Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Blaðsíða 13
öskraði og fyrst þegar ég var kominn niður á miðja þorpsgötuna innan um fólk og hús þorði ég hikandi að líta í kringum mig og þá sá ég að júðabíllinn var horfínn. Auðvitað sagði ég frá því í skólanum daginn eftir að júðabíllinn hefði elt mig stundum saman og næstum því náð mér. Ég hefði orðið að fara miklar krókaleiðir til að sleppa. Svo lýsti ég júðabílnum: hann var gulur, algulur, með fjóra júða í sér. Þeir höfðu blóðuga hnífa í höndum og ég var ekki að Ijúga, ég hafði sjálfur orðið fyrir þessu. Bekkurinn hlustaði agndofa; ég var umkringdur og krakkamir höfðu á mig fullir öfundar. Ég var hetja og hefði getað orðið foringi og fyrirmynd. En það vildi ég ekki. Ég vildi aðeins eitt augnatillit, en þó þorði ég ekki að gægjast eftir því. Þá kom kennarinn. Við æptum þessa hræðilegu sögu framan í hann. Sveittur af hita lýsti ég lífsreynslu minni og kennarinn spurði um stað og stund. Það voru engin andmæli eða efasemdir: guli, alguli bíllinn, fjórir svartir júðar, hnífar, blóðið sem lak meðfram hurðinni, engjavegurinn, skipunin um að klófesta mig, flóttinn, eftirförin. Og bekkurinn hlustaði agndofa. Stelpan með stutta, ljósa hárið leit þá upp og nú þorði ég að horfa í andlit henni. Hún sneri sér í hálfhring í sætinu sínu og horfði á mig og brosti og hjarta mitt sló ákaflega. Þetta var lífshamingjan; ég heyrði engisprettur hvæsa, sóley breiddi úr sér og ég fann angan af blóðbergi. En nú skipti það mig engu framar. Heimurinn var aftur góður og ég var hetja. Ég hafði komist undan júðabílnum og stelpan horfði á mig og brosti og sagði með sinni rólegu og nán- ast varkáru rödd, að í gær hefði frændi sinn komið í heimsókn og tveir vinir hans með honum. „Þeir komu í bíl,“ sagði hún hægt og orðið „bíll“ þaut inn í höfuðið á mér. Hún sagði að þeir hefðu komið í brúnum bíl. Verið á ferð á sama tíma og ég hafði þóst sjá júðabílinn. Þeir höfðu farið sama engjaveginn, og frændi hennar hafði spurt strák sem staðið hafði við vegarbrúnina til vegar. Strákurinn hafði hlaupið öskrandi burt og hún strauk tungunni yfír þunnar varir sínar og sagði hægt að hann hefði verið í grænum buxum eins og ég. Hún horfði á mig. Allir horfðu á mig að mér fannst. Mér þóttu augnatillit þeirra vond. Þau voru eins og suðandi vespur, eins og vespnager sveimandi yfir blóðbergskjarri. Og stelpan brosti því rólega hæðnisbrosi sem aðeins börn hafa á valdi sínu. Rödd mín braust loks fram: „Fjandinn hafi það, það var júðabíllinn: gulur, algulur, og fjórir júðar í honum með blóðuga hnífa.“ Þá heyrði ég rödd hennar segja eins og úr öðrum heimi að hún hefði sjálf séð mig hlaupa á undan bílnum. Hún sagði það fjarska rólega, og ég heyrði að öskur braust skyndilega út úr munni mínum. Ég lokaði augunum, það var dauðaþögn. Þá heyrði ég skyndilega hlátur; hvassan, flissandi stelpuhlátur; skerandi hvæs eins og í engi- sprettu. Og þá reið ógurleg hláturbylgja yfír skólastofuna. Ég þeysti út og inn í sal- emið. Ég læsti á eftir mér. Tárin streymdu úr augunum. Ég stóð þama dálitla stund dofínn af megnum klórþef og hugsaði ekk- ert heldur starði á svartmálaðan, daunillan vegginn og skyndilega vissi ég, að þetta var þeirra sök. Það var þeirra sök, aðeins þeirra. þeir höfðu valdið öllu því vonda í heiminum. Þeir höfðu sett verslun föður míns á haus- inn. Þeir höfðu valdið kreppunni og kastað mjölinu í sjóinn. Þeir klófestu peninga úr vasa heiðarlegs fólks með svívirðilegum brögðum, og þeir höfðu líka niðurlægt mig fyrir framan allan bekkinn með viðbjóðsleg- um prettum. Þeir áttu sök á öllu. Þeir, engir aðrir, aðeins þeir! Ég gnísti tönnum. Þeir voru ábyrgir. Ég grenjaði; ég kreppti hnefana. Ég stóð inni í svörtu, klórþefjandi strákasalerni og öskraði: „Júðar!“ og aftur: „Júðar!" Þá kast- aði ég upp. Júðar. Þeir vom sekir. Júðar. Ég kreppti hnefana. Júðar. Júðaijúðaijúðar. Þeir voru sekir. Ég hataði þá. Um höfundinn Franz Fuhmann fæddist árið 1922 í smábænum Rokytniee í Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu. Hann ólst upp í borgaralegu umhverfi, þrungnu nasisma. Nftján ára gömlum var honum kippt úr menntaskóla, og hann sendur á Austum'gstöðvamar, þar sem hann var tekinn höndum af Sovétmönnum og hnepptur í fangabúðir. Eftir vistina í búðunum fluttist hann til Berlínar og bjó þar til dauðadags, 8. júlí 1984. Verk Fuhmanns em tíðum endurskin af biturri minningu. Einhver þekktasta bók hans er Ferðin til Stalingrad (Die Fahrt nach Stalingrad) sem kom út 1953. Sú bók, er líkt og ráða má af nafninu, byggð á reynslu höfundar úr styijöldinni. Sagan Júðabíllinn cr samin i upphafi sjöunda ára- tugarins. Hún er sjálfstæður hluti stærra verks sem út kom 1962, og ber heitið Júðabillinn. Tvær vikur af tveimur áratugum (Das Judenauto. Vierzehn Tage aus zwei Jahrzehnten). Einar Heimisson JACOB í JÓGVANSTOVU: ÍSLAND - STÓRA ÍSLAND - Brot - Tú ísland, stóra jokulsland, tú fagra oyggj í Atlantshavi, hver er sum tú, eitt oyggjaland við dolum, joklum og sævarsand. Stórt er títt navn, stórt er títt hav, stórt er tað meingið, sjógvurin gav til mikla manna gavn, veitt og fort inní íslandshavn! Tú stóra oyggj, várt bróðurland, vit frændur fingu miklan eyð í fornum dogum við tín sand, har havið dró og súgur seyg. So fjálgt var Langanes í ódn, har Foroya knerrir fingu skjól, Tú vardi teir, sterka Islands bjern, so Norðhavsbáran bleiv sum tjorn. Við Grindavík og Medlandsbarm várt Feroyafólk fékk sáran harm, har sluppin Anna og Lsven Örn, tær fórust, har var ongin vón. í íslands havi hvurvu teir, og aldri her teir síggjast meir; har Sólarris við Dalatanga fekk minubrest, sekk eftir vanga. Við Mánaroyggjar Standard fór og Kristianna, sluppin stór, við Eysturlandið Dora sakk, við Portland Laura sjógvin drakk. Boneta sekk við tína strond Verdandi og Arizona hond í hond, John Bull, ásigld við Langanes og Havfrúgv sigldi á Norðlandsfles. Atlantic sakk við Dalatanga, Heimdal a Hornafirði langa, Zealous fór á eysturstrond og Queen við Vestmannaeyalond. Gracie var mín fyrsta skúta, í ódnarstormi tú mátti lúta. So djúpt tú sokk í Atlantshav, ógloymandi minnir tú mær gav! Eg sá teg, ísland, tú ert stórt, land og firðir og fjollini bjert. Eg sá teg, land, eg minnist væl tey nes og oddar í stórum tal. Lesbók birtir venjulega ekki ljóð á öðrum tungumálum en íslensku. Þó hefur einstaka sinnum verið gerð und- antekning þegar nágrannar okkar Færeyingar eiga í hlut, enda er fær- eyska auðlesin íslendingum. Bréf- komið sem fylgdi frá Jacob í Jógvanstovu, hefur hinsvegar verið þýtt og fer hér. á eftir. Hugur minn leitar svo oft til hinnar stóru og voldugu eyju Atlantshafsins, íslands. Á æskuámm mínum var ég í nokkur ár sjómaður við ísland. Á þessum tíma kom ég inn á margan fjörðinn á íslandi og nú, er ég eldist, em þessar myndir svo bjartar fyrir augum mínum, sí og æ hið stóra ísland. Og eig- inlega mest af sjálfu sér koma þessi ljóð niður á blaðið, um hið fagra land ísland og öll færeysku skipin sem nú liggja á hafsbotni við ísland. Árin 1931 til 1933 var ég á skútunni „Gracie“, sem árið 1941 fórst í hafinu milli íslands og Færeyja. 1934 til 1935 var ég á Sólarris, sem sigldi á tundur- dufl utan Seyðisijarðar og 1938 var ég með Kristiannu, sem 1941 fórst fyrir Norðurlandi. Á Von var ég árin 1945 til 1946. Skipið brann í hafí, 20 sjómílur norður af Fugley. í Leirvík hinn 1.12. 1986 Jakob í Jógvanstovu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. JANÚAR 1987 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.