Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Qupperneq 5
En þegar ég hringdi svo í Þórberg og ætlaði að fara að spyija, hvenær hann vilji nú koma, verður hann ókvæða við og mjög öfugsnúinn. Þykist hann nú hafa skilið það svo að ég hafi verið að biðja hann að koma í útvarpsviðtal, en aftekur með öllu sem fyrr að koma nálægt sjónvarpi. Lá nú við í fyrsta sinn í þessari menningarbaráttu að undirrituðum féllist hugur. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, eins og þar stend- ur. Annan dag febrúarmánaðar 1970 kom á skjáinn þátturinn Maður er nefndur Hall- dór Laxness og ræddi Matthías Johannes- sen, ritstjóri, við nóbelsskáldið. Þá ber svo við, nokkrum vikum seinna, að það er látið berast til Magnúsar Bjamfreðssonar, að mig minnir fyrir milligöngu Margrétar eigin- konu Þórbergs, að hann muni nú tilleiðan- legur að ræða við hann í sjónvarpinu. Jafnframt þessum óvæntu og gleðilegu tíðindum, sagðist Magnús hafa heyrt eftir- farandi sögu, sem hann seldi ekki dýrara en hann keypti: „Mikinn öldung höfum vér nú að velli lagt, og hefir oss erfítt veitt, og mun hans vöm uppi meðan Iand er byggt." Sjónvarpsskjárinn Seiðir Eg hafði tekið það sem hvert annað spé, er Matthías Johannessen hafði spáð því að fréttastjóraembætti við sjónvarpið yrði álíka valdamikið og ráðherraembætti. En ég komst fljótt að raun um, mér til óþæginda fyrst og fremst, að í þessu var nokkur sann- leikur fólginn. Að minnsta kosti litu sumir ráðherrar og stjómmálaforingjar svo á, fyrstu ár sjónvarpsins, að fréttastjórinn krenkti stundum völd þeirra, eða væri óþæg- ur ljár í þúfu í krafti hins nýja og sterka fjölmiðils, sem hér verða tilfærð nokkur dæmi um. Sjónvarpið hóf göngu sína á tímum við- reisnarstjómarinnar, sem kölluð var, og kom fljótt í ljós í fréttatímum þess, eins og í öðram fjölmiðlum, að fremur var fréttavon hjá ráðherram og öðram pótintátum fram- kvæmdavaldsins en hjá flokksbroddum og Þórbergur Þórðarson. Myndin er tekin þegar hann var í upptöku á sjónvarpsvið- tali, sem sagt er frá í greininni. Þegar sjónvarpsþátturinn með Halldóri Laxness var sendur út átti sameiginlegur vinur hans og Þórbergs að hafa boðið þeim báðum, og konum þeirra, heim til að horfa þar á þáttinn, þar eð hann hefði vitað að hvorki Halldór né Þórbergur átti sjónvarps- tæki. Var sagt að Margrét hefði að sýningu lokinni mælt eftirfarandi lausnarorð: „Þór- bergur verður að koma í svona þátt,“ og var nú ekkert því til fyrirstöðu af hans hálfu lengur. Margréti mun alþjóð því mega þakka að Þórbergur geymist í sjón og raun á spjöldum sögunnar. Eitt skilyrði setti Þórbergur þó fyrir upp- tökunni, að Margrét mætti vera viðstödd í sjónvarpshúsinu og fylgjast þar með, og ekkert yrði sent út nema hún legði blessun sína yfír það. Nú rennur upp hinn langþráði upptöku- dagur í sjónvarpssal, sem var 28. mars 1970. Sú ráðstöfun hafði verið gerð, sem var einstæð í sögu sjónvarpsins meðan ég starfaði þar, að stofnunin keypti víndropa til að dreypa á viðmælanda, ef með þyrfti, en Margrét hafði talið að öraggara væri að hafa styrkingarlyf af því tagi við hönd- ina í upptökuhléum. Ef Þórbergur þreyttist gæti hugsast að hann hefði gott af að reka tunguna í þetta. Ekki man ég nú hvort til þess kom. En það féll í minn hlut að halda Margréti selskap í sjónvarpinu meðan á upptökunni stóð, fylgdumst við með henni á sjónvarpsskermi. Nú var allt undir því komið að hún liti með velþóknun og björtum augum á samtal þeirra Þórbergs og Magnús- ar þar sem hún átti að hafa úrslitavald um það, hvort setja mætti þáttinn í sjónvarpið. Það var því bæði af sjálfsagðri gestrisni og dálítilli kænsku um leið, sem ég gladdist yfír að hún forsmáði ekki vodkalöggina, sem vissulega var ætluð henni eins og Þórbergi, og ég naut góðs af. Ég býst nú ekki við að það hefði breytt neinu þótt hún hefði ekki dreypt á glasinu, en ekki sakaði það. Það var glatt á hjalla hjá okkur því að Þórbergur fór á kostum, eins og vænta mátti, og þessum þætti var sjónvarpað 20. apríl 1970. Þá litum við Magnús glaðan dag. Komu okkur þá í hug ummæli Gissurar hvíta í Njálu: fulltingismönnum þeirra flokka, sem ekki fóra með vöidin í þann svipinn. Þessi eðli- legi fréttaöflunarháttur fór þeim mun frekar í taugarnar á stjórnarandstöðunni sem sjón- varpið var nýr fjölmiðill og áhrifameiri en aðrjr, eðli sínu samkvæmt. Á fyrstu áram íslenska sjónvarpsins bar svo til að sett var á svið í Iðnó revía, sem snerist einkum um menn og málefni hins nýja fjölmiðils. Þar söng Nína Sveinsdóttir meðal annars eftirfarandi texta, sem lagður var í munn fréttastjóranum: við filmum það sem fólkið vill sjá, framsóknarniennina geyma má, - segir séra Emil. Tilefni þessa samsetnings var kurr, sem kominn var opinberlega í lið framsóknar- manna á Alþingi, sem vora í stjómarand- stöðu, með Ólaf Jóhannesson, formann flokksins og síðar forsætisráðherra, í broddi fylkingar. Á honum hlaut að bitna þessi þrýstingur óánægðra flokksmanna, og óþol eftir að komast innar í sjónvarpsljósið. Sjálf- ur var Ólafur þó allra manna ólíklegastur til að þrá sjónvarpsskjáinn persónulega, sá maður var aldrei til að sýnast. Það fór þó ekki hjá því, þegar hann síðar fór að verða tíður gestur á skjánum, að hann bæri þar af mörgum sökum málefnalegrar frammi- stöðu menntaðs manns, launfyndni og beinskeyttra tilsvara og athugasemda. En áður en tími framsóknarmanna rann upp í ríkisstjóm voru ýmsir þeirra orðnir ansi argir út í sjónvarpið fyrir að komast ekki að í þeim fjölmiðli eins og þeir vildu og þótti sjálfum réttmætt. Bitnaði það ergelsi ekki síst á dagskrárstjóra frétta- og fræðsludeild- ar, sem í daglegu tali var kallaður frétta- stjóri. Þar kom að blaðran sprakk, í Vísi minnir mig, þar sem Ólafur formaður lýsti því yfír í viðtali við blaðamann, æði víga- lega, að hann ætti eftir að fínna fréttastjóra sjónvarpsins í fjöra. Ég var honum málkunn- ugur, við höfðum gengið í sama mennta- skóla, og daginn eftir lagði ég leið mína niður í þing og stillti svo til að spyija hann í léttum tón, í fleiri manna viðurvist, hvenær við ættum að gera út um þetta í fjöranni, ég væri tilbúinn! Ólafur gat nú ekki varist því að brosa út í annað, þótt í honum sæti þykkjan, og aldrei varð neitt meira úr þessu. Þvert á móti treystist kunningsskapur okkar og fáa stjómmálamenn hefí ég metið meira en hann á seinni áram. Ráðherrar Vilja Ráðsk- astMeðFréttir Það gerðist eitt sinn, snemma á árum sjónvarpsins, að Ólafur Ragnarsson, frétta- maður myndaði og átti viðtal um smjörfyall eða kjötfjall er myndast hafði sem oftar í landinu. Þegar hann var kominn úr þeirri ferð hringdi ónefndur ráðherra í hann til að koma í veg fyrir birtingu þessa fréttaefn- is. Ólafur lét sem þetta væri nú utan verkahrings ráðherrans og sagði mér strax frá þessu. í því hringir ráðherrann. Ég var honum kunnugur eins og öðram alþingis- mönnum frá fímmta tug aldarinnar, þegar ég var ræðuskrifari í Alþingi. Þú birtir ekki þessa frétt í kvöld, segir hann formálalaust, eins og það væri af- greitt mál. Hver segir það, spurði ég? Ég segi það, svarar hann. Ég hélt nú að við héma á fréttastofunni réðum því, segi ég. Ja, ég hefí nú staðið í þeirri meiningu að fréttamenn útvarps, og þá sjónvarpsins líka, gerðu það sem ráðherra og ríkisstjómir vildu, ef í það færi. Ég kvaðst ekki hafa heyrt slíkt fyrr, og yrði þetta vonandi aldrei þannig. Hinsvegar væri það alkunna, sem oft mætti lesa í málgögnum, er styddu flokk hans, að þann- ig væra fréttamenn meðhöndlaðir í austan- tjaldslöndum, og öðram einræðisríkjum, en fréttamönnum í lýðfijálsum löndum yrði að treysta til að starfa sjálfstætt. Þú hefír óþökk mína, ef þú birtir þessa frétt í sjónvarpinu, segir ráðherrann þá í símann. Mér þykir fyrir því, af persónuleg- um ástæðum, þar sem okkur hefír alltaf farið gott í milli hingað til, sagði ég. En fréttin kemur í kvöld, ég hlýt að birta hana þó ekki væri nema starfsheiðurs míns vegna. Þegar ég hitti þennan ráðherra næst að máli var eins og framangreint samtal hefði aldrei átt sér stað og kunningsskapur okkar var alltaf jafngóður enda var hann dreng- lundaður maður. Ég hefí ekki heldur rakið þetta samtal okkar til að láta að því liggja að fyrir hon- um hafi vakað bein valdníðsla. Þetta vora fljótfæmisleg viðbrögð brennandi áhuga- manns um framgang landbúnaðarins og hag bændastéttarinnar, sem hann bar mikla ábyrgð á í þann svipinn. En þessa reynslu lét ég mér að kenningu verða í fréttastjórastarfí mínu: Hugsaði sem svo, að það sem þessi ráðamaður hugsaði upphátt, af því hann kom alltaf beint að efninu, myndu fleiri hugsa, án þess að segja það jafn beram orðum, sem sé að frétta- menn og fréttastofa sjónvarpsins, sem ég bar ábyrgð á, ætti helst að vera málpípa stjómvalda á hveijum tíma. En það vildi ég umfram allt varast og var því alltaf á verði enda var þess stundum þörf, hvaða flokkar sem voru í meirihluta á Alþingi og útvarpsráði þó mjög misjafnt væri eftir mönnum, og var því rétt eins gott að marka sjálfstæða afstöðu frá upp- hafí. Það var gert og lengi býr að fyrstu gerð. Allir fréttamennimir stóðu sem einn maður að þeirri stefnumótun, án þeirra hefði fréttastjórinn mátt sín lítils, og á þeim mæddi áróður og óeðlilegur þrýstingur ekki síður en mér, og á þá var ekki síst skotið úr launsátri. Þetta fylgdi því starfi, sem við höfðum valið okkur af fúsum og fijálsum vilja og það varð að hafa það meðan við gegndum því. Þó linnti ásókn og óeðlilegum þrýstingi mjög eftir því sem tímar liðu og bæði stjómmálaerindrekar, og aðrir, höfðu rekið sig á að fréttastofan naut trausts al- mennings til þess að starfa sjálfstætt. Og fréttastjóranum þótti vænt um þegar fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins gaf honum þá einkunn opinberlega, á miðjum starfsferli hans, að hann léti hvorki blíðmæli né hótan- ir villa sér sýn í vandasömu starfi. En þótt almenningur styddi okkur frétta- mennina yfirleitt drengilega vora alltaf einhveijir óánægðir og með upphlaup. Eitt sinn hringdi ráðherra í fréttastjórann og mælti með miklum þunga: „Er ég í sjón- Stjórnmálaumræður í sjónvarpssal á fyrstu árum sjónvarpsins. Stjórnandinn, Vilþjálmur Þ. Gislason, útvarpsstjóri, situr lengst tii hægri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. OKTÓBER 1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.