Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Síða 34

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Síða 34
Mynd af ungri stúlku, systur listamannsins, Önnu Hammarshöi, máluð 1885. Kona í hvítum stól, máluð 1900. Vilhelm Hammarshöi yrir nokkrum árum, nánar tiltekið 16. október til 29. nóvember 1981, var haldin merkileg yfírlitssýning í húsakynnum herrasetursins í Ordrup í útjaðri Kaupmannahafnar. Var hér um að ræða sýningu á 131 verki Ung stúlka við sauma, 1887. Meistari grátónaskalans og einn af stórmeisturum norrænnar myndlistar dó bitur og vonsvikinn 1916, en hefur síðar fengið þá viðurkenningu sem hann verðskuldar EFTIR BRAGA ÁSGEIRSSON danska málarans Vilhelms Hammershöi (1864—1916) og vakti hún mjög mikla at- hygli ásamt því, að hin veglega sýningarskrá upp á nær 200 síður seldist upp. Eg vissi af þessari sýningu og fann til sterkrar löng- unar að bregða mér til Hafnar til þess gagngert að skoða hana, en hafði því miður ekki tök á því. Tveimur árum seinna dvaldi ég svo í Höfn við gerð grafík-mynda, og rakst ég þá á sýningarskrána á heimiii Knúts Bruun þar í borg og talaði svo mikið um þennan listamann, að hann gaf mér sýningarskrána að skilnaði. Hugðist ég skrifa grein um listamanninn í Lesbók, en af því hefur ekki orðið margra hluta vegna fyrr en nú. Það má segja, að Hammershöi hafi með þessari sýningu loks fengið þá viðurkenningu í heimalandi sfnu, sem svo iengi lét bíða eftir sér, en þeir voru þó alltaf ófáir innlendir sem erlendir, sem mátu þennan mann réttilega og var stærð hans sem málara ljós. Myndir listamannsins voru mér nokkur ráðgáta, er ég kynntist þeim fyrst á Ríkis- listasafninu í K.höfn árið 1950, og var svo lengi framan af. En þær voru mjög áleitnar og sérstæðar fyrir grámósku sína, fáa liti, en þó tærleika og skýra myndræna hugsun. Eiginlega vildi ég ekki viðurkenna slíka list, sem byggðist svo mjög á hinum gráa, litlausa hversdagsleika og meir en nóg þótti mér af þessum litatónum í borginni sjálfri, þungri og grámóskulegri í skammdeginu. Eitt af því sem mögulegt er að þjálfa hjá flestu fólki, er næmi augans gagnvart grá- tónastiganum frá hvítu í svart, greina í sífellu fleiri stig þar á milli og þar með aukinn blæbrigðiríkdóm. Þetta er því miður hvergi kennslugrein í almennum skólum frekar en annað sem að auganu lítur og raunar er of takmörkuð áhersla lögð á þetta í mörgum listaskólum. Ég rak mig eðlilega á þetta í fyrstu ytra, en smám saman hef ég lært að meta feg- urð grátónaskalans og síðan eru þessar gráu stórborgir ekki litlausar lengur. Það var í raun ekki fyrr en veturinn eft- ir, er ég las neðanmálsgrein í Politiken eftir tvo sænska stúdenta, er sögðu frá heimsókn sinni til London og vísuðu þar til málverks eftir Hammershöi, að ég fór að veita mynd- um hans verulega athygli. Og þessum tveim ungu mönnum á ég m.a. að þakka, að ég fékk snemma tilfinningar fyrir myndheim þessa málara, er vöktu upp skynjanir, sem stöðugt hafa orðið ríkari, eftir því sem árin hafa liðið. Ég held, að óhætt sé að fullyrða, að æðsta stig skilnings á málverkum og myndlist yfirleitt, svo og allri iist, sé að skynja hana, og hér duga engin orð né út- skýringar, heldur einungis eigið frumkvæði og framtak. Vel er mögulegt að útskýra boðskap mynda og inntak, en menn standa eftir sem áður á þröskuldinum, en inni fyrir er heim- ur tilfinninganna, sem gæti markast af fordyrinu og þar næst taka við víðáttur skynjunarinnar. Allt þetta er nauðsynlegur formáli, þegar segja skal frá málaranum Vilhelm Hamm- ershöi, því að myndheimur hans er svo sérstæður, að vafalítið mun hann koma mörgum spánskt fyrir sjónir í fyrstu, ekki síður en þeim, er þetta ritar, forðum daga. Mér er ekki heldur kunnugt um, að Hammershöi hafi nokkurn tíma áður verið kynntur sérstaklega í blaðagrein á íslandi og margir íslenzkir myndlistarmenn þekkja næsta' lítið til hans; Það er og tímabært að kynna listamannin Islendingum að nýafstað- inni Munch-sýningunni í Norræna húsinu, því að af mörgum sérfróðum er Hammers- höi nú talinn annar athyglisverðasti málari Norðurlandanna um sína daga, eftir E. Munch. Einkum vestan hafs, eftir að sýning- in Scandinavian Today opnaði augu þar- iendra fyrir norrænni myndlist, og þá einkum Hammershöi. Spurðu, hvemig geti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.