Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Blaðsíða 3
E B @ (1 @ Sl ® ® B ® 1] 11IU Sl E Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraidur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoó- arrítstjórí: Bjöm Bjarnason. Ritstjómarfulhr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Rftstjóm: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan er af Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur óperu- söngkonu í hlutverki Aidu á sviði íslenzku Óperunnar, en þessi fræga og viðamikla ópera Verdis verður frumflutt á sviðinu í Gamla Bíói eftir viku, þann 16. janúar. Lesbók/Árni Sæberg. Aida er talin hinn fullkomna grand opera og þótt merkilegt megi virðast átti Verdi ekki' sjálfur hugmyndina, heldur var hann talinn á að taka verkið að sér. Þeir sem það gerðu, veðjuðu sannarlega á réttan hest, en frá tilurð óperunnar og Verdi segir Guðrún Nordal í samantekt um Aidu og sögu henn- ar. Hallgrímsson var ekkert að kveðja vin sinn Halldór Einarsson verðandi sýslumann með smávísum, þegar Halldór hélt heim frá Kaupmannahöfn. Vinir hans kvöddu hann á Hjartakerskránni og þar var sungið í fyrsta sinni „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“ Gylfi Knutsen segir frá þessum atburði og Halldóri Einarssyni. Júðabíllinn heitir áhrifamikil og sterk smásaga eftir Frans Fiimann, sem Einar Heimisson hefur þýtt. Hún segir frá atburði á þeirri ógnartíð í Evrópu, þegar gyðingar voru hundeltir. Jónas Snorri Hjartarson Á Hvalsnesi Kirkja við opið haf í kórnum lýt ég að skörðum steini, fer augum og höndum um letrið, um helgan dóm Sé lotinn mann, heyri glamur af hamri og meitli, sé tár hrökkva í grátt rykið Sé hann hagræða hellunni á gröf síns eftirlætis og yndis, og Ijóðið og steinninn verða eitt Ég geng út í hlýan blæinn og finnst hafið sjálft ekki stærra en heilög sorg þessa smiðs. Á síðastliðnum jólum andaðist Snorri Hjartarson skáld, áttræður að aldri. Með honum er fallið frá eitt af heiðurslaunaskáldunum og eitt af beztu skáldum þjóðarinnar á þessari öld. Snorri fæddist á Hvanneyri 1906 og ólst upp í Borgarfirði. Hann hugðist verða myndlistarmaður og stund- aði listnám í Osló og Kaupmannahöfn, en sneri sér alfarið að bókmenntum og var lengst af bókavörður á Borgarbókasafni Reykjavíkur. í ljóðinu, sem hér birtist, yrkir Snorri um legsteininn, sem séra Hallgrím- ur hjó í nafn Steinunnar dóttur sinnar. Hún dó 6 ára og varð trúarskáldinu mikill harmdauði. Ljóðið birtist í síðustu Ijóðabók Snorra, Hauströkkrið yfír mér, sem út kom 1979. Höfum við glatað jólunum? Mjög góðar minningar á ég frá jólum bernsku minnar. Há- punktur jólanna var ferðin inn að Laugar- nesi, en þar bjó í Holdsveikispítalanum ekkja afa míns, séra Haraldar Níelssonar, Aðalbjörg Sveinsdóttir með bömum þeirra tveimur, Jónasi og Bergljótu. Þetta var óvenjuleg íbúð, ólík öllum, sem ég hafði komið í áður og þar var vítt til veggja og ljúft að leika. Boð Aðalbjargar var á jóladag og þá fengum við bræður að vaka til eitt um nóttina og þóttumst við aldeilis menn að því meiri. Síðan eru liðin rösk 50 ár og hvað hefur breyst í jólahaldi á þessari hálfu öld? Sumt til batnaðar, annað til lakari vegar. Fátæktin hefur minnkað, húsakynnin hafa stórbatnað, framfarir á öllum sviðum samgangna og tækni, eldað við rafmagn, hitaveitur víðast hvar og rafljósadýrð um alla byggð. Áður fyrr voru jólin það að minnast fæð- ingar frelsarans með helgistund og gera sér dagamun í mat og láta þar við sitja, en nú em þeir Mammon og Bakkus farnir að kveðja sér hljóðs á þessari hátíð í ríkari mæli en nokkurt hóf sé að. Til skamms tíma var látin duga Þorláksmessudrykkja, og var nógu slæmt, þar sem margir eyðilögðu jóla- kvöldið fyrir sér og sínum með því að eigra um skelþunnir á aðfangadaginn. Þó mun ýmsum ekki hafa þótt nóg að gert og var þá fundið upp nýtt fyllerí, jóla- glögg að sænskum sið og átti þetta í upphafi að vera veik blanda, heit en meinlaus, að- eins til að taka úr sér kuldahroll skammdeg- isins. En eins og oftast hjá landanum er skipt yfir í sterkara eftir skamma stund, ef áhrifin láta eitthvað á sér standa. Venju- lega enda þessi samkvæmi með stórfylleríi, starfsfólki fyrirtækja og aðstandendum þeirra til vandræða. En víkjum nú að þætti Mammons. Fjöldi kaupmanna rekur verslanir sínar með þeim hætti, að allt traust er sett á jólamánuðinn, ef desemberveltan bregst, þá er úti um fyrir- tækið. Kaupmennirnir og starfsfólk þeirra eru undir gífurlegu álagi þennan mánuð vegna mikilla anna og það svo, að þetta fólk er orðið örmagna, þegar jólin ganga í garð, og á þess engan kost að njóta jóla- kvöldsins, það veltur út af og sofnar snemma kvölds, fegið hvíldinni. Eitt dæmi þess, að jólin hafi snúist í andhverfu sína, ætla ég að nefna frá nýliðn- um jólum. Mikil ös var í einni af elstu og rótgrónustu búsáhaldaverslunum Reykjavíkur. Afgreiðslufólk var allt of fálið- að, en viðskiptavinir út úr dyrum. Mátti ekki á milli sjá, hveijir voru haldnir meiri streitu, afgreiðslufólk eða viðskiptavinir. Þó fór svo, að verslunarstjórinn missti stjórn á sér og æpti: „Það eru þessi helvítis jól, sem eyðileggja allt.“ Þar sem svo er nú komið, þá skulum við huga vandlega að einhveijum breytingum, áður en það er um seinan. Eg fór í Dómkirkjuna til aftansöngs á aðfangadag að vanda og varð mér þá hugs- að, er ég gekk út úr kirkjunni við messulok: „Þetta er líklega það eina, sem eftir er af jólunum.“ Á sjöunda áratugnum starfaði ég mikið fyrir Vernd, félag sem stundaði fangahjálp. Hafði ég mikla ánægju af að starfa með því jákvæða fólki, sem þar hafði haslað sér völl. Jólastarfið var ríkur þáttur í starfi vemdar, venjulega fórum við daginn fyrir Þorláksmessu með jólapakka og prest aust- ur að Litla-Hrauni, úthlutuðum gjöfum og prestur flutti jólahugvekju. Á aðfangadag hefur Vernd ávallt efnt til jólafagnaðar fyr- ir heimilislausa menn og útigangsmenn. Þetta var áður en Vernd fékk Farsóttarhúsið hjá Reykjavíkurborg fyrir náttstað úti- gangsmanna. Þá var reynt að hýsa alla útigangsmenn, sem til náðist, ókunnir menn hringdu jafn- vel og buðust til að hýsa jólagest. Eg hafði boðist til að greiða fyrir hótel- herbergi handa tveimur útigangsmönnum, en þá hringir formaður Vemdar í mig og sejgir: „Það vantar hótelherbergi fyrir ijóra." „Eg borga fyrir þá alla,“ svarði ég. Þetta em einu jólin, sem mér fínnst, að ég hafí skilið jólaboðskapinn til fulls, og gert mitt til þess, að hann kæmist til skila. Við skulum hefja jólin til fomrar virðing- ar á ný. Hætta að dansa við Bakkus í kringum Gullkálfínn, en láta hátíð ljóssins verða til uppyggingar ungum sem öldnum. Því ljósið er þungamiðja jólanna, svo sem frásögn Rósbergs G. Snædal í bókinni „Því gleymi ég aldrei", er út kom á Akureyri 1962, ber með sér. Rósberg átti þá heima á Vesturá í Laxár- dal í Austur-Húnavatnssýslu. Eina lampa- glasið á heimilinu reyndist spmngið, þegar kveikja átti á því á Þorláksmessukvöld. Þetta var árið 1930 og var Rósberg litli þá ellefu ára. Hann gat ekki hugsað sér jól án ljóss. Þess vegna tókst hann á hendur ferð að Gunnsteinsstöðum í Langadal, tæplega níu kílómetra leið og yfir Stijúgsskarð að fara. Þangað komst hann og fékk nýtt lampaglas hjá Hafsteini bónda. Á heimleið- inni hreppti Rósberg hið versta veður, stórhríðarbyl með miklu frosti. Hann var um það bil að örmagnast, þegar eitthvað loðið snart hann í hríðinni. Hundurinn Kjói var kominn á móti honum frá Vesturá, hafði fylgt slóðinni frá því um morguninn, og var nú kominn að bjarga vini sínum síðasta spölinn heim. Það tókst. Ungur drengur hafði lagt líf sitt að veði til þess að það yrðu ekki ljóslaus jól heima hjá honum. Með snilldarfrásögn sinni hefur Rósberg G. Snædal kennt okkur að meta hátíð ljóss- ins, jólin. Hafi hann ævarandi þökk fyrir. LEIFUR Sveinsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. JANÚAR 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.