Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Blaðsíða 10
Verdis, en Du Locle eða Ghizlanzonis. Texti síðasta dúettsins í óperunni er til í bréfi frá Verdi til Ghizlanzonis og er í endanlegri gerð sunginn með þessum sömu orðum Verdis sjálfs. Verdi undirritaði endanlegan samning þann tuttugasta og níunda júlí og aðeins fjórum mánuðum síðar var henni að mestu lokið, en Verdi átti eftir að auka við hana fyrir uppfærsluna í Mflanó. Allt hafði því gengið upp fyrir þá sem skipulögðu verkið í upphafi, þá Auguste Mariette og Camilie du Locle. Verdi hafði skrifað undir, Kedífinn hafði fengið ósk sína uppfyllta og Mariette átti í vændum ferða- lag til Parísar. En af ýmsum ástæðum fór Mariette að efast um ferðina, meðal annars vegna þess að Kedífinn neitaði að borga uppihaldið fyrir hann í París, svo að Mari- ette, sem gat ekki frestað ferðinni vegna eftirvæntingar dætra sinna, varð sligaður af hótelreikningum. en Du Locle reið heldur ekki feitum hesti frá þessu verki því hann fékk enga greiðslu fyrir hlut sinn í óperu- handritinu. Hvorugur þeirra kemur við sögu Aidu aftur. Ghislanzoni er einn skrifaður fyrir handritinu. SÖGUÞRÁÐURINN Eftiisþráður Aidu er mjög einfaldur og á að gerast á tímum faróanna. Eþíópíumenn eru sagðir vera á leiðinni til Egyptalands, og hinn ungi hershöfðingi Radames er skip- aður sem stjórnandi egypska hersins. Dóttir faróans Amneris elskar hann, en hann sjálf- ur eiskar Aidu, eþíópíska ambátt Amneris, sem hafði verið tekin haldi í fyrri skærum þjóðanna. Aida elskar Radames, en er í tog- streitu milli ástar og skyldu til föðurlands síns og ástar sinnar á óvini Eþíópíu. Amner- is kemst að því að Aida er keppinautur hennar um ástir Radames, en hún veit ekki að Aida er dóttir konungs Eþíópíu. Radam- es kemur til baka úr stríðinu sigri hrósandi, með íjölda af eþíópskum föngum, þar er faðir Aidu í flokki, Amonasro. Sigurlaun Radames er hönd Amneris í hjónaband, en áður en það gerist tekst honum að leysa alla fangana úr haldi nema Amonasro, sem er í haldi í höll faróanna, þó að ekki sé vit- að hver hann er. Amanastor tekst að komast hjá vörðum og hittir dóttur sína þar sem hún bíður eftir að eiga leynifund við Rada- mes. Hann skipar henni að fá Radames til að segja henni mjög mikilvægt hemaðar- leyndarmál. Radames gerir það og það endar með þvi að hann er tekinn fastur og dæmd- ur til dauða af æðstu prestunum, með Ramfis í fararbroddi. Amneris lofar að bjarga honum ef hann vilji gleyma Aidu og giftast sér, en Radames hvikar hvergi. Þeg- ar Radames fer í grafhvelfínguna til að deyja er Aida þar fyrir til að deyja með honum. Þessi ástarsaga er einföld og hefur venð sögð í ótal tilbrigðum um allar aldir. Ást Radames sem er tjáð svo stórkostlega í aríunni „Celeste Aide“, fær sína fyllingu og ró í samsöng þeirra í grafhvelfingunni og þegar þau eru loks fullviss um að ekk- ert fær skilið þau að syngja þau „0 terra adio“. TVÆR UPPSETNINGAR Á ÓPERUNNI Verdi hafði lokið Aidu fyrir tilsettan t.íma, en stríð sem braust út miili Prússa og Frakka í júlí 1870 varð til þess að útbúnað- ur vegna sýningarinnar sem hafði verið pantaður frá París komst ekki til Kairó í tæka tíð. Frumsýningunni var því frestað um ellefu mánuði eða til tuttugasta og §órða desember 1871. Henni var stjómað af Gio- vanni Bottesini og í aðalhlutverkum voru Isabella Galletti-Gianoli sem söng Aidu, Ginevra Giovannoni-Zacchi sem söng Amn- eris og Emilio Naudin sem söng Radames, en þau voru öli úr óperuflokki óperunnar í Kairó sem var eitt af skilyrðunum í samn- ingi Kedífsins við Verdi. Frumsýningin átti að vera mikill viðburður og Kedífínn bauð öllum aðalgagnrýnendunum í Frakklandi og Ítalíu til Kairó. Einn af þeim var Filippo Filippi, sem skrifaði Verdi bréf áður en hann fór og sagðist mundi gera sitt besta fyrir hina nýju óperu. Verdi var æfur og skrifaði Ric- ordi og sagðist mundu eyðileggja verkið, og krafðist þess að ekki yrðu skipulagðar neinar auglýsingar fyrir óperuna, sem hann mundi líta á sem hina mestu niðurlægingu. Hann skrifaði líka til Filippi, með hæðnis- tón: „Þú í Kairó? Er hægt að hugsa sér betri auglýsingu fyrir Aidu en það“ og síðar í sama bréfi: Blaðamenn, hljóðfæraleikarar, söngvar- ar og stjómendur og enn fleiri, leggja allir stein á musteri auglýsingarinnar, byggja veggskreytingu úr öllu þessu vit- leysisblaðri sem eykur ekkert á gildi óperunnar, en eingöngu afskræmir Óperusöngkonan Teresa Stolz í hlutverki Aidu í fyrstu uppfærslunni í Scala. Verdi dáði mjög þessa söngkonu, en óvíst er hversu náið samband þeirra var. Eva Turner í hlutverki Aidu í Chicago Civic Opera 1928. sanna verðleika hennar. Þetta erforkast- anlegt, algjörlega forkastanlegt. Kærar þakkir fyrir vinalegar óskir yðar varð- andi Kairó, en ég skrifaði Bottesini rækilega í gær í sambandi við Aidu. Allt sem ég óska óperunni er góður og umfram allt vel hugsaður söngur, leikur og sviðsetning. Það sem eftir er, a la grace de Dieu. Þannig byijaði ég feril minn og þannig vil ég enda hann. Það er óþarfi að taka það fram eftir þetta bréf að Verdi fór ekki til Kairó til að vera við frumsýninguna, en hann hafði reyndar ekki ætlað sér það. Óperan sló samstundis í gegn í Kairó og hlaut Verdi mikið lof og margvíslegan heiður fyrir. En Verdi var sjálfur á Ítalíu að undirbúa sína frumsýningu sem átti að vera í La Scala í Mflanó sex vikum eftir frumsýning- una í Kairó. Hann gat nú einbeitt sér að því að æfa söngvarana fyrir sýninguna, sem var stjómað af Franco Facio, með Terezu Stolz í hlutverki Aidu, Mariu Waldmann í hlutverki Amneris og Guiseppe Fancelli í hlutverki Radames. Verdi hafði reyndar byrjað að æfa söngvara sína í september, eftir að hafa vandað val sitt vel, og sérstak- lega var hann ánægður með Terezu Stolz sem Aidu. Hún eyddi miklum tímum hjá Verdi í St’Agata, sem olli Guiseppinu miklu hugarangri. Samband Verdis og Stolz hefur aldrei verið fullkomlega skýrt, og er eitt af því í einkalífi Verdis sem verður alltaf óvíst. Stolz var vinkona bæði Verdis og Guisepp- inu, þó að sögur gengju um að Stolz væri ástkona Verdis. En bréf Guiseppinu sýna að henni var umhugað að halda vinskap við Terezu Stolz og víst er að sú vinátta entist á meðan báðar héldu lífí. Frumsýning í Scala Engu var til sparað til að gera uppfærsl- una sem vandaðasta og tilkomumesta. Verdi hafði vakandi auga yfir hveiju smáatriði, jafnt búningum sem sviðsetningum. Hann var mikill leikhúsmaður og kláraði aldrei óperur sínar endanlega fyrr en hann var kominn með þær á fjalimar og þær voru komnar í sitt endanlega form, og var Aida þar engin undantekning. Fyrsta sýningin í La Scala var áttunda febrúar 1872 og var enn á ný mikill sigur fyrir Verdi. Miðar voru af svo skomum skammti, að miðaverð- ið hafði verið til umræðu á verðbréfamark- aðinum. Fólk deildi með sér sætum og boxin voru troðfyllt upp í loft. Eftir annan þátt færðu aðdáendur Verdis honum táknrænan sprota skreyttan gimsteinum og skjal með. Áhorfendur voru yfir sig hrifnir og varð Verdi að hneigja sig oft að sýningu lok- inni. Og strax að lokinni sýningu tóku óskir að streyma til Ricordis um að fá að setja óperuna upp. En ásakanir sumra að óperan væri undir áhrifum frá Wagner, jafnvel „wagnerísk", fóru í taugamar á Verdi: „Það er ekki amalegt," kvartaði hann við Ric- ordi, „að enda eftir þijátíu og fimm ár sem eftirherma." ÓPERUR GIUSEPPIVERDI 0 byggð á I i berto, Conte di San Bon- | ifacio, ópera í tveimur þáttur eftir Temistocle Solera (líklega byggð á Rocester eftir Anotonio Piaz- za). Mílanó, Scala, sautjánda nóvember 1839. Un qiorno di reqno (seinna II finto Stanislaq), ópera í tveimur þáttur eftir Felice Romani (byggð á Le faux Stanisl- as eftir Alexandre Vincent Pineu-Duval). Mflanó, Scala, þriðja september 1840. Nabucodonosor (seinna Nabucco), ópera í íjórum þáttum eftir Temistocle Solera (byggð á Nabucodonosor eftir Anicet-Bourgeois and Francis Comue). Mflanó, La Scala, níunda mars 1842. I Lomabardi alla prima crociata, ópera í fjórum þáttum eftir Temistocle Solera (byggð á kvæði eftir Tommmaso Grossi). Mílanó, Scala, fyrsta febrúar 1843. Ernani, ópera í fjórum þáttum eftir Francesco Maria Piave (byggð á Hern- ani eftir Victor Hugo). Feneyjar, Fenice, níunda mars 1844. I due Foscari, ópera í þremur þáttum eftir Francesco Maria Piave (byggð á The two Foscari eftir Lord Byron). Róm, Argentina, þriðja nóvember 1844. Giovanna d’Árco, ópera í þremur þáttum með formála eftir Temistocla Solera (byggð á Die Junqfrau von Orleans eftir Schiller). Mflanó, Scala, fimmtánda febrúar 1845. Alzira, ópera í tveimur þáttum með formála eftir Salvatore Cammarano (byggð á Alzire, ou les Américains eftir Voltaire). Napólí, San Carlo, tólfta ágúst 1845. Attila, ópera í þremur þáttum eð formála eftir Temistocle Solera, með við- bót eftir Piave (byggð á Attila, Köniq der Hunnen, eftir Zacharia Wemer). Feneyjar, Fenice, sautjánda mars 1846. Macbeth, ópera í fjórum þáttum eftir Verdi í hlutverki stjórnandans. Samtíma skopteikning. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.