsir að beita þá hörðu og virðist Gunnar hafa hitt naglann á höfuðið þegar hann þakkar fram- gang þjóðernisstefnunnar menningararf- leifð þjóðarinnar. En þessi menning var ekki uppspretta íslensku þjóðernisstefnunn- ar heldur vopn í höndum þjóðemissinna. Samheldnin um málstaðinn byggðist á ofríki Dana. En þetta ráðríki birtist á tvennan hátt; sem stjórnsemi, reynt var að troða lýðræðislegri stjórnarháttum upp á íslend- inga í óþökk framámanna þeirra; og sem arðrán. Gunnar dregur það stórlega í efa að ís- lendingar hafí verið arðrændir en viðurkenn- ir hins vegar að hugmyndin hafi leikið stórt hlutverk í sjálfsstjórnarstefnu íslendinga. Einkum vegna þess að hún var studd sann- færandi rökum úr sögu þjóðarinnar; úr menningararfleifð hennar.9 Hér blasir við tvennskonar vandi. Annars vegar eru það áhrif sýndar og reyndar í sögunni. Hvað sem 20. aldar sagnfræðingar hafa um atburði fyrri alda að segja þá hlýt- ur tilfinning þeirra manna er upplifðu þá að vega þyngra. Eggert Ólafsson orti Is- lands-sælu og sagði um athæfi annarra ríkja „eigurnar þau af oss svíkja." Árið 1795 leit almenna bænaskráin dagsins ljós en í henni kvörtuðu sýslumenn landsins sáran uncian kaupmönnunum dönsku. Á þjóðfundinum 1851 hafði Guðmundur Magnússon þau orð um verslunarfrumvarp dönsku stjórnarinnar að það væri „því líkast sem nízk móðir gefi barni brauð.“ íslendingar lifðu verslunaránauð, kúgun og arðrán. Þessari staðreynd fær ekkert haggað og breytir þar engu þó hinir lærð- ustu fræðingar, með aðstoð tölvutækni, fái þær niðurstöður að í raun og vera hafí um aldir ekkert arðrán fylgt verslunarlagi Dana á íslandi. Hinn vandinn sem Gunnar setur okkur í er tenging hans milli vitundar íslendinga um arðrán og menningararfleifðarinnar. Gunnar gefur óneitanlega í skyn að íslend- ingar hafi þurft að leita ótalda áratugi, kannski aldir, aftur í tfmann til að fínna arðráninu stað. Eins og sést raunar á þeim dæmum sem að framan eru tíunduð er þessi hugmynd röng. Jón Sigurðsson vann skaða- bótakröfu sinni á hendur Dönum fylgi vegna þess að íslendingar töldu sig enn um hans daga búa við verslunarhætti er vora þeim mjög i óhag. Það var því vegna nútíðarinn- ar að þeir trúðu og studdu kröfu sem byggð var á fortíðinni, þeir töldu sig búa við arð- rán og því var alls ekki ósennilegt í þeirra augum að forfeður þeirra hefðu mátt þola -hið sama. í upphafi var lagt upp með þijár kenning- ar, þeirra Nairns, Gellners og Gunnars Karlssonar. Niðurstaðan verður sú að þjóð- emisstefna Islendinga hafí verið lærð, innflutt, en rótfestu í landinu fékk hún vegna ofríkis Dana. Þetta kemur ágætlega heim og saman við hugmyndir Nairns sem áður voru reifaðar. Menningararfleifð þjóð- arinnar varð í senn áhrifamikið vopn í höndum þjóðemissinna til sameiningar allra landsmanna um einn málstað (á þessa þróun bendir Gellner), jafnframt því að Danir bára mikla virðingu fýrir henni og vildu veg henn- ar sem mestan. Framlag Gunnars er að beina athygli manna að þessu veigamikla atriði. Höfundurinn er sagnfrædingur og var blaða- maður á Morgunblaðinu f sumar. 1) Bogi Th. Melstcð: „Um Baldvin Einarsson, sérprentun úr Timariti hins íslenska Bókmenntafélags, (1904), bls. 174. 2) Tom Naim: „The Modem Janus", New Left Review, (London nóv.-des., 1975), bts. 6 og 14. 3) Emest Gellner: Nations and Nationalism, (Oxford 1984), sjá einkum bls. 1,24,34, 49,61-62,101 og 125. 4) Biblían, það er heilög ritning, (Reykjavík 1978), bls. 27. 6) Gunnar Kartsson: „Icelandie Nationalism and the Inspir- ation of History", The Roots of Nationalism: Studies in Northern Europa, (Glasgow 1980), bls. 77-89. 6) Gestur Pálsson, rit hans í bundnu og óbundnu máli, útg. Amór Ámason og Sig. Júl. Jóhannesson, (Winnipeg 1902) bls. 38. 7) Bogi Th. Melsteð: „Töldu fslendingar sig á dögum þjóð- veldisins vera Norðmenn?“, Afmælisrit til dr. Phil Kálunds, (Kaupmannahöfn 1914), bis. 27. 8) Tómas Sæmundsson: „Um fólksfjölda á íslandi“, (Fjöln- ir 1839) bls. 83. 9) Gunnar Karlsson: sama, bls. 85. áhugi LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. SEPTEMBER 1986

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.