Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 8
Stefnur tíl allra átta eru búnar til eftir hendinni. Sum myndlistar- gallerí í New York hafa slíkt orðspor, að ungir og óþekktir menn fá gæðastimpil við það eitt að komast þar inn. í þessu sam- bandi er einna áhrifamest fullorðin kona, Ileana Sonnabend, sem nefnd hefur verið móðir listarinnar í New York. Hún rekur Sonnabend Gallery og tók á sínum tíma popparana uppá sína arma, alls óþekkta, og gerði þá heimsfræga. En fleiri eru áhrif- amiklir; þar á meðal önnur roskin kona, Holly Solomon, sem Bragi Ásgeirsson hefur sagt frá nýlega í Morgunblaðinu. Af öðru frægðarfólki á þessu sviði má nefna Cast- elli, sem eitt sinn var kvæntur Sonnabend, og þá ungu og fögru Mary Boone, sem ma.a lyfti Julian Schnabel uppá frægðar- himininn. Nú var kominn tími til að skapa nýjar stjömur og í því skyni hefur sú gamla Sonnabend veðjað á fjóra þrítuga frama- gosa, sem voru sýndir með pomp og pragt jafnframt því að þeir fengu umfjöllun við hæfi í pressunni. Augljóst þykir, að öll sú umíjöllun sé keypt. Þessar framtíðarstjörnur heita Ashley Bickerton, Jeff Koon, Meyer Vaisman og Peter Halley. Mér þótti forvitni- legt að sjá verk eftir unga menn, sem hækkuðu í verði á einni nóttu úr 500 dölum uppí 6000, en frá því er skemmst að segja, að það urðu einskær vonbrigði. Þar var ekkert að sjá annað en meðalmennsku og gamlar lummur, sem voru ekki einu sinni með nýju sultutaui.En það skiptir ekki máli; þeir fjórmenningamir eiga að verða frægir; sú gamla sér um það. Skáldskaparlegt inntak á mjög uppá pall- borðið hjá bandarískum myndlistarmönnum og eftirtektarverður er áhugi á mythologíu, sérstaklega fom-grískri goðafræði. Fólk eins og Oddyseifur, Sysifos og Everidyke þykja ekki síður merkilegt umfjöllunarefni en nútímafólk og nú er svo áríðandi að þekkja þessar eldfomu sögur, að sumir fara á sérstök námskeið í mythológíu. Ég hitti þrjá listamenn í Seattle, sem vom á slíku námskeiði. Ekki er gott að segja, hvers- vegna þessu myndefni skýtur upp á yfirborð- ið á nýjan leik. Sumpart er það eins og hver önnur tízka og er að minnsta kosti að hluta tii komin frá ítölsku nýbylgjumálurun- um, sem leituðust við að endurtúlka goðsagnamótífín. Wyeth á Undir Högg Að Sækja Annars er óhætt að segja, að stefnumar liggi til allra átta. Ofur-raunsæi eða ljós- myndaraunsæi er ekki úr sögunni og í Washington kom ég í gallerí, sem sérhæfír sig í þessari grein og hefur ekki annað á boðstólum. Samt var ekkert þar eftir þann, sem líklega er frægastur bandarískra raun- sæismálara nú á tímum, Andrew Wyeth, sem átt hefur einlæga aðdáendur hér á landi. Það var raunar varla við því að búast að rekast á verk eftir hann þama; mann sem málar innan við tíu myndir á ári að eigin sögn. Hitt þótti mér undarlegra, að sjá hann ekki á einu einasta safni fyrir utan Museum of Modem Art í New York, þar sem sú fræga mynd hans, Heimur Kristín- ar, hangir. Eg spurði safnstjórann í Hirshom Museum í Washington hvemig á þessu stæði og hann yppti aðeins öxlum og sagði:„Ég held að forráðamenn safna hafí lítinn áhuga á honum". Áhuginn er þeim mun meiri annarsstað- ar. Það vakti ekki svo litla athygli í haust, þegar birtist á forsíðum Time Magasine, Newsweek og fleiri virtra blaða, að upp- götvaður hefði verið fjársjóður: Hinar leyndu myndir Andrews Wyeth. Kallinn hafði sumsé verið að pukrast úti í hlöðu eða ein- hversstaðar afsíðis með bera píu og málað af henni andlitsmyndir og nektarmyndir á alllöngu árabili án þess að nokkur vissi. Eða svo var sagt. Nú var leyndardómurinn af- hjúpaður og líklegast að safnstjórar væru komnir í biðröð til að krækja sér í þessi raritet. Það gæti þó hafa bmgðist. í listtíma- ritinu Art in America kom grein eftir frægan listfræðing um þessa miklu uppgötvun fjöl- miðlanna. Þar var því blákalt haldið fram, að blöðin hafi gengið í vatnið og látið plata sig. Þetta hafí aldrei verið annað en ráða- brugg á heimili Wyeths og með fullri vitneskju eiginkonunnar, sem síðan átti mestan veg og vanda af því að auglýsa þessa „uppgötvun". Blessaður kallinn verður því að bíða enn um stund eftir því að þykja eftirsóknarverður á söfnum og kannski ge- rist það ekki fyrr en hann er dauður, fyrst „listamafían" hefur þessa afstöðu. Sú af- staða er undarleg í ljósi þess, að flest nútímasöfnin eru með verk eftir svokallaða photo-realista, sem komast þó ekki með tæmar þar sem Wyeth hefur hælana. Þeir hafa yfirleitt fulla burði til nákvæmrar eft- irlíkingar, en þá skortir yfirleitt þetta sérstaka andrúm og stemmningu, sem erfitt er að útskýra með orðum, en gerir þó gæfu- muninn og veldur því, að maður man eftir myndum Wyeths, en hinum ekki. Houston: Elskendur í skógi, 1986. Eftir Derek Boshier. Sjá nánar um hann í grein. Stórfrétt heimspressunnar um leynimyndir Wyeths var heldur betur kveð- in niður sem gróðabrall á heimili málarans. Chicago: Gagnrfnandinn, 1985. Eftir Paul la M ugust IS, 1&&6 ugust 18, ISSi Fantasíuheimur Innanum og samanvið sér maður slangur af abstraktlist, jafnvel geómetríska ab- straktkúnst. Fyrir utan New York virtist mér hún sjaldgæf, en þar ber nokkuð á henni í ýmsum myndum; sumt kallað Neo- Geo, en annað simulation—ismi og er dálítiið óljós orðaleppur. Ekkert er nýtt; allt er neo- þetta og neo-hitt og verður úrelt áður en við er litið. Það er fremur sjaldgæft að rekast á hrein- ræktaðan súrrealisma, en á hinn bóginn er einhverskonar fantasía afar algeng. Stund- um getur virzt mjótt á munum og erfítt að ákvarða hvað sé súrreaiismi og hvað fant- asía. Á þessu er þó munur og er nærtækt að benda á Kjarval, sem venjulega er orðað- ur við fantasíur, en aldrei talinn súrrealisti. Sumir sem ruddu afstrakt expressjónisman- um braut, sneru sér síðar að öðru, en eru komnir í hring og famir að mála afstrakt aftur. Þar á meðal er einn kunnasti mynd- listarmaður vesturstrandarinnar, Elmer Bischof. Á stórri yfírlitssýningu hans í Philips Collection í Washington sást hvemig ferilinn lá frá ljóðrænu abstrakti yfír í nátt- úrumótíf og síðan varð hann raunar frægastur fyrir stórar innanhússmjmdir í afskaplega grófum og expressjónískum stíl, sem hann hefur nú yfírgefíð og tekið upp abstraktþráðinn að nýju. Eg gaumgæfði skúlptúr miklu minna af þeirri einföldu ástæðu, að ég hef minni áhuga á honum. Það er þó ljóst, að skúlpt- úr er í miklum uppgangi þessa stundina og mjög oft er hann málaður einnig. Oft skar- ast listgreinar svo í einu og sama verkinu,að óljóst er, hvemig það dregst í dilk. Á sýn- ingu í New York rakst ég til dæmis á listaverk eftir ungan mann, Svein Þorgeirs- son frá Hrafnkelsstöðum, sem er að ljúka framhaldsnámi þar og er með vinnustofu ásamt Brynhildi systur sinni, sem einnig er myndhöggvari og orðin allvel þekkt hér. Uppistaðan í verkum Sveins var úr málmi, sem hann hafði borið á ljósnæma húð og kópíerað þar á ljósmyndir og málað svo ofaní allt saman. Að því kem ég síðar í stuttu samtali, sem ég átti við Svein. Lággengi í Popplist Það sem mér sýndist að væri sízt á döf- inni af öllu var hreinræktuð popplist eins og hún birtist uppúr 196o og var amerískt fyrirbæri í fyrstu og kannski fyrsta liststefn- an, sem ótvírætt hófst í Bandaríkjunum. Sú stefna virðist hafa gengið sér til húðar í bili; ég sá hvergi sýningar af því tagi, né heldur neinn listamann að fást við hrein- ræktað popp. Aftur á móti er popp-bylgjunni vel haldið til haga á söfnum, þar sem þeir eru í röðum Andy Warhol, Jasper Johns, Rosenquist, Larry Rivers og Roi Lichten- stein. Venjulega er Robert Rauschenberg hafður með þeim, þótt hann sé nokkuð sér á parti sem afkvæmi popp-bylgjunnar. Þeg- ar til lengdar lætur þykir mér þó langsam- lega mest til hans koma; hann virðist vera sá eini af framámönnum þessarar bylgju, sem hefur fundið sér farveg til áframhald-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.