Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Blaðsíða 6
„Ófarir fólks eru öðrum að kenna, sigrar þess sjálfu því að þakkau Leikskáldið Birgir Sigurðsson Yfirskrift þessa pistils er fengin að láni úr rit- dómi Ólafs heitins Jónssonar um Grasmaðk Birgis Sigurðssonar, en þar segir Ólafur þetta vera reglu sem eigi við um allt fólk í leikritum Birgis. Þessa skemmtilegu alhæfingu má ef Birgir Sigurðsson maðkur (1983), og nú Dagur Vonar (1987) — ártölin eru miðuð við frumsýningarár í leikhúsi. Leikrit Birgis Sigurðssonar eru raunsæ og honum liggur mikið á hjarta — er mikið niðri fyrir. Þetta er sú niðurstaða sem draga má af ritdómum dagblaðanna um leikrit Birgis í heild. Gaumgæfilegur lestur þeirra, samanburður við rit annarra höfunda og tilraunir til að marka þeim bás í íslenskri bókmenntasögu, leiða til svipaðrar útkomu. Kíkjum fyrst aðeins á gamlan leikdóm og reynum að gera okkur grein fyrir við hvað er átt þegar talað er um raunsæi og ákefð höfundarins. í leikdómi um Selinn ... segir Sverrir Hólmarsson: „Birgi Sigurðssyni liggur mikið á hjarta. Hann hefur mjög eindregnar skoð- anir á því í hvetju lífemi okkar sé áfátt, og hann setur þessar skoðanir fram umbúða- laust í leikritum sínum. Þetta gefur leikrit- um hans kraft, gerir þau áleitin og ágeng við leikhúsgesti." (Þjóðv. 12. júní ’74). Þetta er góð skilgreining á ákefðinni. Birgi nægir ekki að draga upp kyrrstæðar myndir, hann skorðar verk sín niður í gefnu þjóðfélagi á tilteknum tíma, tekur á þjóð- félagsmeinunum, skilgreinir þau og afhjúp- ar, kynnir fyrir áhorfendum bæði sníkjudýr- in og þrælana — þá sem eru ábyrgir fyrir óréttlætinu og þá sem líða fyrir það. Það er ekki töluð nein tæpitunga, ekki skafíð utanaf hlutunum, þar er kafað undir yfir- borð hversdagsleikans, örlög einstakling- Greinin er skrifuð í til- efni þess, að á morgun, 11. janúar, mun Leik- félag Reykjavíkur frumflytja nýtt leikrit Birgis, sem heitir Dag- ur vonar Eftír Sigurð Hróarsson til vill styðja rökum og auðvelt er að heim- færa hana upp á flest ef ekki öll verk Birgis. í leikritum hans er ætíð að finna blóðheit tilfinningaátök. Raunsæ og oft æði sárs- aukafull samskipti persónanna leiða — með tilheyrandi stíganda og risi, einn í megn- ustu ófarir, andlegt skipbrot, tortímingu og dauða, annan til sælu, upphafningar og sjálfskipaðs sigurs. í fyrra tilvikinu er oft setið á svikráðum — einhver dauðlegur lán- leysingi bregður fæti fyrir hamingju annars, í síðara tilfellinu er maðurinn oftast einn að verki — óstuddur — með þeim hætti er sigurinn líka sætastur. Einnig er þetta lýsing á raunveruleikan- um — a.m.k. ímynduðum raunveruleika sjálfsblekkingarinnar. Og um leið er þetta skemmtileg andstæða hins sígilda harmleiks þar sem ósigurinn býr í eigin brjósti — örlög- bundinn og óviðráðanlegur, en sigurstundin hins vegar ætíð óverðskulduð guðsgjöf. RAUNSÆR Og Mikið NiðriFyrir Dagur Vonar er fimmta leikrit Birgis Sigurðssonar sem tekið er til sýningar í íslensku leikhúsi. Ferill Birgis spannar að- eins 14 ár, enda er hann ungur að árum, fæddur í Reykjavík haustið 1937 og hefur auk skáldskaparins fengist við blaða- mennsku, kennslu, skólastjómun og fleira. Fyrsta verk Birgis á prenti (þ.e. á bók) var ljóðabókin Réttu mér fána (1968). Og síðan koma leikritin hvert af öðru: Pétur og Rúna (1973), Selurinn hefur manns- augu (1974), Skáld-Rósa (1977), Gras- Úr Grasmaðki. anna sett í þjóðfélagslegt samhengi, stéttarstaðan skýrð og þess gætt að dæmin sem reiknuð eru séu öllum kunn úr eigin heimi og raunveruleik. Þetta er veigamesti angi raunsæisins. Hitt fylgir svo með að persónusköpunin fylgir oftast nær hefðbundnu bókmennta- legu raunsæi, verkin eru epísk, tíminn líður ótruflaður frá einni stund til annarrar, um- hverfið stríðir ekkert venjubundinni skynjun — verkin gera tilkall til að þeim sé trúað, áhorfendum er ætlað að játast blekkingu skáldskaparins. Mest er þetta þó bara hálfsannleikur — Birgir er ekki skrásetjari heldur skáld. Per- sónurnar eru stækkaðar út fyrir ramma raunveruleikans, aðstæðunum gefnar algild- ar merkingar, tími og rúm leyst upp í algleymi. Birgir er líka eins og önnur sönn skáld óhræddur við upphafin skáldyrði, myndstef, líkingamál, táknsmíði og „óraunsæja" ljóðrænu. Hafa ritdómarar dagblaðanna verið nokk- uð duglegir við það gegnum tíðina að finna að þessu „ósamræmi" milli hversdagsraun- sæis og skáldlegrar upphafningar: „Þessari blöndu hefur fram að þessu hætt til að kljúfa leikrit Birgis stíllega í herðar niður, og enn hefur hann ekki, að mínu viti, fund- ið lausn á þessum vanda" — segir Sverrir Hólmarsson t.d. í umsögn sinni um Skáld- Rósu (Þjóðv. 5. jan. ’78). í þessum stóryrta sleggjudómi Sverris leynist vissulega sann- leikskom, sérstaklega hvað varðar Sel- inn..jafnvel má segja að fyrst með Degi vonar sé Birgir endanlega búinn að sigrast á þessu vandamáli. Hitt stendur eftir óhaggað að Birgir er raunsær höfundur í dýpstu merkingu þess orðs; hann segir umbúðalaust sannleikann um mennina og þjóðfélagið sem mótar þá hveiju sinni. PéturOgRúna Pétur og Rúna er verðlaunaleikrit úr leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur árið 1972. Það er raunsæilegt leikrit um lífsgæðakapphlaupið og siðferðilegan sigur þeirra sem í því hlaupi afneita föstum regl- um almenningsálits og yfirvalda. í sem stystu máli ijallar leikritið um ung- an mann — Pétur, sem neitar að vinna yfirvinnu og krefst þess í ofanálag að aðrir fylgi fordæmi hans. Eiginkonan verður að dansa á nótum „lífs“ en ekki aura. Pétur er dæmigerður „reiður ungur maður“ — í uppreisn, með allt í senn eigin fortíð, nútíð og framtíð á móti sér, en vinnur þó persónu- legan sigur í lokin. í verkinu eru bæði mikil átök milli ein- staklingsins og þjóðfélagsins, svo og milli einstakra persóna — fulltrúa ólíkra sjónar- miða og hagsmuna. í Pétri og Rúnu koma strax fram mörg helstu ytri heildareinkenni leikrita Birgis: Raunsær undirtónn, persónur á mörkum þess að vera raunsæilegar og tegundar- myndir (týpur), ómenntað alþýðufólk í öllum helstu hlutverkum, málfar hressilegt og gróft, þjóðfélagslegar tengingar áberandi, og — það sem alls staðar liggur að baki í öllum verkum Birgis og nær í senn hámarki son, hafði látið reisa stofu þessa. Tók hann við Gulibringu- og Kjósarsýslu, en varð síðar landfógeti og bæjarfógeti í Reykjavík. Stef- án lét reisa fleiri hús en stofuna í landi Kross. í Ingólfsbrekku fyrir ofan læk byggði hann sér íbúðarhús, sem þá þótti fegursta húsið í Reykjavík. Stendur húsið enn að stofni til, en með mikium viðaukum og breytingum frá tíð seinni eigenda. Þetta hús var flutt til landsins frá Noregi sumarið 1838 og var það ætlað Halldóri Einarssyni, en hann réð ekki við að kaupa það, þegar til kom. Hús þetta er ýmist kallað land- fógeta- eða iæknishús í daglegu tali. Innflutningur á þessu húsi leiðir hugann að baráttu íslendinga fyrir bættu verslunar- fari á þessum tíma. Ifyrir Eydanaþingi í vetrarbyijun 1838 lágu bænarskrár Sunn- lendinga um bætta verslunarhætti. Ekki voru kröfur miklar og sýnu hógværust var sú beiðni, að Norðmönnum yrði leyft að flytja húsagerðarvörur til íslands. Var það hið eina, sem leyft var og ákveðið með sér- stöku rentukammersbréfi, þ.e. útlendingar máttu afgjaldslaust flytja til landsins til- höggvin hús og annað efni til húsagerðar. Ekki hefur verið nógu álitlegt að styðja sig við „lagasverðið bjart" í þurrabúð á Akranesi og bóndasyni síst fysilegt. Þar hefur þó verið tóm til þess að sinna áhuga- málum, því að i Krossholti mun Halldór hafa rætkað einhvern fyrsta blóma- og tijá- garð þar um slóðir. Slík iðja var ekki út- breidd, þótt hún væri liður í vísindalegri starfshyggju upplýsingarmanna. Menn þreifuðu sig áfram og ærinn starfa hafði Magnús Stephensen fyrir brottfór sína frá Danmörku vorið 1826 við að útvega sér tijáplöntur til þess að setja niður i Viðey. Hann sigldi grænu vonarfleyi sínu inn í harðindavor, peningsfelli og rosa. Eftir heimkomu úr utanför sinni 1838 tók Halldór til ábýlis jörðina Höfn undir Hafnar- §alli, innstu jörð í Melasveit. Æða þar stríð- ir stormar um blásna mela. Víða eru þó gróðurteygingar og jafnvel skógamefna frammi í landi jarðarinnar. Fögur er sýn til sjávar, en að baki þrymur Hafnarfjall, svart og óárennilegt, og hnusar til hafs líkt og griðungur. Um norðanbálviðrin í Höfn orti skáldkonan Steinunn Finnsdóttir, sem þar bjóál7. öld, svo: Við norðanveðri íHöfn erhnítt, hvirflarhann upp úrsænum. Kerlingunum kemur það litt, þærkreppa siginníbænum. Jörðina keypti Halldór í skuid, byggði hana upp og ræktaði vel. Þótti hann búhöld- ur mikill og framfaramaður í búnaði. Hér var veruleikinn annar en í Höfn hinni meiri við Eyrarsund. í staðinn fyrir listilegar uppteiknanir í minnisbókinni á fróðleiksmol- um ýmiss konar, svo sem um útkomnar bækur í Kaupmannahöfn, fólksfjölda á jörð- inni, Rómarkeisara, lífsreglur Jeffersons og stöðu hjónabandsins á Stóra-Bretlandi, eru nú páraðar uppboðsgreiðslur í bland við bókhald yfir ær, vinnuhjú og hey, heimflutt í garð af túni. Víða kemur fram, að Halldór hafi verið greiðamaður mikill við gesti og gangandi. A það hefur fijótt reynt, þvf að Höfn lá í þjóðbraut og bar því marga að húsum hans, líkt og á æskuárunum í Kalmanstungu. Einn kvartar þó yfir viðtökum. Kaldur og hrakinn rímnasmiður keifar blásnar melöld- ur að Höfn undir Hafnarfjalli. Ábúandinn er umboðsmaður Fjöinis og þolir ekki leir- burðarstagl og holtaþokuvæi. Má vera, að viðurgemingur hafi verið í samræmi við það. Sigurður Eiríksson Breiðfjörð þakkar fyrir greiðann með þessum orðum: Sýslumannsins setri Höfn segja frá nú viþum. Heimsins gjörvöll hundanöfn hangiá stofuþHjum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.