Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Page 5
Þó að þetta sé mjög sjaldgæft fyrirbæri, blóðsviti (hemohidrosis), getur það átt sér stað við feiknalegar geðshræringar eða hjá fólki, sem haldið er blóðsjúkdómum. Vegna blæðingar inn í svitakirtlana verður húðin viðkvæm og veik. Lýsing Lúkasar bendir til, að um blóðsvita hafi verið að ræða frem- ur en ecerine chromidrosis (brúnn eða gulgrænn sviti) eða sáramerking (stigma- tization, þegar blóð vætlar úr lófum eða öðrum stöðum). Þótt sumir höfundar hafi getið sér þess til, að blóðsvitinn hafi valdið verulegum blóðmissi, höllumst við að þeirri skoðun Bucklins, að blóðmissir Jesú hafi sennilega verið óverulegur. RÉTTARHÖLD Yfirheyrslur Hjá Gyðingum Skömmu eftir miðnætti handtóku muster- isþjónar Jesúm í Getsemane og færðu hann fyrst til Annasar og síðan til Kaífasar, æðsta prests gyðinga það ár. Milli kl. 1 og dagrenn- ingar var Jesús yfírheyrður af Kaífasi og öldungaráðinu og fundinn sekur um guð- last. Verðirnir bundu síðan fyrir augu Jesú, hræktu á hann og börðu hann í andlitið með hnefunum. Skömmu eftir dögun, senni- lega í musterinu, stóð Jesús frammi fyrir æðstu prestunum, Faríseunum og Saddúke- unum, og var enn fundinn sekur um guðlast, sem dauðarefsing lá við. Yfirheyrslur Hjá Rómverjum Þar sem leyfi til aftöku varð að fá hjá Rómverjum, sem með völdin fóru, var farið með Jesúm snemma morguns til Antonia- virkis, bústaðar og stjórnaraðseturs Pontíus- ar Pílatusar, landstjóra í Júdeu. En fyrir Pílatusi var hann ekki kynntur sem guðlast- ari, heldur sem sjálfskipaður konungur, sem gæti grafið undan veldi Rómveija. En Pílat- us fann enga sök hjá Jesú og sendi hann til Heródesar, landstjóra í Galíleu. Heródes fann heldur enga sök hjá Jesú og sendi hann aftur til Pílatusar. Enn gat Pílatus ekki fundið ástæðu til ákæru á hendur Jesú, en lýðurinn þráaðist við að krefjast kross- festingar. Að lokum varð Pílatus við þeirri kröfu og lét Jesúm af hendi til húðstrýking- ar og krossfestingar. HeilsufarJesú Jesús fór fótgangandi um alla Palestínu og kenndi, og það erfiði, sem því fylgdi, útilokar, að hann hafi verið haldinn neinum alvarlegum sjúkdómi eða verið heilsuveill. Þess vegna er eðlilegt að ætla, að Jesús hafi verið vel á sig kominn, þegar hann hélt til Getsemane. En á hinum 12 tímum milli kl. 9 að kvöldi fimmtudags og 9 að morgni föstudags varð hann að þola miklar sálarkvalir, eins og blóðsvitinn ber vott um, brotthvarf nánustu vina sinna, lærisvein- anna, og hnefahögg í andlitið (eftir fyrstu yfirheyrslurnar hjá gyðingum). Þessa sárs- aukafullu og svefnlausu nótt hafði hann einnig verið neyddur til að ganga meira en 4 km fram og aftur milli þeirra staða, þar sem yfirheyrslurnar fóru fram. Hin líkam- lega og andlega raun af þessu kann að hafa gert Jesúm sérstaklega veikan fyrir hinum skaðvænlegu áhrifum húðstrýkingar- innar á blóðrásina. Undanfari krossfestingar hjá Rómverjum varharkaleghýðing, sem flýtti mjög fyrir dauðanum á krossinum. Húðstrýking Krists er algengt myndefni, ekki sízt frá fyrri öldum. Myndin hér er eftir óþekktan, þýzkan 15. aldarmál- ara. HÚÐSTRÝKING - AÐFERÐIR Húðstrýking var samkvæmt lögum und- anfari sérhverrar aftöku hjá Rómveijum, og undanþegnir voru aðeins kvenmenn og rómverskir öldungaráðsmenn eða hermenn (nema um liðhlaupa væri að ræða). Hið venjulega tæki var stutt svipa með nokkrum sléttum eða fléttuðum, mislöngum leður- reimum, sem í voru festar litlar járnkúlur eða beinflísar með hvössum brúnum með nokkru millibili. Stundum voru prik einnig notuð. Fyrir húðstrýkingu var hinn dæmdi sviptur klæðum og hendur hans voru bundn- ar við lóðréttan staur. Tveir hermenn, eða einn, sem skipti um stöðu, létu höggin dynja á baki mannsins, þjóhnöppum og fótum. Harkan í húðstrýkingunni fór eftir afstöðu og eðlisfari þeirra, sem framkvæmdu hana, en tilgangurinn var sá að veikja fórnarlamb- ið svo, að það yrði aðframkomið, nær dauða en lífi. Eftir húðstrýkinguna spottuðu her- mennirnir oft fórnarlamb sitt. HÚÐSTRÝKING FRÁ LÆKNIS- FRÆÐILEGU SJÓNARMIÐI Þegar rómversku hermennirnir hýddu fórnarlambið af öllu afli, ullu járnstykkin djúpu mari og leðurreimarnar og beinflísarn- ar skáru húðina og vefina undir henni. Eftir því sem húðstrýkingunni var haldið áfram, tættust einnig beinvöðvar í sundur og blæð- andi holdtætlur titruðu um allan líkamann aftanverðan. Sársauki og blóðmissir olli tíðum taugaáfalli hins pyntaða. Það gat farið eftir blóðmissinum, hversu lengi fórn- arlambið lifði á krossinum. HÚÐSTRÝKIN G JESÚ Jesús var kaghýddur við höll landstjór- ans. (Enda þótt ekki sé rætt um það í guðspjöllunum fjórum, hversu harkaleg húð- strýkingin hafi verið, kemur það fram í einu postulabréfanna, fyrra bréfi Péturs, 2:24. Nákvæm orðskýring á hinum forngríska texta þessa vers bendir til þess, að húðstrýk- ing Jesú hafi verið mjög hrottaleg.) Það er ekki vitað, hvort fjöldi svipuhögganna hafi verið bundinn við 39 samkvæmt lögum gyð- inga. Rómversku hermennirnir gerðu gys að því, að þessi máttvana maður hefði þótzt vera konungur og tóku að hæða hann með því að klæða hann skikkju, setja þyrnikór- ónu á höfuð honum og prik fyrir veldissprota í hægri hönd hans. Síðan hræktu þeir á Jesúm og börðu hann í höfuðið með prik- inu. Þegar hermennirnir rifu skikkjuna af Jesú, hafa þeir sennilega einnig rifið upp sárin eftir húðstrýkinguna. Sennilegast er, að Jesús hafi verið að- framkominn eftir hina harkalegu húðstrýk- ingu vegna hræðilegs sársauka og verulegs blóðmissis. Ennfremur hefur húð hans verið sérstaklega viðkvæm eftir blóðsvitann. Hin- ar líkamlegu og andlegu misþyrmingar, sem Jesús hafði hlotið af hálfu gyðinga og Róm- verja, sem og skortur á mat, vatni og svefni stuðluðu einnig að því, að hann var að þrot- um kominn. Líkamlegt ástand Jesú var því alvarlegt og ef til vill lífshættulegt, jafnvel áður en að sjálfri krossfestingunni kom. Krossfesting - Aðferðir Sennilega voru krossfestingar fyrst tekn- ar upp meðal Persa. Alexander mikli inn- leiddi siðinn í Egyptalandi og Karþagó, og Rómverjar virðast hafa lært hann af Kar- þagómÖnnum. Þótt Rómveijar hafi ekki fundið upp krossfestingu, fullkomnuðu þeir hana sem aðferð við pyntingar og líflát, sem ætti að valda hægum dauða og sem mestum sársauka og þjáningum. Þetta varð ein af smánarlegustu og grimmúðlegustu aðferð- unum við aftöku og var yfirleitt aðeins ætluð fýrir þræla, útlendinga, byltingar- menn og verstu glæpamenn. Rómversk lög vernduðu yfirleitt rómverska þegna gegn krossfestingu, nema kannski ef um liðhlaup hermanna væri að ræða. Krossfesting í sinni upprunalegustu mynd var sá háttur, sem hafður var á lífláti í Persíu til forna, að maðurinn var annað hvort bundinn við tré eða bundinn eða stung- inn fastur við reistan staur til þess yfirleitt að varna því, að hann snerti heilaga jörð með fótum sínum. Það var ekki fyrr en seinna, sem eiginleg- ur kross var notaður. Aðalhlutar hans voru uppréttur staur og lárétt þvertré, en ýmsar gerðir þekktust þó. Enda þótt fornleifafund- ir og sögulegar heimildir bendi sterklega til þess, að Rómveijar hafi helzt notað hinn lága T-kross á tímum Krists, voru kross- festingarsiðir oft mismunandi á hinum ýmsu landsvæðum og fóru eftir geðþótta þeirra, sem önnuðust aftökuna, og latneski krossinn og aðrar gerðir kunna einnig að hafa verið í notkun. Það var venjan, að hinn sakfelldi bæri sinn eigin kross frá staðnum, þar sem hann var húðstrýktur, þangað sem hann var krossfestur utan borgarmúranna. Hann var yfirleitt nakinn, nema staðarvenjur bönnuðu það. Þar sem þungi alls krossins var senni- lega yfir 135 kg, var hann aðeins látinn bera þvertréð. Það var 34 til 57 kg að þyngd og var lagt yfir hnakkagrófina og báðar axlirnar, og yfirleitt voru útréttir handlegg- irnir síðan bundnir við þvertréð. Fyrir göngunni til aftökustaðarins fór heil sveit rómverskra hermanna undir stjórn hundr- aðshöfðingja. Einn hermannanna bar skilti, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.APRÍL 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.